Alþýðublaðið - 17.02.1948, Page 3

Alþýðublaðið - 17.02.1948, Page 3
Þriðjudaginn 17. febr. 1948. ALÞÝÐUBI.AÐIÐ 3 DAVIÐ STEFANSSON hefur getið sér mestan orðs- tír af ljóðskáldum þeim, er kvöddu sér hljóðs á landi- hér í lok heimsstyrjaldarinn ar fyrri og lifað hafa hina uggvænlegu tíma millistríðs , áranna og ógnadaga síðari heimsstyrjaldarinnar. Hann er vinsælasta og listrænasta Ijóðskáld íslendinga á þessu tímabili og merkilegur braut ryðjandi og .lærimeistari hinnar yngrá skáldkynslóð- ar. Davíð gaf út sex ljóðabæk ur með mjög svo reglu- bundnu millibili á árunum 1919 til 1936. Eftir það liðu ellefu ár, án þess að ný Ijóða bók kæmi frá hans hendi, og munu ýmsir hafa ætlað, að hann væri orðinn ljóðagerð- inni fráhverfur og hygði á ný afrek á öðrum bók-| menntasviðum. En fyrir jól- in í vetur var hin ellefu ára þögn rofin, og þjóðskáldið frá Fagraskógi gaf hinum fjölmörgu unnendum sínum kost nýs ljóðasafns, sem bar hið yfirlætislausa heiti Ný kvæðabók. Þetta er ótvírætt eitthvert samfelldasta ljóðasafn Da^ víðs Stefánssonar, en kvæði þessi eru að ýmsu leyti ærið frábrugðin fyrri ljóðum hans. Hann er ekki lengur slíkur dýrkandi víns og ásta og hann áður var, nautna- gleði hans og æskugáski hef ur vikið fyrir alvöru og íhygli, sem raunar gætti áð- ur í ýmsum Ijóðum hans, en nú hefur þroskazt og orðið megineinkenni skáldskapar hans jafnt hið ytra sem hið' innra. Sumir fyrri unnendur Davíðs kunna því að hafa orð ið fyrir nokkrum vonbrigð-. um af hinni nýju bók hans. En þeim, sem leggja á kvæð- in mat bókmenntagildisins, mun varla dyljast, að í hinni nýju ljóðabók sinni birtist Davíð í nýjum skáldbúningi, ofnum úr efni nýrra við- horfa og nýrra sjónarmiða, og ber hann með sóma. Hann hefur brotið nýjar brautir varðandi efni og form, án þess þó að glata þeim ein-, kennum fortíðarinnar, sem móta sérkenni hans og sér- stöðu, þegar Ijóð hans eru krufin til mergjar. Astin á landinju, sveitinni, stétt og starfi bóndans, sannri og sér kennandi menningu þjóðar-, innar og isögu hennar kyn- slóð af kynslóð og öld af öld veitir Ijóðum hins söngglaða þjóðskálds enn sem fyrr líf og lit. En þessi megineinkenni Davíðs hafa aldrei verið gleggri og upprunalegri en 1 hinni nýju ljóðabók hans. Davíð Stefánsson hefur orit mjög svipmikil og snjöll söguljóð og minningakvæðiL Ný kvæðabók flytur tvö minningakvæði, sem eru ísi-| lenzkum ljóðbókmenntum Davíð Stefánsson. en mörg hver valdið nokkr- um vonbrigðum við nánari könnun. Nú er þetta breytt. Ný kvæðabók geymir hvert smákvæðið öðriu listrænna. Ljóð eins og Vor, Knapinn, I gróandanum, Haustljóð og Eg leiddi þig í lundinn eru perlur hvert á sína vísu. Þau eru ljóðmyndir, sem vitna í senn um mikla skáld- lega hugkvæmni og mikinn listrænan hagleik. Ahrif stríðsáranna leyna sér ekki í mörgum kvæðum þessarar nýju bókar Davíðs Stefánssonar. Af kvæðum þessa efnis eru Norræn jól og Norðmaðurinn í senn tiÞ I þrifamest og samfelldust. En styrjaldarkvæði og ádeilu- ljóð Davíðs eru að Iistagildi varla sambærileg við ýmsa aðra óma skáld'hörpu hans. Þau lýsa honum mun freni'- ur sem manni en skáldi. Davíð Stefánsson hefur nú í senn þrjá ámatugi notið al- mennari og verðskuldaðri í minningu Bólu-Hjálmars samfelldara og ILstrænna. Þar hefur Davíð brugðið UPP, ljóðmynd, sem teljast |vínsæída en nökkurCznnað ljóðskáld á Islandi. Hann verður einstök að samræmi og dráttum. Askurinn er bezta kvæðið af stærri ljóð- um Nýrrar kvæðabókar og vafalaust veigamesta og list fengasta kvæði bókarinnar, enda