Alþýðublaðið - 24.08.1947, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.08.1947, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Sunnudagnr 24. ágúst 1947. I heimsókn eftlr 34 ára dvöl , í Yesturheimi. í FYRRADAG hitti ég uð máli Vestur-íslending, sem er staddur hér í kynnisför á- samt konu sinni, enskri. Ég rabbaði við hann góða stund og kunni hann frá mörgu að segja. Vesturheims-íslendingur þessi heitir Bjarni Kolbeins, &r húsameistari að atvinnu -og búsettur í Vancouver. B C. á Kyrrahafsströnd í Kan- ada. Hann er Húnvetningur að uppruna, .fæddur að Stað- arbakka í Miðfirði, ?0 marz 1897, og er sonur Eyjólfs Kolbeins, er þar var prestur, og konu hans, frú Þóreyjar Bjarnadóttur frá Reykhólum. Sextán vetra fluttist Bjarni haustið -1913 vestur um haf til Winnepeg og dvaldi þar og í grennd um 5 ára skeið, en fluttist til Vancouver í British Colum- '.bia árið 1918 og hefur verið búsettur þar síðan. Kona -hans, Dora Kate, er dóttir Charles Provis, er var þekkt tónskáld; hafði unmið hljómlist í Lundúnum, en fluttist síðan til Victoria í B. C. og síðast til Caleforníu. Hann lézt þar fyrir nokkrum árum á níræðisaldri. Vancouver, viðar- vinnsíuborgin. Þú hefur haft langa úti- vist og kannt eflaust frá mörgu að segja. Hvernig hag ar til umhverfi og landslagi, þar sem þú ert búsettur? „Landslagið er að flestu leyti svipað og hér heima, að skógunum ■ undanteknum- Líti ég út um gluggann, þar sem ég bý, blasir haf, firðir, fjöll og hálsar við augum mín um. Veðurfar og Ioftslag er svo líkt veðurfari hér, að þeim íslendingum, sem þarna eru búsettir, finnst, að þeir Séu komnir heim til gamla Fróns. Um skógana þarna í grenndinni mætti margt segja, þar óx og vex enn fjöl breyttur trjágróður, og er margt af honum kjörviður. Til dæmis rauðviðurinn. Skóg arhöff og hvers kyns viðar- vinnsla hefur verið mikið stundað á þessum slóðum um tugi ára. Borgin Vancouver á sögunarmillunum upphaf sitt og tilveru að þakka. Þær eru fjölmargar þar í borg. Viðaverksmiðjum fer fjölg- andi- Á seinustu árum hef- 'ur framleiðsla alls konar kross viðartegunda farið sívaxandi. Bjarni Kolbeins. Hann má til márgs nota. Eina tegund hans notum við nú mikið í yztu klæðningu íbúð- arhúsveggja. Hún er gerð úr rauðviði og viðarlögin límd með vatnsþéttri límtegund. Þykir þetta gefast mjög vel.“ — Eru hús þar mörg gerð úr timbri? „Flest. Kjallari þeirra er þá gerður úr steinsteypu. Sum þeirra eru múrhúðuð að utan, en mörg timburklædd og þykja þau hlýrri- Fram að þessu hefur tíðkazt að skar klæða þau rauðviðarborðum. Síðan eru þau máluð utan. Oftast hvít. Það er bæði hentugt byggingarlag og eink ar fallegt.“ — Og skógarhöggið er mik- 'il atvinnugrein þar í fylki, enn í dag? „Já. En samt hefur sú at- vinnugrein tekið breytingum. Áður var hún stunduð sem rányrkja. Tóku skógar því að eyðast, þótt miklu væri af að taka- Það hafði þær af- leiðingar, að loftslag breytt- ist. Regn minnkaði og kald- ara varð í veðri. Nú hefur ríkisstjórnin séð svo um, að gróðursett séu því sem næst jafnmörg ungtré árlega og þau sem höggvin eru. Með því á skógurinn að geta hald- izt við.“ — Er margt íslendinga bú- sett í Vancouver? „Hvað skal segja? Svarið hlýtur að fara eftir því, hverja við teljum íslendinga- Ég geri ráð fyrir, að þar séu búsettir á að giska 3000 manns, yngri og eldri, af ís- lenzku bergi brotnir. Okkur er kunnugt um 500 fjölskyld ur, sem talizt geta til íslend- inga með þeim hætti. Þegar við höldum íslendingasam- komur, sækja þær venjulega 4—500 manns“. Félagslíf með ís- Iendingum í Van couver. — Hvernig er félagslíf með íslendingum þar í borg? „Þar er starfandi íslenzkt kvenfélag, er „Sólskin11 nefn .ist. Það hefur nú starfað um fjörutíu ára skeið eða því sem næst. Tvö önnur íslend- ingafélög, ,,Ingólfur“ og „ísa fold“ eru nú runnin saman í eitt félag er nefnist „Strönd- in“. Hið fyrrnefndar var lestrarfélag, en hið síðar- nefnda eins konar þjóðrækn isfélag. Hið nýja félag gegn- ir hlutverki þeirra beggja; vinnur að samheldni, kynn- um og menningu meðal landa þar. Auk þess er starf- andi íslenzkur kirkjusöfnuð- ur þar í