Alþýðublaðið - 02.07.1950, Page 4

Alþýðublaðið - 02.07.1950, Page 4
ALÞÝÐUBLAÐÍÐ Sunnudagur: 2. júlí 1950. 'Útgefanði: Alþýðnflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Beneðikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmnndsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Angiýsingar: Emilía Möller. Anglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Aiþýðuprentsmiðjan hj. Að berja tií ásta ÞAÐ varð allfrægt í íslenzk- um stjórnmálum, hvaða aðferð Framsóknarflokkurinn beitti, ;til.þess að fá Sjálfstæðisflokk- ; inn í samstjórn með sér í því skyni að framkvæma gengis- lækkun og kjaraskerðingu launastéttanna. Fyrir síðustu alþingiskosningar linnti ekki aróðri Framsóknar um skað- Semi íhaldsins, og að Fram- sókn, sem frjálslyndur flokk- ur, gæti enga samleið átt'með þeim höfuðfjanda samvinnu- verzlunar, sem stjórnað væri uf gerspilltri klíku heildsala og annarra auðmanna, sem ekki víluðu fyrir sér að fé- fletta bændur og samvinnu- menn, og hefðu þar að auki komið hluta af auði sínum til geymslu erlendis. Þessum áróðri slotaði ekki í byrjun síðasta þings, og hélt hann áfram allt fram til þeirrar stundar, er Framsókn myndaði ríkisstjórn með heild sölunum og ,;Grimsbylýðnum“, svo gömul vígorð Framsókn- ar séu notuð. Hámarki sínu náði þessi sleitulausi áróður, árásir og sókn, er Hermann Jónasson og Eysteinn Jónsson fluttu van- trausttillögu á stjórn Ólafs Thors, þar sem sæti áttu bæði Bjarnj Benediktsson og Björn Ólafsson. Flestir, sem fylgdust með, vissu gerla, að tilætlun Her- manns og Eysteins var sú með árásunum, að fá sjálfstæðis- menn til fylgilags við sig um myndun gengislækkunar- stjórnar. Tóku menn þá al- mennt að nota þekkta setn- ingu sem mjög einkennandi lýsingu á þessari starfsaðferð Framsóknar, að með henni væri hún að berja Sjálfstæðis- flokkinn til ásta. Og hvort sem höggin hafa valdið því uða ekki, þá fékk Framsókn vilja sínum framgengt og myndaði stjórn með Sjálfstæðisflokkn- um. Annað mál er svo það, hversu ríkar eða langvarandi þær ástir eru, sem milli stjórn arflokkanna hafa nú brotizt út úr barsmíðinni, og leiddu til stofnunar þess kærleiksheimil- is, er núverandi ríkisstjórn grundvallast á. Stundum hef- ur það þótt við brenna, að menn eða konur hafi gifzt til fjár, mannaforráða eða mann- virðinga. Þau hjónabönd hafa gengið á ýmsa vegu og enzt rnisjafnlega. En það virðist svo sem Frámsókn hafi fengið trú á að- ferð sinni, að berja til ásta. * Eftir síðustu alþingiskosn- ingar lýstu margir forustu- menn Framsóknar því óspart yfir, að þeir hefðu mikla ást á Alþýðuflokknum og vildu helzt við hann einan eiga sam- vinnu um stjórn landsins, til þess að rnala íhaldið niður og draga burst úr nefi kommún- ista. Alþýðuflokkurinn áttaði sig ekki gerla á þessari ást- leitni, . þar sem sumir þeir sömu menn, t. d. Hermann Jónasson, höfðu þá um langt skeið áður lagt sérstaka rækt við, bæði í blöðum og á fund- um, að afflytja baráttu Alþýðu flokksins, og gera hlut flestra forustumanna hans sem verst- an og tortryggilegastan. Vildu alþýðuflokksmenn fá fyrir því jarteikn nokkur eða góðar líkur, að hugarfarsbreyting