Alþýðublaðið - 24.08.1947, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.08.1947, Blaðsíða 4
1 ALÞÝPUBLAfmP Sunnudagur 24. ágúst 1947. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Bitstjóri: Stefáa Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. SíidvelSamar. SÍLDARVERTÍÐIN í ár hefur til þessa gengið ærið treglega, og veldur það mönn um að sjálfsögðu áhyggjum um hlut sjómannanna og af- komu þjóðarinnar, sem svo mjög er háð síldveiðunum. Síldaraflinn er enn sem komið er svipaður því, sem verið hefur undanfarin síld- arleysissumur. Horfurnar varðandi sjómenn og útvegs menn eru þó í raun og veru mun ískyggilegri nú en áður, þegar tillit er tekið til þess, að fleiri skip stunda síldveið arnar í sumar en að undan- förnu. Nú er orðið það áliðið sumars, að margir hafa gefið upp alla von um, að úr ræt- ist varðandi síldveiðarnar, og nokkur skip munu þegar hafa hætt veiðum, en ýmis önnur vera í þann veginn að hæíta þeim. * En síldin er duttlunga- fyllsti fiskurinn í hafinu kring um ísland. Þess eru dæmi, að hún hafi látið bíða lengi eftir sér, en þó hafi vertíð orð ið sæmileg eða jafnvel góð um það er lyki. Sannleikur- inn er sá, að ekki er vert að örvænta um síldarvertíð fyrr en svo að segja á síðasta degi hennar. Flotinn, sem síldveið arnar stundar, er það mikill og aðstæðurnar til hagnýt- ingar aflans það góðar, að veruleg úrbót getur fengizt á aðeins nokkrum dögum. ef síldin á annað borð veður á miðunum. Það er með tilliti til þeirra viðhorfa, að gerbreyting síld vertíðarinnar geti átt sér stað á mjög, skömmum tíma og ekki sé vert að örvænta um, að veiðin glæðist, fyrr en í allra síðustu lög, sem sjávar- útvegsmálaráðherra ’ hefur beínt tilmælum til sjómanna og útvegsmanna, er síldveið ar stunda, um að halda veið- unum áfram enn um sinn, eða að minnsta kosti fram yfir næstu mánaðamót. Sj ávarútvegsmálar áðherra bendir á það í ávarpi sínu til sjómanna og útvegsmanna, að enn sé ekki ástæða til að örvænta um síldveiðarnar og minnir í því sambandi á það, að aðalsíldaraflinn árið 1944 hafi ekki borizt á land fyrr en. eftir 19-' ágúst. Nú er að vísu komið fram yfir þann tíma, en samt er engan veg- inn öll von úti enn, og mikil veiðihrota gæti á nokkrum dögum gerbreytt viðhorfun- uro. varðandi síldarvertíðina. Vissulega er ástæða til þess Verðlagið á lyíjunum. — Hoffmamisdropar í Reykjavík og hoffmannsdropar í Ðanmörku. — Frosið kjöt ófáaníegt. — VerðlagiS á nýja kjöt- inu. — Hvenær fær almenningur keypt slátur? OFT HEFUR veriS rætt um óhæfilegt verð á lyfjum. Ef til vill hafa þessar umræður hjaðn að nokkuð síðan sjúkrasamlög- in fóru að borga nær öll lyf handa fólki, en verðið hefur ekki breytzt, og því vitanlega eins sjálfsagt að minnast á þetta nú og áður var. Einhvers konar eftirlit hefur verið með verði á Iyfjum — og eitthvað mun það hafa lækkað síðan þetta eftir- lit kom, að minnsta kosti er það fullyrt. FERÐALANGUR SKRIFAR mér þetta bréf: „Mig hefur lengi furðað á hinu óhóflega verði, sem er á lyfjum hér á landi. Þetta á við um öll lyf, en þó mun okrið, ef svo má að orði komast vera mest á svo- kölluðum ,,patent“-lyfjum. — Reynslu hef ég þó fyrir því, að ýmislegt, sem selt er í lyfjabúð unum og ekki getur talizt bein línis til góðlyfja, er selt við uppsprengdu verði ef borið er saman við verðlagið í nágranna löndum okkar. ÉG Á VANDA til að fá slæmt kvef. Ég er dálítið gamaldags og hef trú á því að sykurmoli vættíir í hoffmannsdropum sé ágætt ráð gegn kvefi og hæsi. Ég hef því oft keypt mér hoff- mannsdropa, og í sumar keypti ég mér hoffmannsdropa á 10 gramma glas, en glasið lagði ég til sjálfur. Hoffmannsdroparnir kostuðu tvær krónur. Síðan fór ég til Norðurlanda og kom með al annars til Kaupmannahafn- ar. Þar þrutu hoffmannsdrop- arnir mínir. NÚ KOMST ég í vanda, en á- ræddi þó að fara í lyfjabúð og spyrjast fyrir um þetta lyf mitt. Ég hitti fyrir lyfjasvein, rétti honum glasið mitt og bað hann um hoffmannsdropa. Hann seldi mér svo lyfið á 40 gramma glasi og kostaði þetta 50 aura. Ég sá að hann var að skoða 10 gramma glasið mitt, en á því stóð verðið, tvær krónur. Allt í einu sneri hann sér að mér og sagði brosandi: Kostar þetta nú orðið tvær krónur í Reykjavík? HANN hafði þá verið hér í borginni fyrir 10 árum. Hann hristi höfuðið og bætti við: „Er verðlagið orðið svona á öllum sviðum hjá ykkur?