Alþýðublaðið - 16.07.1950, Page 4

Alþýðublaðið - 16.07.1950, Page 4
4 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhxisið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. "A -,V( . Stjérnmálaflokkar og samsærissamtök í ÖLLUM lýðfrjálsum lönd- um er það talið sjálfsagt og eðlilegt, að þeir, sem áhuga hafa á þjóðfélagsmálum, skipi sér í stjórnmálaflokka. Sá háttur er ævagámall og á sér langa og margbrotna sögu. Víðast hvar í vestrænum löndum, þar sem lýðréttindi fólksins þykja sjálfsögð og þar sem menningin hefur fest var- anlegar rætur, er flokkaskip- un nokkuð með líkum hætti, þótt styrkleikahlutföll stjórn- málaflokkanna séu nokkuð mismunandi. Sums staðar í þessum löndum eru jafnaðar- mannaflokkarnir hart nær 100 ára, en aðrir mun yngri. Alþýðuflokkurinn í Danmörku er að verða 80 ára, en alþýðu- flokkarnir á hinum Norðurlönd unum og Bretlandi nokkuð yngri, þó allir 'yfir fimmtíu ára gamlir, nema á íslandi, þar sem flokkurinn er 34 ára. Skipting á milli borgaraflokk- anna og mismunandi stefna þeirra og áhugamál eru víð- ast í þessum löndum með ærið líkum hætti. Þannig eru íhalds eða hægri flokkarnir alls stað- ar, einnig svonefndir frjáls- lyndir borgaraflokkar, sums staðar fleiri en einn, og á síð- ustu tímum hafa víða risið upp sérstakir bændaflokkar. Átök eru allhörð á milli framan- greindra flokka, en þó einkum á milli alþýðuflokkanna og hinna íhaldssamari borgara- flokka. En allir þeir flokkar, sem nú hafa verið nefndir, eiga það sameiginlegt, að þeir viður- kenna í orði, og flestir einnig á borði, lýðræðið sem grund- vallaratriði, og einnig það þingræði ,sem telja má að upp runalega sé grundvallað á Bretlandi. Allir flokkarnir leit ast við að vinna stefnumálum sínum fylgi, eftir löghelguð- um leiðum og leikreglum, sem markaðar eru að aðalefni í stjórnskipulagslegum, og telja sjálfsagt að hlíta settum regl- um löggjafarinnar varðandi bann gegn afbrotum og á- kvæði refsinga. Annað mál er svo það, að sumir flokkanna geta baft á stefnuskrá- sinni ákveðnar, tilteknar breytingar á f órnskipunarlögum og refsi löggjöf, og þá að sjálfsögðu með þeim hætti og eftir þeim leiðum, sem ákvarðaðar eru í gildándi lögum. Þar sem ekkert lýðræði rík- ir, er þetta allt með mjög ó- lík- m hætti. Menn og samtök, ser i oftast ha'fa brotizt til va' a með ofbeldi, hafa afnum ið '11 lýðréttindi, leyfa aðeins einn flokk eða samtök, og rer a þeim, loka inni eða tor- tír . er láta í Ijósi aðrar skoð- an*sem eru andstæðar eða ALPÝÖUBLAÐID fj - taldar hættulegar einræðisklík unum. Félagafrelsi, mál-, sko5 ana-, rit- og fundafrelsi finnst þar ekkert í líkingu við það, sem lÖgvarið er og verndað í lýðræðisríkjunum. Á yfir- standandi öld eru táknrænust og óskoruðust allra einræðis- ríkja Rússland Stalins, Ítalía Mussolinis, Þýzkaland Hitlers, og nú eftir síðustu heimsstyrj- öld leppríki Rússlands í Aust- ur-Evrópu og Asíu, þar sem. rauði herinn og fimmta her- deild kommúnista hafa með ofbeldi þröngvað þjóðunum undir einræði Stalins og leppa hans og þeim er haldið áfram