Alþýðublaðið - 24.01.1950, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 24.01.1950, Blaðsíða 5
! Þriðjudagur 24. janúar 1950. ALÞYÐUBLAÐ5Ð B. MÉR VARÐ LITIÐ í blað kommúnista (Þjóðviljann), eem ég sá liggja í ganginum hjá kunningja mínum núna um daginn. Þar sá ég á fremstu síðu mynd, sem mér fannst ég hálf kannast við, en var þó svo kröbbuð af blýantsstrikum eða einhverju, að hún var naumast þekkjanleg. Þetta átti víst að ! Vera mynd af Jóni Axel Pét- urssyni bæjarfulltrúa, en hef- ur víst verið reynt með ráðum refsins að gera hana sem lík- asta skrifunum um hann, sem Þlaðiö lætur flæða yfir núna. dagléga, fyrir í hönd íarandi bæ i arstj órnarkosningar. Nú ; er röðin komin að Jóni, datt mér í hug, því nú er Stefán Jóhann farinn úr stjórn, og þá þykir ráðlegast að bera niður á Jóni, sem er af öllum, sem til þekkja, talinn með ske- íeggustu mönnum Alþýðu- flokksins, því allir vita, að það ter flokkurinn, sem þeir meina, þegar þeir rífa niður atkvæða- tnenn hans. I sömu svipan barst Morg- tmblaðið upp í hendur mér fneð mynd af Þórði Guðmunds- Eyni, skipstjóra á Laxfossi, og samtali við hann um ferðir iskipa og flutninga milli Borg- arness og Reykjavíkur og Akra ness. Þar sá ég getið um gamla Jngólf (Flóabátinn, sem kall- aður var). Hann flutti vörur til þessara staða og einnig til Eyrarbakka. Síðan Suðurland- fð og þar næst Laxfoss. Þórð- ur Guðmundsson skipstjóri Eegir í þessu umrædda samtali, að Ingólfur hafi byrjað flutn- Inga 1908 og að þá hafi íslend- Engar sjálfir fyrst átt skip til þessara flutninga. 1916 voru þrír Eyrbekkingar á Ingólfi; Sigurjón Jónsson frá Skúm- istc-ðum, Einar organisti frá Eyfakoti og Jón Axel Péturs- son, sonur Péturs heitins Guð- mundssonar kennara, þá 16 ára. Sigurjón, skipstjórinn, var gægarpur hinn mesti og veitti ekki af, því engin bryggja var þá í Borgarnesi, og margar Bvaðilfarir Ingólfs, þessa litla Ekips. Það mega því allir sjá, hvað það var fyrir 16 ára dreng að vera háseti þar. Þá var enginn ákveðinn vinnu- tími, það þætti víst slæmt hér nú. Hvað Jón var þar í mörg ér, veit ég ekki irieð vissu, en nokkru eftir að fyrsta skip Eimskipafélagsins, Gullfoss, hóf siglingar, kom Jón sér 'þangað með áhuga og dugnaði, með það fyrir augum að vera Eem styrkust stoð foreldra sinna, því hugur hans allur beindist að því, og manndómi yfirleitt. Þá sigldi Gullfoss til Ameríku, því vegna stríðsins 1914—1918 voru flestar vörur lítt fáanlegar í Evrópu, og þess utan siglingaleið ófær vegna kafbáta og tundurdufla. Það Var því siglt vestur á bóginn til að forðast hættuna, og til að Cá vörur í Ameríku, sem lands- menn þurftu til lífsnauðsynja. Þetta voru hættusamar svaðil- farir og mátti oft ekki á milli ejá, hvort menn kæmust lífs af. Jón sigldi þarna í fleiri ár, en brá sér hluta úr tveim vetr- um í Stýrimannaskólann og tók eitt með hæstu prófum, eem tekin hafa verið þaðan. En samt langaði þennan unga full- huga að læra meira, t. d. tungu mál. Enskan var þá eftirsótt- asta málið, því hún var mátti cegja alheimsmál menntaðra manna og sjómanna, sem í giglingum voru. Jón Axel Pétursson. Hann fór því til Englands í Biglingar að afloknu prófi; með því móti