Alþýðublaðið - 06.06.1948, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 06.06.1948, Blaðsíða 9
Irtiit ;-a ■ú.iifríírgáhnmmk TSuYi ifBffirgnHflii 6. jUffí~T3$8 r Átfa bæjarfélög eiga nú fjórfán fogara, en | tólf þeirra eru riýsköpunarfogarar Gamalf barátfumál Álþýðuflokksins, sem andstæðingar hans verða einnig að taka þátt í að framkvæma. r ^ ^ HUGSJÓNIN UM BÆJARÚTGERÐ fékk byr undir báða vængi, þegar nýsköpun togaraflotans hófst að styrjöldinni lokinni. — Þessi hugsjón, sem mörgum virtist svo fjartæðukennd, þegar hún var fyrst sett fram, og varð að sanna réttmæti sitt á verstu krépputímum,- hefúr nú hlotið svo almenna viðurkenningu landsmanna, að í dag eru fjórtán tog- arar eign bæjarfélaga, ellefu þegar í notkun, en þrír ókomnir til landsins. Fyrsti nýsköpunartogarinn, sem kom til landsins, var Ingólfur Arnarson, togari bæjarútgerðar Reykjavíkur, og sést hann hér fánum skreýttur, er hann sigldi í höfn á sólríkum vetrardegi. Átta bæir og borgir á land inu eiga nú togara. Braut- ryðjandinn, Hafnarfjörður, á þrjá togara Maí, Júní og ný- sköpunartogarann Júlí. — Reykjavík á fjórá togara, Ingólf Arnarson, sem kom fyrstur nýsköpunartogar- anna til landsins, Skúla Magnússon, sem kemur í byrjun júlí. og tvo dieseltog- ara, sem enn eru ónefndir. Þá hefur Akranes eieriazt bæjartogara. Bjarna Ólafs- son, Siglufjörður á Elliða, Norðfjörður á Egil rauða og Séyðisfjörður á ísólf. Þá eiga Vestmannaeyjar tvo togara, Elliðaey og Bjarnarey, og loks á Keflavík einn. Kefl- víking. Þessu til viðbótar má geta þess að bæði á ísafirði og í Vestmannaeyjum eiga bæjarfélögin í hlutafélögu'm þeirn, sem reka togarara ís- borg og Kaldbak. GAMALT BARÁTTUMÁL Hugmyndin um bæjar-'eða ríkisrekstur íogara er gömul og hefur það kostað mikla og harða baráttu að koma hehni í framkvæmd. Húgmyndinni var skotið fram íyrir fyrri, heimsstyrjöldina, og sjó- mannahreyfngi.ii minntiíst hvað eftir annað á þetta í baráttu sinni fyrir bæftum kjörum. Það er þó ekki fyrr er. rétt fyrir 1930, sem þetta mál kemst á þann rekspöl að al- varlega' er 'hugsað um fram- kvæmd þess. Var þetta þá þegar eitt af mestu áhuga- og baráttumálum Alþýðuflokks- ins, og hefur verið það æ síð- an. Fyrsta tilraunin1 með bæj- arútgerð var gerð í Hafnar- firði árið 1931, og er frá því sagt á'öðrum stað í blaðinu í d;ag. Fyrir forgöngu jafnað- armanna, sem þá þegar stjórnuðu Hafnarfirði. eins og þeir gera enn, var lagt út í þessa tilraun, og hefur hún gefizt svo vel og verið Hafnr firðingum svo happadrjúg, að seg.ja má. að það fordæmi, sem þar var gefið- hafi átt móstan þátt í því að vinna hugnivndinni. fylgi og sanna tilverurétt hennar. I kosningum til bæjar- stjórnar 1932 lagði Alþýðu- flokkurinn allmikla áherzlu á þetta mál og tveim árum síðar í öðrum bæjarstjórnar- kosningum var bæjarútgerð eitt mesta baráttumálið. Þetta var á verstu kreppuár- unum og aviihnuleysi, mikið hér í höfuðstaðnum. Kom þá vel í Ijós, hversu lítið öryggi var í því að einstaklingar ættu togarana, er þeir gátu flutt þá úr bænum söa lagt þeim upp efitir vi.ld án tillits til atvinnu bæiarbúa. Fór svo á árunum 1930—34 að marg- ir reykvískir togarar voru ýmist seld'T ti.l annarra hsfna eð;a strönduðu, en enginn nýr bætitist við. og undu bæjar- búar, sem áttu lífsviðurværi sitt urdi.r þessum atv.innu- tækjum, illa við það ástand að vonum. í bæjarstjórnárkosning umim I9?>4 var kjörorð Alþvðuflokksins ..Btejarút gerð bjarsar Reykjavík,“ og bergmáluðu þessi orð um allan bæinn. FÍriltu frambjóðendur og stuðn- tngsmenn flokksins marg- vísleg rök fyrjr bæjarúi- gerð 5—10 togara og sýndu fram á hversu á- bótavant væri rekstri ein- staklimga á togaraflotan- um. Alþýðuflokkurinn stórjók fylgi sitt í þessum kosni.ng- um, og Sjálfstæðisflokkurinn tapaði meirihluta kjósenda, fékk ekki nema 49,6% at- kvæða, en hélt samt meiri,- hluta bæjarsitiórnarfulltrúa. Sýndu þessi úrslit, hvert fylgi þetta mesta barátturnál flokksins var að fá, þrátt fyrir hatrama andstöðu. Meðan baráttunni fyrir bæjarútgerð var haldi.