borg. Hann er yngst ur íslenzkur söfnuður í heimi. Var stofnaður um það leyti, sem biskup íslands, hr. Sigurgeir Sigurðsson, var á ferð um íslendingabyggðir. Prestur safnaðarins er séra Haraldur Sigmar. Annan sunnudaginn flytur hann ís- lenska messu, en hinn enska, en messusiðir eru þeir sömu og hér heima. Ensku mess- una sækja mest ungt fólk af íslenzkum ættum, sem er ensk tunga tömust. Söfnuð- urinn telur um 200 meðlimi“. — Er íslenzkan lítið lærð meðal yngri kynslóðarinnar? „Ég tel mig mega fullyrða, að nokkur straumhvörf hafi orðið meðal ungra manna af íslenzkum ættum, hvað þetta snertir. Þeim fer nú fjölg- andi, sem nema íslenzka tungu og leitast við að afla sér íslenzks fróðleiks“. „Eitt af því, sem við gerum til þess að viðhalda því/sem íslenzkt er meðal okkar, er að gangast fyrir sameigin- legri Íslendingahátíð á ári hverju. Hún nefnist íslend- ingadagur. Nú sameinast ís- lendingar, búsettir í fjórum borgum á þessum slóðum um þessa hátíð: Vancouver, Bla- ine, Bellingham og Point Roberts. Má og segja, að að henni standi íslendingar, bú- settir í tveim stórveldum, því Vancouyer er í Kanada, en Blaine og Bellingham í Bandaríkjunum. í öllum þess um borgum eru starfandi ís- lendingadagsnefndir, sem starfa að undirbúningi hátíð- ahaldanna.“ íslendingadaguriinin í landamæra- garðinum. — Eru ekki örðugleikar á því að íslendingar búsettir í tveim ríkishlutum, geti sótt sameiginlega hátíð? „Svo kynlega vill til, að það er ekki. Svo er mál með vexti, að á landmærum Kan- ada og Bandaríkjanna, í nánd við Vancouver, stendur frið- arbpgi einn mikill. Hann var byggður á árunum eftir fyrri heimsstyrjöldina, til minn- ingar um, að þá hafði staðið friður ,í heila öld með þess- um tveim þjóðum. Umhverf is friðarbogann er skemmti- garður, víður og fagur. Þang að mega þegnar beggja ríkj- anna ferðast og koma án þess að nokkrar hömlur hindri för þeirra. í þessum garði höldum við íslendingadag- inn. Þar eru þá oft staddir um 1000 landar; sumir þeirra koma alla leið frá San Franc isko, um 1200 mílna leið“. Eftirköst styrjald- arinnar. — Hefur heimsstyrjöldin ekki haft mikil áhrif á hagi ykkar? „Jú, þeirra verður víða vart- Þeir sem störfuðu í hernum hljóta forgangsrétt á mörgum sviðum. Meðal annars launaða skólavist ef þeir vilja leggja stund á nám, þ. e. a. s. þeim er goldið kaup úr ríkissjóði, þá sjö mánuði ársins, sem þeir eru við námið, en séð fyrir vel launaðri vinnu á sumrin. Ef þeir ætla að byggja sér íbúð jarhús, hafa þeir forréttindi um öll efniskaup. Þetta at- riði hefur mikil áhrif á starf húsasmiða. Naumt er oft um byggingarefnið, eða einstaka tegundir þess, því að mikið er flutt út. Verða þeir húsa- byggjendur, sem ekki voru í herþjónustu, því oft að fresta framkvæmdum um lengri eða skemmri tíma, vegna efnisskort. En þessir örðugleikar eru smá- vægilegir. Vinna er næg hjá okkur og velmegun almenn. Gjaldeyrisverzlun var frjáls um skeið, en nú hafa henni verið settar mjög strangar skorður. Ákvæði varðandi voru hert til muna, eftir að ég lagði af stað- Það varð til þess, að ég varð að leggja lykkju á leið mína, til þess að fara hvergi aftur inn fyr- ir landamærin, en ég ók í bif- reið minni þvert yfir Banda- ríkin frá vesturströnd til austurstrandar, — um tíu sambandsríki11. Bjarni Kolbeins kom hing að heim snöggva ferð 1930. Hann hefur starfað með enskumælandi mönnum lengstan þann tíma, sem hann hefur dvalið úti. Samt talar hann íslenzkuna lýta- laust. Iiann hefur fylgzt vel með öllu því, er hér gerist, (Framh. á 7. síðu.) Kaupum tuskur Baldursgötu 30. Munið Tivoli. Minningarspjöld Jóns Baldvinssonar forseta fást á eftirtöldum stöðum: Skrifstofu Alþýðuflokksins. Skrifstofu Sjómannafélags Rvíkur. Skrifst. V. K. F. Framsókn, Alþýðubrauðg., Lvg. 61 og í verzl. Valdimars Long, Hafnarfirði. Þvotfamiðstöðin Borgartúni 3. Sími 7263. Tökum blautþvott. Smekklésar SKIPAHTG6RÐ RIKISIWS strandferð vestur og norður til Akureyrar síðari hluta vikunnar. Tekið á móti flutn- ingi á mánudaginn. Pantaðir farseðlar óskast sóttir á þriðjudaginn. , CUAJO

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.