Alþýðublaðið - 24.02.1950, Side 5

Alþýðublaðið - 24.02.1950, Side 5
Föstudagur 24. febrúar 1950 ALþÝÐUBLAÐIÐ 5 vesturs í TÍMARITIÐ COLLIER'S í New York hefur nýlega birt endurminrdngar Frank Howleys hershöfðingja frá Berlínarárum hans eftir stríðið; en hann var í fjögur ár yfirmaður Bandaríkjaseíuliðsins þar i borginni og full- trúi Bandaríkjanna í hemámsráði Vesturveldanna og Rússa. I endurminningum Howleys er sagt frá hinu stöð- uga taugastríði í hernámsráðinu, sem r.áði hámarki sínu í flutningabanni Rússa til her'námssvæðis Vesturveld- anna í borginni; en Howley fór ekki frá Berlín fyrr en Vesturveldin höfðu unnið þann þátt kalda stríðsins. Birt- ast endurminningar hans frá þegsum árum hér í blaðinu í dag og á morgun, ofurlítið styttar. HERNÁMSRAÐIÐ I BER- LÍN lagði hiður völd nóttina 16. - júní 1948, og þá varð sá brestur í höfuðborg Þýzka- lands, er boðaði válega atburði. Um leið og hernámsráðið valt úr valdasessi brotnaði það í tvo hluta. Rússar tóku annan hlutann og höfðu með sér inn fyrir takmörk rússneska her- námssvæðisins; Bretar, Frakk- ar og Bandaríkjamenn tóku hinn hlutann og höfðu á brott með sér. Um leið hafði Berlín raunverulega skipzt í tvö her- námssvæði. Sumir kunna að hyggja, að þetta hefði getað farið öðru- vísi, og enn aðrir trúa því ef til vill enn. að hægt sé að halda samvinnu við Rússa byggðri á gagnkvæmum skilningi og trausti. Með tilliti til þessara manna ætla ég að tilfæra hér e;itt dæmi, tekið úr opinber- um heimildum frá fundi her- námsráðsins, þrem vikum áður en það lagði niður völd sín. Þessi fundur sýndi ljóslega eins og flest annað, að það var algerlega vonlaust verk að revna að fá Rússa til að standa við gerðar samþykktir. Aðilar að umræðunum á þessum fundi voru þeir hershöfðingjarnir Herbert, fulltrúi Breta í her- námsráðinu og Kotikov, full- trúi Rússa. Bretinn: „Á síðasta fundi lét ég svo um mælt, að ég óskaði svars við einni spurningu, sem ég áliti mjög þýðingarmikla. (Átti Herbert þar við þær hömlur, sem Rússar settu við starfi bögglapóstþjónustunnar í Berlín). Þið getið skipt spurn- ingunni í tvö atriði, ef ykkur sýnist svo. Fyrra atriði spurn- ingarinnar orða ég þannig: Vilja rússnesku fulltrúarnir standa við hina ýmsu samn- inga, sem fjórveldastjórnin í Berlín býggist á? Þessum hluta spurningarinnar nægir að svara aðeins með jái eða neii“. Rússinn: „Viljið þér gera svo vel að bera upp síðari hluta spurningarinnar þegar. Ég mun þá svara þeim báðum und- ir eins“. Bretinn: „Ég hef fengið mig. fullreyndán á þeim unöan brögðum, sem ég hef verif beittur, hafi mér orðið á af sþyrja of margs í einu. Ég leyfi mér því að æskja svar- yðar við fyrri hluta spurning ariíihar. Ef þér treystíð yðu’* ekki til að svara þeirri ein- földu spurningu annað hvor* játandi eða neitandi, er það eit4 út af fyrir sig mjög mikilsver atriði“. Rússinn: „Ég ráðlegg hers höfðingjanum að bera engan kvíðboga fyrir slíku og ber;- fram síðari hluta spurnmgar- innar'* Bretinn: „Ég æski svars við einfaldri spurningu, og ég mun halda áfram að bera þá spurn- ingu upp unz þér gerið annað hvort að svara henni eða neita að svara henni. Ve’jið þér síð- ari kostinn, vitum viö í raun léttri svarið“. Rússinn: Hafi herferinginn ekki veitt gefinni yfirlý ingu minni athyglí. er það ekki mín sök. Þeirri yfirlýsingu lauk með orðum, sem hann ætti að geta unað við sem fullt svar við spurningunni11. Bretinn: „Kotikov hershöfð- ingi neitar enn að svara spurn- ingu minni. Hann skírskotar til einhverrar yfirlýsingar. Ef til vill hyggst hann lýsa einhverju yfir. En verði svarið anr.að. en annað hvort bein játun eða neitun, mun ég álíta það ó- fu-lnægjandi“. Rússinn: „Ég hafði einmitt í hyggju að endurtaka síðustu orð yfirlýsingar minnar, en þar eð mér hafa verið settir úrslita kostir, er mér það ógerlegt. Hershöfðinginn