Alþýðublaðið - 24.01.1950, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 24.01.1950, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 24. janúar 1950. ALÞYBUBLAÐiÐ T í gærkvalds (Frh. af 1. síðu.) Alþýðuflokksmenn inn í bæjar- stjórn. Listamannaskálinn var óðum að fyllast milli kl'. 8,30 og 9, meðan KK-sextettinn lék létt lög. Um níuleytið var skálinn orðinn troðfullur, hvert einasta sæti skipað og mikill f jöldi stóð. Setti Jón P. Emils þá fundinn og kynnti ræðumenn. Hinir ungu jafnaðarmenn, sem töluðu, voru Pétur Pét- ursson, fulltrúi, Eggert Þor- steinsson, múrari, Lúðvík Gissurarson, menntaskóla- nemi, frú Guðbjörg Arndal, Kristinn Gunnarsson, hag- fræðingur, Helgi Sæmunds- son, blaðamaður, og Bene- dikt Gröndal, blaðamaður. Að ræðunum loknum las Klemens Jónsson leikari upp og loks söng Guðmundur Jóns- son með undirleik Fritz Weis- shappel. RÆÐURNAR Það vakti athygli fundar- manna, hversu ágætar og jafn- góðar ræður hinna ungu jafn- aðarmanna voru. Skein út úr þeim trú á stefnu og markmið Alþýðuflokksins og örugg vissa um það, að flokkurinn sé hér í öruggum vexti og eigi fyrir sér mikla framtíð. Hinir ungu ræðumenn deildu hart á íhald- ið og' stjórn þess á bænum, og hver af öðrum enduðu þeir ræður sínar á markmiði ungra jafnaðarmanna í þessum kosn- ingum: BENÉDIKT SKAL í BÆJARSTJÓRN! og var tekið undir það af mann fjöldanum í salnum með dynj- andi lófaklappi. Félagslíf Fundur. verður haldin í mál fundadeild Farfugla þriðjud. 24. jan. kl. 9 að V.R. Skíðadeild K.R. Aðalfundur Skíðadeildar K.R. fer fram í Breið- firðingabúð (uppi) í kvöld kl. 8,30. Dagskrá samkvæmt félags- lögum. Stjórn Skíðadeildar K.R. IP* S.s. A.P. Bernstorff fer áleiðis til Færeyja og Kaupmannahafnar, laugar- daginn 28. þ. m. Farþegar sæki farmiða í dag. Tilkynning ar um flutning óskast sem fyrst. SKIPAAFGREIÐSLA JES ZIMSEN. (Erlendur Pétursson) Framhald af 3. síðu. aðist til þess, að þeir flótta- menn þýzkir, sem stöðugir voru í trúnni, hengdu þá rnynd á vegg í híbýlum sínuni. Þess- ar myndir, fyrirrennarar F’ieck brjóstlíkana þeh'ra, sem nú getur að líta hvarvetna á aust- ur-hernámssvæðinu, báru því auðsæ merki Rússadekursins og ættu Þjóðverjar að minnast þess. Á árinu 1937 hjuggu „hreins anirnar“ hvert skarðið öðru ctærra í hóp flóttamannanna í Moskvu. Þá sat ég dag eftir dag í viðbyggingu Luxgisti- ins, en þar hafði mér verið fenginn staður, þegar maður- inn minn var hnepptur í varð- hald. Sá ég þá oft til ferða Pieck. Honum varð tíðförult í trésmíðavinnustofu þá, er sá Kominternhúsinu fyrir hús- gögnum, en þau voru þá Gama. sem ófáanleg á frjálsum markaði í Rússlandi. Á meðan gamlir og tryggir þýzkir verka iýðssinnar, sem leitað höfðu hælis í Paradís öreiganna, voru hver á eftir öðrum sviptir frelsi eða lífi, var ritari þýzka kommúnistaflokksins önnum kafinn við að búa íbúð sína sem vönduðustum húsgögnum. og velja í þau sem beztan efnivið. Það var því sízt að furða þótt honum ynnist ekki tími til að eýna minnstu viðleitni löndum BÍnum til bjargar. Og það voru ekki aðeins þessi varnarlausu fórnardýr, sem hann lét sig engu skipta. Hann varðaði að sjálfsögðu ekki nokkurn skap- aðan hlut um örlög aðstand- enda þeirra, sem hvergi áttu sér athvarf né vinnuvon og liðu óumræðilegan skort og hungur. „Ég heiti því að vernda stjórnarskrá lýðveldisins og hafa lög þess í heiðri, rækja allar mínar skyldur með sam- vizkusemi og sýna öllum rétt- læti.