Alþýðublaðið - 20.07.1950, Page 6

Alþýðublaðið - 20.07.1950, Page 6
i EG ER GIFT STJÓRNMÁLAMANNI , "““• •' • T-—*"■ Það er mikið talað um stjórn málamennina, og fátt vel. Og ég segi það satt, að enda þótt mér sé málið skylt, þar sem ég é nú að heita konumyndin eins þeirra, þá lái ég fólki það ekki. Ég þekki minn, og ég veit það ósköp vel, að hann er hvorki verri né beri sem póliíkus en hinir, — að minnsta kosti ekki betri, því að annars væri hann ekki alltaf hafður í hópi þeirra fremstu, — svo að ég þykist bera nokkuð skynbragð á þá manntegund. Ja, herra minn trúr . . . hefði ég vitað það fyrir þegar hann Leifi bað mín, að hann ætti eftir að verða einn af forustumönnunum, þá er ég r.meyk um að ég hefði sagt blá- kal nei. En það var nú ekki því að heilsa. Hann var svo tungu- mjúkur og samningalipur, að hann hefði getað fengið mig til þess að taka sér tuttugu sinnum. Hann var svo sem til í honum, stjórnmálamaðurinn, þegar á unglingsárunum. . . . Já, það er mikið talað um etjórnmálamennina. Hins vegar er minna talað um konur þeirra, svona almennt. Ekki þar fyrir, að þær mega þakka sínum sæla fyrir það. En ef fólk bara vissi hvílíkt hlutskipti það er að vera eiginkona stjórnmálamanns, að ég nú ekki tali um forustu- manns í pólitíkinni, þá ejr ég viss um að það bæri djúpa virð- ingu fyrir okkur eins og, hverj- um öðrum píslárvottum. Ég ætla mér ekki að fara áð týna til neina smámuni í því sambandi. Ég ætla til dæmis al~ veg að leiða hjá mér þá stað- reynd, að maður, sem stendur framarlega í pólitíkinni, má yf- írleitt alls ekki vera að því að vera eiginmaður. Að hann er ekki fjarverandi af heimili sínu * við fundahöld, nefndastörf og annað þess háttar tuttugu og sex stundir í sólarhring, kemur að- eins af þeirri einföldu ástæðu, að klukkustundirnar ' í sólar- hringnum eru ekki nema tutt- ugu og fjórar. Ég hef oft verið að ' hugsa um það með sjálfri mér, að sízt væri vanþörf á, að ég fengi einhvern snjallan mæl- , ingamann til þess að gera handa manninum mínum landakort af íbúðinni okkar, þar sem hjóna- rúmið væri merkt með rauðum ferhyrning eins og höfuðborg- irnar á venjulegum landabréf- um. Auðvitað yrði ég líka að gefa lionum kompás, svo að kortið kæmi að gagni. Og svei mér ef það veitti af að setja eitthvert merki innan í ferhyrninginn, sem táknaði minn stað í bólinu, því að þá sjaldan sem hann kemur heim af fundunum fyrr en ég er kom- in á fætur, er hann svo útkeyrð- ur, að hann er farinn að dotta, þegar hann tekur af sér flibb- ann, og hrjóta, þegar hann smeygir af sér skónum. Svo bröltir hann í svefni upp í rúm- íð, og e'f mér verður það á að reka í hann olnbogann, byltir hann sér bara til, — og heimtar ntkvæðagreiðslu upp úr svefn- inum. Á þeirri stundu mundi ég greið aatkvæði með hvaða fram bjóðanda sem væri, — nema honum. Já, þða er nú það. En þetta er svo sem ekki það versta, sem eiginkona stjórnmálamannsins á við að stríða. Hitt þykir mér að minnsta kosti þungbærara, nð það er ekki nóg," að hann bregðist öllum sínum heimilis- t'kyldum sem eiginmaður, held- ur krefst hann þess af mér, að 6g uppfylli það, sem hann kall- ar skyldur þeirrar eiginkonu, sem gift er forustumanni á sviði stjórnmálanna. Ég veit ekki hvort það er eitt af því, sem þeir venjast á í pólitíkinni, eða krefjast þess af öðrum, sem þeim kemur ekki til hugar að nokkur sé svo ósvífinn að ætlast til af þeim sjálfum, eða hvort þetta er einmitt sá meðfæddi oiginleiki, sem gerir þá að póli- tíkusum og forustumönnum á sviði stjórnmálanna. Bezt gæti ég trúað síðari tilgátunni. Og það verð ég að segja, að það eru skrítnar skyldur, sem fitjórnmálamaðurinn , telur að hjónabandið leggi konu sinni á herðar. Auðvitað eru þær skyld ur rampólitískar, því að allt er þeim pólitík. Líka konan og hjónabandið. „Heyrðu, góða mín,“ segir hann um leið og