Alþýðublaðið - 06.06.1948, Blaðsíða 11
Sunnudagurinn 6. júní 1948
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Nýsköpun sjávarútvegsins
Framhald aí 3. síðu.
þessar ihafa fengið nýtízku
vélar og eru sumar þegar
teknar til starfa, en aðrar 'hefja
starfsemi innan skamms.
Þessi iðnaður, sem á geysi-
lega mikla framtíð fyrir sér,
hefur þegar sannað tilveru-
rétt sinn sem útflutningsiðn-
aður. Það, sem af er þessu ári,
hafa verksmiðjur flutt út
niðursoðnar vörur fyrir um
það bil milljón króna, og má
búazt við, að á öllu árinu
rnuni þær flytja út fyrir 3—5
milljónir. íslenzkum niður-
suðuvörum hefur farið fjölg-
andi og gæði þeirra batnandi
síðustu ár, og mun þeirri þró-
un vonandi halda áfram.
Ýmis konar iðnaður annar,
sem við kemur útveginum,
hefur notið styrktar hýbygg-
ingafjár, og má sem dæmi
nefna1 roðverksmiðjuna hér. í
Reykjavík. Þessi nýja verk-
smiðja getur unnið úr 300000
roðum, aðallega steinbítsroð-
um. Úr roðunum eru búin til
töskur og veski, þau eru not-
uð í skó og til bókbands. Er
hér um iðnaö að ræða, sem
getur sparað gjaldeyri jafn-
framt því sem selja má roðin
á erlendum mar.kaði, og er
ekki talið ólíklegt, að allt að
sex krónum fáist fyrir hvert
steinbítsroð.
DREIFING
ATVINNUTÆKJANNA.
Nýbygging sjávarútvegsins
hefur verið framkvæmd með
það fyrir augum, að atvinnu-
tækjunum verði dreift sem
mest og bezt um landið. Aður
fyrr var ekki um alvarlega
togaraútgerð að ræða nema í
Reykjavík og Hafnarfirði, en
nú var ákveðið að dreifa tog-
urunum um allt landið, og er
mönnum vel kunnugt um það,
hvernig 'hver bærinn á fætur
öðrum hefur fagnað fyrsta
togara sínum.
Það er athyglisvert, að
kommúnistar börðust á
móti því eins og þeir gátu,
að sumir staðir úti á landi
fengju togara. Þannig
reyndu þeir eftir megni að
hindra, að Akranes og
■ »** r
■ Ha
Stofnsett 1902.
Símar 2309 — 2909 — 3009 — 4076.
Símnefni: Slippen.
m
...
Leifið filboða hjá oss,
áður en þér farið annað viðvíkjandi:
Efniskaupum
Skipaviðgerðum
Skipasmíðum
‘■li' i’
Málum
Hreinsum
Ryðhreinsum
Keflavík fengju togara, og
sögðu, að þessir staðir gætu
látið sér nægja bátaútgerð.
Þetta sjónarmið þeirra varð
þó, sem betur fer, ekki
ofan á.
Þá hefur einnig verið reynt
að dreifa hraðfrystihúsum,
niðursuðuverksmiðjum og
öðrum atvinnutækjum, ekki
síður en togurum og bátum,
og skapa þannig aukin og
bætt lífsskilyrði í þorpum
landsins.
'Sá ókostur hefur þó komið
fram við þetta, og verður að
kalia það harmleik nýsköpun-
arinnar, að þessi stóraukna
starfsemi hefur án efa átt
þátt í að draga menn út á
mölina. Þúsundir manna hafa
á örfáum árum safnast saman
í þorpum og bæjum á strönd-
inni,- ekki sízt í höfuðborginni
sjálfri. Er það þjóðinni geysi-
lega dýrt að byggja yfir allt
þetta fólk og sjá fyrir aukn-
um .skólakosti, sjúkrahúsum
og öllu, sem þörf er á í ört
vaxandi bæjum og þorpum.
