Alþýðublaðið - 20.04.1950, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 20.04.1950, Blaðsíða 12
Gerizt 'áskrifendur á<5 Aiþýðublaðinu, ' Alþýðublaðið inn á | hvert heimili. Hring- 1 ið í síma 4900 eða 4906. Fimmtudagur 20. apríl 1950. Börn og unglingar. Komið og seljið j Alþýðublaðíð. ] Allir viljia kaupa 1 Alþýðublaðið, Heíur stofnað rúmlega 100 siysa- varnadeiidir víða um land 30 nýjar deildir teknar í slysavarna- félagið á þing.i þess nú. Á ‘SLYSÁVARNAÞINGINU. sem nú.stendur yfir í Reykja- vík vorú teknar inn í slysavarnafélagið .10 nýjar deildir, sem stofnáðar hafa verið frá síðasta laridsþingi fyrir forgöngu séra Jóns Guðjónssonar prests á Akranesi. Alls er séra Jóji búinn að stofna rúmlega 100 slysavarnadeildir víðs vegar á landinu, en að sjálfsögðu hefur hann við þetta verk notið aðstoðar margra ágœtra áhúgamanna um slysavarnamál, — aðaliega stéttarbræðra sinna á hinum ýmsu staðum. Tíðindamaður Alþýðublaðs- ins hitti síra Jón Guðjónsson að máli á slysavarnaþinginu á þriðjudaginn, en hann er- for- seti þingsins. Aðspurður sagði síra Jón, að hann myndi vera búinn að eiga hlutdeild og for- göngu að stofnun rúmlega 100 slysavarnadeilda, en allt hefur þetta verið áhugastarf unnið í sjálfboðavinnu. Síra Jón kvaðst hafa stofnað fyrstu deildina 1935. Var það slysavarnadeildin „Bróður- höndin“ undir Vestur-Eyja- fjöllum, en þá var Jón prestur að Holti. Eftir það stofnaði Iiann hverja deildina af ann- Brri í Vestur-Skaftafellssýslu, Rangárvallasýslu og Árnes- sýslu, og eru nú starfandi BÍysavarnadeildir í öllum hreppum þessara sýslna. Síra Jón sagði að við stofnun margra þessara deilda hefði hann notið stuðnings margra góðra manna, meðal annars hefðu ferðazt um sveitirnar með sér nokkrir menn þar eystra og stofnað deildir. í því sambandi nefndi hann þá Sig- mund Þorgilsson, skólastjóra á Ásólfsskóla undir EyjafjöIIum, Ingimund Ólafsson kennara, L#if Auðunsson frá Dalseli, Þórð Loftsson á Bakka í Land- eyjum og Einar Guðmundsson kennara. Frá því síra Jón fluttist til Akraness hefur hann aðallega stofnað deildir á Suðvestur- HalNigársfaða- kaffl í BreiM- ingðhúð í dag ■ — HIÐ vinsæla Hallveigar- staðakaffi verður framreitt I í Breiðfirðingabúð í dag. Á ' boðstólum verður kaffi með heimabökuðum kökum, brauð með alls konar áleggk Ipönnukökur með rjóma og margt fleira. Reykvíkingar munu fjöl- menna í Breiðfirðingabúð i dag og drekka þar eftirmið- dagskaffið. Um leið færa þeir Hallveigarstöðum sum- argjöf. Husið verður opnað kl. 2 eftir hádegi. '• J ■«/ Séra Jón M. Gúðjónsson. landi og á nok.krum stöðum fyrir nórðan. Aðallega á þessu svæði: Mýra- og Borgarfjarð- arsýslu, á Snæfellsnesi, í Döl- um, í Húnavatnssýslu og í Skagafirði. Einnig á þessum stöðum kvaðst hann hafa notið aðstoðar ýmissa áhugamanna um slysavarnamál, aðallega etéttarbræðra sinna, sem-jafn- framt vásru á mörgum stöðum forstöðumenn slysavarnadeild- anna. T. d. sagði hann að síra Einar Sturluson á Patreksfirði hefði ferðazt með sér um Dali í fyrrasumar. Þá hefðu ýmsir aðrir prestar