Alþýðublaðið - 15.05.1948, Síða 11
Laugardagur 15. niaí 1948.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
11
Félagslíf
FRÍ.
IRR.
ISI.
IÞROTTAMOT KR
(EÓP-mótið)
verður haldið 29. og 30. maí
n.k. á íþróttavellinum i
Reykjavík. — Fimm heims-
frægir frjálsíþróttamenn
munu tkaa þátt í mótinu.
Keppt verð'ur í þessum í-
þróttagreinum: Laugard. 29.
maí:, 100, 400 og 1500 m.
'hlaupi, 110 m. grindáhlaupi,
(hástökki, Sllangstökki, kúlu-
varpi og kringlukasti. Enn-
fremur 1000 m. boð'hlaúpi
drengja. — Sunnud. 30.
inaí: 200, 800 og 3000 m.
hlaupi, 1000 m. boðhlaupi,
stangarstökki, þrístö'kki,
spjótkasti '' iog sieggjukasti.
■Ölluny félögum innan FRI
og ÍSÍ er heimil þátttaka,
en framkvæmdanefndin á-
skilur sér rétt til: 1. að
raða íspretthlaupui’um í a,
b og c riðla eftir getu þeirra
— og 2. að hafa úrtöku-
keppni í kö'Stum og stökk-
um d'aginn fyrir mótið, ef
nauðlsyn krefuii’. •— tÞétt-
tökutilkynningar sendist til
stjórnar KR fyrir 22. maf
næstk.
Framkvæmdanefndin.
íþróttavöllurinn verður lok-
aður á hvftasunnudag og á
annan.
Yallarstjórinn.
Handknattleiks-
mótið á vegmn
Glfmufél.
Ármann.
Kennari: Karl Erik „Kinna“
Nilson
í íþróttahúsi Jóns Þorsteins-
sonar.
Mánudaga kl. 5—6, Ármann,
3. fl.
Mánudaga kl. 6—7, byrjend-
ur, drengir.
Þriðjudaga kl. 6—7, byrj-
endur, telpur.
Miðvikud. kl. 5—6. Nám-
skeið fyrir meðl. annarra í-
þróttafélaga, karlar.
Miðvikud. kl. 6—7, kvenna-
flokkur.
Fimmtud. kl. 5—6, Ármann,
3. fl.
Fimmtud. kl. 6—7, byrjend-
ur, drengir.
Föstud. kl. 6—7, Armann,
3. fl.
Laugard. kl. 5—6, bjujend-
__ ur, telpur.
í íþróttahúsinu að Háloga-
landi.
Mánud. kl. 7,30—9,30, Ár-
mann 1. og 2. fl.
Þriðjud. kJ:. 7,30—8,30, Ár-
mann, kvennaflokkur.
Þriðjud. kl. 8,30—9,30. Nám-
skeið fyrir meðlimi annarra
íþróttafél., karlar.
Miðviku'd. kl. 7,30—9.30,
Ármann, 1. fl. og 2. fl.
Fimmtud. kl. 7,30—8,30, Ár-
mann, kvennaflokkur.
FimmtU'd. kl. 8,30—9,30, nám
skeið fyrir meðlimi annarra
íþróttafél., karlar.
Föstud. kl. 7,30—9,30, Ár-
mann, 1. og 2. fl.
Hver flokkur æfir 3svar f
viku nema byrjendur í
telpna 'og drengjafl., sem
æfa 2svar. Allar breytingar,
sem kunna að verða, verða
auglýstar í dagblöðunum.
Handknattleiiksfólk, notið
þetta ieinstaka tækifæri til
■þess að læra handknatt-
leik hjá einum þekktasta
haírdknattleikskennara Svía.
Klippið úr stundaskrána.
Glímufclagið Ármaim.
Áltræður unglingur
Framh. af 8. síðu.