i viðjum þessa ófrelsis með brugðnum • byssustingjum, leynilögreglu, fullum fangels- um og stórkostlegum fanga- búðum. Þannig eru einræðislöndin. Þar eru raunverulega engir stjórnmálaflokkar, sem hægt er að nefna því nafni, með réttri merkingu að viðteknum hætti lýðræðisríkja. Þar er að- eins að finna lögþvinguð sam- tök ofbeldis- og einræðis- manna. * Áður en drepsóttir komm- únismans, fasismans og naz- ismans fóru að sýkja Evrópu og yfirleitt allan heiminn voru til samsærissamtök í sumum löndum, sem óspart beittu ránum, morðum og ó- skoruðu ofbeldi. Þau störfuðu víðast í leyni, og þegar náðist í forgöngumennina og fylgj- endur þeirra, var þeim að sjálfsögðu refsað sem afbrota- möpnum, eftir gildandi Iögum, fyrir þá glæpi, er á þá sönn- uðust, eftir viðteknum réttar- reglum. Nú hafa að mörgu leyti álíka samsærissamtökum verið gefin stjórnmálaflokks- heiti, sem kennd eru við kom- múnisma, fasisma og nazisma. Sá er þó munur á, að víðast er það form haít á stefnuskrá þessara samtaka, að þar er að- eins yfirlýst starfsaðferðum og markmiðum, sem samrýmast í crði stjórnskipulagslögum dand anna, og brjóta ekki beint í bága við refsilöggjöfina. En ræður og rit, hótanir og að- farir þessara samsærismanna koma oft upp um hvatir þeirra og fyrirætlanir. í orði kveðnu brópa þessir samsærismenn hátt um lýðræði, já jafnvel „alþýðulýðræði“, og telja sig berjast fyrir því og vilja verja það. En það eru álíka frómar og einlægar aðfarir kommún- ista, er þeir kenna sig hástöf- um við lýðræði, eins og þegar nazistarnir skreyttu sig með heiti sósíalismans. Vinsæl og viðurkennd hugtök eru að yf- irvarpi notuð sem agn og í blekkingaskyni, af höfuðand- stæðingum þeirra. Og lygin er óspart og opinberlega tekin í þjónustu þessara samtaka, eins og opinberlega var yfirlýst á sínum tíma í „Rothe Fahne“ og átakanlega sannast nú í sambandi við innrás og hryðju verk kommúnista í Kóreu. Ósvífnin ríður ekki við ein- teyming. Það, sem hér að framan er sagt, eru söguleg og óvefengj- anleg rök fyrir því, að samtök kommúhista, fasista og naz- ista eiga raunverulega ekkert sameiginlegt með stjórnmála- flokkum í lýðræðislöndum. Fylkingar ofbeldis- og ein- ræðismannanna eru e k k i stjórnmálaflokkar í þeirri merkingu, sem getið var um hér í upphafi, heldur samsærissamtök of- beldismanna, sem raunveru- lega starfa ekki í samræmi við stjórnskipulagslög og refsilög iýðræðis- og menningarríkja. Gildir þá einu hvað þessi sam- tök kalla sig nú eftir heims- styrjöldina, hvort heldur kom- múnistaflokka, eins og víðast hvar er gert, eða sameiningar- flokka sósíalista, eins og þekk- ist á íslandi og í Austur- Þýzkalandi. Eðli þeirra, til- gangur og starfsaðferðir er alls staðar eins, og hljóta fyrr eða síðar að verða öllum þeim Ijós, er opin hafa augu og láta ekki slagorð, hugtakablekk- ingar og múgæsingar brjála heilbrigða hugsun. En þá rnyndu margir spyrja, og ekki alveg að ástæðulausu: Á ekki að banna þessi sam- særissamtök innan lýðræðis- þjóðfélaga? En svarið hjá öll- um sönnum lýðræðissinnum