Alþýðublaðið - 02.11.1947, Side 4

Alþýðublaðið - 02.11.1947, Side 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 4 Suraiudagur 2. nóv, 1947. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. iÞingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. r Ovænf viðurkenning. ,,ATVINNULEYSIÐ, versti óvinur alþýðuheimilanna, hefur nú þegar hafið aftur innreið sína í bæinn. Fjöldi verkamanna hefur ekkert fengið að gera undanfarna daga, Vinnan við höfnina hefur smátt og smátt dregizt saman, og ekki þsyf að bú- ast við því, að hafnarvinnan aukist á næstunni heldur er vissa fyrir því gagnstæða.11 Þessi tilfærðu orð eru ekki tekin upp úr neinu stuðnings- blaði ríksstjórnarinnar; enda i myndu þau ekki vekja neina sérstaka athygli í þeim; svo oft eru þau búin að vara við hættunni á nýju atvinnu- leysi, ef ekki verði undinn bráður bugur að því að bægja verðbólgunni frá dyrum þjóðarinnar. Hin§ vegar mun það þykja töluverðum tíð,- indum sæta, að þessi orð gat að lesa í blaði kommúnista, Þjóðviljanum, síðast liðinn föstudag; því að það er alveg nýtt, að sjá atvinnuleysis- hættuna viðurkennda í því blaði. * Þvert á móti hefur Þjóð- viljinn mánuðum saman bor- ið á móti því, að nokkur slík hætta væri fyrir hendi. Hann hefur neitað öllum staðreyndum, —• verðbólgan ekki átt að vera tiþ gjaldeyr- isskorturinn ekki heldur. AUt hefur þetta átt að vera lygi og tilbúningur ,,hrun- stjórnarliðsins“, eins og hann hefur kallað þá flokka, er standa að núverandi ríkis- stjórn, eða „tilbúin kreppa“, eins og hann hefur einnig komizt að orði, sem ætti að undirbúa einhverjar fólsku- ■legar árásir á lífskjör fólks- ins! Eftir svo fiflslegan mál- flutning Þjóðviljans mánuð- um saman er engin furða þótt menn reki upp stór augu, er þeir sjá það nú viðurkennt svart_ á hvítu í því sama blaði, að atvinnuleysið hafi Jf-vgar hafið innreið sína! Og ekki nóg með að Þjóðviljinn viðurkenndi það á föstudag- inn: Á laugardaginn endur- tók hann viðurkenningu sína og sagði: „Mál er að vakna, reykvískir verkamenn! Öllu lengur getur ekki dregizt að hefja baráttu gegn atvinnu- leysinu!“ Hin nýja Sturlunga. — Björt og myndarleg bóka- búð. — Nýja símaskráin. — Tillögur mínar. — Dauft við Grófarbryggju. — Svona eru vinnu- deilurnar. — Hættulegt æði. Alltaf eitthvað % ) Sökum efnisskorts nýtt get ég ekki nú eins og undanfarin jól framleitt Guðlaugur hinar vinsælu jólaskeiðar nema viðskiptavinir Magnússon leggji til silfur, 60 gr. í stykkið. gullsmiður Pöntunum veitt mót- Laugarveg 11 taka í verzluninni hvern sími 5272 virkan dag kl. 4—6 e. h. HIN NÝJA ÚTGÁFA af Sturlungu er hin myndarleg- asta. Það er ekki annað að sjá en að þeir, sem standa að út- gáfunni, en hún hefur staðið yf- ir upp undir tvö ár, hafi ekk- ert til sparað til þess að hún gæti verið sem bezt. Formáli Jóns Jóhannssonar er ákaflega fróðlegur og hef ég ekki lesið annað um Sturlungu, sem gefur jafn glögga hugmynd um sög- una, eða sögurnar. Vil ég sér- staklega þakka Jóni fyrir hann. Það var mikil þörf fyrir þessa útgáfu. Ég var búinn að bíða eftir henni og svo mun hafa verið um fleiri — og við höf- um ekki orðið fyrir vonbrigð- ,um. NÝ BÓKA- OG RITFANGA- VERZLUN hefur nú tekið til starfa í Austurstræti 1, þar sem áður var bóksala Finns Einárs- sonar. Þetta er ný verzlun, þó að á sama stað hafi verið sams konar verzlun undanfarin ár. Hún er mjög björt og maður sér inn um hana alla af götunni. Það er eins og hún hafi áður verið gluggalaus, að minnsta kosti finnst manni það nú, þeg ar maður stendur við gluggana. Aðallega mun vera gert ráð fyr- ir að þarna verði seld alls konar ritföng, en enn ber mest'á bók- unum. ÞÁ HEFUR verið komið fyr- ir úti, milli glugganna, sýni- skápum fyrir bækur og tvö kvikmyndahús sýna þar mynd- ir, enn fremur er einn fyrir skemmtanir dagsins, og er það líkt og Alþýðublaðið tók upp fyrir nokkru og aflað hefur blaðinu mikilla vinsælda. Það er því víst að framvegis munu margir staðnæmast fyrir framan hina nýju bóka- og ritfanga- verzlun í