“ Þannig hljóðaði ein setn- ingin í heitstaf Pieck forseta. Réttlæti? Skyldi hann aldrei minnast' Önnu Remmele, eigin- konu hins kunna þýzka komm- únista, Hermanns Remmele? Eftir að maður hennar hafði verið hnepptur í varðhald í Moskvu, sat hún tvö ár sam- fleytt í gæzluvarðhaldi í Bu- tirkifangelsinu, án þess að hún væri leidd fyrir rétt eða yfir- heyrð, yar síðan send í útlegð til Síberíu, og þar lézt hún úr hungri. ,Og hefur Pieck gleymt Gertrud Taube, sem eitt sinn var einkaritari Ernst Thál- mann. Hún hengdi sig í Mosk- vu, þegar barn hennar fraus í hel, sökurn þess, að hún gat hvergi náð í eldsneyti, — það var um sama leyti og Pieck sjálfur leið mestar áhyggjur vegna nýju húsgagnanna. Pieck hefur margra að minnast. Ó- trúlegt er að honum hafi tekizt að gleyma Bloch, ungverska Gyðingnum, sem áður fyrr meir var ritstjóri kommúnista- | málgagnsins „Ruhr Echo“. Hann vann fyrir Pieck í Mosk- vu og var nábýlingur hans í Luxgistihúsinu. Og hver urðu evo örlög hans? Rússneska rík- islögreglan tók hann höndum og framseldi hann síðan Þjóð- verjum á dögum þýzk-rúss- neska griðasáttmálans. Skyldi Pieck vera búinn að gleyma mér og þeim fimm hundruð fé- lögum mínum, er sættu þeim sömu örlögum? Það er óheppi- legt fyrir hann og samleppa hans, að nokkur okkar skuli vera enn á lífi. Fyrir nokkru riðan var Pieck að því spurður af vestur-þýzku blaði, hvori sú væri raunin, að þýzkir flótta- menn, er dvöldust í Moskvu, hefðu verið seldir í hendur Gestapomanna. Og hverju Bvaraði Pieck? Hann reit blað- inu „opið bréf“ og sór og sárt við lagði, að hann væri með öllu sýkn af þeim svívirðilega rógi. Dýrkeyptur hlýtur for- cetastóllinn að reynast manni, er hefur slíks að minnast. Meðal okkar, flóttrnannanna í Stokkhólmi, sem kunnugust erum fortíð Piecks, er það einn þátturinn í dýrlingssögu hans, sem okkur finnst sér í lagi kát- broslegur. Pieck mun sjálfur bezt vita hvers vegna. Á ég þar við þjóðsöguna um skilnað hans við social-demokrata. Seg- ir svo í þjóðsögunni, að Pieck liafi orðið ósáttur við flokkinn BÖkum stefnu hans í hernaðar- málum, sagt sig úr lögum við hann af þeirri orsök og gengið í kommúnistaflokkinn. — Þetta kemur okkur spánskt fyrir Bjónir. Við, sem þekkjum póli- tískan feril hans, höfum hevrt aðra sögu sagða. Óhætt mun að fullyrða, að sagan sé sönn, enda hefur hún lengi verið kunn sem staðreynd, bæði í jafnaðar- manna- og kommúnistaflokkn- um. Að minnsta kosti var hún á kreiki löngu áður en Pieck hófst til þeirra valda, sem hann fer með nú, og þá var ekkert heimulega með hana farið. Að- alpersónan í þeirri sögu er starfsmaður einn í fagsambandi trésmiða; honum var sagt upp starfinu, eftir að sjóðþurrð hafði orðið hjá honum, og nam hún verulegri fjárupphæð. Þessu átti að halda vandlega ieyndu, en tókst ekki. Pieck er eflaust maður til þess að gera grein fyrir uppruna sögunnar. Og nú situr hann í Berlín sem leppur Rússa og þræll Stalins í forsetastóli austur-þýzka gervi ríkisins. Hann hefur lengi stýrt milli skers og boða, lengur en flestum öðrum hefur tekizt það af þeim samtíðarmönnum hans, eem svipuð erindi hafa rekið. Gaman þætti mér að vita, hvort honum hefur ekki komið nafn Dimitroffs í hug, þegar hann lét mannfjöldan hylla sig á Unter den Linden, með skrúð- göngu, er minnti helzt á það, er höfðingjar nazista töldu sig þurfa á slíkri múghylli að halda. Skyldi hann ekki hafa minnzt hinna mörgu verkþýja Stalins, sem voru honum jafn snúningaliprir og hann hefur reynzt, og sem steypt var í glöt- un, þegar miskunnarlaus ein- ræðisherra taldi sig ekki hafa þeirra lengur not? Sic transit gloria mundi, Wilhelm Pieck! Minnztu þess, að leiðir stór- kansins í Moskvu. eru ekki síð- ur órannsakanlegar en vegir hins almáttuga. Hvorki tryggð þín né þjónustulund getur bjargað þér, þegar þar að kem- ur. Einn góðan veðurdag fyrr eða síðar, gerist það, að þú verð- ur sömu örlögum að bráð og þeir, sem þú hefur séð tor- tímast þúsundum saman, án þess að þér kæmi til hugar að láta þig það neinu skipta, jafn- vel þótt um þína gömlu baráttu- félaga væri að