hann snarast í fundafrakkann, -— hann á nefni lega þrjá yfirfrakka, og þeir eru allir fundafrakkar, ,ég kem að því seinna, — „heyrðu, góða mín. Ég verð að biðja þig að bjóða henni frú A. í te núna einhvern daginn. Og þú verður að vera verulega hugguleg og sæt við hana, kerlingarskrukk- una, þú skilur .,. •Já, — hvort ég eklci skil. Frú A. er satt bezt að segja ein sú allra leiðinlegasta kvenpersóna, œm ég þekki. Hún er til dæmis að taka svo rígmontin af því, að m'aðurinn hennar er einn af fremri rnönnum í sínum stjórn- málaflokki, að það hálfa er nóg. Og svo >er hún alltaf að tala um rtefnuna og ættjörðina, og eftir bví, sem næst verður komizt, •élítur hún mann sinn og flokk hans safa einkarétt á hvoru tveggja. Ég svara engu, þegar maðurinn minn flytur mér þenn an líka gleðiríka boðskap, -—• það hefur enga þýðingu að vera að svara stjórnmálamönnum. . . „Við erum að skríða saman, býst ég við,“ bætir hann við um leið og hann setur á sig hatt- (Frh.) ALÞÝÐUBLAÐIÐ _____ Fimmtudagur 20. júlí 1950 karlmenn, þarfnast tilbreyt- Lnga í ástamálum. En hann hefur alltaf elskað hana og hana eina, alla tíð frá því að hann var stúdent. Og það var bara af því, að þau voru bæði fátæk að þau skildust og fór hvort sína leið, til þess að reyna að komast áfram. Carry ætlaði sér að notfæra'sér Ad- eler hinn ríka, en ég átti að Iijálpa Arthur.“ Það gladdi mig að Lisbeth gat grátið. Þegar maður á eng- in huggunarorð við hryggan vin sinn, þá getur maður ctrokið honum um hárið og tátið vel að honum, ef hann grætur, en annars ekki. „Smátt og smátt, það sagði ég við þig einu sinni í skemti- garðinum,“ sagði Lisbeth grát- andi, „smátt og smátt hafa þau Gvift mig öllu því, sem mér fannst vert að lifa. Eg hélt að ekkert væri eftir, en þar skjátl aðist mér .... minningin um fyx-stu vikurnar eftir að ég kynntist Arthur, minningin um fyrstu kossana hans, minning- in um......Ó, Eula, allt hef- ur nú verið atað auri.“ Eg strauk um hár hennar og klappaði henni á herðarnar. Hvað gat ég sagt? Eg var svo hrygg og svo full af meðaumk- un og þá fyrst og fremst af því, að Lisbeth skyldi hafa haldið, að Wintherfeldt hefði kvænzt henni af ástv Lisbeth, sem þó var vitur kona og átti að þekkja manninn sinn, metn aðarsýki hans, og þá ekki síð- ur hina útreiknuðu skapgerð hans, auðvirðilega brask hans í metorðastiganum, en samt rem áður hafði hún ekki getað losað sig við trúna á það, að hann hefði einu sinni elskað hana, já, elskað hana sjálfra hennar vegna. Það var eins og Lisbeth hefði lesið hugsanir mínar. — ,,Þú veizt það, Eula,“ stundi hún, ,að ég hef alltaf verið ó- fríð ’ líka þegar ég var ung ctúlka, þess vegna......þess végna var það eins og yndis- íegur draumur fyrir mig, að fivona myndai'legur maður skyldi verða ástfanginn í mér. Ó, ég skammast mín svo hræði íeg'a mikið, Eula.“ „Nú líður Adeler vel,“ sagði hún um leið og hún fór. „Ef það væru ekki drengirnir rnín- tr.....“ ,,Þú ættir að fara fram á hjónaskilnað,“ sagði ég. En hún hristi höfuðið. „Art- hur vill ekki samþykkja skiln að. Eg er þegar búin að tala um það við hann. Ef ég krefst þess, þá hættir hann að vera í þingum við Carry. Hún er nkki einu siiini eins þýðingar- mikil fyrir hann og framinn. Það hefur einu sinni áður sýnt sig, að hún varð að víkja fyrir frama hans. Ef ég krefðist bess, þá mundi hann meira að segja verða mér trúr héðan af. En það, skilurðu það, Eula? Það mundi verða hræðilegast af því öllu saman.“ Eg fylgdi Lisbeth út á gang- inn. í þann mund, sem hún kom að hliðinu, var það opnað utan frá og Lotta kom inn um það ásamt heilum hóp af ungu Eólki, alls tíu saman. ,,Það er bannað að selja á- fengi alls staðar í bænum vegn^a óeirðanna,“ sagði Lotta. ,,Og hjá Mariu.er einhver, sem ætlar að búa hjá henni í nótt, við skulum ekki trufla þig, Eula.