Alþýðublaðið - 09.06.1949, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 09.06.1949, Blaðsíða 6
s ALÞYÐUBLAÐIÐ Fimmíudagur 9. júní 1949 Leifur Leirs: OPUS NR. 281. Kalt er í sveitum kólga á fjallatindi kveinka sér fölleit strá í norðanvindi kalt er í húsum hjúalaust og dapurt horngrýtis fjári • er sumarfrostið napurt kalt er í bóli konulausum mönnum koddinn í hnyklum sængin öll í hrönnum velkomin Esja austan yfir sæínn með yl og vor og þýzka kvinnu í bæínn. Vo'ðvan Ó. Sigurs: ÍÞRÓTTAÞÁTTUR. Húrra íslendingar! Mikið horngrýti tókum við þá laglega á síðasta leiknum. Þessa ensku atvinnusparkara sko--------bravó, bravó! Þaö er eins og ég hef alltaf sagt, þetta er sennilega eitthvert Iangsterkasta liðið, sem Bretar eiga, og án efa það langsterk- asta sparklið, sem hingað hefur komið. En við vorum betri. Margfalt betri. Við eiginlega lékum okkur að þeim. Við not- uðum nefnilega á þá sama klof- bragðið og þeir hafa glltaf notað, og ekki aðéins skellt beztu knattspyrnuflokkum um víða veröld á, heldur og heilum heimsveldum. Já, muna má! Nefnilega sko að tapa fyrst og spara kraftinn og vinna síðast, þegar andstaeðingurinn er búinn að tapa. En við snerum á þá, ha . . . var það ekki! Unnum ekki fyrstu tvo leikina og, það sem meira var, vio stilltum okkur um að vinna fyrri hálf- íeikin, en það var nú pressa, maður! En í seinni hálfleiknum, sko, þá tókum við þá. Nei, brezka klofbragðið dugar ekki á okkur hérna, enda þótt þeir eigi kannske eftir að leggja Rússann á því. Hins vegar er Ijóst að Bretinn skítliggur á ís- Ienzku klofbragði, ef það er tek ið allra síðast í glímunni, og ég tala nú ekki um, ef því er snúið snöggt upp í innanfótar hæl- krók á lofti. Það eiít er víst, að þeim þýðir ekki að senda hing- að knattspyrnulið oftar í þeirri von að vinna. Og nú koma Hollendingarnir bráðum. Ég skal segja ykkur eitt, — við knúsmölum þá, ef við verðum í standi. Ef ég mætti ráða, þá værum við bara ekkert að týna upp þessi smá- þjóðaknattspyrnufélög. Þau geta ekki neitt. Nú eigum við, sko, að fara í Rússann. Víking- ur fer í Bandaríkin og það verð ur nóg fyrir þau. Nei, nú eigum við, sko, að taka rússneska dynamóinn og knúsmala hann, eins og Bretann. Það gæti hreínt og beint haft hernaðar- lega þýðingu! Að slá öllum stór- veldunum við á einu sumri meina ég. Húrra, húrra! Lífi íslenzkt þjóðerni, — hæfilega blandað — um allar aldir. Bravó! Mið íþróttakveðjum Vöðvan Ó. Sigurz, SKIPAUTGCRÐ RIKISINS rfEsja" austur um land tii Siglufjarð- ar hinn 15. þ. m. — Tekið á móti flutrúngi til Fáskrúðs- fjarðar, Reyðarfjaroar, Eski- fjarðar, Norðfjarðar, Seyðis- fjarðar, Þórshafnar, Raufar- hafnar, Kópaskers, Húsavíkur, Akureyrar og Siglufjarðar ár- degis á laugardag og á mánu- dag. — Pantaðír farseðlar ósk- ast sóttir á þriðjudaginn. Vicki Baum HÖFUÐLAUS ENGILL if n Þeir, sem pantað hafa far með ekipinu frá Reykjavík til Glas- gow 17. júni n.