veit ofurvel, að rússneskir fulltrúar telja sér ógerlegt að hlíta neinum úrslitakostum“. Bretinn: „Um úrslitakosti er alls ekki að ræða í þessu sam- bandi. Ég tók það aðeins frara, að ef svarið fullnægði ekki viss um skilyrðum mundi ég álíta það ófullnægjandi. Og ég bað Kotikov hershöfðingja að end- urtaka síðustu orð nefndrar yf- irlýsingar sinnar“. Rússinn: „Þá gegnir öðru máli. Ég skal með ánægju end- urtaka þau. Ég lauk yfirlýs- ingu minni með þessum orðum: Hvað fjórveldastjórnina í Ber- lín snertir, er afstaða rússnesku fulltrúanna til hennar vel kunn“. Bretinn: „Nú er það hins vegar einmitt Vegna þess, að afstaða rússne'sku fulltrúanna er ekki nægilega kunn, að ég ber upp spurningu mína. Ég álít að henni sé ákaflega auð- svarað, og væri aðspurður vitni fyrir rétti heima á Bretlandi, mundi ég tejja hann með af- brigðum örðugan við að fást“. Rússinn: „Mer er alisendis ó- kunnugt um brezkar réttar- venjur. Við skulum nú taka spurninguna viðvíkjandi böggla póstinum til umræðu“. Bretinn: „Ég kæri mig ekk- ert um að með mig séiarið sem drenghnokka, og mér sé tilkynnt, að ég fái sælgæti, þeg ar föður Kotikov þóknast að gefa mér það. Að mínu áliti er engin þörf á því að taka spurn- 'nguna viðvíkiandi bögglapóst- inum til umræðu á meðan ólíkt mikilsverðari spurningu er lát- ið ósvarað. Og ég álít að við höfum rætt nóg við Sovétfull- ^rúana að sinni“. Þannig var það. Við Rússa var engu tauti komið, og enda bótt þeir væru iafnan mjög fúsir á að taka hitt og þetta „til athugunar", varð alltaf sú raun in, að aldrei létu þeir neitt uppi um árangur þeirra athugana. Þeir þrefuðu og þrefuou um %smávægilegustu atriði, unz okkur lá við örvilnun. Einu sinni, þegar hernámsráðið hafði setið að völdum um þriggja ára skeið og setið að sí- felldum fundarhöldum, fann Kotikov hershöfðingi upp á því að hengja hattinn sinn á notk- ur Herberts hershöfðingja á orðinu „Sovét“. .,Svo virðist", sagði Kotikov „sem hershöfðinginn hafi orðið fyrir þeim áhrifum við þrálest- ur þýzku dagblaðanna, tem út eru gefin með leyfi \ esturveld- anna, er valda því, að hann myndar þarna nýtt hugtak, sem hann nefnir ,,Sovét“. Mig fýsir að fá nánari skýringu á því, hvaða skilning hann legg- ur í það orð“. „Ég skal þegar gefa þá skýr- ingu“, svaraði Herbert> „að hvað þetta snertir nota ég sama crðið yfir sama hugtakið og ég hef gert síðustu 35 árin. Ég veit því ekki hvað þér eruð að fara, og sem brezkur þegn fer ég ekki í smioju til þýzkra dagblaða, hvorki með orð ne hugtök, þótt yður kunni að virö ast það einkennilegt“. Kotikov kvað svar þetta furðulega móðgun við sig, en Herbert hélt því hins vegar fram, að þannig yrði svarið ekki túlkað. Að síðustu var sætzt á það, að urn misskiln- ing, sprottinn af ónákvæmri þýðingu túlksins, væri að ræða. Enn er mér ekki ljóst hvað Kotikov meinti með þessu. Allt vorið höfðu Rússar beð- ið tilefnis, er þeir gætu notað til þess að slíta samvinnunni í fjórveldastjórninni í Berlín og aðfaranótt 16. júní töldu þeir tilefnið lagt upp í hendur sín- ar. Við höfðum setið á fundi í þrettán klukkustundir sam- fleytt, án þess að sú þráseta bæri minnsta árangur. Ég var orðinn örmagna af þreytu, en Rússarnir máttu ,ekki heyra fundarhlé nefnt, enda þótt klukkan væri orðin 11 að kvöldi. Að lokum bað ég þá að hafa mig afsakaðan en aðstoð- armaður minn, Babcock her- foringi, tók sæti á fundinum í rninn stað. Átta mínútum eftir að ég hvarf úr fundarsalnum, gengu russnesku fulltrúarnir af fundi. Létust þeir vera hinir reiðustu, kváðu mig hafa gengið af fundi. og þar með slitið samvi.nnunni iim f jórveldastjórnina. Þessa ásökun endurtóku þeir hvað eftir annað næstu tvo sólar- hringana, en þá komu hernáms stjórnir vesturveldanna þeim að óvörum með því að ákveða gjaldmiðilsbreytingu á jrfir- ráðasvæði sínu. Þá voru Rússai ekki