fyrr og síðar sýnt mikinn áhug^ fyrir málefni slysavarnafélagsins og starfað m,eð sér við stofnun deildanna. Nefndi hann meðal annars: Síra Sigurð Stefánsson á Möðrúvöllum, síra Þorgrím Sigurðsson á Staðarstað, síra Jakob Jónsson, síra Stefán Eggértsson á Staðarhrauni, círa Helga Konráðssön á Sauð- árkróki og síra Gísla Brynj- ólfsson á Kirkjubæjarklaustri. Kvað hann þetta starf vera mjög ánægjulegt. ekki sízt fyr- ir það hve mikillar velvildar hann hefði alls staðar notið á ferðum sínum, enda væri víð- ast ríkur áhugi fyrir slysa- varnamálunm. Síra Jón hefur alltaf öðru hvoru samband við deildirnar, sem hann hefur stofnað, meðal annars með bréfaskriftum til forstöðu- manna þeirra. Að lo'kum gat síra Jón þess, að í undirbúningi væri stofnun nokkurra slysavárnadeilda í Strandasýslu og í Norður- Múlasýslu og verða þær vænt- anlega stofnaðar innan skamms. „Bjssrgráð44 ríkisstjórnarinnar: iemesifi hækkaði í gær m 50 af hundraði -------«----- Tynnan af sementi kostar nu kr. 74,60, en kostaði áður kr. 50,00. GENGISLÆKKUNIN er nú byrjuð að hafa áhrif á byggingarkostnaðinn, og mun hann stórhækka. Sementið hækkaði í gær, síðasta vetrardag, um 50% og kostar tunn- an af sementinu nú lcrónur 74,60, en kostaði áður 50 krónur. Samkvæmt upplýsingum, sem biaðið hefur fengið hjá byg^ángarvöruverzlun Hallgríms Bencdiktssonar & Co., er þetta þó aðeins fyrsta verðhækkunin, sem orði'ð hefur á byggingarefni frá því gengisfellingin varð, en annað lit- lení byggingarefni mun að sjálfsögðu cinnig hækka, þeg- ar nýjar hirgðir koma til landsins. Útsöluverðið á sementinu er miðað við poka, en hver poki kostar kr. 18,65, en kostaði áður kr. 12,50, en í sementstunnunni eru 4 pokar, þannig, að verðhækkunin nemurjtr. 24,60 á hverri tunnu. — ——■».- -------- Menntaroálaráðyiieytið var andstætt friðun, en sameinað þing einróma fylgjandi henni. ALÞINGI samþykkti í gær að fela ríkisstjórninni að alfriða rjúpu næstu fimm ár, eða til 31. dez. 1955. Fluttu þeir Jón Pálmason, forseti sameina’ðs þings, og Bjarni Ásgeirsson, fyrrv. ráðherra, þingsályktunartillögu um þetta efni, og hlaut hún meðmæli allsherjarnefndar og í gær samþykki sameinaðs þings með 27 samhljóða atkvæðum. Allsherjarnefnd sendi tillög- una til menntamálaráðuneytis- ins til umsagnar. Ráðuneytið var andstætt alfriðun, en alls- herjarnefnd taldi, að skot hljóti ávallt að fækka rjúpna- stofninum, og lagði því til samþykkt friðunar. í greinar- gerð ráðuneytisins segir meðal annars svo: „Eins og alkunnugt er, hefur verið lítið um rjúpur á síðustu árum. Þegar friðunartími beirra var að renna út haustið 1949, leitaði ráðúneýtið álits dr. Finns Guðmundssonar nátt- úrufræðings á því_hvort fríða bæri rjúpuna 15. október til ársloka 1949. Hann sendi ýtar- lega greinargerð um málið, dagsetta 22. september, og fylgir hún hér með í afriti. Telu-r náttúrufræðingurinn veiðarnar ekki aðalorsök rjúpnafækkunarinnar, heldur iúti rjúpan þar vissuin lögmál- um náttúrunnar og sé fækkun hennar háð sveiflum, er geri vart við sig á nokkurra ára