Alþýðublaðið - 01.10.1947, Síða 4
4
AU*Ý®liBLAÐBÐ
Miðvikudagur 1. ökt. 1947
Skömmtunin er skollin á. — Kaffi og bensín
knapnt- — Raddir fólksins í gær. — Hlustað í
Góðtemplarahúsinu. — Nauðsyn brýtur lög. —
Þegnskapur állra í baráttunni gegn aðsteðjandi
erfiðleikum.
‘ ÞÁ ER SKÖMMTUNIN
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Stefáa Pjetursson.
Fréttastjóri: Reneðikt Gröndal.
Þingfréttir: Helgi Sæmundsson.
Riitstjórnarsimar: 4901, 4902.
Auglýsingar: Emilía Möller.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
ASsetur: AlþýSuhúsið.
Alþýðuprentsmiðjan h.f.
Nauðsynleg réðslöf-
un, en nægir ekki.
VIÐSKIPTANEFNDIN. hef-
ur nú ákveðið skömmtun á
ýmsum vörutegundum, og
gengur hún í gildi frá og
með þessum mánaðamótum.
Hefur verið gerð ýtarleg
igrein fyrir skömmtuninni,
og má segja. að hún sé á
flestum sviðum rífleg, nema
hvað tekur til klæða, vefn-
aðarvöru og skófatnaðar.
Hitt er annað mál, að eins
og högum ökkar hefur verið
háttað að undanförnu, munu
ýmsir kunna því illa að geta
ekki veitt sér allt það, sefh
efni þeirra leyfa og hugur
þeirra girnist. En vissulega
væri slíkum mönnum hollt
að hugsa til annarra þjóða,
sem eiga við mun meiri erfið
leika að stríða en við og
verða að færa margvíslegar
fórnir. Við höfum ekki af
hungri að segja, og það er
engin ástæða til þess að æítla,
að erfiðleikarnir, sem að
steðja, verði okkur um megn,
ef við lifum ekki um efni
fram og sameinumst um
lausn vandamálanna.
Skömmtunin er skiljanleg
afleiðing þess, að gjaldeyris-
tekjur okkar eru nú til þurrð
ar gengnar. Innflutninginn
verður að takmarka, og það
verður ekki hjá því'komizt,
að þjóðin gæti hófs, meðan
verið er að leysa vandann,
sem nú hefur að höndum
borið.
En eigi að síður fer því
fjarri að við -Islendingar
höfum ástæðu til að örvænta.
Saman borið við aðrar þjóðir
er hagur okkar góður, þótt
við verðum um stundarsakir
að una skömmtun á ýmsum
vörutegundum og temja okk-
ur sparnað. Við höfufn eign-
azt ný og fullkomín atvinnu-
itæki, fiskimiðin umhverfis
landið eru hin auðugustu í
heimi og þjóðin sækir lífs-
baráttuna af kappi. Allt þetta
gefur fyrirheit um, að ís-
lendingar geti vænzt farsæll-
ar framtíðar, þrátt fyrir erf-
iðleikana, sem að steðja í
bih.
En skömmtunin,, sem nú
hefur verið ákveðin, er ekki
nema einn þátturinn í því,
sem gera þarf til þess að
leysa vandann. Á gjaldeyris-
skortinum verður ekki sigr-
azt með sparnaði einum. Til
þess þarf að auka útflutn-
inginn; og það verður ekki
gert nema með því. að lækka
hinn háa framleiðslukostnað,
svo að við getum selt afurðir
okkar erlendis. Höfuðvið-
fangsefni íslendinga í dag er
því lækkun framleiðslu-
kostnaðarins, — niðurfærsla
dýrtíðárinnar. Takist að
leysa það viðfangsefni og
gera okkur samkeppnisfæra
SKOLLIN Á, allsherjarskömmt
un svo að segja, og hefst hún í
dag. Þessi skömmtun hefði átt
að vera komin á fyrir nokkrum
árum, við hefðum átt að hafa
stranga skömmtun meðan við
vorum á toppnum, höfðúm nóg
af öllu. En það voru fleiri en
valdhafarnir, sem sást yfir
þetta, okkur hinum líka, svo að
það situr illa á okkur að vera að
skammast út af því. Hins vegar
er ef til vill ekki of seint að
grípa til strangra aðgerða, en
strangar eru þær og bærilegar,
af því að þær eru nauðsyn, en
ekki af öðru.
