Alþýðublaðið - 20.04.1950, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 20.04.1950, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐJÐ Fimmtudagur 20. apríl 1950. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. ÞjéSteHúsif, ÍSLENZKA ÞJÖÐIN fær í ár merkilega sumargjöf. Þjóð- leikhúsið tekur til starfa í dag. Það verður áhrifamesta menntastofnun þjóðarinnar frá stofnun háskólans, ef svo fer um starf þess og stefnu sem vonir standa til. Þjóðleikhúsið verður fyrst og fremst mennta- stofnun. En jafnframt mun það veita landsmönnum skemmtun og dægrastyttingu, sem reynast mun ómetanleg. Þjóðin fagnar því í dag, að þjóðleikhúsið tek- ur til starfa, og beztu óskir fylgja því og forstöðumönnum þess. Bygging þjóðleikhússins hef- ur tekið langan tíma. Því valda margar ástæður. Hér er um að ræða geysilegt átak fyrir fá- menna þjóð, er byggir víoáttu- mikið land. Auk þess hefur bygging þjóðleikhússins orðið fyrir miklum töfum af öðrum ástæðum. En í dag er markinu náð, Vissulega er ástæða til þess að minnast þeirra manna, sem unnið hafa að framgangi þessa máls. Þjóðin mun í fram- tíðinni njóta í ríkum mæli ár- angursins af starfi þeirra. Þjóð- leikhúsið er í dag umfangs- mikil stofnun. En það var líka stórt sem hugsjón í huga frumherjanna á sínum tíma. Högum er ólíkt háttað á landi hér nú eða þá. Þeir, sem forð- um hófu baráttuna fyrir þjóð- leikhúsinu, voru langt á undan samtíð sinni. En nú er sigur- dagur þeirra runninn upp. * íslenzkir leikarar hafa unn- ið mikið og merkilegt menning- arstarf á undanförnum áratug- um. Þegar tillit er tekið til að- stæðna þess og þeirrar stað- reyndar, að starf þeirra hefur að mestu leyti verið unnið í stopulum tómstundum, leikur ekki á tveim tungum, að þeir nafa á sínu sviði lyft grettis- taki. Nú gefst þeim kostur þess að vinna við aðrar og miklum mun betri aðstæður. Þeir hafa því ríka ástæðu til þess að fagna því, að þjóðleikhúsið tek- ur nú loksins til starfa. Hér ef tir verður þeim unnt að starfa fyrir list sína og þjóð á þann hátt, er tíðkast í menningar- ríkjum. Leiklistinni hefur fleygt hér fram undanfarin ár. En nú mun væntanlega eigi að síður hefjast nýtt blómatíma- bil í sögu hennar. Það er gleði- legt, að margir hinna eldri leik- ara okkar fá notið þeirrar að- stöðu, sem þjóðleikhúsið hefur upp á að bjóða. Betri laun starfs síns og baráttu gátu beir ekki hlotið. Og við hlið þeirra starfa ungir menn, sem eiga að erfa ríkið. Þjóðleikhúsið hefur þau á- hrif, að hér eftir verður hægt að sýna á íslenzku leiksviði leikrit, sem áður var ógerlegt að taka til sýninga hér á landi. Nú verður því auðið að kynna íslenzku þjóðinni allt það bezta, sem til er í leikritabók- menntum heimsins að fornu og nýju. Slíkt er mikill og ánægju- legur menningarsigur. Og sam- tímis er ástæða til þess að ætla, að þjóðleikhúsið stuðli að því, að íslenzk leikritagerð taki skjótum framförum. íslenzk- um leikritum verður ekki hér eftir sniðinn eins þröngur stakkur og verið hefur, og að auki reynist markaðurinn fyr- ir þessa tegund bókmenntanna miklu meiri. Það er því ekki