V.ið ræðum nokkra hríð
am ýmsa markverða atburði,
er gerðust í höfninni. „Þor-
lákshöfn var oft þrautalend-
ing skipa frá Stokkseyri og
Eyrarbakka. Eiinu sinni
lentu þar allt að 50 aðkomu-
skip. Þá var gestkvæmt í
Höfninni. Ég man það, að
þegar við komum að um
kvöldið, sáum við hvar skip
eitt lá uppi á Hellunni, norð-
an norðunsundsins. Við hugð
um að öll áhöfnin hlyti að
hafa farizt. Þegar í land kom.,
fréttum við að sjóinn hafði
■slegið undan skipin.u um leið
og það tók niðri, og öll á-
höfnin stökk á land, þurrum
fctum“.
— Og hvernig voru afla-
brögð þarna yfirleitt?
,„Fór auðvitað mjög eftir
gæftum og fiskigöngum. Ver
'tíðin mun venjulega hafa
S'taðið um -70 daga. Flestir
urðu róðrarnir, að því, er mig
rekur minni til, 40, en fæst-
ir 20. Hæsti vertíðarhlutur
minn ram 1320, fiskum.
Lægstur varð hann 70 fisk-
ar.“
Við spjöllum saman enn um
stund. Helzt kysi ég að tala
daglangt vi.ð þennan unga
langminnuga mann. .,Ég er
orðinn ónýtur til erfiðis-
vinnu“, isegir hann. Og þeg-
ar ég minnist á hversu ern
hann sé, þakkar hann það
góðri umönnun. „Ég á góð-
ar tengdardætur. Synir mín
ir þrír eru allir búsettir hér;
Sæmundur verzlunarmaður,
Haraldur sjómaður og Guð-
mundur bifreiðarstjóri. En
ég er ekkert ernari en gamal
menni gerast nú á dögum.
Hérna skammt frá býr karl-
sem er 92 ára. Hann hleypur
um allt eins og unglamb, les
gleraugnalaust og syngur og
trallar eins og strákur. Gam
almennum líður svo vsl. nú
Hjalti litli.
Framh. á 9. síðu.
og framfaraheimili, Hrút-
hóla, án þess að höfundur
leggi á það nokkurn dóm.
Þar hafa verið reist glæsileg
og hagkvæm hús, þar hafa
verið teknar í þjónustu bú-
skaparins nýjungar í vinnu-
tækni og ræktun — og allar
framkvæmdir eru þar með
einstæðum myndarbrag. En
hið nána samvista- og hags-
munasamband húsbænda og
hjúa er þar farið út um þúf-
ur, umhyggja húsbænda fyr-
ir heilsu og líðan hjúanna og
hlýja cg 'trúmennska hjúsins
í garð húsbændanna, — og
hin gamla, hjartanlega gest-
risni, sem ekki kunni að gera
sér mannamun er flúin —
yfirleitt allt það, er setti mót
traustrar þjóðfélagslegrar
menningar á góð íslenzk
sveitaheimiili. Er þarna fyrir
brigði, sem sannarlega er
vert náinnar athugunar.
Hjalti litli er hressandi,
fræðandi og menntandi saga
handa þeim, sem hún er
fyrst og fremst ætluð. En
hún er einnig gott og
skemmtileg!t skáldrit og get-
ur mörgum þroskuðum
manni verið lærdómsrík. Og
loks mættu þeir af henni
læra heilræði, sumir hinir
ungu og fyrir eina tíð ungu
höfundar, sem ráfa nú — og
sumir hafa lengi ráfað —
um sailtsteppur bölsýni og
freðmýrar mannhundsku —
með Stalin sem guð og fugl-
inn Sút sem sitt einasta
nytjadýr — og safna sinu-
á dögum. Það var hýbýla
kuldinn, sem kom þeim í
kör fyrix ár fram áður fyrr.“
Ólafur fylgir mér til dyra.
Við kveðjumst á gangstétt-
inni. Lítil brosleit telpa
hleypur til hans. „Afi!“ kall
ar hún, og áttræði ungling-
urinn brosir, — við framtíð-
t inni.
L. Guðm.
Faðir okkar,
Óiafyr GuSbJörnss^n,
fyrrum bóndi að Hænuvík,
andaðist 14. þ. m. að heimili sínu, Hrísateig 7, RvíkJ
Böm hins látna.