ÞESS VEGNA er það rétt,
sem skömmtunarsíjórinn sagði
í erindi sínu í útvarpinu í gær,
að nauðsynlegt er að góð sam-
vinna sé ríkjandi og þegnskap-
ur milli kaupenda, seljenda og
yfirvalda. Skömmtun eins og
sú, sem við höfum nú orðið
að grípa til, er umfangsmikil,
aliíaf flókin og einnig erfið.
Slíkt skipulag er erfitt að búa
til án langrar reynslu. Það má
því gera ráð fyrir því, að gallar
muni koma í Ijós á fyrirkomu-
laginu, þegar farið verður að
starfrækja skömmtunina. En úr
þeim verður að sjálfsögðu reynt
að baeta.
EKKI TEL ÉG að skömmtun-
in sé ströng, nema ef vera
skyldi á kaffi og bensíni til bif-
reiðaaksturs. Hygg ég að þó að
sérstaklega gamalt fólk sé ákaf
lega óánægt með hinn knappa
kaffiskammt, þá muni óánægj-
an verða enn meiri með hinn
sáralitla bensínskammt, því að
svo má segja að menn geti ekki
hreyft bifreiðir sínar, nema rétt
við og við. Fólk vill kannske
segja að ekkert geri til, þó að
bifreiðaakstur sé minnkaður, og
það er alveg hárrétt, en það
verður líka að gæta að því, að
það er óralangt frá því, að allar
einkabifreiðar séu notaðar til ó-
nauðsynlegs aksturs.
EN UM ÞETTA verður að
segja: „Nauðsyn brýtur lög.“
Það þýðir ekki annað en. að
sníða sér stakk eftir vexti. Það
við aðrax þjóðir, er afkoma
okkar tryggð.
❖
Öllum ábyrgum aðilum
hlýtur að vera ljóst. að ekki
verður haldið áfram á þeirri
braut, sem við erurp staddir
á í dag. Það væri sama og
að stefna beint út í ófæruna.
Við verðum að gera okkur
grein fyrir viðhorfunum
eins og þau raunverulega eru
og leggjast á eitt um úrbæt-
ur. Þær ráðstafanir munu ó-
hjákvæmilega kosta ein-
hverjar fórnir, en þær eru
eigi að síður nauðsynlegar.
Þjóðin mun vissulega gera
kostar marga tugi milljóna
króna í erlendum gjaldeyri að
halda þeim bifreiðum gangandi,
sem nú þegar eru' í landinu, og
enn fer þeim fjölgandi eftir
tveggja ára gömlum innflutn-
ings- og gjaldeyrisleyfum. Þó
að ég og þú höfum kannske ráð
á því að aka í bifreiðum eins
og okkur langar®til, þá hefur
gjaldeyrisfátæk þjóð alls ekki
ráð á því að leyfa sér það. Og
það eitt gildir í þessu efni og
hreint ekkert annað.
ÉG FÓR NOKKUÐ VÍÐA
um bæinn í gær og talaði við
marga. Allir telja skömmtun-
ina nauðsynlega, og allir tala
um það, að hún hefði átt að
vera komin fyrir langalöngu.
Ég sótti líka skömmtunarmið-
ana mína, og þá var þröng í
Góðtemplarahúsinu. — Dálítið
kunnur kommúnisti kom þar og
hreytti út úr sér um leið og
hann tók við sínum seðlum:
„Jæja, sjáum til, þarna þykisf
ríkisstjórnin hafa nóg af papp-
ír.“ Hann glotti hreykinn upp á
fólk er hann lauk ræðunni.
Menn þögðu, litu við honum
með fyrirlitningu og þá hvarf
glottið. Hánn fann að'liann átti
’ekki hljómgrunn.
