Alþýðublaðið - 02.07.1950, Page 5

Alþýðublaðið - 02.07.1950, Page 5
Simnudagur 2. júlí 1950. ALUÝÐURLAÐIR 5 í KULDALEGRI GRÁ- SKÍMU morgundagsins þann 22. des. 1849 stóðu tuttugu og tveir bandingjar á aftökupalli Og biðu dauða síns. Þeir báru hvíta síða líkserki eina'fata og líkkistur þeirra stóðu í hlaða- við aftökupallinn. Alvarlegur réttarfulltrúi las dómsorðin og gekk á brott, en prestur steig upp á pallinn og bar fyrir sér róðukross. Hann bauð hinum dauðadæmdu hinztu skriftir; þrír bandingjarnir, þeir er yzt stóðu í röoinni, voru leidd- ir fram, fjötraðir við afstöku- Stólana og síðan bundið fyrir augu þeirra, og helskytturnar lyftu byssunum samkvæmt skipun foringjans. I sömu andrá kvað við trumbusláttur. Fangarnir voru leystir úr fjötrum. Hans há- tign, Nikulás I. Rússakeisari, hafði náðarsamlegast breytt dauðadóminum í þrælkunar- vinnu, og eftir skamma stund voru fangarnir fjötraðir á ný <og fluttir með sleðalest áleið- is til Síberíu. Aftökuþátturinn hafði verið settur á- ávið, að- eins til þess að gera hinum dæmdu refsinguna þyngri og cftirminnilegri. Fjodor Mikhailovitsch Dos- tojevski var sjötti maðurinn í fylkingu hinna dauðadæmdu. Dostojevski var tekinn hönd tim 23. apríl 1849 og varpað í dyflissu þá, sem kennd var við postulana Pétur og Pál. Hann var sakaður um að hafa gerzt þátttakandi í samsæri gegn valdhöfunum og kirkjunni. Foringi samsærismanna var talinn maður að nafni M. V. Butashevitsch Petrashevski og var samsæri þetta seinna við hann kennt. Að sjálfsögðu var aldrei um meitt samsæri að ræða. I dóms niðurstöðunum, sem birtar voru löngu síðar, segir, „að samsærismenn hafi ekki hrint hermdaráætlunum sínum í framkvæmd, sökum ágrein- ings í skoðunum og innbyrðis sundurlyndis". Hið sanna í málinu var það, að Petroshevski og kunningjar hans höfðu fundi með, sér viku lega, og lásu þá eða rökræddu. Þeir lásu verk Fouriers, Ca- hets, Proudhons og Louis Blancs; ræddu ánauð, órétt- læti, skoðanakúgun, stjórn- málaspillingu og þá skefja- lausu bannfæringu, sem þá ríkti í Rússlandi, varðandi allt, sem kallazt gat snefill af per- sónulegu frelsi. Hið fræga bréf Belanskis til Gogols, — eld- móði þrungið mótmælaskjal gegn ánauð og embættisstétta- spillingu, var og einnig rætt. Petrashevski og félagar hans voru sakaðir um að þeir „reyndu að sýkja æskulýð landsins aí hinni hættulegu farsótt frjálshyggjunnar“. Dostojevski var borið það á brýn, að hann „hefði lesið bréf Belinskis til Gogols heima hjá þeim ákærðu, Durov og Petrashevski“, einnig að hann „hefði fengið ákærðum Mom- belli umrætt bréf í hendur til afritunar“. Þá var hann og tal Inn sekur um, að hafa verið viðstaddur lestur bókarinnar „Soldatshaya Beseda“ eftir Grigoriev á heimili Speshnevs nokkurs, sem einnig var ákærð ur og sekur fundinn. Þetta var nú aðalefni. ákærunnar, ■— þessar sakir nægðu til þess að þeir félagar voru allir dæmd- ir til clauða. Furðumargir rithöfundar, | útgefendur og menntamenn voru vig mál þetta riðnir. Tveir þeirra létust áður en mál þeirra var tekið fyrir og sluppu því við fangelsun og yfir- heyrslur. Alls voru 250 per- sónur kallaðar fyrir rétt, og var það öbbi andlegrar for- ustu frjálslyndra Rússa í þann tíð. Dostojevski segir þannig frá í „Minnisblöð rithöfundar“; ., . . . Ég er einn af félög- um Petrashevskis. Hvað er við því að segja. Raunar er það skoðun mín, að rangt sé að kenna þá hreyfingu við hann, oar eð fjöldi manna, mörgum sinnum fleiri en við, sem forð um stóðum á aftökupallinum, voru félagar Petrashevskis engu síður en við, en við þeim var aldrei stuggað. Að vísu höfðu þeir hinir sömu aldrei þekkt Petrashevski, — enda var hann síður en svo sam- nefnari hreyfingarinnar eða driffjöður . . .“ Rétturinn dæmdi tuttugu og tvo sakborninga til dauða fyr- ir „refsiverðar umræður", „hættulegar hugsjónir“ og „óleyfilega írjálshyggju", en fór þess á laun á leit við keis- arann, að hann mildaði dórm inn. Hinn taumlausi ótti Niku- lásar I. við það, að byltingar- aldan, sem þá flæddi yfir Ev- rópu, kynni einnig að berast inn fyrir landamæri Rúss- Iands, hefur eflaust ráðið miklu um dómsniðurstöðurn. ar. „Óviðurkvæmilegar hug- sjónir, sem valdiS hafa sið- spillingu og skapað upplausn og öngþveiti víðs vegar um Vestur-Evrópu, og ógna lög- um, reglu og stjórnskipulagi með hverri þjóð, niðurrifi og eyðileggingu, hafa nú, til mik- illar ógæfu, einnig skotið rót- um í ættlandi voru. Örfáar persónur, ómerkilegar og á- hrifalausar, flestar ungar að árum, óábyrgar og spilltar, hafa alið með sér þá fráleitu von, að unnt reynaist að traðka hér á heilögum rétti kirkjunnar, laganna og eigna- réttarins“, segir í dómsforend- unum. Hvað Dostojevski snerti, þá var dauðadómi hans breytt í fjögurra ára þrælkunarvinnu og síðan fjögurra ára herþjón- ustu, sem óbreyttur liðsmaður. Hvaða áhrif hafði mál þetta aðdragandi þess og afleiðingar á Dostojevski Það er þá fyrst að athuga, að hann er eini rithöfundurinn, sem vítað er úrn að lifað hafi reynslu dauð- ans. Á þeirri skömmu stund, sem hann stó5 á aftökupailin- um, kafaði hann djúp mann- legra þjáninga. Síðan hóf hann baráttuna gegn dauðarefsingu með orðum sögupersóna sinna. „Fíflinu" Myshkin leggur hann þessi orð í munn: „Sárin valda ekki sárustu kvölinni, heldur hitt, að þér er ljóst, að innan stundar, innan stundarfjórðungs, á næstu andrás skilur sál þín við lík- amann og þú verður ekki leng ur í tölu Iifenda, — og að þessari staðreynd verður ekki með neinu móti haggað. Þetta, að því verður ekki haggað og það er óaftúrkallanlegt, er það, sem þyngst verður á met- unum. Þú leggur höfuð þitt undir böðulsexina og heyrir hvin hennar . . . Það andartak er þjáningafyllst. Hver þorir að fullyrða, að manninum sé Dostojevski. gefið slíkt þrek, að hann brjál- ist ekki á því andartaki'. Hvers vegna þarf að grípa til svo smánarlegs hryllilegs og um léið fánýts ráðs? Morð, drýgt samkvæmt lögum og dómi, er ómælanlega þjáningafyllra og hryllilega en morð, unnið af laundrápara. Sérhver, sem stunginn er til bana úr laun- sáti, nýtur lífsvonarinnar fram á síðustu stundu. Sá, sem myrtur er samkvæmt lögum og clómi, á ekki neinnar slíkr- ar vonar völ, því að engu verð- ur haggað. Dauði hans er á- kveðinn með dómi, og ekkert getur hindrað að þeim dómi verði fullnægt. Sársauki og dýpt þjáningarinnar er fyrst fremst í því fólgin, að þér er Ijóst, að þér verður ekki und- ankomu auðið. Sú þjáning er þyngst allra mannlegra þján-. inga“. Á öðrum stað í sömu sögu má lesa hversu djúpt höfund- urinn hefur orðið snortinn af frásögninni um greifafrú Du Barry, sem hrópaði, þegar hún hafði verið dregin með valdi undir fallöxina: „Aðeins eitt augn|blik enn, herra böðull. Gefið mér aðeins eitt augna- blik enn . .. .“ „Hver veit“, segir höfundurinn, „nema guð hafi veitt hehni fyrirgefningu %ægna þessa eina andartaks, því að meiri sársauka geta mannlegar þjáningar ekki valdið . . .“ Dostojevski háði ekki einn síns liðs baráttuna gegn dauða refsingunni. Mestu skáld Rússa um þessar mundir, þeir Tur- genjev, Tolstoi og Vladimir Soloviev voru dauðarefsingu mjög andvígir. Tolstoi, sem aldrei gat gleymt aftöku, er hann var viðstadaur í París, var ef til vill enn skeleggari í þeirri baráttu. en sjálfur Do- stojevski. Hann gekk svo langt að neita því, að ríkið hefði nokkurn reísirétt, en Dosto- jevski viðurkenndi, að refs- ingar væru nauðsvnlegar til þess að halda mannlegri glæpa hneigð í skefjum. Afleiðingar Petrashevski- málsins drógu og verulega úr frjálshyggju Dostojevskis. Breyttu einnig stjórnmálalegu viðhorfi hans. Árið 1859. var hann látinn Iaus úr herþjón- ustu í Síberíu og settist að í Pétursborg. Skömmu áður reit hann í bréfi til bróður síns: . „Ég ætla ekki að freista þess, að lýsa fyrir -ykkur þeim breytingum, sem orðið hafa á hugarfari mínu á þessum ár- um, á trú minni, skoðunum mínum og tilfinningalífi . . .