Alþýðublaðið - 10.08.1947, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.08.1947, Blaðsíða 4
ALbÝBUBUIHíi Sunnudagnr JO. ágúst 1947 Útgefandi: Alþýáuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Fr.kv.stj.: Þorvarður Ólafsson. Auglýsingar: Emilía Möller. Framkvæmdastjórasími: 6467. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Þar, sem gríman er fallin. För erlendu útvarpsmannanna um landið. — Hvergi eins vel tekið í Evrópu og hér. — Þor- steinn skrifar um flakk og kemur með fyrir- spurnir. Nauðsyniegt að aðvara fólk, sem ytra er. MENN eru í seinni tíð orðnir vanir því að heyra sitt af hverju um bardagaaðferð- ir og vinnubrögð ofstækis- flokka og löngu hættir að kippa sér upp við flest af því. En engu að síður mun mörgum hafa blöskrað, er sú frétt barst frá útlöndum í vik unni, sem leið, að kommún- istablöð suður á Grikklandi hefðu birt hreina og beina á- skorun til lesenda sinna um að m y r ð a þrjá af ráðherr- um grísku stjórnarinnar, sem kommúnistar telja sér þyngsta í skauti. í öllu siðleysi stjórnmála- baráttunnar á hinum síðustu og verstu tímum póltískrar ofsatrúar og ofbeldishneigðar er með slíkri áskorun að minnsta kosti sett nýtt met, sem til þess er fallið, að vekja til alvarlegrar umhugsunar og framkalla þá spurningu, ekki aðeins hjá andstæðing- um kommúnista, heldur og hjá fylgismönnum þeirra, hvort hér sé lengur um stjórn málaflokk að ræða, — hvort blöð og flokkar, sem siík vinnubrögð boða og verja séu ekki komin út á braut hreinna og beinna glæpa og hermdar- verka. * íslenzkir blaðalesendur munu máske hugsa sem svo, að Grikkland og ísland séu sitt hvað, og hér geti slíkir hlutir ekki skeð. En það eru þó ekki nema tveir dagar síð an Þjóðviljinn birti án nokkurrar sýnilegrar van- þóknunar fréttina af áskorun hinna grísku bræðrablaða sinna um að „fjarlægja“, eins og hann orðaði það svo hátt- víslega, þrjá af ráðherrum grísku stjórnarinnar; og þó að íslenzkir kommúnistar séu af mörgum álitnir vera fínir menn, þá er þó heldur ekki liðið nema tæpt ár síðan þeir gerðu nokkra .tilraun til þess, að „fjarlægja" með aðför og grjótkasti einn af þáverandi ráðharrum íslenzku stjórnar- innar og ganga svo frá öðrum áhrifamanni í flokki hans, að við hann þyrfti ekki að fást í framtíðinni. Það er því ekki alveg, víst, að það hugarfar, sem lýsir sér í áskorun grísku kommúnista blaðanna sé með öllu óþekkt hér, þó að gætilegar sé hag- að orðum; enda er það kunn- ara en frá þurfi að segja, að kommúnistar allra landa eru aldir upp í sömu trú og sama ERLENDU útvarpsmennirnir, sém hér hafa dvalið í þrjár vikur, eru nú farnir heimleið- is. Þeir ferðuðust víða um Suðurland, 'dálítið um Suð- Vesturland og allmikið um Norðuj-land. Þeir heimsóttu orkuver, verksmiðjur, fagra staði. Þeir áttu viðtöl við hænd ur og bændahúsfreyjur, for- ystumenn á ýmsum sviðum í atvinnumálum, stjórnmálum, bókmenntum og vísindum. Fóru og til Sigluf jarðar og töluðu þar við síldveiðisjómenn. ÞRÍR útvarpsmanna, Svíi, Finni og Norðmaður, sem allir eru úr fyrsta flokki útvarps- starfsmánna á Norðurlöndum, fóru allar þessar ferðir. Einn, Daninn, kom síðar en þeir, og fór fyrr en þeir. Hann starf- aði ekki mikið, enda má segja, að forstöðamaður fréttastofu danska útvarpsins, Niels Grunn- et, sem var hér í fyrrasumar, hafi tekið það helzta, sem hægt var að fá, enda var mikið í danska útvarpinu fyrir hans atbeina í fyrrahaust og jafnvel fram á vetur. ÚTVARPSMENNIRNIR létu ákaflega vel yfir förinni hing- að, og geta ekki nógsamlega þakkað alla þá hjálpfýsi, sem þeir urðu aðnjótandi, jafnt hjá háum sem lágum. Það er víst, að í þeim höfum við eignast á- gæta vini. Þeir hafa allir farið viða um Evrópu með upptöku- tæki sín, en livergi sögðust þeir hafa^notið eins mikillar hjálp- fýsi og skilnings og hér á ís- landi. OLAV FORSÉN, sænski út- varpsmaðurinn sagði við mig í gær. „Það gjörbreytir allri út- varpsstarfsemi að fara með upp tökutæki út til alþýðunnar og leyfa henni að segja það, sem henni býs í brjósti. Um leið verða ekki neinir útvaldir spek- míkrófóninn, heldur talar alþýð- ingar eins og lærimeistarar við an til alþýðunnar. Þið verðið að eignast upptökutæki, bifreið til að fara með þau um landið og menn til þess að ferðast með þau.