ræða. Við mun- um kveðja þig með hugheilum óskum--------- Jarðarför mannsins míns og föður okkar. Ferdinands Hansen kaupmanns fer fram viðkudaginn 25. janúar og hefst með hús- kveðju frá Vesturgötu 4, kl. 1,30, Hafnarfirði. Hafnarfirði 23. janúar 1950. Matthildur Hansen og synir. Jarðarför móður okkar elskulegrar, tengdamóð- ur og ömmu fftósy IVSarinar ÞórSardéttur, fer fram á morgun, miðvikudag, frá Dómkirkjunni og hefst með húskveðju á Bergþórugötu 27 kl. 1,30. Jarðsett verður í gamla kirkjugarðinum. Börn, tengdabörn og harnahörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Karels Gfislasonar rakara. Aðstandendur. A u g I ý s i ð í Alþýðublaðinu! Kaup á dieselsföð Framh. af 1. síðu. um ýmsu bæjarhverfum ennþá neðar, eða allt niður í kringum 185, en það fer eftir álagi á hverja spennistöð. Ástandið er svo slæmt í raf- magnsmálunum, að Rafveitan sendi í vetur út prentuð spjöld, þar sem menn voru hvattir til sparsemi á rafmagni á þeim tíma, sem álag er mest. En af einhverjum ástæðum hefur Rafveitan ekki sagt neitt um þetta mál opinberlega, og stærsta blað bæjarins, Morgun- blaðið, hefur vandlega þagað um þetta og jafnvel reynt að gefa mönnum það í skyn í á- róðri, að allt sé í bezta lagi í rafmagnsmálunum. Sannleikurinn er sá, a'ð Topp- stöðin fræga olli því, að fram- kvæmdir við nýju Sogsstöðina drógust árum saman, og þessi dráttur hefur orsakað það, að Sogsstöðin verður að öllum lík- indum 20 milljónum dýrari en hún hefði orðið, ef byrjað hefði verið á henni 1947, eins og í- haldið lofaði við síðustu kosn- ingar. Eru Rússar að sölsa undir sig yfirráð í fimm norðurhéruð- um Kínaveidis? ÞAÐ VAR TILKYNNT í Peking í gær, að fimm norður- héruð Kína yrðu skilin frá Kínaveldi og sett undir sér- Btaka stjórn, óháða stjórninni í Peking. Þessi tilkynning vekur mikla athygli. Hún kemur rétt eftir að Rússland og Kína hafa gert með sér vináttusamning í Morskvu, þar sem Mao-Tse- tung, forseti kínversku komm- únistastjórnarinnar, og Chou- En-lai, utanríkismálaráðherra hennar dvelja nú. En sterkur orðrómur hefur gengið um það undanfarið, að Rússland væri raunverulega að sölsa undir Eig öll yfirráð í norðurhéruðu.m Kína, og var því meðal annars haldið fram af Dean Acheson, utanríkismálaráðherra Banda-. ríkjanna, ekki alls fyrir löngu, og vakti það mikla athygli. ’ I S. K. T. i KABARETT S.K.T. hélt skemmtikvöld í Góðtemplara- húsinu síðastliðinn laugardag og sunnudag. Komu þar fram ýmsir af beztu skcmmtikröft- um, sem bæjarbúar eiga nú völ á, en skemmtiatriðin voru Etuttir leikþættir, söngur, gam- anvísnaflutningur, upplestur, hljómsveitarleikur og dans. Skemmtu áheyrendur sér með afbrigðum vel, og var troðfullt hús bæði kvöldin. Þau Nína Sveinsdóttir, Eme- lía Jónasdóttir, Edda Skagfield, Sólveig Jóhannsdóttir, Klem- enz Jónsson og Valdemar Lár- usson sáu um flutning skemmti atriða, en kynnir var Friðfinn- ur Guðjónsson. Klemenz Jóns- son hafði og umsjón með æfing- um. Kabarettkvöld þetta verður endurtekið, og benda allar lík- ur til þess, að oft verði troð- fullt hús clnn, þar sem svo góð skemmtun er í boði. } ----------♦------------ HANNES Á HORNINU Framh. af 4. síðu. var í viku. Væri nú ekki nægi- legt að hafa leikfimi einu sinnf í viku þangað til þau geta klætt sig hjálparlaust — og mættu þá ekki hinn tímann, sem ætlaður er fyrir þessa margnefndu leík- fimi. Lofa þessum litlu kútum að leika sér og hlaupa inni í leik fimissalnum og þá að sjálfsögðu f fötunum. Ég veit, að ég tala hér fyrir munni flestra kvenna, sem hafa smábörn í sinni um- sjá, og vona að þessu verði einhver gaumur gefinn, og fróð legt væri að vita hvað skóla- læknar, og barnaverndarnefrxi hefur um þetta að segja“. ;

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.