of- mælt, þótt sagt sé, að opnun þjóðleikhússins marki tíma- mót í menningarsögu íslenzku þjóðarinnar. Annað megingildi þjóðleik- hússins er fólgið í því, að það veitir æsku höfuðstaðarins og alls landsins tækifæri til að njóta menntandi skemmtana. Unga fólkið á í dag ekki margra kosta völ um góðar skemmtan- ir. En þjóðleikhúsið bætir úr brýnni þörf í því efni. Nú á æskan þes kost að tileinka sér bókmenntaverðmæti með þeim hætti, sem nútímanum er mest að skapi. Jafnframt verður vak- inn áhugi hennar fyrir lestri annarra bókmennta, skyldra og óskyldra. Skemmtun þjóð- leikhússins verður og mjög önnur og betri en sú dægra- stytting, sem unga fólkið, er að Þjóðleikliúsið tekur til starfa með hækkandi sól. Það boðar nýtt vor í andlegu lífi þjóðar- innar. íslenzka þjóðin tekur þessari sumargjöf fegins hendi, og vonandi ber hún ávallt og ævinlega gæfu til þess að gæta hennar vel og hlúa ao henni sem bezt. virkjameistara NÝLEGA var haldinn aðal- fundur í Félagi löggiltra raf- virkjameistara í Reykjavík. Úr stjóm félagsins átti að ganga formaður Jón Sveinsson, en var endurkjörinn. Stjórnina skipa nú þessir menn: Formaður: Jón Sveinsson. Gjaldkeri: Gissur Pálsson. Rit- ari: Vilberg Guðmundsson Fjárhagur félagsins er góður. Nýtt biað um íþrótta- mái hóf göngu sína á mánudaginn NÝTT BLAÐ, er fjallar um í heiman leitar, á yfirleitt kost á þróttamál, hóf göngu sína á í dag. Reynslan mun vafalaust mánudaginn. Það er fjórar síð sýna, að árangurinn af starfi ur { venjulegu broti og á að þjóðleikhússins verði ekki koma út vikulega. Ritstjóri er hvað minnstur einmitt á þessu Hallur Símonarson, en ábvrgð sviði. En til þess að svo verði, armaður Guðmundur H. Krist þurfa forráðamenn þjóðleik- jánsson. hússins að glöggva sig á þessu j fyrsta tölublaðinu eru hlutverki þess. Æskan lætur á- grejnar um skíðalandsmótið, reiðanlega ekki á sér standa, ef Knattspymumót Reykjavíkur, vel^ur vör við skilning og sem hefst á sunnudaginn, Víða iulltingi. vangshlaup ÍR og fleira. Get- Það er vel til fallið, að þjóð- raun ér á öftustu síðu blaðsins, leikhúsið taki til starfa á sum- og er ráðgert, að efna til slíkr- ardaginn fyrsta. Hann hefur ar getraunar um flesta meiri löngum verið hátíðisdagur í háttar knattspyrnuleiki hér í sögu íslenzku þjóðarinnar. sumar. Gengið inn í álfaborg. — Reynt að greina sál þjóðleikhússins. — Grænir logar. — Stuðlaberg. LEIKLISTIN, drotíning í ríki j um eyrum. En eins og þar listanna, hefur eignazt sitt ctendur: ,,í upphafi var, orðið.“ musteri á íslandi. Það er ramm íslenzkur kastali á slæmum stað, sem ef til vil er hægt að gera þolanlegan einhvern tíma í framtíðinn með mikilli fyrir- íiyggjn og ærnum tilkostnaði. Þessi veglegi kastali, sem minn ir á íslenzkan stuðlabergsham • ar, hefði þurft að standa á hæð, bví aðeins nýtur hann sín, að maður síandi lágt fyrir framan hann og sjái hinn mikla turn hans gnæfa við himin, eins og fjallið handan fjallsins. NÍTJÁN ÁRA GAMALL ung- lingur skrifaði leikritið, sem fyrst er sýnt J þessu musteri. Hann sótti efni þess í álfheima og þjoðsagnir, gaf því leikandi iéttan blæ æsku og unaðar, en hvikaði ekki frá kjarnanum, trú og sögnum aþýðunnar, sem hafði byggt landið, hvílzt við brjóst þess og hlustað eftir hjartslætti náttúru þess. Og, þessi unglingur gekk draumn- um á vald, draumnum um nýja álfaborg, þar sem álfar og vættir gætu birzt komandi kyn- slóðum í sögum og Ijóðum, dansi og leik. ÉG ÞEKKTÍ HANN aðeins cilfurhærðan, léttan á fæti, Eéntilmanninn í hvívetna, sént- ilmanninn á göngu, í ræðu og í riti,. Svo áratugum skipti túlk- aði hann draum sinn fyrir dauf- Stádentaíundurhm um átvarpið. STÚDENTAFÉLAG REYKJA- VÍKUR hélt síðasta um- ræðufund sinn á liðna vetr- inum í fyrrakvöld og hafði valið sér umræðuefnið „Út- varpið og þjóðin“. Var Ól- afur . Jóhannesson prófessor, formaður útvarpsráðs, máls- hefjandi og flutti ýtarlega og skilmerkilega ræðu um rík- isútvarpið, sögu þess, starf og hlutverk. Lauk hann erindi sínu með því að auglýsa beinlínis eftir rökstuddri gagnrýni á ríkisútvarpinu og sknysamlegum tillögum um breytingar til bóta á því. MARGIR HÖFÐU BÚIZT VIÐ allhörðum umræðum á þess- um fundi og þá ekki hvað sízt því, að kommúnistar not- uðu tækifærið til þess að rökstyðja hinar sífelldu árás- ir sínar á útvarpið síðan uppivöðslu þeirra við það voru nokkur takmörk sett að Ioknum ráðherradómi Brynj- ólfs Biarnasonar. En þó að bæði Sigfús Sigurhjartarson og Gunnar Benediktsson töl- uðu á fundinum, varð ósköp lítið úr því höggi, sem við var búizt af hálfu kommúnista. SIGFÚS SIGURHJARTAR- SON var þó dálítið að nöldra yfir því, að kommúnistar nytu ekki jafnréttis við ríkis- útvarpið og sakaði það um að vera „í þjónustu auðvalds- ins“ og að ílytja fréttir „að- eins frá annarri hliðinni“, þ. e. hinni vestrænu. En vel gætti hann þess, að minnast ekkert á, hvernig þessu væri háttað við útvarp austan við járntjaldið, hve mikils jafn- réttis andstæðingar komm- únista nytu þar og hve mikl- ar fréttir væru fluttar þar frá hinni hliðinni. Hér hefur Sig- fús sannarlega ekki undan neinu að kvarta við útvarpið. Það mun meira að segja flytja þetta nöldur hans öll- um hlustendum sínum. En austur í Moskvu myndi slíkri gagnrýni á útvarpinu þar ekki aðeins verða stungið undir stól, heldur myndi sá, sem bæri hana fram, verða „tekinn úr umferð“ undir eins og hverfa í fangabúðum eínhvers staðar austur í Sí- biríu! ÞAÐ VAR ANNARSFURÐU- LEGT, hvað beir Sigfús og Gunnar gátu auglýst á stúd- entafundinum þiónsafstöðu sína til RússJands og Moskvu. Eiginlega snerist öll gagnrýni þeirra á ríkisútvarpinu um það, að það flvtti ekki nógu mikið efní frá Rússlandi og um Rússland. Meiri Moskvu- fréttir vildu beir fá fvrst og fremst, svo og umræður um rússneskar „ko.sningar“ og rússneskar kenningar, þar á meðal um kenningar sovét— erfðafræðingins Lysenkos! En auðvitað gengu þeir út frá því, að slíka „fræðslu" ættu kommúnistar að annast. Yfirleitt var allur málflutn- ingur þessara manna á stúd- entafundinum miklu líkari því, að þeir litu á sig sem einhverja fulltrúa fyrir Rúss- land heldur en sem íslend- inga. UM EITT URÐU ÞEIR Sigfús og Gunnar ekki sammála á fundinúm. Sigfús vildi láta breyta