Alþýðublaðið - 24.08.1947, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 24.08.1947, Blaðsíða 8
VERZLUNIN H1 j óðf æra verzlunin Laugavegi 1. Sími 47444. Laugardagur 23. ágúst 1947 Óvenjulegur borðgestur Nýlega fengu tveir tcnlistarmenn frá Metropolitan óperunni í New York óvenjulegan borð- gest, er þeir sátu að snæðingi í matsöluhúsi. Það var grís, sem gekk um í matsöluhúsinu og gerði sér dælt við gesti þess. Af myndinni að dæma hefir hann ekki gefið eftir sinn skerf af matnum. borg brennur á mið- um úti. Mannhjörg varð. SÍLVEIÐISKIPIÐ Hólma- borg brann í gærmorgun þar sem það var statt á veiðum um 20 sjómílur út af Pvauðu- núpum. Mannbjöfg varð. Eldurinn kom upp í vélar rúmi skipsins og varð ekkert við hann ráðið- Annað síld- veiðiskip, Sjöstjarnan var á sömu slóðum og hið brenn- andi skip og björguðust skip verjarnir af Hólmaborg um borð í Sjös' jörnuna. Ennírem ur bjargaði hún nót og bát- um Hólmaborgar. Unnt að senda og taka á irióti 5000 orðíim á mínútu. Fulltrúar námumanna heita brezku stjérn- inni stuðningi. 200 FULLTRÚAR brezkra námumanna, sem komu sam an á fund í London í gær, samþykktr. að styðja við reisnarráðstafanir jafnaðar- mannastjórnarinnar af fremsta megni. Ákveðið var að fresta á- kvörðun um lengingu vinnu- fímans og reyna enn.að auka kolavinnsluna án þess að nokkur skerðing yrði gérð á fimm daga vinnuvikunni. Samþykkt var hins vegar að mæla nú þegar með því að leyfa erlendan vinnukraft* í námunum til þess að auka UNESCO, menntamála- stofnun sameinuðu þjóðanna ihefur að undanförnu athug- að möguleika á að hrinda í framkvæmd hugmynd, sem, ef fært reynist að gera hana að veruleika, gerbreytir flutningi fyrirlestra, orðsend- inga og umræðna frá þjóð til þjóða. Er hér um að ræða nýja gerð firðsendara og móttöku- tækja. Friðsendarar þessir senda orð og ritrnál samtím- is og móttökutækin eru þann ig gerð, að um leið og hlust- andinn hlýðir á ræðuna, rit- ar tækið hana á pappírslengj ur> °o gðtur viðkomandi les- ið hana, er henni lýkur, og notað ritið til fjölritunar, eða heimildar- Einnig má sehda eiginhandaskilríki á þennan hátt. Kostirnir og möguleik- arir við þessa aðferð, eru auðsæir. Tæki þessi hafa ver ið reynd í New York, og kom í ljós, að. hægt var að senda og veita móttöku 5000 orðum á mínútu. Á ætlað er kostnaðurinn við að hrinda þessari hug- mynd í framkvæmd muni nema 5 milljónum dollara. •Verði það gert, munu háfre- venssendistöðvar verða reist ar í New York, Sviss, Suður- Ameríku og á Kyrrahafseyj unum og verður orka þeirra í sendiloftnet frá 50—200 kílowött. Á þann hátt kemst á samband með 75% með- lima Sameinuðu þjóðanna. Seinna er gert ráð fyrir að býggja sendistöðvar í Nýju- Delhi, Shanghai og Palestínu, en með því móti er hægt að ná til allra íbúa jarðar. Unn- ið verður að framkvæmd þessa máls í samráði við út- varpsforráðarienn víðs vegar um heim, þar eð álítið er- að ekki megi koma til sam- keppni við slíkar stofnanir einstakra þjóða og ríkja- F. R. Merkileg uppgötvun bregður nýju Ijósi yfir trúna á áhrif veöráttunnar á heilsufarið. Pál! Steingrímsson ritstjóri látinn. PÁLL STEINGRÍMSSON, fyrrverandi ristjóri, andað- ist að heimili sínu hér í bæn- um í fyrrinótt, 69 ára að aldri. Harln hafði átt við vanheilsu að stríða um langa hríð. Fyririesfur í Gefn um FERÐASKRISTQGA RÍKISINS efnir til Heklu- ferðar í dag. Lagt