Esnilla Gróa Ólafsdéttir,
Vesturgötu 26,
andaðist að Só'liieimum 14. þessa miánaðar.
Systkini hhmar látnu.
Faðir okkar,
H&lgi GiiðumtndssŒn
frá Hjörsey, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni,
miðvikudaginn 19. þ. m., og hefst með húskveðju að
heimili hins látna, Öldugötu 28, kl. 3.30 e. h.
Böni hins látna.
stráum og þistlum, sem þeir
ýmist harðreyra í formalist-
ísk bindini eða fleygja sam-
an í formlausa kesti — prýð
andi svo þennan afra'kstur
með pappírsskúfum byltinga
sinnaðrar ró'ttækni eða
skræpulitum ræmum úr fífl
húfum trúðanna í fjölleika-
húsum lífsþreyttra og úr-
kynjaðra Böra og Babbitta.
1 Hjailta litla eru margar
myndir eftir Halldór Péturs
son, máski ekki allar æski-
lega lifandi, en sumar líka
ágætar. Helgi gamli Halldórs
er sérlega skemmtiilegur
karl — ög myndin af Palla
vinnumanni, þegar hann er
að bjóða Skjóna sínum hatt-
inn á sitt blessaða höfuð,
eykur áhrif hinnar kostulegu
frásagnar á skarpskyggnan.
lesanda.
ísafoldarprentsmiðja hef-
ur gefið bókina út og valið
henni þokkalegan búning.
Guðm. Gíslason Hagalín,
r
Hestamannafélagið F A K U R
Fyrstu kappreiðar Fáks á sumri komanda verða háðar á Skeiðvellin-
um við Elliðaár annan hvítasunnudag kl. 2 síðdegis. — Meiri og glæsilegri
hestakostur en nokkru sinn fyrr.
Kappreiðar „Fáks"
Framhald af 3. síðu.
áður unnið 1. verðlaun, og
loks má nefna Stíganda, eign
Vódísar Bjarnadóttur frá
Laugarvatni, en hann hefur
áður unnið undir nafninu
Borgfjörð.
Eins og venjulega verður
veðbanki starfandi á staðn-
um í sambandi við kappreið-
arnar, og enn fremur munu
ýmis skemmtiatriði verða við
og við.
. .. Hópreið um götur hæjarins.
Þess er vænst, að Fáksmenn og aðrir þeir, sem ráð hafa á (hestum fjölmenni í 'hópreið-
ina, þvj að hún verður kvikmynduð. Þátttakendur mæti á gatnamótum Miklubrautar
og Rauðarárstígs eigi síðar en kl. 12,30 á hádegi. Verður þar afhent merki fararinnar,
sem allir verða að bera og þeim skipað í raSir.
Vinur Sigurðar Ólafssonar, sem kennt hefur verið ýmsar hestaíþróttir, sýnir list-
ir sínar á milli þátta.
Knapar eoa umráSamenn kappreiðahestanna mæti meS þá við skeiðvöllinn eigi síð-
ar en kl. 1 miðdegis. Þar verða hestarnir athugaðir af dýralæknir.
Ferðir með strætisvögnum frá Lækjartorgi. —
Athugið: Einkabifreiðir aki noi’ðan að skeiSvellinum, því að lokiað verður fyrir
alla bifreiðaumferð sunnan vallarins.
Minn'igarspjöld
Jón Baldvinssonar for-
seta fást á eftirtöldum stöð
um: Skrifstofu Alþýðu-
floklvsins. Skrifstofu Sjó-
imannafélags Reykjavíkur.
Skrifstofu V.K.F. Fram-
sókn, Alþýðubrauðgerð-
Laugav. 61, í Verzlim Valdi
mars Long, Hafnarf. og hjá
Sveinbirni Oddssyni, Akra
nesi.
Bnmabótaíélag
vátryggir allt lausafé
(nema verzlunarbirgðir).
Upplýsingar í aðalskrif-
stofu, Alþýðuhúsi (sími
4915) og hjá umboðs-
mönnum, sem eru í
hverjum kaupstað.
Lesið
/Ufsýgöbiaðið!