“ „JÁ, ÉG BÝST við því, að útvarpshlustendur séu á sama máli og Olav Forsén — og eft- ir því, sem ég hef heyrt, mun Ríkisútvarpið hafa fullan hug á að kaupa svona bíl, en upptöku tækin mun þáð eiga, hinn ágæta stálþráð frá Ameríku, sem tal- inn er af'mörgum jafnvel betri en plötuupptakan, sem nor- rænu útvarpsmennirnir notuðu. Eg tel, að engan geti órað fyrir því, hvað miklum breytingum til bóta útvarpið mundi taka í dagskránni, ef þessi starfsemi væri hafin. En það er • með þetta eins og annað, að valið á manni til að framkvæma þetta — veldur mestu um árangur- inn. Starfið er vandasamt, en ekki erfitt. ÞORSTEINN SKRIFAR mér á þessa leið: „Eg er sammála því, sem þú skrifaðir í fyrra- dag um horfurnar í gjaldeyris- málunum, sparnað og lækkaðar kröfur um lúxuslíf. Hins vegar má vel vera, að það sé ekki vinsælt að skrifa um svona mál, því að hér virðast menn ætíð gera kröfur til annarra en sjálfra sín. — En sleppum því. í þessu sambandi vildi ég gjarna mega minnast á eitt mál efni, sem almenningur furðar sig á og skilur ekki, í þeim vandræðum, sem eru og hafa verið og verða, út af gjaldeyr- isskortinum. HVERNIG STENDUR á því, að menn, jafnvel í þúsundatali, farið til útlanda? Er öllum þeim mörgu, sem fara til út- landa, skaffaður gjaldeyrir tak- markalaust. Er þetta flakk látið ganga fyrir greiðslum á nauð- synjum til landsins sem ekki er hægt að fá? Hvernig geta um 80 skátar farið til Frakklands á þessum gjaldeyrisvandræða- tímum? Hvernig geta þrír og jefnvel fjórir menn farið á sömu ráðstefnuna? Hvað þýðir að senda tvo eða þrjá menn til út- landa til þess að líta á sýningu, sem þar er haldin? Og hvað græðir þjóðin á slíkum íerða- lögum? Framhald á 7. síðu. móral: Fyrir þá helgar til- gangurinn maðalio; og í dálk- um Þjóðviljans hefur hingað til ekki orðið vart við annað, en að allt væri það gott, sem gerðu kommúnist- ar erlendis, einnig þá er and- stæðingar þeirra hafa verið ,,fjarlægðir“ á þann hátt, sem hin grísku kommúnista- blöð boða nú alveg opinber- lega, að gert skuli. Það er svo annað mál, hvort þær þúsundir heið- virðra manna, sem hingað til hafa fylgt kommúnistum bæði hér og annarsstaðar í góðri trú, kæra sig um að fylla lengur slíkan flokk, er gríma hans hefur þannig ver ið látin falla. Þeirra er að húgsa sinn gang og gera það upp við sig, hvort glæpaöld- in, sem hinir grísku kommún istar boða nú, sé það, sem koma skal og þær vilja stuðlá að. Gæti þá svo farið, að áður en langt liði, yrði lít- ið eftir af því fylgi, sem kommúnistar hafa safnað, meðan þeir héldu það heppi- legra, að hafa á sér yfirvarp siðaðra manna. Byggingarfélag verkamanna félagsins verður haldinn í Alþýðuhúsinu við Hverfisg. í dag 10. þ. m. kl. 1.30 e. h. kl. 1.30 e. h. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Sýnið skírteini við innganginn. STJÓRNÍN. Happdrætfi BreiMingafé •- * * I -r'MÍ Dregið verður í Happdrætti húsbyggingarsjóðs félags- ins 12. þ. m. Vinningarnir verða til sýnis í búðarglugga Kristjáns Siggeirssonar. Sölunefndir, herðið söluna og gerið skil til skrilfstofu félagsins, Skólavörðustíg 6 B, sem verður opin frá klukkan 2.30 til 22.30 daglega. Reykjavik - Osló Flugferð til Osló sunnudaginn 10. ág- úst. Nokkur sæti laus. Væntanlegir farþegar tali við skrifstofu vora í dag. Hafnarstræti 23. — Sími 1483. Frá og með 10. ágúst 1947, þar til öðru- vísi verður ákveðið, verður leigugjald fyrir vélsturtubíla, sem taka 2 til 2x/2 tonn, í innanbæjarakstri sem hér segir; Dagvinna kr. 23,32. Eftirvinna kr. 28,36. Nætur- og helgidagavinna 33,40. Þegar ekið er meira en 100 km. hjá sama vinnu- veitanda, miðað við 8 stunda vinnu, greiðist viðbótargjald, kr. 1,25, fyrir ek- inn km., sem fram yfir er eftir 100 km. Ódýrir KJÓLAR fyrirliggjandi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.