verður af stað frá Reykjavíkur kí. 10 árd, ekið að Næfurbolti og gengið að eldstöðvunum. Mun verða dvalið þar unz myrkva íekur. Ef vel viðrar, verður einn- ig farð á Þingvöll og um Grafninginn í dag á vegum ferðaskrifstofunnar. FORSETI alþjóðasambands beilbrigðisstofnana, dr. Chisholm hélt fyrir skömmu athyglisverðan fyrirlestur á námskeiði, sem haldið er á vegum sameinuðu þjóðanna í Genf í sumar. Dr. Chisholm ræddi meðal annars um hugsanlegan sótt- kveikjuhernað. Taldi hann þá baráttuaðferð komna á enn hærra stig, tæknilega séð, heldur en kjarnorku- sprengjuna, og væri nú þeg- ar hægt að gereyða íbúum heilla heimsálfa á skömmum tíma með sóttkveikjuárás. Herir flotar og allur slíkur vígbúnaður væri í raun og veu barnaleikföng ein sam- an borið við þetta nýja drápstæki. „Fámennustu þjóðir eru nú orðnar jafnar þeim fjölmenn- ustu að möguleikum til að sigra í styrjöld, svo fremi sem þær hafa á að skipa nægi lega lærðum sýklafræðng- f um og fullkomnum rann- sóknarstoínunum í þessari grein. Þær varnarráðstafan- ir og varnartæki, sem fyrir tveim_ árum töldust örugg, eru nú þýðingarlaus og úr- elt. Drápstæknin hefur þró- azt á ólíkt hærra stig en varnartæknin, og sú við- tekna skoðun, að þessar tvær tæknigreinar þróuðust sam- hliða, gldir ekki lengur. Gegn sýklaárás er enn ekki nein varnarráðstöfun fundin. En ’því má samt ekki gleyma, að þeir, sem slíku vígtæki beita,. geta sjálfir átt á hættu, að það verði þem til glötunar." Prentarafélagsfundurinn er í húsi félagsins kl. 2 síð- degis í dag. HÖFUÐVERKUR, gigt og ýmsir aðrir kvillar eiga rót sína að rekja til efnis, sem nýlega hefur verið uppgöív- að í andrúmsloftinu, segir hinn þýzk-ameríski vísinda- maður Dr. Manfred Curry í ritgerð, sem innan skamms ínun verða birt í tímaritum lækna víðs vegar um heim. Þessar staðhæfingar Dr. Currys styðjast við rannsókn ir, sem hann hefur gert á rannsóknarstofu í Reiderau wið Ammersee í Bagenn á Suður-Þýzkalandi. Að því er „Svenska Dagbladet“ segir hefur hann skírt hið ný- fundna efni „Aran“. og er nú finna aðferð til þess að mæla magn þess í andrúmsloftinu. Kaupmannahafnarblaðið ,..Social-Demokraten“ segir svo frá þessari merkilegu uppgötvun: Mjög lítið magn er sagt vera til af „Aran“ í andrúms loftinu; en engu að síður eru áhrif þess mikil og koma fram í ýmsum kvillum, sem oft hafa verið settir í sam- band við veðuráttuna. Og á ófriðarárunum studdi þýzka herstjórnin rannsóknir á þessu efni eftir getu, meo'því, að hún taldi, að þekking á því gæti haft mikla þýðingu fyrir loftræstingu á kafbát- unum. Rannsóknir Dr. Currvs eru enn lítt kunnar úti um heim; hitt er gömul reynsla, að vissir kvillar, svo sem gigt, standi í sambandi við veður- áttuna. Einnig hafa menn tekið eftir því, að ör eftir uppskurði verki við veður- breytingar- Hafa menn ekki getað skýrt þetta fyrir sér hingað til. En nú virðist upp götvun Dr. Carrys á hinu áð- ur óþekkta efni „Aran“ í andrúmsloftinu vera að bregða nýju ljósi yfir sam- bandið milli andrúmslofts- ■ins og ýmis konar kvilla og vanlíðunar, er menn þjást af. Sjómannafélagsfund- ur kl. 2 í dag SJOMANNAFEAG Reykja víkur heldur fund í dag kl. 2 eftir hádegi. Fundurinn verður í Al- þýðuhúsinu. við Hverfisgötu. Rætt verður um farmanna- samninginn og bréf togara- eigenda um ný kjör á togur- í um. . i i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.