einhver haglegasta og áhrifaríkasta Ijóðmynd ís- lenzkra bókmennta þessarar aldar. Smákvæði Davíðs hafa til þessa yfirleitt ekki haft lista gildi á borð við hin lengri og ýtarlegri ljóð hans. Þau hafa viitnað um mikla hagmælsku, hefur um langa hríð verið hið óvefengjanlega þjóð-i skáld og hinn viðurkenndi skáldkonungur. Góðu heilli má enn mikils af honum vænta. Ný kvæðabók er unn endum Davíðs ótvíræð sönn un þess, að hinum söngglaða ljóðsvani muni enn liggja mikið á hjarta. Þeir verða margir, sem óska að fá úr þeirri átt meira að heyra. Helgi Sæmundsson. Vandasamf val, en vel heppnað W. SOMERSET MAUGHAM er tvímælalaust sá af núlifandi rithöfundum Breta, Sem kunn- astur er og vinsælastur hér á landi. Flestar skáldsögur hans hafa verið þýddar á íslenzku, svo og margar hinar snilldar- legu smásögur hans, en á sviði þeirrar bókmenntagreinar hef- ur hann náð mestum listrænum árangri. Nú fyrir jólin komu tvær skáldsögur hans út í ís- lenzkri þýðingu, og var önnur þei.rra, Tunglið og tíeyringur, ein af félagsbókum bókaútgáfu menningarsjóðs og þjóðvinafé- lagsins á liðnu ári. Alþýðu manna gezt vel að bókúm W. Somersets Maug- hams, þvi að þær eru skemmti- legar aflestrar, og vafalaust er lýðhylli hans og útbreiðsla bóka hans fyrst og fremst af þeim rótum runnin. En W. So- merset Maugham er mikill kunnáttumaður á gerð skáld- sagna og smásagna og því um fleira en eitt kjörinn leiðbein- andi leshneigðs fólks. Merkur brezkur bókmenntafræðingur hefur gefið honum þá einkunn, að hann hafi enga lélega bók ritað, en margar ágætar. Tunglið og tíeyringur er ein af eldri skáldsögum W. Somer- sets Maughams, en hún kom fyrst út árið 1919. Sagan er ævisaga í skáldsöguformi, og mikill fengur og sanna, að Davíð e-n síður en svo ósnjall ari í íþrótt sinni en fyrrum. Kvæðið um Jónas Hallgríms mun fyrirmynd aðalsöguhetj son er sviptigið, þróttugt og ríkt að skáldlegri andagift. Tvímælalaust er þó kvæðið unnar hafa verið hinn frægi franski málari Paul Gauguin, en hann er meðal annars kunn- ur Islendingum af bók sinni Nóa Nóa, sem Tómas Guð- mundsson þýddi og var ein af bókunum í fyrra. listamanna- þingi Helgafells. Sálarlífslýsingarnar og frá- sögurnar af baráttu Karls Stricklands fyrir list sinni er það, sem fyrst og fremst gefur skáldsögu þessari gildi. W. So- merset Maugham fjallar af mikilli listrænni hæfni um þau fyrirbrigði, sem hann velur sér að viðfangsefnum í sögunni. En jafnframt ber sagan ótvírætt vitni um þekkingu höfundarins á manneðlinu og geymir í rík- um mæli þau stíleinkenni, sem hafa gert W. Somerset. Maug- ham frægan og vinsælan meðal unnenda fagurra bókmennta í heimalandi hans og um víða veröld. Það er vandaverk að velja skáldsögu handa svo stórum lesendahópi, sem félagsmenn bókaútgáfu menningarsjóðs og þjóðvinafélagsins eru. Valið á Tunglinu og tíeyringi hefur þó ívímælalaust tekizt vel, og þýðing Karls ísfelds og ytri búningur bókarinnar er með á- gætum. En skylt væri ráða- mönnum þessarar umfangs- miklu útgáfu að minnast þess, að vafalaust eru margir erlend- ir skáldsagnahöfundar betur að kynningu komnir á vegum hennar en W. Somerset Maug- ham, því að hann hefur þegar hlotið hér svo miklar vinsæld Friamliald á 7. síðu. Viktoría Bjarnadóttir: heitir, nýtt íþróttablað, er befur S P O R T flytur allar nýjustu fréttir af um og íþróttamálefnum, innlendum og erlendum. S P O R T er því blað allra íþróttamanna og íþróttaunn- enda í iandinu. Sölubörn komi í afgreiðslu Albvðu Utanás'ki'ift blaðsins er Pósthólf 65 