hefði orðið í röðum forustu- manna Framsóknar, hvað Al- þýðuflokkinn snerti og trúnað- armenn hans. Sögðu alþýðu- flokksmenn og, eins og rétt er, að ekki myndi á þeim standa að vinna með frjálslyndum, borgaralegum umbótaflokki, ef af einlægni væri mælt og líkur til að samstarf yrði af heilum hug og refjalaust; en nokkuð hafði þótt á það skorta bæði fyrr og síðar í sambúð- inni við Framsókn. Eyddist þá að mestu leyti talið, þó í góðu væri á báða bóga, og því gagn- kvæmt heitið að vissulega skyldi samstarf á milli flokk- anna haft í huga í framtíðinni og þess freistað að það mætti takast. En auðsætt var á öll- Aðalmálgagn Framsóknar, Tíminn, lætur. nú skammt stórra högga í milli í garð Al- þýðuflokksins, þó að enn þá heyrist í viðtölum um ást Framsóknar til Alþýðuflokks- ins. Á Tímans spjöldum er nú meðal annars teflt fram Hann- esi frá Undirfelli. Spilar hann þar út sínum pólitísku kort- um og telur sig hafa tóma framsóknar-mattadora á hönd- inni, og geti því boðið hátt. En gæta mætti Hannes þess, að ekki reyndust þessi spil hans tómir hundar, er til á að taka, og sögnin því tapaðist, þegar á reynir. Annars er það gleðilegt að þeir Hermann Jónasson og Hannes frá Undirfelli skuli hafa tekið að sér að vera að- alsiðferðispostular í fjármála- og vi§skiptalífinu, að sjálf- sögðu með góðum bakhjarli margra áberandi framsóknar- manna í Reykjavík, sem standa nærri ýmsum opinber- um stofnunum, er sagt hafa b ■ a um tilburðum Framsóknar, að þýðuflokksmenn, sem verið ýmsum var þar brátt í brók að setjast í ráðherrastól, þó yfir- lýsingar væru á allt annan veg, eins og oft vill verða. Eftir að núverandi ríkis- stjórn var mynduð, undir for- sæti Framsóknar, með helztu og hörðustu höfuðpaurum Sjálfstæðisflokksins innan borðs, og með myndárlegum og duglegum heildsala sem viðskiptamálaráðherra, slæfð- ust sem von var eggjar Fram- sóknar gegn íhaldinu. Hins vegar linnti nú ekki stórum höggum og þungum í garð Al- þýðuflokksins. Þegar Hermann Jónasson nýverið fór norður á Strandir til fundahalda, mátti áfram heyra sama ómilda og harða dóminn um Alþýðu- fiokkinn, kryddaðan persónu- legum árásum — eins og áð- ur — um trúnaðarmenn hans. En minna var talað um heild- salana, enda var einn af mátt- arstólpum þeirra, Eggert Kristjánsson, ekki lengur and- stæðingur, sem var að glíma við Hermann á Ströndum fýr- ir kosningar, heldur góður stuðningsmaður stjórnar Stein- gríms Steinþórssonar, væntan- lega í viðskiptamálum eins og cðrum. SPARNAÐARDEILDIN: Jóni Árnasyni bankastjóra geng- ur illa að lifa eftir þeim heilræðum, sem hann gefur þjóð sinni. Allir muna það, er hann prédikaði sparnað í útvarpinu, en fékk sér sjálfur nýjan bíl. Hann hefur oft heimtað, að fjár- festing minnki í landinu, en nú er hann sjálfur að láta gera viðbyggingu við villu sína að Laufásvegi 71! SPARNAÐUR OG GJALDEYRIR: Halldór Kiljan Lax- ness liggur undir ákæru um stórfelld skattsvik og gjaldeyris- svik hér heima. Hann skorti þó ekki gjaldeyri til að fara með eiginkonu og eiginbíl til Danmerkur óg búa á fínasta hóteli Norðurlanda, d’Angleterre í Kaupmannahöfn. NÝJU TOGARARNIR: Það getur farið