seinir á sér að breyta um ásökun, og nú var það óleyíi legt atferli hernámsstjórna vesturveldanna í gjaldmiðils- málum, sem olli samvinnuslit- unum. Þótti þeim sem sú ásök- un mundi verða tekin trúan- legri. En bvað um það. Rússar höfðu nú gripið þessa átyllu sem langþráð tækifæri, og ég komst allt í einu að raun um, að ég átti í vök að verjast. Þegar ég hvarf af fundi, héit eg sem leið lá til upplýsinga- skrifstofunnar og hugðist skýra blaðafulltrúunum frá því helzta, er gerzt hafði á fund- inum. Þegar ég var að undir- búa skýrsluna, hringdi Bab-' cock til mín og sagði mér, að Rússarnir væru gengnir af fundi. Ég hringdi þegar í stað til Clay hershöfðing-ja. Clay, sem átti í ströngu að stríða í samningum við Frakka varð- andi væntanlega gjaldmiðils- breytingu, varð fjúkandi reið- ur. Hann bauð mér að koma til fundar við sig án tafar. Áður en ég lagði af stað til Clay, hringdi ég til Hays hers- hófðingja, hermálafulltrúa okk ar. Hann skildi betur hvað um var að ræða. „Vertu öld- ungis rólegur“, svaraði hann. „Þetta var fyrirfram ákveðið hjá þeim, og ef þeir hefðu ekki gripið þessa átyllu, myndu þeir hafa notfært sér þá næstu“. Vart var samtali okkar lok- ið, þegar Brownjohn, hermáía- fulltrúi Breta, hringdi til Hays Tímarifið Heilbrigf fíf Nýir áskrifendur geta enn fengið ritið frá byrjunl A5 eins 18 kr. árgangurinn. RAUÐI KROSS ÍSLANDS. Thorvaldsensstræti 6. ,, - ' a&K-V*'.' ' i-''' ^ .V-- I Þeir voru yfirhershöfðingjar í kalda sfríðinu í Berlín Sokolovski marskálkur hernámsstjóri Rússa Clay hershöfðingi hernámsstj óri Bandaríkj anna Robertson hershöfðingi hernámsstjóri Breta Daglega á boð- stóluro heitir og kaldir fisk og kjötréttir. hershöfðingja, sagði honum tíðindin, kvað mig hafa gengið af fundi og þannig hefði ég beinlínis valdið samvmnuslft- um, og að Bretar álitu mig eiga alla sökina. Frönsku fulltrúarn ir í hernámsráðinu töldu mig hins vegar sýknan saka. Mína eigin afstöðu til máls- ins má marka af klausu. er ég reit í dagbók mína: „Hið sama má segja um umboðsstjóm fiórveldanna og um eftirlits- stofnun bandámanna, — eng- um er Ijóst, hvort þessar stofn- anir fyrirfinnast eða ekki. Rússar fullyrða, að þær séu við líði, þegar þeir telja sér hag að slíkri fullyrðingu, — og að þær séu liðnar undir lok, þeg ar þeim kemur sú afstaða bei ur“. „Persónulega álít ég, að þao sé ekki nema gott að vera laus við þann ósóma. Ég álít að það hafi ekki verið bandaríslcum fulltrúum sæmandi að sitja þessa fundi, .aðeins til þess aci hlýða á ásakanir í garð þjóð-. ar sinnar, róg um hernaðar- yfirvöld hennar og yfirlýsing- ar um algerðan skort hennar á lýðræði“. Clay hershöfðingi var á öðru máli, eða lét svo að minnsta kosti. Þegar ég kom heim til hans til þess að skýra, honum nánar frá öllum málavöxtum, var hann hinn reiðasti.. „Þú hefur stofnað til hinnp ógurlegustu vandræða“. sagði hann. Ég þagði við. ,.Og það sem lakast er“, bætti hann við, „það. verður ekki á þér séð, að þú takir þér það neitt nærri“. Daginn eftir ræddumst vio aftur við. Ég sat í stól, en Clay æddi fram og aftur um gólfio. Ég reyndi að gera honum ljóst, að ég hefði þolað rússnesku fulltrúunum meira en hægt væri að krefjast af mér. „Þér bar að sitja rólegum og þola þeim allt“, svaraði Clay. „Ég hélt að mér bæri að reyna að koma í veg fyrir að þeir stælu Berlín af okkur.“, svaraði ég. Að sjálfsög'ðu hafði ég með orðum mínum unnið til þess, að ég væri sviptur stöðu minni fyrir óhlýðni. En Clay skildi þennan skort minn á langlund- argeði, — sem betur fór. Enda þótt ekki geti hjá því farið, að Rússum hafi borizt vitneskja um fyrirætlanir okk- ar, varðandi breytinguna á þýzka gjaldmiðlinum, kom þeim tilkynningin þann 18. júní mjög á óvart. Samt sem áður unnu þeir þá af kappi að Framhald á 7 síðu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.