ð á- fram annars staðar á land- ir.u, reyndist útgerði,n í Hafn arfirð hin mesta búbót á erf- iðistímum. „Þessi stórkost- lega atvinnubót Hafnfirðinga hefur ekki kostað nema 60— 70 þús. krónur alls, þótt hún hafi beinlínis veitt bæjarfé- láginu atvinnu fyrir 800— 900 000 krónur,11 sagði eitt dagbl'aðanna um þetta leyti. Þótti landsmönnum þetta að voraim arðbærari atvinnu- bótavinna en skurðgröftur í Flóanum. VIÐHORFIN BREYTAST Þegar styrjöldin skall yf- ir, varð eðlilega hljótt um þessa dei.lu um bæjarútgerð, þar sem ekki var kostur að fá ný ski-p til landsins. En hugmynd var ekki gleymd, og skaut hún aftur upp koll- inum, þegar samið var um smíði nýju togaranna í Eng- landi. Þá kom þgear í Ijós, að fólk í hinum ýmsu bæjarfé- lögum hafði ám tillits ti.l stjórnmálaskoðana, fallizt á þá stefnu, að rétt væri, að hin stórvirku atvinnutæki. væru að nieira leyti í eigu bæjarfélaganna en áður hafði verið. Hafði það sýnt sig, að einkaúitgerðin þreifst engu síður þar sem bæjarfé- lagið garði einnig út, þar sem útgerðin í heild átti þar jafn- an miklum skilnir.gi að fagna. Áður fyrri höfðu tveir flokkar barizt gegn hug- myndinni, um bæjarút- gerð. íhaldið að sjálfsögðu annars -vegas, en það átti allan flotann og taldi síp því eiga hagsmuni sína að verja, og kommúnistar hins vegar, sem kölluðu þessa hugmynd um bæiar- I útgerð tilraun til að blekkja alþýðuna. Eftir sitríðið var svo komið almenningsálit i nu. að báðir bessir flokkar drógu saman segl landstöðunnar við bæjar- útgerð. Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti bæjarútgerð í Reykjavík, hinu gamla höf- uðvirki andsitöðunnar gegii öllum opinberum rekstri fiskiskipa, og kommúnístar hafa um skeið talað eins og aðrir hafi ialdrei, á bæjarút- gerð mimnzt. Samt er enn á-. stæða til að efast um heilindi þessara flokka í bæjarútgerð armálinu, Er þess skemmst að minnast, hver átök urðu í bæjarstjórn út af því, að meirihlutinn samþykbti að seija fimmta nýsköpunartog arann, sem bærinm átti, og kommúnistar hafa í nýbygg- ingarráði barizt á mótj bví, að bæir ei.ns og Keflavík og Akranes fengju nokkra nýja togara. Það er að sjálfsögðu ekki tímabært að ftlla neinn dóm á hina stórauknu bæjarút- gerð, sem risið hefur upp eftir styrjöldina víðs vegar uim; landið. Á slíkum tímum sem nú eru garigur útgerð hinna nýju togara yfirleitt vel hjá öllum. Úigerð Ingólfs Arnarsonar hefúr eir.nig gengið framar vonum, en hann var fyrsti nýi togarinn, sem til landsins kom. Reynd- ust þó á honum ýmsir gallar sem þurfti að lagfæra, og kostað það bæð fé og iafir. En þetta varð til þess, að sams konar gallar voru lag- færðir á síðarj ski.pum, svo að örnur útgerðarfyrirtæki hafa notið góðs af reynslunni af Jngóifi. Eldraun bsejarútgerðar er ekki. í góðærinu, heldur beg- ar á mcti blæs. ,Okkar litla þjóðféiag skelfur af ótta við afleiðingarnar þegar togur- unum er lagt í höfn mánuð- um saman,“ skrifaði sjómað- ur 1934. Þegar skipin hætta. áð bera sig, lætur einstakli.ng urnn binda þau vi.ð bryggjur og atvkinuleysið byrjar. Þeg- ar á móti blæs getur einstak- lingurinn rokið á milli liafna með skip sín eða selt þau án tiliits til þeirra, sem hafa lífsafkomu af þsim. Þegar þannig árar,. halda hins vegar skip þau. sem eru í eigu bæjarfélaganna áfram veiðum, að mi.nnsia kosti hvarvetna þar, sem jafnaðar- menn eru í meirihluta. Það getur kostað 60—70 þúsund- ir. eins og í Hafr.arfirði á ve:rstu krsppuárunum. en það- gafur bæjarbúum at- vinnu, sem nemur 800—900 búsundum í launagreiðslum. Það er ekki lítill arður. . Bæjarútgerð Vestmannaeyja á nú tvo togara, og er þetta hinn fyrri, Elliðaey, er hann sigldi inn á höfnina í Eyjum. Leguhronze Vírhurstar Vírskífur Kaupum hreinar léreftstuskur. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Auglýsíð í Alþýðublaðinu i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.