hlýtur að vera það, að á með- an ekki sé meira aðgert, og opinberar, alvarlegar tilraunir ekki gerðar til hreinnar of- beldisbyltingar af þessum sam ’særissamtökum, þá sé það hvorki rétt né eðlilegt innan lýðræðisþjóðfélags, að banna þessi samtök með lögum. Það eru aðrar aðferðir, aðferðir hins sanna lýðræðis, sem á að beita til þess að útrýma þess- ari pest, eða gera hana hættu- litla. Þ a ð þ a r f a ð f r æ ð a f ó 1 k i ð . Það þarf að gera hvort tveggja í senil: veita sanna, sögulega fræðslu um eðli og áform samsærissamtak- anna, sýna með Ijósum og skýrum rökum hvaða hætta lýðræði og frelsi er búin með aðförum og áformum einræð- ismannanna. Samtímis þarf að að brýna fyrir mönnum hina ómetanlegu kosti lýðræðisins frelsisins, lífsnauðsynina á því að fá notið í fyllsta mæli, en þó með ábyrgð, réttindanna til þess að tala og rita, mynda fé- lög og berjast fyrir áhugamál- um sínum, allt eftir lögfestum leikreglum lýðræðis og menn- ingar þjóðfélags. Og að sjálf- sögðu getur ekki komið til mála, að nokkur lýðræðissinn- aður stjómmálaflokkur geti átt samleiS eða samstarf við samsærissamtökin. * En það verður eihnig að hafa nánar gætur á samsæris- samtökunum; og þegar ein- Lokað frá 24. júlí til 8. ágúst vegna sumarleyfa Opnum aftur í Gunnarssundi 2 í stærri og fullkomnari húsakynnum. Síðasti móttökudagur á fatnaði til hreins- unar fyrir sumarleyfi er á morgun, mánudag. EFNALAUG HAFNARFJARÐAR H.F. Sunuúdagur 16. júlí 1950 Í 1 B & EF HEIMSSTYRJÖLD brytist út á næstunni, gæti skap- azt hér hið alvarlegasta ástand, þar sem mjög lítið er til af nauðsynjum í Iandinu. Aðfluíningar gætu orðið erfiðir, því að Rússar eiga fleiri og betri kafbáta en Þjóðverjar áttu í síðasta stríði. Yigtarhús bæjarins við Tryggvagötu hjá Hamri er hið íburðarmesta sinnar tegundir í landinu. í vigtarhúsinu er kaffistofa og á því er turn, sem í verður klukka. Húsið hefur kostað 230.372,23 kr. Áfengisvarnarnefnd kvenna vill láta basrna að seíja börnum innan 14 ára gosdrykki og sígarettur. Tjarnarbíó hefur fengið leyfi bæjarins fyrir viðbyggingu við kvikmyndahúsið í Tjarnargötu 10 E. Á síðasta bæjarstjórnarfundi mættu fyrir minnihiuta- flokkana eingöngu nýir bæjarfulltrúar, kosnir í fyrsta sinn í vetur. Borgarstjóri notaði sér, að þeir vissu ekki, hvernig venja er að afgreiða reikninga bæjarins, og fékk reikningana sam- þykkta á sama fundi og þeir voru lagðir fram, í stað þess að lofa mönnum að skoða reikningana milli funda. Þetta bragð borgarstjórans básunar Morgunblaðið sem mikla „viðurkenn- ingu“ á fjármálastjórn íhaldsins! Bílar eru nú ekki lengur „seldir“ liér á landi, heldur eru þeir „gefnir“. Til að fá slíka „gjöf“ þarf maður að geta stungið að gefanda 50—100 þús. kr. í þakklætisskini. HITT OG ÞETTA: Fisksalafélagið vill láta banna fisksölu í matvöruverzlunum bæjarins * !í * Bæjarráð hefur neit- að að taka 15 ára skuldabréf upp í útsvarsskuldir * * Næsti barnaskólinn, sem reistur verður á eftir Langholtsskól- anum, verður í Hlíðahverfi, sennilega ofan Stakkahlíðar. * * !