fresti. Rjúpunni sé þegar farið að fjölga aftur og sé æskilegt að fá úr því skorið á vísinda- legan hátt, hvort stofninn nái ekki aftur hámarki á árunum 1951—1953 án friðunarráðstaf- ana, sém stundum séu nokkuð af handahófi. Ráðuneytið féllst á þessi rök og telur æskilegt, að reynsla fengist í þessum sökum, án þess að gripið yrði til algerrá friðunarráðstafana. Hins vegar væri aíhugandi að lengja enn hinn árlega friðunartíma, t. d. að hann Væri frá 1. jan. til 15. nóvember." JANICE FLUGFREYJA heit ir ný telpu og unglingabók, sem komin er út hjá Bókfells- útgáfunni í Reykjavík. Höfund ur hennar er Alica Rogers Hag er, en Skúli Bjarkan þýddi hana á íslenzka tungu. Þetta er skáldsaga, sem segir frá störf- um flugfreyjunnar og ýmsu, er við ber á ferðum milli fjar- lægra landa. Bókin er 157 blaðsíður að stærð, prentuð í Bor"arprenti, nema litprentuð kápa, sem A1 þýðuprentsmiðjan hefur gert. KOMMÚNISTAR hafa nú náð fótfestu á kínversku eynni Hainan, en hafa orðið fyrir miklu manntjóni. Sama verð é beniíni um alll landið! VERÐJÖFNUN Á BENZÍNI og olíum um land allt er efnl þingsályktunartillögu og frum- varps, sem tveir liópar alþing* ismanna hafa fluít. Benzín og olíur eru nú dýrari úti á landí en í Reykjavík, og mun benzín . til dæmis 7 aurum dýrara á Ak- ureyri en í höfuðstaðnum. Stefna bæði þessi þingmál í þá átt, að verðið sé hið sama um land allt. Þingsályktunartillögu þessa flytja þeir Stefán Jóh. Stefáns- son, Jónas Rafnar, Bernharo Stefánsson og Finnur Jónsson. Vilja þeir skora á ríkisstjórn- ina að sjá svo um, að verð á benzíni og olíum um land allt á þeim stöðum, þar sem olíu- flutningaskip geta -losað farrn sinn, sé hið sama. Seg-ja þeir í greinargerð, að slík jöfnun muni kosta 1 eyris hækkun á benzíni í Reykjavík. Frumvarpið er flutt af þeim Jóni Gíslasyni og Skúla Guð- mundssyni. Gerir þar ráð fyrir^ að olíufélögin greiði verðjöfn- unargjald af olíu og benzíni. Renni gjaldið í verðjöfnunar- sjóð, en úr honum á að greiða flutningsLostnað af benzíni milli útsölustaða innanlands. Söluverð á benzíni frá benzín- geymum skal vera hið samat hvar sem er á landinu. Sérslak! effirlil meS álagnlngu sanmastofanna! STEFÁN JÓH. STEFÁNS- SON hefur flutt breytingartil- lögur við frumvarpið um verð- lagseftirlit og verðlagsdóm.. Leggur Stefán til, að aftan við 6. gr. frumvarpsins verði bætt við svo hljóðandi málsgrein: „Verðgæzlustjóri skal sér- staklega gæta þess, að álagn ingu á framleiðsluvörur saumastofa ve^ði stillt í hóf, og sjá um, að ekki vérði leyíð álagning nema einu sinni á efni og framleiðslu- . vörur.“ Þá leggur Stefán til, að í verð lagsdómi. skuli §itja hlutaðeig- andi héraðsdómari, sem verði fromaður dómsnis, og tveir meðdómendur, skipaðir af dómsmálaráðherra samkvæmt tilnefningu, eins o"g frumvarpið gerir ráð fyrir. LANDSÞING Slysavarnafé- lagsins hélt áfram störfum í gær og voru bá rædd ýms nefnd arálit. Þingstörfum lauk ekki í gærkvöldi og mun þinginu ekki verða lokið fyrr en á föstu daginn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.