Alþýðublaðið - 27.04.1950, Side 7

Alþýðublaðið - 27.04.1950, Side 7
ALÞYÐUBLAÐIÐ 7 Fimsntudac'ur 27. apríl 1950. Knattspyrnufélagið Þróttur, 1. og 2. flokkur, æfing í kvöid kl. 9 til kl. 10,30 á íþrótta- vellinum. Þjálfari. ÞRÓTTARAR! Æfing í kvöld kl. 8 á Grímsstaðaholtsvell- inum. VORMÓT ÍR (fyrri hluti). fer fram sunnudaginn 7. maí n. k. Keppt verður í eftirtöld- um greinum: 100 m. hlaup, karla og drengja, 800 m. hlaup, 4X100 m. boohlaup, kúluvarp, spjótkast, kringlu- kast og langstökk karla og' kvenna. Þátttaka tilkynnist stjórn frálsíþróttadeildar ÍR í síðasta lagi þriðjudaginn 2. maí n.k. Stjórn Frjálsíþróttadeildar IR. Daglega á boð- . stólum heitir og kaldir fisk- cg kjöfréffir. Úra-Ylðgerðlr. Fljót og góð afgreiðsla. Guðl. -Gísíason, Laugavegi 63, sími 81218. Köi feri oo heil- ur veizlumalur sendur út um allan bæ. Síld & Fiskur. M.s. „G0ÐAF0SS" fer frá Reykjavík föstudaginn 28. þ. m. til Vestmannaeyja, Hull, Rotterdam og Antwerpen. H.f. Eimskipafélag íslands. - Minnmgarorö r ilfheiður Einarsdóffir, Akureyri MÉR HEFUR ALLTAF fundizt að Akureyri væri fal- legur bær og snyrtilegur, og ég hef ætíð, þegar ég hef komið þangað, unað mér vel. Húsið Lundargata 5 á Akureyri er lítið og snoturt. Bak við það er lítill, gullfallegur garður með trjám og blómum, og þgarðin- um er örlítið sumarhús með bekkjum og borði. Ég heí alltaf, þegar ég hef komið á Akureyri, komið inn í húsið Lundargötu 5 og síðan leitað út í litla húsið og setzt þar á bekkinn Inni í Lundargötu 5 eru örsmá her- bergi, mikið af blómum, marg- ar myndir á veggjum og borð- um, allt fágað og hreint og snoturt og bjart yfir öllu og andar til gestsins alúð og gleði. Alltaf þegar liugurinn reikar til þessara stofa, verður mér hlýtt og ég verð anægður með tilveruna. I áratugi hafa búið í Lund- ar.götu 5 hjónin Álfheiður Ein- arsdóttir og Halldór Friðjóns- son. Við eg við síðan 1929 hef ég heimsótt þessi hjón og stundum verið næturgestur hjá þeim. Bæði hafa þau verið listamenn, hún kunn leikkona á sinni tíð og hann skáld gott, æskumaður með nokkur grá hár. Næst þegar ég kem norður, hitti ég hann einan í stofunum sínum, en ég efast ekki um, að hann hlúi að þeim jsvip, sem þau hjónin í sameiningu hafa gefið heimilinu, því að sjaldan hef ég þekkt eins ljúfa ást milli aldraðra hjóna og hjá þeim. Álfheiður lézt 4. þessa mán- aðar, 72 ára að aldri og var jarðsungin tíu dögum seinna; en hún hafði verið sjúk um all- langt skeið, og ég fann, að lík- aminn var farinn að bila í fyrra sumar, þegar ég heimsótti þau hjónin, þó að gleði hennar og fögnuður væri hinn sami. Álfheiður fæddist að Drafla- stöðum í Sölvadal í Eyjafirði 16. júní 1878. Foreldrar henn- ar voru Einar Friðfinnsson og Margrét Stefánsdóítir, vinnu- hjú þar. Hún ólst upp að Drafla stöðum og síðar á Þormóðsstöð- um í sömu sveit hjá, Gunnlaugi Sigurðssyni og Maríu konu hans. Eftir ferminguna var hún í vistum í Eyjafirði á ýms- um bæjum, en fluttist tvítug til Akureyrar og dvaldist þar síðan. Hún giítistÓ.6. júní 1908 eftirlifandi manni sínurn, Halldóri Friðjónssyni. Þeim varð ekki barna auðið. Sonur Álfheiðar er Jón Norðfjörð, hinn kunni leikari og leikstjóri á Akureyri. Álíheiður Einarsdóttir tók mjög virkan þátt í félagsmál- um. Hún gekk í góðtemplara- regluna strax eftir að hún kom til Akureyrar og var félagi hennar til dauðadags. Vann hún þar mikil verk. Var hún stór- varatemplar stórstúkunnar ár- in 1924—1927. Þá starfaði hún lengi í hjúkrunarfélaginu Hlíf. Hún var stofnandi kvenfélags Akureyrarkirkju og í stjórn þess frá upphafi. Var hún og ein af þeim, sem fremst gekk í því að stofna Húsmæðraskóla- félag Akureyrar og loks var hún ein af stofnendum Kven- félags Alþýðuflokksins. Hún var ötul og ósérhlífin félags- kona, meðan hún hafði óskert starfsþrek og þótti hvarvetna tillögugóð og réttsýn. Álfheiður Einarsdóttir. Ég varð þess oft var, er ég heimsótti þau hjónin, að Álf- heiður var einlæg trúkona og að það var birta og hlýja í trú hennar. Hún var laus við hleypidóma og harða dóma, en full af samúð og skilningi. Þess vegna var hún svo réttlát og umburðarlynd. Jarðarför Álfheiðar fór fram 14. þessa mánaðar eins og