|! Jóhanrr Hannesson er fluttur til Oregon í Banda- ríkjunum, þar sem hann tekur við kennslu við háskóla. * Nú er loks byrjað að laga lóðirnar viö bæjarhúsin við Hringbraut !;! í! * Vonandi verður fljótlega byrjað á lóð- unum við sambýlishúsin við Eskihlíð, en skipulag þeirra lóða er búið að samþykkja. Það ætti að banna með lögum, að íslenzk iðnfyrirtæki, sem-framleiða eingögu fyrir innanlandsmarkað, hafi vöru- merki sín og skýringar með vörunni á erlendum tungu- málum. Þetta er blekking, sem er skammarleg, en blekkir þó engan til lengdar. GJALDEYRISMÁLIN: Yfirvöldin ættu að athuga gaum- gæfilega, hversu mikinn gjaldeyri útlendingar greiða fyrir húsaleigu í Reykjavík. Það mundi reynast veruleg upphæð, sem hverfur af gjaldeyri á þann hátt. % Það er nú loks búið að ákveða að byggja starfsmannahús við hælið í Arnarholti, svo að konur og börn starfsmanna þurfi ekki að búa í sama húsi og sjúklingarnir. HÆRINGUR: Enn hefur Hæringur að vonum ekki greitt Reykjavíkurhöfn eyri, en ætlunin mun vera, að skipið greiði ekki hafnargjöld, heldur lóðagjöld, eins og hver önnur verk- smiðja! Gamall maður gekk fram á Ægisgarð og spurði: Er það satt, sem ég heyri, að Hæringur sé á förum til Seyðisfjarðar? Það mun vera ætlunin, var honum svarað. — Og fer hann sjóleiðis? spurði sá gamli. Þrátt fyrir illkvittnina óg glettnina um Hæring mumi flestir óska honum góðrar ferðar í sumar. Það er mikið undir því komið fyrir þjóðina alla, að skipið reynist vel, svo að hægt verði að leígja það til annarra landa, þegar ekki eru verkefni hér heima. hverjir innan þeirra gæta ekki hófs en ganga út yfir mörk hins lögleyfða og inn á svið, sem refsivert er að lögum, að beita þá hispurslaust ákvæð- um laganna og refsa þeim, sem sannanlega hafa reynzt brotlegir. Einkennandi dæmi er þar aðfarirnar og árás- irnar við alþingishúsið 30. marz 1949. Einnig þarf að fylgjast vel með og afhjúpa, þegar unnt er, þjónustu sam- særissamtakanna við erlend yfirgangsríki gegn hagsmun- um sinnar eigin þjóðar. Á þenan veg og þennan eina veg á lýðræðisþjóðfélag að vernda sig gegn samsærissam- tökunum. Fræðsla og aftux fræðsla, sögulegar staðreynd- ir, hispurslaus afhjúpun á sam særismönnunum, drengileg, hörð og réttsýn barátta gegn áformum samsærismanna — það eru vopnin, sem beita á, hart og hlífðarlaust, — en með rökum og staðreyndum. Sé þetta gert af áhuga, nauð syn og réttdæmi, mun glýja falla af augum margra. Þeir, sem hafa verið blekktir, munu átta sig. Eftir munu þá að lok- um standa þeir einir sarnsær- ismenn, sem eru svo haldnir ofsatrú eða illum hvötum, að engar lækningar duga. En þeir ættu þá að verða tiltölulega hættufítil klíka, einangruð og fyrirlitin af öllum sönnum lýð ræðissinnum. í þá átt gengur þróunin víðast í Vestur-Ev- rópu. íslenzka þjóðin á vissu- lega að vera nægilega þrosk- uð, menntuð og réttsýn til að þvo að verulegu leyti sf sér smánarblett samsærissamtak- anná, og gera hanr. að örlitl- um svörtum depli —- þýðing- arlausum, en þó til viðvörun- ar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.