ÞAÐ ER ALVEG ÁREIÐAN-
LEGT, hvaða skoðun sem menn
kunna annars að hafa á stjórn-
málum, að skömmtun og skyldu
sparnaður er lífsnauðsyn fyrir
þjóðina. Það eitt er staðreynd
nú, og annáð skiptir ekki máli.
Það er ekki aðeins lífsnauðsyn
fyrir einhvern fámennan hóp,
m
neldur og fyrir mig og þig og
heimili okkar allra. Þess vegna
ríður á því að við sýnum öll
þegnskap, en ekki skrælingja-
brag krafsara, sem sá illindum
og rógi meðal þjóðar í hættu,
sem allt á undir því að hún geti
staðið sameinuð og heil í bar-
áttunni við erfiðleikana.
RÍ KIS STJÓRNIN getur ör-
ugg haldið áfram að gera á-
kveðnar ráðstafanir til varnar í
vandræðunum. Hún hlýtur fyr-
ir það fylgi þjóðarinnar. Eins
ber henni að stefna örugglega
sér ljósar þær staðreyndir,
sem fyrir eru, og telja sér
skylt að kappkosta að leysa
vandann. En hún mun að
sjálfsögðu krefjast þess. að
þær byrðar, sem óhjákvæmi-
legar eru, verði lagðar á í
hl’utfalli við burðarþol þegn-
anna. Annað^væri ranglæti,
sem ekki yrði þolað. En sann-
gjörnum og nauðsynlegum
ráðstöfunum til -lausnar á
vandamálum okkar í dag,
mun þjóðin áreiðanlega una.
Með þeim er hún að leggja
grundvöll að farsælli þróun
á sviði atvinnulífsins og fjár-
hagsmálanna í framtíðinni.
(Frh. á 8. síðu.)
Auglýsing
Nr. 7,1947 frá skömmfunarsljéra.
f
Samkvæm heimild í 3. gr. reglugerðar frá 23.
september 1947 um sölu og afnendingu benzíns
og takmörkun á akstri bifreiða hefur viðskipta-
néfnd ákveðið eftirfarandi:
Á tímabilinu frá 1 október til 31. desember 1947
skal 'mánaðar-benzínskammtur bifreiða vera sem
hér segir í þeim flokkum er að neðan greinir:
A 1 Strætisvagnar 1800 lítrar.
A 2 Aðrar sérleyfisbifreiðar svo og mjólk-
urflutningabifreiðar 900 lítrar.
A 3 Leigubifreiðar til mannflutninga 5-7
manna 400 Iítrar.
A 4 Einkabifreiðar 5-7 manna 60 lítrar.
A 5 Einkabifreiðar 2—4 manna 45 lítrar.
A 6 Bifhjól 15 lítrar.
B 1 Vörubifreiðar yfir 5 tonna 600 Mtrar-
B 2 Vörubifreiðar 4—5 tonna 500 Mtrar.
B 3 Vöruibifreiðar 3—4 tonna 400 lítrar.
B 4 Vörubifreiðar 2—3 tonna 350 Mtrar.
B 5 Vörubifreiðar 1—2 tonna 200 Mtrar.
B 6 Vörubifreiðar Vz—I tonn 100 lítrar.
B 7 Vörubifreiðar (sendiferðabifreiðar)
minni en xk tonn 45 Mtra.
*
Úthluta skal til bifreiðanna, sem taldar eru í A
flokki, benzínskammti fyrir þrjá mánuði í einu,
•þ. e- til 31. des, 1947, en til bifreiðanna, sem tald-
ar eru í B flokki (vörubifreiðanna) til aðeins eins
mánaðar í einu.
Reykjavíkj 30. september 1947.
Skömmfunarsfjórinn.
vantar okkur nú þegar-
GEYSIR H.F.
Faíadeildin.
óskast til innheimstustarfa.
Upplýsingar í.afgreiðslu Alþýðublaðsins.
Sími 4900.
Alþýðublaðið
. V’.7 . . • " ■ , j. • I • ;