áður cegir. Úr heimahúsum báru hana nágram;ar, hennar og vinir, í kirkju félagar umdæm- isstúkunnar nr. 5, úr kirkju fé- lagar rir starfsmannafélagi bæjarins og í kirkiugarð félag ar úr Leikfélagi Akureyrar, en’ hún lék með félaginu um 12 ára skeið. Jarðarförin var mjög fjölmenn og virðuleg. Næst þegar ég kem til Ak- ureyrar mun bjart bros þess- arar ágætu konu ekki mæta mér á tröppum hússins Lund- argötu 5, en ég veit að bros hennar lifa enn í stofunum hennar og í blómagarðinum þar sem hún leiddi mig stund- um og talaði við mig björtum og heitum rómi, sem var fullur af gleði. vsv. Frii« fiskhniða Syrlr NerSuriaittíi Framhald af 1. síðu. okkur sé málið skyldast, þó að því fari hins vegar fjarri, að hér sé um að ræða íslenzkt hagsmunamál einvörðungu. Sannleikurinn er sá, sagði ráð- herrann, að friðun þessara fiskimiða er hagsmunamál allra þeirra þióða, er fiskveið- ar stunda við ísland — það er, að fiskstofninn eyðist e|ki, og að ungfiskurinn fái frið til að vaxa upp. Ákvæðin varðandi síldveið- ar íslenzkra skipa er í megin- efnum óbreytt, en þó því að- eins, að sókn á þessi mið verði ekki svo mikií, að hún geti ckaðað eðlilega aukningu fisk- stofnsins, og hefur ráðuneytið áskilið sér rétt til að takmarka veiðarnar, það er að segja fjölda veiðiskipa og hámarks- afla hvers einstaks skips“. Mál þetta var undirbúið af fyrrverandi ríkisstjórn og reglugerðin samin af nefnd, er fyrrverandi sjávarútvegsmála- ráðherra Jóhann Þ. Jósefsson skipaði. (Sjá enn fremur reglugerð um friðun fiskimiða fyrir Norð urlandi og athugasemd sjáv- arútvegsmálaráðuneytisins við hana á öðrum staða í blaðinu). Jarðarför mdður minnar, Guðrútiar Goiísvemsdóttur fer fram frá heimili hennar, Lækjargötu 11, Hafnarfirði, föstu- daginn 28. apríl og hefst með bæn klukkan 2 e. h. Blóm og kransar afbeðnir. — Það var ósk hinnar látnu, að ef einhver vildi minnast hennar, þá væri K.F.U.M. og K. í Hafnarfirði látið njóta þess. Sigríður Eyjólfsdóttir. UNDIRRITAÐUR HEFUR OPNAÐ við Sörlaskjól. Tek að mér viðgerðir og hreinsun á alls konar vélum. — Einnig alls konar nýsmíði. Faxaskjóli 24. — Sími 80969. Skégræltsrfélagi Reykjavíkur verður haldinn í kvöld kl. hálfníu í Félagsheimili verzlunarmanna, Vonarstræti 4. Stjórnin. e= íi e f (PB =■ a a EFTIRFARANDI fyrirspurn • ir til ríkisstjórnarinnar hafa verið lagðar fram á alþingi: Frá Einari Olgeirssyni: —• Hvernig hyggst ríkisstjórnin ráðstafa þeirn tíu togurum, sem nú eru í smíðum í Englandi? Frá Ásmundi Sigurðssyni: Hefur ríkisstjórnin notað heim ild, sem henni var veitt með á- iyktun alþingis frá 20. des. 1949 um greiðslu uppbóta á eftirlaun? Frá Pétri Ottesen: Hvað hef- ur ríkisstjórnin gert til þess að framfylgja ’kröfum íslendinga um endurheimt handrita og forngripa, sern þeir eiga í dönskum söfnum? Frá Pétri Ottesen: Hvað líð ur rannsókn þeirri, er ríkis- stjórnin ákvað að láta fram :;ara um réttindi ís-lendinga til yfirráða á Grænlandi? Nauðlendingarflug- völlur í nálægð Reykjanesfjallgarðs SLYSAVARNAÞINGIÐ, sem lauk í síðustu viku, skor- aði á flugráðið að láta gera ör- uggan nauðlendingarflugvoll í nálægð Reykjanesfjallgarðsins að austan, til öryggis þeim flug vélum þá leið til Reykjavíkur, sem ekki komast yfir fjallgarð- inn vegna veðurs. Telur þingið að nauðsynlegt sé að slíkur völlur verði vel merktur og út- búinn ljósum til nauðlendinga. Lesið Alþýðublaðið 11. bverfisins 11. HVERFI Alþýðuflokks- féiags Reykjavíkur heidur spila- og skemmtikvöld að Þórscafé kl. 8 í kvöld. Spiluð verður félagsvist, og Stefán Jóhann Stefánsson flyt- ur ræðu. Enn fremur .verður kaffidrykkj a. Alþýðuflokksfólk er velkomið meðan húsrúm íeyfir, og* eru gestirnir beðnir að hafa með sér spil. ----------«---------- Reglugerðin Framhald af 3. síðu. að við á Norðurlöndum og einnig áður á íslandi. Á þessu svæði eru með öilu banaðar dragnóta- og botnvörpuveiðar íslendinga jafnt sem annarra, og heimild til síldveiða verður einungis veitt íslendingum samkvæmt sérstöku leyfi og með tilteknum skilyrðum11. Lílið herbergí til leigu fyrir einhleypan reglusaman karlmann. Sími 3068. Ólbreiðlð Alþýðublaðið!

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.