gat hann lært enskuna jafnframt því að vinna, með því að tala hana við ckipsfélaga sína, sem allir voru enskir. Svo komu kolaverkföll- in í Englandi hvert á fætur öðru, og þá urðu skipin að hætta siglingum. Nú vandaðist málið fyrir unga íslendinginn, félausan og mállítinn. En þá bar þar að norskt skip, og fékk Jón skiprúm á því sem stýri- maður. Skip þetta sigldi til margra landa beggja megki At- lantshafsins og lenti í ýmsum svaðilförum; gat Jón sér hinn bezta orðstýr hjá Norðmönn- unum og hækkaði í tigninni á skipinu og var þar í eitt ár„ Þá dó faðir Jóns frá konu og átta börnum. Ungi maðurinn cneri því heim til að hjálpa móður sinni og systkinum. Hann komst aftur á gamla góða skipið, Gullfoss, tók móður og eystkini til sín til Reykjavík- ur til forsjár og fyrirgreiðslu, og er mér óhætt að segja, að margur ungur maður hefði heldur kosið að leita sinnar eigin hamingju, og hefði látið hitt eiga sig. Ekki trúi ég öðru en aS marg ir muni eftir þessum þætti úr ævi Jóns, og margt væri hægt lim það að segja, sém ekki er rúm til að'rekja hér. Fram und ir fertugt vann hann að upp- eldi og menningu systkina sinna, en þá fyrst stofnaði hann eigið heimili, byggði sér hús, á móti öðrum, er kostaði 34 þús- und, til að búa í. Hefur and- stæðingum hans í pólitík sum- um orðið skrafdrjúgt um það, að Jón Axel ætti hús. Jafnvel það mátti hann ekki. Jóni kom að góðu haldi sú enskukunnátta, sem hann hafði aflað sér, því hann var ráðinn hafnsögumaður í Reykjavík 1925, og heíur hann gegnt því starfi með ágætum sem öðru. Hann tók snemma þátt í bar- áttu alþýðunnar í verkalýðs- og stjórnmálum, og þarf ekki að rekja þá sögu. Var fram- kvæmdastjóri Alþýðusam- bandsins og í stjórn þess, og i verkamálaráði svo árum skipti. í bæjarstjórn hefur hann átt i:æti síðan 1934 eða í 16 ár. Þarf ekki að lýsa afskiptum hans af hinum ýmsu vanda- málum bæjarfélagsins; svo kunn eru þau. Ég er nú búinn að sýna fram á það, hver er maðurinn. Það er maðurinn, sein var á róðrarbátum og mótorbátum, Cór 16 ára að heiman í sigl- ingar á flóabátinn Ingólf, við hin gömlu og slæmu skilyrði, ;em bá voru. Það er maðurinn, sem sigldi i fyrra stríðinu á Gullfossi til Ameríku til að sæk-ja nauð- þurftir landsmanna, gegnum kafbáta og tundurdufl og óveð- 'ir Atlantshafsins. Það er maðurinn, sem brauzt ú-fram á eigin spýtur, að afla tér haldgóðrar menntunar á æskuárum. Það er maðurinn, sem varði beztu manndómsárum ævi sinn ar til að hjálpa móður og syst- kinum. Það er maðurinn, sem hef- ur helgað krafta sína íslenzkri alþýðu í verkalýðsmálum og félagsmálum. Það er maðurinn, sem ávallt hefur lagt það eitt til, sem Reykjavíkurbæ má til heilla verða. Það er maðurinn, sem oft hefur staðið í stórræðum, bæði á sjó og landi. Það er maður, sem þið getið f treyst, að ber ykkar hag fyrir brjósti, en ekki erlendra ein- ræðisherra. Kjósið því Jón Axel við þessar bæjarstjórnarkosning- , ar, því honum getur bæði fólk- ið og bæjarfélagið treyst. Kjósið A-listann! Gamall Eyrbekkingur. BifreiðastjórafélagiS Hrej'fiII: Bifreiðastjórafélagsins Hreyfill (fyrri hluti) verður hald- inn þriðjudaginn 24. janúar 1950 kl. 9,30 e. h. í Mjólkur- stöðinni við Laugaveg. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf (Skýrsla stjórnar og reikningar félagsins). Sýnið skírteini við innganginn. N Stjórnin. M. s. "SnæfeíL hleður í Reykjavík laugardáginn 23. þ. m. til Eyj af j arðarhafna. Samband ísl. Samvinnufélaga Skipadeild Það átti miHi þess að velia og samvinnii við Alþýðuflokkinn, við stjórnarkjörið s Verkalýðs- og s]ómannafélaginy þar. SJÁLFSTÆÐISFLQKKURINN átti við stjórnarkjörið í Verkalýðs- og sjómannafélagi Qlafsfjarðar í vikunni sem leið um tvennt að velja, að hafa samvinnu við Alþýðuflokkinn eða við kommúnista. Hann valdi samyinnuna við kommúnista, og' því er hin nýja stjórn félagsins nú skipuð þremur kommún- istum og tveimur íhaldsmönnum. Enginn Alþýðuflokksmaður á sæti í henni. Þetta er sannleikurinn um bandalag íhaldsmanna við kom- múnista í Verkalýðs- og sjó- mannafélagi Ólafsfjarðar, sem Alþýðublaðið, hefur skýrt frá, en Morgunblaðið var á sunnu- daginn að reyna að breiða yfir með ómerkilegum blekkingum. Gangur málsins var sá, að Gunnar Steindórsson, sem ver- ið hefur formaður félagsins og er Alþýðuflokksmaður, vildi ekki gefa kost á sér á ný, ef Samkvæmt 9. gr. í samningum vorum við Vinnuveitendasamband íslands og at- vinnurekendur í Hafnarfirði, verður með deginum í dag, sem hér segir: leigugjald fvrir vörubifreiðar í tímavinnu, frá og , Dagvinna. Eftirvinna. Nætur og helgid.v. Fyrir 2 til 2Vé tonns bifreiðar Kr. 29.10 34.20 39.4^ Fyrir 2 Vz til 3 tonna hlassþunga — 32.32 37.50 42.68 Fyrir 3 til 3Vz tonns hlassþunga — 35.55 40.72 45.90 Fyrir 3V2-til 4 tonna hlassþunga — 38.76 43.95 49.12 Fyrir 4 til AVz tonns hlassþunga — 41.98 47.16 52.32 Viðbótargjald og langferðataxtar hækkaí sama hlutfálli. 24. janúar 1950. Vörubílstöðin Þróttur, 8 Hafnarfirði. Vörubílstöð Haínarfjarðar, Reykjavík. kommúnistar ættu áfram sæti í stjórn félagsins, en síðast liðið Ér hefur stjórnin verið þannig ikipuð, að í henni hafa setið einn Alþýðuflokksmaður. tveir Sjálfstæðismenn og tveir kom- múnistar. Sjálfstæðismennirnir vildu hins vegar hafa kpmmún- istana áfram með í stjórn, og er Gunnar neitaði þá að vera í kjöri, tóku þeir höndum saman við þá og komu sér saman um þá stjórn. er nú hefur verið kos- in, skipaða þremur kommúnist- um og tveimur Sjálfstæðis- Tnönnum. Það er algerlega ósatt, sem Morgunblaðið heldur fram,, að Álþýðuflokkúrinn hafi verið með í ráðum um kosningu þess- arar stjórnar, þó að Gunnar Steindórsson, sem var eini Al- þýðuflokksmaðurinn í trúnað- arráði félagsins, hafi látiö mál- ið afskiptalaust eftir að hann hafði sjálfur ákveðið að verða ekki aftur í kjöri. Hvernig sem Morgunblaðið reynir að breiða yfir það, sem gerzt hefur í Verkalýðs- og sjó- inannafélagi Ólafsfjarðar, , þá verður þeim sannleika ekki á móti mælt, að flokksmenn þess kusu heldur samvinnu þar við kommúnista en við Alþýðu- flokksmenn og studdu komra- únista til meirihlutavalds I stjórn þess. KEILIR H.F. hefur gert bæj arráði tilboð um að smíða nokkur strætisvagnaskýli. Bæj arráðið fékk bréf um þetta ný- lega og vísaði málinu til for- stjóra strætisvagnanna og ba;j arverkfræðings „til umsagnar'*.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.