Alþýðublaðið - 24.08.1947, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.08.1947, Blaðsíða 3
Sunnudagur 24. ágúst 1947. ALÞYÐUBLAÐIÐ í NÓVEMBER 1934 var komið á fót í Bretlandi stofn un, er hafa skyldi það sér- staka hlutverk að kynna Bretland og brezka menn- ingu erlendis, og var hún í fyrstu nefnd „The British Couneil for Relations with Other Countries“, en síðar aðeins „British Council“ Ut- anríkisráðuneytið átti frum- kvæðið en stofnunin var þó skipulögð þannig að hún væri sjálfstæð og ekki háð ríkisstjórninni í störfum sínum, þótt veitt væri fé til hennar árlega í fjárlögum. Hins vegar tilnefna ýmis ráðuneytii nokkra af þeim, er eiga sæti í stjórn hennar. A þeim árum er British Council var stofnað, var far- úð að kveða talsvert að því, að stórveldi stunduðu kynn ingarstarfsemi á menningu lands síns í áróðursskyni og sem þátt í utanríkisstefnu sinni. Franska ríkið hafði lengi stuðtlað að kynnun um á franskri menningu er-1 lendis og séð, að það gat haft utanríkispólitíska þýðingu. Hin nýtízku einræðisríki tuttugustu aldarinnar sáu sér hér leik á borði, hófu víð tækari menningar-kynningu en áður hafði þekkzt og tóku hana algerlega í þjónustu utanríkisstefnu sinnar. Um þær mundir, er British Coun cil var stofnað, varði ítalska stjórnin jafngildi um 30 milljóna króna á ári til sliks kynningarstarfs á Italíu og ítalskri menningu erlendis, og Þjóðverjar eru taldir hafa eytt þrisvar sinnum meiru. Bretar gátu að sjálf- sögðu ekki horft aðgerðalaus ir á, að svo mikið væri að- gert til þess að ryðja braut menningaráhrifum frá þeim ríkjum, er voru keppinaut- ar þeirra á sviði heimsstjórn málanna, enda mátti þá við búast að brezk menningar- áhrif rénuðu að sama skapi. Hér varð að vega á móti. Þetta var ein meginástæðan til þess, að brezka utam- ríkisráðuneytið átti frum- kvæðið að stofnun British Council. Það er þáttur í lífsskoð- un þeirra einræðisstefna, sem látið hafa til sín taka á þessari öld, að ríkisvaldinu geti ekkert verið óviðkom- andi, það eigi ekki aðeins að stjórna þeim málum, sem menn telja heppilegt og skynsamlegt, að séu sameig inleg mál þjóðfélagsins, held ur einnig að móta manninn á sem flestum sviðum og tryggja, að hann sé þannig og hafi þær skoðanir, að sem bezt þjóni iþvi markmiði, sem ríkisvaldið hefur sett sér. Þess vegna er menning- arlíf ekki sjálfstæður þáttur í þjóðlífi einræðisríkis, þess vegna má menningarstarf- semi ekki vera frjáls að því að auðga líf einstaklingsins og efla þroska hans á þann hátt, er hann sjáKur telur vænlegastan til þess, heldur er henni sett ákveðið mark, það, að stubla að þvi að rik- isvaldið nái því takmarki, sem það hefur sett sér, — menning má ekki lengur vera mark í sjálfri sér, held ur verður hún að vera í þjón ustu ríkisvaldsins í þágu þess, sem það telur þýðingar meira og æðra. Með tiliiti til þessa, hlaut svo að fara, að menningar- kynning einræðisríkjanna yrði aðeins hluti af utanrík- isstefnu þeirra almennt og Lokagrein Gylfa Þ. Gíslasonar: Sfarfsemi Brifish Counci jafnframt hlutu þau, sam- kvæmt lífsskoðun sinni, að leitast-við að láta stjórn- mála- og menningaráhrif sigla í kjölfar viðskipta og fjárhagssamskipta. Reynsl- an af nazismanum í Þýzka- landi varð t. d. þessi. Hin glæsilega þýzka menning var tekin í þjónustu hans. Hún var kynnt erlendis sem liður í utanríkisstefnu naz- istastjórnarinnar, og hvar- vetna var leitazt við að láta þýzka menningu, mótaða af nazismanum, sigla í kjölfar aukinna viðskiptaáhrifa og jafnframt reynt að láta þau sigla í kjölfar hennar, þar sem skilyrði voru til slíks. Þetta varð að sjálfsögðu til þess,- að þýzkri menningu hnignaði á valdatímum naz- ismans, auk þess sem hún einangraðist og kynninga- starfsemin erlendis bar ekki eins mikinn árangur og ella, þar eð henni var blandað saman við stjórnmálaáróður. Af hálfu stjórnarvalda Þýzkalands var allt gert til þess að tengja þýzka menn- ingu og nazismann sem traustustum böndum. Sumir urðu nazistar