Þó er því ekki til að dreifa, að
nýsköpunin hafi ekki náð til
sveitanna, enda þótt þessi
grein ræði aðeins um þá hlið
hennar, sem snýr að sjávar-
útveginum.
Nokkuð hefur þegar borið
á mannskorti til þess að
starfa við hin mikilvirku
atvinnutæki. Er það fyrst
og fremst á bátunum, sem
oft skortir menn, en hins-
vegar hefur enn ekki skort
menn- á togarana, kaup-
skipin eða við frystihúsin.
Þó mun óhætt að segja, þar
sem nýsköpunin er langt á
veg komin, að hrakspár
þær um að ekki mundi fást
fólk á öll þessi miklu at-
vinnutæki, hafa reynzt á-
stæðulitlar.
Kommúnistar hafa gert'
miklar tilraunir til þess að
eigna sér nýsköpunina, og
hafa leiðtogar þeirra í
draumkenndum áróðursher-
ferðum yfirboðið tillögur allra
annarra á óraunhæfan hátt.
En það er lærdómsríkt að
skoða þá hluta af framkvæmd
nýsköpunarinnar (það geta
allir gert tillögur, ekki sízt
ef þeir eru í minnihluta), sem
kommúnistar einir höfðu með
höndum. Er þar fyrst að
nefna bátasmíðamar, sem at-
vinnumálaráðherrann annálaði
— Aki, tók af nýbyggingarráði
og stjórnaði sjálfur. Er sú saga
vel kunn, er Áki gekk fram
hjá þekktum skipasmíðastöðv-
um, en bátarnir urðu dýrir og
sumir óhentugir. Bruðlið við
Landssmiðjuna í þessu sam-
bandi er of þekkt til að þörf
sé að rekja það frekar. Hitt
höfuðdæmið um nýsköpun
höndum kommúnista eru síld-
arverksmiðj urnar á Siglufirði,
sem hafa farið stórkostlega
fram úr öllum fcostnaðaráætl-
unum. Það mál allt, mjöl-
skemman með öLLu saman, er
einnig of vel þekkt til að verð
skulda frekari umræður.
Nýsköpunin í heild hefur
þegar reynzt þjóðinni happa'
drjúg. Þótt deila1 rnegi um
það, hvernig farið var með
innistæðurnar, sem þjóðin
eignaðist á stríðsárunum, þá
11
Skipafélagið Fold
sendir
bezíu kveðjur
fil allra
sjómanna
nær og fjær
.
\
(
Sameinaða gufuskipafélagið
hefur haldið uppi siglingum milli Íslands og
útlanda lengur en nokkuð annað starfandi fé-
lag.
Sendum sjómönnum kveðjur á Sjómannadaginn.
Skipaafgreiðsla Jes Zimsen.
Erlendur Pétursson.
REGLULEGAR PÓST- j
'SIGLINGAR milli Danmerk
ur og íslands hófust 1778. —
Voru notuð seglskip í ferðir
þessar þar til „Sölöven" fórst
með allri áhöfn nálægt Lón-
dröngum á Snæfellsnesi seint
í nóvember 1857.
mun dómur framtíðarinnar án
efa verða sá, að þeirri miklu
upphæð, sem sett var á ný-
byggingarreikning, hafi verið
vel og giftusamlega varið.
PRESTUR NOKKUR, sem
lagði fast að söfnuði sínum að
halda hvíldardaginn heilag-
an, átti í erfiðleikum með
ungan bónda, sem var meira
■gefinn fyryir að kasta línu
■eftir silung á sunnudögum
en sækja kirkju. Eitt sinn
kom bóndi þessi með þrjá
væna silunga og gaf presti. —
„Yður er bannske illa við að
borða þá,“ isagði hann, ,af því
að ég dró þá á sunnudegi.”
„Jón minn,“ sagði prestur.
„Blessaðir silungarnir gátu
ekkert gert að því.“