Austurstræti 1. NÝJA SÍMASKRÁIN er kom in út. Að efni til er símaskráin nýja svipuð því sem áður var. Hins vegar er hún mjög breytt í ytra útliti. Aðalbreytingin er sú, að brotið er stærra og líkist | meira en áður var því, sem | Þetta er hverju orði sann- (ara. En sitt getur verið hvað, orð og athafnir. Og eftir er að sjá, hvernig Þjóðviljinn og aðstandendur hans snúast við þeim athöfnum; sem nú eru nauðsynlegar og óumflýj- anlegar, ef takast á að bægja böli nýs atvinnuleysis frá dyrum alþýðuheimilanna. Stjórnarblöðn hafa fyrir löngu bent á hættuna og fært rök að því, að henni yrði ekki bægt frá nema því aðeins, að allar stéttir þjóðarinnar væru reiðubúnar til þess að færa nokkrar fórnir í bili; það yrði að ráðast á sjálfa venja er um erlendar síma- skrár, og eru tveir dálkar á hverri síðu í stað eins áður. í stað stafrófsins, sem var á gömlu símaskránni eru prentaðir upp- sláttarstafix fyrir ofan hvern dálk. Kápupappírinn er mýkri og minni hætta á að han brotni þótt skráin verði fyrir hnjaski. Engar auglýsingar er í síma- skránni að þessu sinni. í REXKJAVÍK og Hafnar- firði eru nú 7460 símanúmer í notkun. 1860 nýir notendur, umfram þá, sem skráðir eru í gömlu símaskrána, eru skráðir í nýju símaskrána. í síma- skrána nýju eru skráðar 380 landssímastöðvar með um 6000 símanotendum utan Reykja- víkur og Hafnarfjarðar. VIÐBÆTIR við símaskrána verður framvegis gefin út með þeim hætti, að teknar verða upp í hann allar skrásetningar síð- asta yviðbætis á undan, þannig að jafnan verður aðeins einn viðbætir í gildi. Gert er ráð fyr- ir að útburður símaskrárinnar geti farið fram í þessum mán- uði í Reykjavík og Hafnarfirði og um svipað leyti verði hægt að senda hana út um land. Einu sinni skrifaði ég um síma- skrána og lagði til að útgáf- unni yrði breytt. Bar ég fram ákveðnar ‘ tillögur í því efni. Það gleður mig að sjá, að þær hafa nú verið teknar til greina. ÞAÐ ER DAUFT við Grófar- bryggju um þessar mundir, dauft við Ægisgarð og víðar. Á- stæðan er ekki í raun og veru sú, að mikið sé um atvinnu- leysi, það er varla teljandi, og er þetta þó einn daufasti tími ársins. Ástæðan er verkfall járniðnaðarmanna, sem enginn minnist á og staðið hefur nú í hálfan mánuð. Það var ömur- legt að ganga um vinnusali vél- smiðjunar Héðins í fyrradag og sjá þar allt dautt og dofið, nema nokkra nemendur, sem voru að hreinsa til. Framh. á 7. síðu. verðbolguna. til þess að lækka hinn háa framleiðslukostnað, sem búinn er að gera okkur ósamkeppnisfæra við aðrar þjóðir á heimsmarkaðinum. Önnur varanleg leið út úr vandanum er ekki til. Fulltrúaráð Alþýðuflokksins í Reykjavík. verður haldinn í fulltrúaráði Alþýðuflokksins mánudaginn 3. nóvember kl. 8,30 í Aiþýðuhúsmu við Hverfisgötu. DAGSKRÁ: 1. Félagsmál. 2. Erindi: Frá Noregi. Haraldur Guðmunds- son. 3. Stefán Jóhann Stefánsson forsætisráðherra hefur umræður um stjórnmálaviðhorfið. Fulltrúar! Mætið strmdvíslega. Stjórn fulltrúaráðsins. Sjómannafélag Hafnarfjarðar beldur fund 3. nóvember kl. 8,30 síðd. í G.T.- húsinu, uppi. Fundarefni: 1. Félagsmál. 2. Skýrsla stjórnarinnar til uppsagnar • vélbátasamningn- um. 3. Kosin uppstillinganefnd að tilnefna menn í stjórn félagsins árið 1948. Stjórnin. S. G. T. að Röðli í kvöld kl. 9—1. Aðgöngumiða má panta í síma 6305 og 5327. Pantaðir miðar verða seldir frá kl. 8. LANCIER KL. 9. Húsinu lokað kl. 10,30. At- hugið! dansleikurmm byrjar kl. 9. (kl. 21). Málverkasýning Örlygs Sigurðssonar í Listamannaskálanum er opin daglega frá kl. 11—11. Þjóðviljinn hefur nú loks- ins viðurkennt hættuna, sem við erum í af völdum verð- bólgunnar. En eftir er að sjá, hvort hann hefur manndóm í sér til þess að viðurkenna einnig nauðsyn þeirra ráð- stafana; sem einar duga til þess að vinna bug á henni og tryggja hinu vinnandi fólki áframhaldandi atvinnu. Tvœr stúlkur óskast í eldhúsið í Kíeppsspítalanum allan daginn eða kl. 6—8. Upplýsingar í síma 4499 eftir kl. 5 sd. Auglýsið í Alþýðublaðinu

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.