afgreiðslu mála í út- varpsráði þannig, að meiri hlutavald yrði þar afnumið og samkomulag allra útvarps ráðsmanna þyrfti til allra á kvarðana, sem gerðar væru, með öðrum orðum: að íull- trúi kommúnista í útvarps- ráði fengi bar neitunarvald eins og fulltrúi Rússlands í öryggisráðinu! En Gunnar kvað ekkert annað duga, en að gera byltingu í út- varpsráði, eins og hann orð- aði það. MENN HLÓGU K FUNDIN- UM að þessum málfiutningi kommúnista og höfðu þó nokkra skemmtun af honum. Fundurinn stóð fram yfir miðnætti og voru umræðurn- ar teknar á stálþráð svo að hægt sé að útvarpa þeim, ef ræðumennirnir leyfa. Orð hans hsyrðust lítt framan af, en smátt og smátt skildist ramferðamönnum hans, að ef til vil gætu þeir látið drauminn rætast. Að vísu hneig hann áð- ur en álfaborgin var opnuð al- i)jóð, en það er gamla sagan í nýrri útgáfu um brautryðjend- urna. Kynslóðin, sem kom á eftir brautryðjandanum, gerði drauminn að veruleika. ÉG GEKK EINN um nær öll r.alarkynni þjóðleikhússins í gær og talaði varla við nokkurn mann. Ég vildi reyna að nálgast Eál þessa húss. Ég veit ekki hvort ég fann hana. Það er sins og eitthvað trufli í aðalsalnum. Ég veit ekki hvað það er, en það læddist að mér grunur um .ið stuðlaberg hvelfingarinnar væri of þungt. Ég hef alltaf verið hrifinn af fjallablæ og iuðlabergsmyndum í arkitekt- ur Guðjóns Samúelssonar. Ég geri mér líka hugmynd um að hann sé gagntekinn hugsjón ’jalls og stuðlabergs. En það mun erfitt að fara hinn örmjóa, en gullna meðalveg í þessu sem öðru. GRÆNAN LOGA lagði út um glugga þessa musteris í gær þegar ég gekk upp að húsinu. Skyldi ekki hafa lagt grænan loga út um glugga álfaborg- anna? Álfar munu skrautgjarn- ír ■— og höfundur þessarar byggingar og búnaðar hennar hafa dregið þykk grænleit ílæði fyrir gluggana. Þetta er 'agurt að utan — og fagurt að Lnnan, bara maður dragi ekki tjöldin frá og gægist út í sól- ina, því að útsýni er ekki fag- urt. HREINIR DRÆTTIR og fagr- ar línur mæta auganu alls stað- ar í þjóðleikhúsinu. Ég óttaðist að ég mundi mæta of miklum íburði, ef til vill nokkurs konar glansmyndum, að minnsta kosti rums staðar. En ég varð ekki var við þær. Þarna er allt hreint og fagurt — og fyrst og fremst öruggt og þokkalegt. Þar er ekki glys. Það hefur ver- ið vrandað vel til allra hluta, og hvergi verður maður var sýnd- armennsku, sem hefur verið bjóðarlöstur okkar íslendinga síðasta áratuginn. ÉG STAÐNÆMDIST nokkra stund í salnum, þar sem myndir þéirra eru á stöllum, Jóhanns Sigurjónssonar, Indriða Einars- sonar, Einars Kvaran og Matt- híasar. Það var gott að vera í þessum félagsskap um stund. En ég saknaði þarna mjög Guð- mundar Kamban, eins mesta leikritaskálds okkar og tví- mælalaust mesta leikhúss- manns meðal íslenzkra leikrita- höfunda. Yfirleitt saknar mað- ur Kambans í sambandi við opnun þessa musteris. Sigurður málari var og brautryðjandi í íslenzkri leiklist. ÞAB ER GOTT, að þjóðleik- hús Islands skuli vera opnað á r.umardaginn fyrsta. Megi sum- arbirta ætíð ljóma af starfi og 1 Framhald á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.