vegna slíkra þýzkra menningaráhrifa. Aðrir urðu fráhverfir þýzkri menningu af því að þeir höfðu óbeit á nazismanum. Hvorugir gerðu sér ljóst, að þeir urðu þeirri lífsskoðun nazismans og allra einræðis- stefna þessara tíma að bráð, að menningarlífið eigi að vera þáttur í stjórnmálalíf- inu, en ekki sjálfstæður lið- ur þjóðlífsins, ásamt stjórn- málalífinu og óháð því. Það, sem mér hefur fund izt einna athyglisverðast við British Council, er, að þótt sú stofnun hafi að vissu leyti verið sett á fót til höf- uðs áróðurs- og kynningar- starfsemi, sem var beinlín- is í þjónustu ákveðinnar ut- anríkisstefnu og hafði sýnt, að gerði henni mikið gagn, virðist þessi stofnun ekki hafa látið freistast til þess að beita sömu aðferðum, hefur greint af hófsemi og* smekkyisi milli menningar- kynna og stjórnmálastarf- semi og ekki rekið neins konar trúboð. Vafalaust á þetta sumpart rót sína að rekja til þess hugarfars, sem ég held að eigi sér dýpri ræt ur í Bretlandi en víðast hvar annars staðar — og véldur því jafnframt, hve brezkt lýðræði stendur styrkum fót um, þótt hið ytra form þess sé að ýmsu leyti ófullkom- ið — að hver maður eigi sjálfur að mynda sér skoðan ir sínar, hann eigi að fá að vera í sæmilegum friði með þær og láta skoðanir ann- arra líka í friði. Eðli sanns lýðræðis er ekki aðeins í því fólgið, að sameiginlegum málum þjóða sé stjórnað að vilja meiri hluta hennar, heldur verður og að gæta nokkurs hófs í vali þeirra mála, sem gerð eru sameiginleg. Einkum og sér í lagi verður að fara varlega í þær sakir að stjórna menningarlífi þjóða, jafnvel þótt það sé gert á lýðræðishátt. Þá getur orðið skammt í andlegt ó- frelsi. Þetta virðast Bretar hafa skilið vel og á rótgróin einstaklingshyggja þeirra vafalaust nokkurn þátt í því, og hefur þar holl áhrif, þótt áhrif hennar séu óholl á ýmsum öðrum sviðum. Þessa gætir í mörgum greinum í þjóðlífi Breta, og ég býst við, að algert hlutleysi stofnun- ar eins og British Council í stjórnmálum — ef til vill mætti einnig nefna það al- gert afskiptaleysi — eigi sumpart rót sína að rekja til þessa. En að einhverju leyti kunna hér að vera einföld hyggindi á ferð. Að sjálf- sögðu er það hlutverk þeirr- ar kynningarstarfsemi, sem British Council hefur með höndum, að auka álit og á- hrif Bretlands og brezkrar menningar. En stjórnendur stofnunarinnar virðast gera sér Ijóst, að stofnunin vinn- ur ekki að þvi marki með ÍSÍ KSÍ Sfnaffspyrnumó! (Meisfaraflokkisr) í dag kí. 4,30 keppa og á morgun, mánud. kl. 7,15 því að hafa í frammi stjórn- málaáróður eða nokkurs kon ar trúboð. Það er einmitt líklegast til þess að auka álit og áhrif Bretlands að gera það ekki og sýna þann- ig í verki virðingu sína fyrir manninum, frelsi hans til að mynda sér skoðun og rétti hans íil þess að fá að hafa hana óáreittur, án þess að reynt sé að rugla hann eða hafa vit fyrir honum, en hvort tveggja eru þetta þýð- ingarmeiri hornsteinar sanns lýðræðis, en menn virðast' oft gera sér Ijóst. British Council er mikið ' fyrirtæki. Það hefur til ráð- stöfunar um 26 milljónir punda á ári eða nærri 70 milljónir króna, og er það að langmestu leyti framlag úr ríkissjóði, þótt stofnunin fái einnig allmiklar gjafir. Hún starfrækir skrifstofur í yfir 30 löndum og heldur þar uppi tæplega 100 félögum eða stofnunum til kynna á enskri tungu og enskri menn ingu. Hún efnir til nám- skeiða, íyrirlestrahalds, kvik myndasýninga og kynningar samkoma, starfrækir bóka- söfn og klúbba, útvegar skólum kennara í ensku og starfrækir jafnvel skóla. hún gefur út bækur og tíma rit á ensku og ýmsum fleiri málum, og kemur aðaltíma- ritið, Britian Today, út í 130.000 eintökum og á fjór- um tungumálum, gefur bóka söfnum brezkar bækur, læt- ur taka kvikmyndir, sem hún sendir um allan heim, efnir til listsýninga, bóka- og Ijósmyndasýninga, hljóm leika og leiksýninga. Hún styrkir mikinn fjölda stú denta og kandidata til náms í Bretlandi, bæði við háskóla og aðra skóla og á