“ „Þið truflið mig ekki, en við eigum ekki áfengi í húsinu.“ „Við erum með það.......... Við erum rneð það,“ svaraði eldri Timmermann-bróðirinn.“ Og þegar ég gætti betur að, kom í ljós, að hver karlmann- anna hélt á tveimur flöskum. „Við höfum nóg af kampa- víni, en það er bara þetta, að við getum ekki dansað heima hjá mér, því að við búum enn á hóteli.“ ,,Höllin verður ekki tilbúin fyrr en eftir hálfan mánuð eða svo,“ sagði mjög grannvaxinn ungur maður, sem ég þekkti ekki enn.“ Og meðan þessu fór fram, hvarf Lisbeth út um hliðið. Eg hjálpaði Lottu að ná í glös og náði sjálf í kampavíns kælara. „Hvað í dauðanum gekk eiginlega' að Lisbeth?“ spurði Lotta. „Það var alveg eins og liún hefði fengið einnver ógn- artíðindi.“ „Iíún hefur kornizt að því, að Winterfeldt liefur að eins kvænzt henni vegna pening- anna, sem faðir hennar átti-“. Lotta hló. Mér fannst það vera kuldahlátur og ætti ekki við. „Þegiðu,“ sagði ég. Og bún varð strax alvai'legri í bragði. Eg er ekld að hlæja að Lis- beth. Eg er að hlæja að þér. Þú ert fulltrúi hinna dyggðugu fyrirstríðstíma, þegar engum fannst neitt athugavei’t við bað, þó að 'menn kvæntust til- fjár. En þú sveijaðir, þegar ég r,agði þér frá Ossy, og þó þ-yk- Ir honum vænt um Maríu.“ „Lotta,“ hrópaoi skrækróma stelpa úr stofunni. „Ætlarðu kannski að láta okkur deyja úr þorsta?“ Þegar ég, fimmtán mínútum ceinna, kom inn í stofuna í svarta silkikjólnum mínum, gat ég varla þekkt stofuna aft- ur. Öll húsgögnin höfðu verið flutt' út í horn. í öðru horni hafði verið búið til eins konar hreiður úr, teppum og púðum. Á píanóinu stóð gargandi grammófónn. Það var eins konar danslag, sem ég skildi ekki. Það logaði aðeins á tveim vegglömpum og yfir þá báða höfðu verið breidd silkitjöld. Á miðju gólfi dansaði það. Lotta var einnig að dansa. — Andlit hennar hvíldi á öxl yngri Timmermanfis-bróðurs- ins. Það var . algerlega svip- laust. Harry sá, að ég stóð við dyrnar og vissi varla hváð ég ætti af mér að gera. Hann kom til mín og leiddi mig inn í lítið hliðarherbergi. Það var næst- um því eins og hann ætti hérna heima, en ég væri ókunn ugur. Eg sagði við hann, að hann skyldi bara fara inn að dansa, en hann sat kyrr hjá mér. Þaðan, sem ég sat, gat ág séð inn í stofuna og mér fannst eins og ég sæi inn í ó- kunnan og ekki glæsilegan heim. Mér fannst ekki til um þann hátt, sem Lotta dansaði við herrann sinn, ég þoldi varla að horfa á það, hvernig hin dönsuðu, heldur og sízt af öllu fannst mér það sæmilegt hver-n ig þau, sem ekki dönsuðu hegðuðu sér. Þegar eitthvert þeirra þreyttist á dansinum, varpaði það sér í hreiðrið, en þar stóð kampavínskælirinn. Þau drukku í hasti eitt eða tvö glös en stukku svo aftur á fætur, alveg eins og þau gætu ekki verið kyrr. Það var aðeins ungi grann- vaxni maðurinn, sem áðan hafði talað háðslega um höll Timmermans, er 14 graf kyrr, ófeiminn en þó glæsilegur á að líta. Hann var stóreygur og döltkeygur og augun lágu dá- lítið skökk upp að enninu. Munnur hans var sérstaklega oftirtektarverður. Varirnar 'íktust einna helst böggluðu Ijósrauðu silkibréfi. Hann líkt- ist ungum Araba. Þetta er Klaus Rittnes, leik- arinn,“ sagði Harry og þar með var áhugi minn vakinn. Ég hafði aldrei séð Klaus Rittner á leiksvæðinu. Því að eftir Iát herra Klehs, hafði ég ekki sótt leikhús, en ég hafði lesið um hann í blöðunum. Hann var snillingur í því að sýna nú- tíma fólk. í rauninni minnti hann ekki á neinn máta á sorg- aiTeikarann, sem Lotta var að iæra hjá, eða um uppáhalds- leikarann minn, þegar ég var ung, herra Plock. Maður gat yfirleitt alls ekki gert sér grein fyrir því, hvernig neitt orð gæti komið yfir þessar furðulegu varir á leiksviði, hann var háðslegur á svipinn og alls ekki líklegur að geta sýnt hetjuskap á sviði. Ung stúlka,4 sem hafði eld- IA T

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.