svo, að ríkis- stjórnin ákveði að selja allt að fimm nýsköpunartogara úr landi til að hægt verði að taka við nýju skinunum 10, sem eru í smíðum í Bretlandi. Með því að selja einn tog- ara, fær útgerðarfélag fé til útborgunar á tveimur nýjum. íþróttabandalag Reykjavíkur skiptir þeim 275 þús. krón- um, sem bærinn veitir til íþróttastarfsemi. Bandalagið ætlar að veita 35 þús. kr. til utanfara íþróttaflokka. Maður nokkur hefur sótt um styrk til framfærslunefndar Reykjavíkur til að flytja úr bænum og reisa bú á vitajörðinni fjárplógsstarfseminni stríð á ^ Málmey. Skyldi straumurinn vera að snúast? hendur. Má vel við því búast TOGARAÚTGERÐIN: Það kæmi kunnugum ekki á ó- vart, þótt togaraverkfallið yrði langt. * * '* Litlar líkur eru til að brezki markaðurinn skþni á næstunni. * * * Bretar sjálfir eru svo svartsýnir, að þeir ætla að leggja nýjasta togara sín- um. „Boston Fury,“ strax og hann verður til. * * * Reynt var að selja afla íslenzku togaranna, sem eru í norðurhöfum, í Nor- egi, en l.öndurarleyfi fékkst ekki. * * ’i! Útgerðarmenn hafa verið að athuga, hvort hægt sé að láta togarana veiða við Grænland og landa í Boston í Bandaríkjunum. að þessum vammlausu mönn- um verði vel ágengt við að uppræta spillinguna í íslenzku fjármálah'fi. Og þeir góðu al- bafa svo einfaldir að ætla að fást við störf í þjóðfélaginu, við þjóðnýt fyrirtæki og fram kvæmdir, mega nú, að gefnum leiðbeiningum frá siðapostul- um Framsóknar, sjá það, að heillaríkari og óeigingjarnari störf séu meira í því fólgin, að bjarga sér eins og bezt geng- ur með kaupum og sölum, og taka svo vel undir öflugar árásir á fjármálaspillinguna í landinu. En áfram heldur Tíminn og sumir forustumenn framsókn- armanna að berja Alþýðuflokk inn, þótt ástarorð drjúpi af vörum í einkasamtölum. En Framsókn skal sagt það, í eitt skipti fyrir öll, svo engum miskilningi valdi, a ð A1 - þýðuflokk uri n n v e r ð - ur alls ekki barinn til á s t a . í umburðarlyndi sínu við fjamlan samstarfsflokk mun hann þó. ekki. taka sumt dangl alvarlega. En þung högg mun hann af sér bera. Og vera má að hann eigi það til að gjalda líku líkt, og jafnvel ekkert til spara, enda munu efni næg. En það verður ekki í því skyni gert að leysa með því ástartilfinningar úr læð- ingi, heldur til hins, að siða BÍLAINNFLIJTNINGURINN: Fatlaður maður, sem á bágt með að hreyfa sig mikið, getur fengið sérstaklega út- búna bifreið fyrir sig. En honum hefur verið synjað um innflutningsleyfi, meðan Iúxusbílarnir streyma hér inn í landið! HITT OG ÞETTA. Reykjavíkurbær hefur ráðið Aðalstein Richter arkitekt til að teikna sundlaugarnar nýju í Laugadal- inn. * :,! * Einar Sigurðsson, einn auðugasti maður Vestmanna- eyja, er fluttur til Reykjavíkur. * * * Hann keypti hér 6—700 þúsund króna villu og gefur blaðið „Víði“ út hér. !,! í! * Baldur Johnson Iæknir er alfarinn frá ísafirði og hefur tekið við læknisstarfi á Keflavíkurflugvelli. * * * Ólafur Ólafsson var settur læknir í hans stað á ísafirði um tveggja mánaða skeið. EFTIRFARANDI VÍSA birtist nýlega í blaðinu Einingu: Mikið reykja meyjarnar, margar sakna vinar. Karlmannslausu konurnar kynda