sérstökum námskeiðum, og hún starf- rækir stúdentaheimili og klúbba fyrir erlenda stú- denta, jafnvel þótt þeir séu ekki á vegum hennar. Og enn fremur býður hún svo erlendum mönnum í kynnis ferðir til Bretlands. Hér á landi hefur British Council starfrækt skrifstofu síðan 1941. Undanfarin ár hefur stofnunin veitt 3—4 íslenzkum kandidötum og stúdentum styrk til náms við brezka háskóla og enn frem- ur aðra minni styrki til náms við verzlunar- og iðnskóla og á ýmsum námskeiðum. Hún hefur lánað fræðslu málastjórninni kvikmyndir, gefið landsbókasafninu, há- skólabókasafninu og skólum allmikið af enskum bókum, boðið nokkrum íslendingum til Bretlands og annazt margs koi^ar fyrirgreiðslu. Síðast liðið vor var mér boðið til mánaðardvalar í Bretlandi á vegum þessarar stofnunar, og var í sjálfs vald sett, hvað ég vildi kynnamér sérstaklega. Kaus ég fyrst og fremst að kynn- ast viðskipta- og hagfræði- deildum brezkra háskóla og dvaldi ég í því skyni i Lond- cn, Birmingham, Oxford og Cambridge, hitti fjölmarga af hagfræðikennurum há- skólanna í þessum borgum, en meðal þeirra eru ýmsir kunnustu hagfræðingar Breta. Jafnframt óskaði ég þess, að geta kynnt mér stefnu og ráðstafanir brezku jafnaðarmannastjórnarinn- ar í efnahagsmálum, og þá sérstaklega þjóðnýtingar- stefnu hennar og félagsmála löggjöf. í því skyni var mér komið í samband við ýmis ráðuneyti, stjórn kolanám- anna og sérfræðinganefnd- ir, sem eru til aðstoðar stjórninni, og auk þess veitt ur kostur á að hitta ýmsa for ustumenn brezka Alþýðu- flokksins, svo sem fram- kvæmdastjóra hans Morgan Philips, fyrrverandi for- mann hans, próíessor Har- old Laski, sérfræðing hans í utanríkismálum Dennis Healey og svo þingmenn hans, svo sem Hugh Gait- skell, sem er fulltrúi Shin- wells orkumálaráðherra í neðri deildinni, og Gordon Walker, sem er einn af helztu rithöfundum og fyrir- lesurum flokksins um utan- ríkismál. Gestadeild stofnun arinnar hafði skipulagt allt þetta af hinni mestu prýði, svo að tíminn nýttist ágæt- lega.^ Mér þótti mjög athyglis- vert að kynnast störfum þeirra háskóla, sem ég kom til. Skipulag þeirra er að ýmsu l'eyti mjög ólíkt, og er þó skipulag háskólanna í Oxford og Cambridge eink- um frábrugðið því, sem á sér stað um hina. En yfir- irleitt finnst mér mega segja, að allir séu þeir frá- brugðnir háskólum á Norð- urlöndum og í Þýzkalandi að því Ieyti að hið svonefnda „akaaemiska fi'elsi“ er minna, meira fylgzt með stúdentunum af hálfu há- skólans og kennaranna og tiltölulega meiri áherzla lögð á almenna menntun og uppeldisáhrif, en tiltölulega minni á sérfræðiþekkingu. Það var sömuleiðis mjög lær dómsríkt að kynnast brezka Alþýðuflokknum. Hann virð ist afar traustur og. heil- brigður. Hann er róttækur í kenningum sínum, var óvæg inn við íhaldsflokkinn, þeg- ar hann var í stjórnarand- stöðu, og er nú stefnufastur við stjórnartaumana. Engu að síður gætir innan hans ýmissa sjónarmiða í fjöl- mörgum málum. En það er einn meginstyrkur flokks- ins, að hann sýnir aðdáunar vert frjálslyndi í slíkum efnum. Hann sameinar flokksmenn sína um megin hugsjónir sínar, lýðræði og jafnaðarstefnu. En hann ætl ast ekki til þess að flokks- mennirnir séu ‘sammála um alla aðra hluti í stjórnmál- um, jafnvel ekki um utan- ríkismál. Hann ætlast ekki til þess, að aldrei geti heyrzt nema ein rödd frá flokkn- um, af sömu ástæðu og hann fordæmir, að ekki geti heyrzt rödd nema frá einum flokki. Ef ólík siónarmið eru uppi, eru þau rædd í blöðum flokksins og tímarit um af báðum aðilum, af drenglyndi og hreinskilni. Það hreinsar andrúmsloftið, eykur á gagnkvæman skiln- ing málsaðilanna og eflir þannig samheldnina, þrátt fyrir ágreininginn, og aflar flokknum aukins trausts sökum víðsýnis og frjáls- lyndis auk þess sem honum tekst að sameina innan vé- banda sinna menn með ólík- ari sjónarmið en ella á því, sem skiptir minna máli en hollusta við sjáíf meginat- Frh. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.