íerðifði í sfað áfencps ----9---- HVERNIG GET ég og þú no-tið þess réttar, sem hver kona á íslandi er hluthafi að, til verndar þeim æðstu verð- mætum, sem okkur hefur hlotnazt á þessari jörð, sem ,er að vera mæður þeirrar kynslóðar, sem á að erfa og byggja landið? Engin krafa konunnar er háværari en sú, að hún geti neytt þess réttar, sem henni ber, sem meðábyrgur sam- borgari þessa lands, til að vera á verði um framtíðar- öryggi barna okkar við þeim hættum, sem bersýnilega er á okkar valdi að bægja frá þeim. Nýafstaðið tugafmæli Slysavarnafélags íslands gat bent á staðreyndir fyrir ör- yggi sjófarenda, sem' það hef ur unnið að með hjálp tækni og skýrum skilningi á þörf skjótra bjargráða þegar um verndun mannislífa er að ræða. En slysahætturnar eru á vegi fleiri en sjófarend- anna. Vesalingarnir, sem flækjast um Hafnarstræti í Reykjavík, — eru það ekki menn sem lent hafa í hrákn- ingum? Einhvern tíma hafa þessir menn verið fallegir litlir drengir, sem faðir og móðir .hafa tengt framtíðar- vpnir sínar við. En nú er komið svo málum þeirra, að yfirvöld bæjarins eru að gerá ráðstafanir til að víkja þessum aumingjum af al- mannafæri. Á isama tíma er löggjafarþing þjóðarinnar að ræða um að lögleiða nýtt tæki til að styðja- að fjölgun þessara vandræðamanna. Á ég þar við framleiðslui á hinu títt umrædda spítalaöli. Hefur nokkurn tíma heyrzt annað eins? Er það ekki táknrænt, að flutningsmenn ölfrumvarps- ins skuli byggja framsögu sína á málinu á þeim forsend um, að framleiðsla ölsins edgi að bera uppi sjúkrahúsrekst- ur í landinu? Það er rétt séð hjá flutn- ingsmönnum, að aukin á- fengisneyzla mun síður en svo draga úr sjúkrahúsþörf landsmanna. En er ómögu- legt að lifa lífinu með jafri- vægi skynseminnar án þeás að hún sé skert á eðlilegari' hátt? Ég leyfi mér að segja jú. Við höfum rétt til að láfa ráðstafa fólki, isem ósjálfrátt raskast á vitsmunum; en við erum varnarlaus fyrir of- drykkjumönnum, þó um aí- gera vitfirringu sé að ræða. Ég ætla ekki með þessuin. línum að draga upp myndir af lífi drykkjumannsins, því að þær myndir blasa við okk ur, því miður, allt of oft, bæði í þessum bæ og víðar; og þó eru þær allt of oft faldar í skjóli tízkunnar og’ af ábyrgum mönnúm þjóðfé- lagsins, sem veita fordæmi með ofneyzlu áfengis. En ég endurtek það, sem ég nefndi í upphafi máls míns, — að hver einasta móðir á íslandi. skal vakin til ábyrgðar gegh því, að auknar séu slysahætt ur barna hennar með auknú áfengi í landinu. Eins' og margoft hefur ver- ið bent á áður og síðast í ára mótaræðu forseta íslands, er sú þjóð í vanda stödd, sem ekki gætir hófs í áfengis- neyzlu. En með aukningu á- fengistegunda í landinu er lítil von að islíkt takist hjá okkur. Væri nú ekki réttari leið að vekja unglinga til dáða og framkvæmda en að draga þá niður í bjórþjór og þjálfun í drykkjuskap? Vil ég í því sambandi leyfa mér að benda á, hvont ekki gæti tekizt að Ferðaskrifstoía ríkisins hefði samband við sem flest félaga kerfi landsins, og gæfi ungu fólki (og jafnvel hverjum sem er) tækifæri til þátttöku í ferðalögum til Norður- landa, Væri þetita skipulagt þannig, að kostur væri gef- inn á að leggja inn ákveðnai fjárhæð viku eða mánaðar- lega í þessu augnamiði í sam- eiginlegan sjóð, sem væri ferðasjóður. Veit ég að marg an ungling fýsir að sjá fjar- læg lönd og útþráin er flest- um í blóð borin, en þá fyrst kemur oft rétt mat á fóstur- landinu, þegar við fjarlægj- (Frh. á 7,'síðu.);

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.