-k., eru beðnir að innleysa farseðlana laugar- daginn 11. júní árdegís. Þetta tiær einnig til þeirra, sem pantað hafa hjá Ferðaskrif- stofu ríkisins. — Nauðsynlegt er, að farþegar leggi fram vegabréf sín. blóði þeirra. Undir hinum fínu bogahvelfingum engdust menn sundur og saman og seldu upp eftir óttann, og úti í horni sat ein af elahússtúlkunum og hélt um hálsinn á einum hermann- anna og strauk vanga sínum við andlit hans, handlegg hans og tætta ermi, og þegar hann ýtti henni ruddalega upp að veggnum, sneri ég mér undan til að verða ekki áhorfandi að því að þau fullnægðu hinu æð- isgengna hungri hins bölvaða holds. Ungi Riano fór með liðs- menn sína upp á efri hæðina. Þeir báru kvikasilfursflöskurn- ar, sem voru fullar af púðri, þessa kynlegu uppfinningu hans, sem bjarga átti Grana- ditas. Felipe gekk fram hjá mér án þess að sjá mig. Hann var þá enn á lífi. Ég gekk aftur til særðu mannanna minna og gerði það, sern ég gat fyrir þá, en það var vissulega mjög lítið. Um allan skálann kvað við af kliðnum, sem Licenciado gerði og menn hans, og í öllum há- vaðanum gaf einn af hinum Bærðu upp öndina í kyrrþey og virtist vera feginn. Og ég sjálf var orðin samgróin þessu ein- kennilega æðruleysi orustunn- ar, þegar dauðinn er orðinn svo tíður, að hann er hættur að hafa nokkra þýðíngu og lífið missir allt gildi. Nú hófst tímabil algerrar ringulreiðar, þegar allt virtist ske undir eins, í æði, eins og draumar óðs manns hljóta að vera. Uppreisnarmennirnir beindu nú öllu afli sínu að hliðinu, að þessari sterklegu, þungu, naglreknu og óviðráð- anlegu hurð. Ofan af efri hæð- Lnni byrjaði Riano og menn hans að láta handsprengjunum rigna ofan á árásarmennina. Brothljóð og sprenging, ó- mennsk hreeðsluöskur, drífa af járnabrotum, sem skall á veggnum. Og saman við kæf- andi þefinn af púðrinu bland- aðist lyktin af brenndu hári og holdi. Uppreisnarmennirnir hörfuðu óttaslegnir frá dyrun- um, og andartak ríkti dauða- þögn. Kynlega, líkt og það kæmi frá annaxri stjörnu, þar cem lífið gengi sinn vanagang, hljómaði það, þegar klukkurn- ar í Belén slógu fjögur, og þá hafði þessi óendanlega orusta byrjað fyrir aðeins tveim Wd) stundum. Faðir Septiéu var að muldra latnesku bænirnar úr bænasöngbók sinni yfir einum af—særðu piltunum. Annar kallaði hástöfum grátandi á Æurelíu: ,,Aurelía, ég vil ekki deyja! Ó, allir heilagir, látið mig ekki deyja, Aurelía!“ Og þá byrjaði atlagan að hurðinni áf nýjum ofsa, og handsprengj- újnum rigndi niður, sumar sjprungu og sumar felldu og drápu mennina þarna niðri að- sjns af því hve járnflöskurnar i|pru, þungar. " Meðan Riano og -Bersóbal majór héldu áfram að berjast ág drepa, var Licenciado Val- dez í sama mund að binda hvítan vasaklút við sverðið sitt og veifaði því út um glugganh sem merki um uppgjöf. Upp- reisnarmennirnir, sem stóðu niðri mitt í blóðugum bardag- anum og sprengjuregninu, tóku móti þessu augljósa bragði af höndum Spánverja með æðisgengnu öskri, og nýrri, enn óðari tilraun til að brjóta upp þessa rammgeru hurð. Andreas Ruiz dró stóran og þungan leðurpoka inn í skálann. Þetta var þá það, sem þeir hugðu vera allra meiha bót: silfur. Þeir byrjuðu að kasta peningum út til upp- reisnarmannahna, eins og þeir höfðu ávallt fleygt peningum til að þóknast skrílnum. En þeir, sem voru að hamast á hurðum Granaditas, girntust ekki peninga. Þeir vildu ekki láta fleygja í sig ölmusu. ‘ Bak við þessar öflugu dyr vissu þeir að hin gífurlegu auð- æfi borgarinnar voru geymd og þeir ætluðu sér að ná þeirn. Það brakaði og marraði í hurð- inni, en hún hélt ennþá, og sprengjurnar féllu enn og dauðir uppreisnarmenn hrúg- uðust upp við hliðið. Blóðið ( streymdi yfir Plazoleta og undir brattan Mendizobal stig- inn, eins og vatnið hefði streym tþar niður í rigningu. Og upp þessar rauðlituðu götur komu nú skrítnar skepn- ur skríðandi eins og risastórar skjaldbökur. Litlu mennirnir, sem höfðu borið steinhellur allt sitt líf úr grjótnámunum og höfðu nú hlaðið stórura steinum á bakið á sér sem vörn gegn handsprengjum Rianos. Þeim tókst að komast ósærðum að hliðinu með þessa steina á bakinu og einn þeirra kvikti á kyndli og stakk honum undir hurðina. Það fór að rjúka úr sprungnum borðunum, og þau urðu svört. Hér og þar kvikn- aði lítill logi, og ekki fyrr en hurðin var alelda skreið sein- skjaldbakan burt, ómeidd. La- bor de sangre. Blóðþrælkun. ,,Það er ódýrara en múldýr,“ hafði Felipe einu sinni sagt. Nei, það er ekki ódýrara, hugs- aði ég. Ekki þegar til leiksloka kemur. Reykurinn steig upp, svartur og ramur og logarnir teygðu sig upp hurðina, bláir, gulir og rauðir, þar til þeir höfðu náð flagginu yfir brenn- andi dyrunum og hitann og kæfandi reykinn lagði inn í skálann. Licenciado Valdez kraup úti í horni og grét með höfuðið í kjöltu svartklædds prests. Her- lúður var ákaft þeyttur úti í húsagarði þar sem Berzóbal var að safna saman mönnum sínum til síðustu vonlausu út- rásarinnar. Andreas Ruiz kall- aði, að hann ætlaði ekki að láta svæla sig út eins og gamla rottu, óg þaut út til að hlýða .kalli herlúðursins. Augu mín voru fljótandi af reykjarsvælunni. Ég gat ekki séð mikið, en ég heyrði mjúlc- an skell þegar síðustu brenn- andi bitarnir í hurðinni féllu niður. Faðir Septien hafði los- að lítinn krans ofan af veggn- um yfir stóra borðinu þar sem skjölin og kortin voru farin að skrælna og skrjáfa i hitanum. Hann kyssti krossinn og faðm- aði hann og fór svo út í bar- dagann. FERÐAFELAG TEMPLARA efnir til skemmtiferðar sunnudaginn 12. júni n.k. um Krýsuvík, Selvog að Strandakirkju um Þorláks- höfn, Ölfusið að Selfossi, Ljósafossi um Þingvöll. — Staðið við á þessum stöðum eftir því sem tími vinnst til. Farið verður frá G.T.-hús- inu kl. 8.30 árdegis. Farmið- ar í Bókabúð Æskunnar, sími 4235. Ferðafélag Templara. ÖRN: Réði mig------------Já, sá réði öngvit. Ég heimta að þið lendið á mig eða hitt þó heldur! Laumað- flugvellinum þegar í stað! ist aftan að mér og barði mig í GRÁSKEGGUR: Ég er nú ekki meiri flugmaður en það, að mér tókst með naumindum upp.------- ná henni MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINSs

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.