“ — Ég neit- aði því •—• og þó með dálitlu samvizkubiti, því að þótt þessi mismunur sé ef til vill meir en verðmunur á nokkurri annarri vörutegund, þá er það vitan- legt, að hér er allt svo dýrt, að þess finnast engin dæmi ann- ars staðar. — En er það í raun og veru svo, að munurinn á lyfjaverðinu yfirleitt sér eins mikill hér og apnars staðar sem verðmunurinn á hoffmannsdrop unum mínum gefur tilefni til að halda?“ HÚSMÓÐIR skrifar mér á þessa leið: „Um það leyti, sem nýja kjötið kom á markaðinn, var auglýst, að verðið væri mið að við það að frosið kjöt væri til á markaðinum. Mundi verð- ið vera látið haldast meðan svo væri. Nú er ekkert frosið kjöt til í búðunum, en nýja kjötið er enn selt á sama dýra verð- inu. Þetta nýja kjötverð er ekki tekið með í vísitöíuna. Hins veg ar er í henni reiknað með verð inu á frosna kjötinu, sem ekki er til. Nær þetta nokkurri átt?“ SAMA HÚSMÓÐIR skrifar mér eftirfarandi: „Ég þakka þér fyrir skrif þín um daginn um slátrunina og þann nýja sið Slát urfélags Suðurlands, að neita að selja almenningi slátrið, en taka það í þess stað sjálft, mat- reiða það og selja það þahnig í búðum sínum. Enn er þessum sið haldið. Ég hringdi í dag og spurði, hvort ég mundi geta fengið keypt slátur, en fékk af- svar. Ég spurði, hve nær al- Frh. á 7. síðu að ætla, að sjómenn og út- vegsmenn verði til tilmæli’.m s j ávar útvegsmálar áðherrans um að halda síldveiðunum á- fram allt til hins ýtrasta. Af- koma þessara stétta er fyrst og fremst undir síldveiðunum komin, ag þær munu áreiðin- lega þrauka til þrautar í von- inni, um, að úr rætist nú í vertíðarlokin. En jafnframt er afkoma bjóðarinnar allrar háð síldveiðunum meira en nokkru sinni fyrr. Gjaldevr- isskortur þjóðarinnar verður tilfinnarilegur, ef síldveiðin bregst. Auk þess er sala ami arra fiskafurða okkar bund- in við sölu á ákveðnu magni af síldarlýsi, og enn vantar mikið á, að síldaraflinn hafi náð því magni, sem þarf. En verði það ekki eru Rússar að öllu leyti og Bretar að veru- Iegu leyti óbundnir af þeim samningum, sem við höfum við þá gert um sölu á fisk- afurðum okkar. Tilkynning sjávarútvegs- málaráðherra er orð í tíma töl uð- Nokkur skip hafa þegar hætt velðum og fréttir höfðu borizt um, að ýmis önnur myndu vera í þann veginn að hætta. Sjómenn og útvegs- menn geta orðið fyrir miklu og tilfinnanlegu tjóni, ef hætt er veiðtim undir vertíð- arlokin og úr rætist um veiði skapinn á síðustu dögum ver- tíðarinnar. En af þeirri ráð- stöfun kynni jafnframt að hljótast tilfinnanlegt tjón fyrir þjóðina alla. í S;i álfstæöisliúsinu í kvöld kl. 9. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2 í dag í S j álf stæðishúsinu Danssýning, söngur eftirhermur, gaman þættir og leikþáttur ■ ■ Dýrasýningin í Orfirisey í kvöld kl. 10. Sk©fbakkinn er opinn. Sjómannadagsráðið. TNýju og gömlu dansarnir í G.T.-húsinu í kvöld kl. 10. — ® Aðgöngumiðar seldir frá kl. 6.30 e. h. verður haldinn í Tjarnarcafé sunnudaginn 24. þ. m. og hefst kl. 10 síðdegis. Aðgöngumiðar á sama stað frá kl. 5 Sjómannaféiag Reykjavfkur heldur sunnudaginn 24. ágúst kl. 2 e. h. í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Fundarefni: 1. Félagsmál. 2. Farmannasamningarnir. 3. Bréí togaraeiganda um kjör & togurum. Fundurinn er aðeins fyrir félagsmenn er sýni skýrteini. Stjórnin. stillt

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.