“ Og í bréfi til E. I. Todtle- ben, árið 1856, segir hann svo: „Ég viðurkenni hreinskiln- islega sekt mína. Ég var hald- inn þeirri firru, að réttmætt væri að vinna gegn stjórn landsins. Ég var dæmdur lög- um samkvæmt og dómur minn var réttlátur. Löng reynsla og erfiði hefur gerbreytt mér, sjónarmiðum mínum og hug- sjónum. En í þann tið hafði trúin á draumórana blindað mig. Ég veit, að ég var dæmd- ur fyrir dagdrauma og hug- sjónir, og það er hart að verða að líða fyrir það, sem manni er ekki aðeins- horfið og gleymt, heldur hefur þróast með manni í gagnstæða 'átt Þannig var hinn fyrrverandi áhangandi Petrashevskis orð- inn sannfærður um, að „ríki guðs á jörðinni“ vrði ekki stofnað með byltingu og nið- urrifi. Byltingasinninn var orðinn afturhaldssamur hvað stjórnmálalegt viðhorf snerti, aðdáandi erfðavaldsins og þjóð ernissinni. í einni af smásög- um sínum fordæmir hann harð lega alla byltingahneigð og guðleysi. Þar leggur hann Verkhovenski, byltingamann- inum, þau orð í munn, sem Lenin gerði efnislega að sín- um áratugum síðar: „Fyrst af öllu veroum við að skapa öngþveiti og ringul- reið. Meðal múgsins verðum við að koma ár okkar fyrir borð. Enginn getur látið sér detta í hug, hversu mörgum við getum villt sýn með til- þrifalitlum verksmiðjuhug- sjónum. Við skulum prédika hrun og eyðileggingu. Við skulum koma af stað áróðurs- sögum. Við munum valda meira öngþveiti.en áður hefur þekkzt í heiminum. Rússland skal hjúpast mvrkri og þjóð- irnar gráta örlög sinna fornu gnða. Við skulum taka drykkjuæðlð, lygarnar og slúðrið í þjónustu okkar og beitg njósnum. Vi5 skulum máta hvern snilling á sviði hugmyndaflugs og bmgð- kænsku . . .“ Öld er liðin síðan dómur féll í máli áhangenda Petrashevsk- is, og margt hefur breytzt í ólsk sumarkjólaefni í mjög fjölbreyttu urvali. vekja athygli vegna gæða, fegurðar og sanngjarns verðs. Afgreitt frá Póllandi til leyfishafa strax. Umboðsverzlun. Sími ,7015. Vafnsþéffir iampar, margar tegundir. Véla- og Eaftækjaverzlunin Tryggvagötu 23, sími 81279. Nýja sendibíiasföðín, hefur afgreiðslu á Bæjar- bílastöðinni, Aðalstræti 16. Sími 1395. Köld borð cg heif- ur veizlumatur sendur út um allan bæ. Sííd & Fiskur. Minningarspjöld Barnaspítalasjóðs Hringsins eru afgreidd í Verzlun I Augustu Svendsen, Aðalstræti 12, og i Bókabúð Austurbæjar. Rússlandi á þeim tíma. Og samt eru menn nú dæmdir þar til þrælkunarvinnu í Síberíu fryir „refsiverðar samræður“, „hættulegar hugsjónir“ og „glæpsamlega frjálshyggju" engu síður en á dögum þess Rússakeisara, sem íhaldssam- astur var og fjandsamlegast- ur róttækum skoðunum. —---------------------- UMFERÐ flugvéla um Reykjavíkurflugvöll var í maí s. 1, Millilandaflugvélar 20 lendingar. Farþegaflugvélar, innanlandsfl. 164 lendingar. Einka- og kennsluflug 409 lencl ingar eða samtals 593 lending- ar. Með millilandaflugvélum fóru og komu til Reykjavíkur 525 farþegar. 9925 kg. af far- angri, 4437 kg af flutningi og 1139 kg. oóstur. Með farþegaflugvélum í inri anlandsflugi, er fóru og komu til Reykiavíkur voru 283 far- þegar 36233 kg. af farangri, 4437 kg. af flutningi og 1139 kg. póstur. Með farþegaflugvélum í inn- anlandsflugi, er fóru og komu til Reykiavíkur voru 2839 far begar, 36233 kg. af íarangri, 31424 kg. af flutningi og 6246 kg. póstur. Vöruflutningar hafa aukizt mjög mikið í mánuðinum eða rúmlega þrefaldast. . Sandinavian Airlines Syst- ( Framhald á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.