Alþýðublaðið - 06.06.1948, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.06.1948, Blaðsíða 3
Sinmudagurinn 6. júní 1948 ALÞÝÐUBLAÐÍÐ N ý skö pun s ] ávarútvegsins (Frh. af 1. síðu.) ar veiðar, naut aðstoðar ný- byggingarráðs og voru vélar 'þess og skip keypt til landsins á nýbyggingarreikningi. Nú íhefur verið reist myndarleg hvalveiðistöð í Hvalfirði, og keyptir hafa verið til landsins þrír hvalfangarar og einn dráttarbátur, sem á að draga hvalina til lands. Þessi veiði er nýlega byrj- uð og hefur farið vel af stað, enda hafa verið fengnir norsk ir kunnáttumenn til að 'kénna íslendingum hvalveiðarnar. Hvalurinn er geysilega verðmæt skepna nú á tímum, og er búizt við, að gjald- eyristekjur af hvalveiðum þessara þriggja skipa verði 8—10 mfijónir króna á ári. Til þess þyrfti um 300 hvali, og yrðu það að meðaltali 2 hvalir á dag, þar eð veiðitím inn er rúmlega hálft árið — frá vori til hausts. HRAÐFRYSTIHÚSIN. Miki'H fjöldi hraðfrystihúsa hefur risið upp víðs vegár á landinu fyrir tilstilli nýsköp- unarinnar. Það var fyrsta verk nýsköpunarráðs í sambandi við þetta mál, að neita að igreiða fyrir nýjum hraðfrysti- húsum, nema þau svöruðu full komnustu kröfum tímans, enda höfðu slík hús áður verið illa byggð, af vanefnum og yfirleitt verið tjaldað til einnar nætur. Ráðið brá einu sinni út af þess- ari reglu sinni, og varð afleið- ingin af því sú, að kosta varð stórfé til viðgerða og endur- bóta. Hin nýju og endurbættu hraðfrystihús hafa fullkomn- ustu vélar, sem völ heíúr ver- ið á, bæði vinnúvélar, flutn- ingsbönd og fleira. Þá hefur hreinlætið verið aukið og 'hef- ur allt þetta komið fram í bættri vöru jafnframt því sem j iðnaður þessi hefur vaxið, en hann flytur nú út fyrir 70—80 milljónir á ári, eins og áður var getið. Nýbyggingarráð lagði -mikla áherzlu á að láta reisa ný hraðfrystihús eða endurbæta gömul á ýmsum stöðum á land inu, þar sem atvinna var að fjara út sökum þess, að gamlar verkunaraðferðir á fiski urðu úreltar. Af slíkum stöðum má nefna dæmi eins og austfjarða hafnirnar Djúpavog, Breiðdals vík, Fáskrúðsfjörð og Eski- fjörð, og aðra staði, eins og Hofsós og fleiri. Mun þétta án efa hafa góð áhrif á atvinnulíf á þessum stöðum og stuðla að því að bæta lífskjör manna í sjávarþorpunúm. í í sambandi við nýsköpun hraðfrystiiðnaðarins verður að geta sérstaklega um Fiskiðju- ver ríkisins í Reykjavík. Þetta mikla fyrirtæki er eitt afkasta mesta hraðfrystihús landsins, hefur fullkomnustu niðursuðu tæki, sem tí'l' eru á landinu, og hefur sín eigin tæki til ísfram leiðslu. En þetta mikla fisk- iðjuver kostaði óhóflega mikið, er það var reist á tímum Aka, og nú liggja dýrmætar vélar þar ónotaðar vegna fjárskorts. I sambandi við fiskiðjuverið er verið að endurskipuleggja fisksölu til Reykvíkinga. Verð ur fiskurinn verkaður og þveginn og settur í kassa og síðan dreift út um bæinn. Mun ætlunin að leyfa öðrum því að eins fiskdreifingu, að þeir geti gert það á jafn fullkominn hátt. SÍLDARVÉRKSMIÐJ- URNAR. Mikil aukning á síldarverk- smiðjunum átti sér stað í sam- bandi við nýsköpunina, eins og frægt er orðið 1 sanibandi við óstjórn og bruðl Aka Jakobs- sonar við byggingu þeirra. Auk hinna nýju verksmiðja á Siglufirði og Skagaströnd hefí ur verið aukið við eldri verk- smiðjur og afköst iðnaðarins alls hafa verið aukin mjög verulega. Þó hefur ekki reynt á þetta ennþá sökum þess, að síldin hefur brugðizt svo gjörsamlega síðustu_ sumur. f- i r * 'Vestmannaeyjar eru einn mesti útgerðarbær á landinu. Hér sést vélbétur sigla inn á höfnina í Eyjum. Hér er vert að géta 'hinna miklu síldarverksmiðja við Faxaflóa, sem nú er verið að undirbúa - fyrir tilstuðlan ríkisstjórnarinnar. Þetta er að vísu ekki hluti af þeirri áætlun, sem kölluð hefur verið ,,nýsköpun“, en verður þó að skooazt framhald af þeim framkvæmdum. íslendingar hafa nú keypt fyrsita verksmiðjuskip sitt, Flæring, sem nú er í Portland í Oregon á Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna. Er skipið væntanlegt heim í sumar, og eru vélarnar í það á Siglufirði. Þá er ætlunin að reisa síldar- verksmiðju, þar sem notaðar verði nýjar vinnsluaðferðir, í Orfirisey, og loks verða marg- ar aðrar verksmiðjur í Reykja- vík, Hafnarfirði, Akranesi, Keflavík og víðar við Faxa- flóa auknar, svo að hægt verð- ur að vinná úr rúmlega 28.000 málum síldar á sólarhring við Faxaflóa einan. Ætti þá að sparast hinn gífurlegi flutnings kostnaður á síldinni norður, eins og varð síðastliðinn vetur. Þessi kostnaður var þá um 25 niilljónir, mikið af því í erlend- um gjaldeyri. Nýsköpunin hefur þannig ■séð þjóðinni fyrir miklum cg góðum bátaflota og stóraukn- um verksmiðjukosti, og vantar nú ekkert nema blessaða síld- ina. Hún hefur verið venju fremur kenjótt undanfarin ár, og er vonandi, að hún láti nú ekki á sér standa enn einui sinni í sumar. NIÐURSUÐUVERK- SMIÐJUR. Nokkrár nýjar niðursuðu- verksmiðjur hafa verið reist- ar fyrir nýsköpunarfé, þar á meðal tvær hér í Reykjavík, ein á Olafsfirði, ein á Akur- eyri og víðar. Verksmiðjur Framh. á 11. síðu. mann er hátíðisdagur íslenzkra sjómanna, sem sækja björg á miðin, sigla með ströndum fram og víða um heim. útgerð Hafnarfjarðar óskar ölium sjómönnum gæfu og íðinni í filefni af deginum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.