meira en hinar. Ef pað er rétt, sem hér er haldið frarh, að reykingar kvenna stafi af karlmannsleysi, hlýtur karlkyninu að fara stöðugt aftur, því að alltaf aukast reykingar kVenkynsins. Og hvað er þá að kerl- ingunum, sem reykja vindla? þá og leiðbeina þeim, sem nota fánýtar og jafnvel fólsku- legar aðferðir, sem verka virki lega cfugt við það, sem ætlað er. Síldveiðar að hefjast SÍLDARFRÉTTIR eru nú tekn ar að berast norðan úr landi, og að þessu sinni eru þær góðar, svo langt sem þær enn ná. En undanfarin ár hafa kennt íslendingum að trúa varlega öllum fregnum af síld, nema staðfestum afla- tölum Skipanna, því að vissu- lega hafa vonir manna oft brugðizt, þótt útlit hafi verið gott. Svo mun flestum finn- ast að þessu sinni, enda þótt vonir manna um gott síldar- ár hafi orðið því heitari, sem síldin hefur brugðizt fleiri ár í röð. ÞÁTTTAKA ÍSLENDINGA í síldveiðunum verður að þessu sinni svipuð og undanfarin ár, þótt ávallt megi reikna með þeim möguleikunj, að hægt verði að fjölga skipum, ef næg síld veiðist. Skilyrði til að taka á móti síldinni eru betri en nokkru sinni fyrr, þar eða enn hefur ekki reynt til fullnustu á nýju síldar- verksmiðjurnar fyrir norðan. Þá bíða menn með óþreyju eftir að sjá, hvernig Hæring- ur reynist, ef hann fer austur á Seyðisfjörð og síld veiðis í hann. Að vísu virðist það vera ein eftirlætis íþrótt lands- manna að hæðast að þessu fyrirtæki, en þó munu flest- ir óska þess, er á reynir, að skipið og verksmiðjan í þvi reynist vel. Það er búið að binda svo mikið fé í þessari tilraun, að annað væri sorg- legt. SÍLDIN mun nú vera ein selj- anlegasta vara, -sem íslend- ingar hafa á boðstólum, og sögðu kunnugir frá því í blöð- unum í gær, að verð á saltsíld væri til dæmis mjög gott og söluhorfur góðar. Hins vegar hefur verið mjög lítið fram- boð á stúlkum til að vinna við söltun, og er það óvænt fregn, þar sem vitað er, að allmikið af atvinnulausum stúlkum er hér í Reykjavík. Væru það heldur ömurleg ör- lög, ef skortur á starfsstúlk- um yrði til þess að draga úr framleiðslu saltsíldar til út- flutnings, meðan stúlkur ganga auðum höndum i Reykjavík. SÍLDARRANN SÓKNIR verða miklar fyrir Norðurlandi í sumar, og er nú meðal ann- ars unnið að frekari athug- unum á göngum síldarinnar. Það sætir furðu allra hugs- andi manna, að ekki skuli hafa verið lagt miklu meira fé til slíkra rannsókna miklu fyrr, svo mikið sem lands- menn eiga undir síldinni. Ár eftir ár hafa menn beðið eft- ir því, að síldin kæmi á miðin fyrir Norðurlandi, án þess að hafa nokkra vitneskju um það, hvaðan hún kæmi eða hvert hún fer. NÚ ER ÞETTA AÐ LAGAST, því að rannsóknir, sem fiski- fræðingar hér heima hafa gert í samvinnu við norska fiskifræðinga hafa léitt til at- hyglisverðra uppgötvana. En síldin er eftir sem áður lokuð bók að miklu leyti og verk- . efni vísindanna í sambandi við hana eina, að öðrum nytjafiskum ónefndum, eru geysileg. Á þessari braut verður enn að sækja fram, því að þjóð, sem byggir af- komu sína á fiskveiðum, get- ur ekki lifað í vanþekkingu á göngum og lifnaðarháttum fiskjarins.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.