Alþýðublaðið - 20.07.1950, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 20.07.1950, Blaðsíða 8
LEITIÐ EKKI GÆF- UNNAR langt yfir skammt; kaupið miða í bifreiðahapp- drætti Sambands ungra jafnaðarmanna. — Fimmtudagur 20. júlí 1950 ALÞÝÐUFLOKKSFÓLK2 Takið höndum saman við unga jafnaðarmenn og að- stoðið við sölu happdrættis< miða í bifreiðahappdrættí, Sambands ungra jafnaðai 1 manna. i Kvikmyndir frá Áusturlöndum sýndarfii síyrktai Ameríski kvikmyodatö.k-umapirinn Hal Lloker sýnir myodirnar f Nýiá Bíó. HAL LXNKER, kvikmyndatökumaður frá'Hollywood, sem hér er um þessar mundir og vinnur að kvikmynd um ísland, mun sýna eina af litkvikmyndum sínum frá Asíulöndum í Nýja Bíó næstkomandi sunnutíag kl. 7 e. h. Hann mun sjálfur skýra myndina, er tekur .um það bil eina klukkustund og fjörutíu og fimm mínútur. Rennur allur ágóði af sýningunni til Barna- spítalas-jóðs Hringsins. Kvikmyndin er aðallega frá nýjasta, sem tekið hefur ver- þeim stöðum í austurlöndum, ið á þessum slóðum, "þar sem sem nú eru hvað mest í heims- j Linkér ferðaðist um þessi lönd fréttunum á hverjum degi, og fyrir aðeins sex mánuðum síð- eru þessar myndir með því Kvikmyndin byrjar með flugi til Hawaiieyja í Kyrra- hafi og Wake eyju og síðan er haldið til Hong Kong. Sýn- ir hann mjög vel mikilvægi þessa landssvæðis með falleg- um 'myndum frá höfninni, Kowloon skaganum, borginni Vietoria og hinum svonefndu Nýju landssvæðum, sem eru íandamærahéruðin við suð- austurlandamæri Kína. Einnig eru mjög skemmtilegar svip- myndir frá hinum kínverska hl-uta Hong Kong, daglegu lífi §>ar og liínaðarháttum. Frá Hong Kong er síðan flogið yf- ir eyjuna Formosu og til Jap- Þrjár dansksr fltig- ÞRJÁR danskar Catalina- flugvélar eru nú staddar í Reykjavík og eru þær á leið til Græniands. Með flugvélun- um eru samtals milli 30 og 40 ~*ínanns. Ein af vélunum er komin fyrir nokkrum dögum, en tvær komu frá Sola við Stafanger í fyrrakvöld. Ekki er ákveðið hvenær flugvélarnar fara héð an, en þær standa í sambandi við leiðangur, sem er norður á 73. gráðu norðlægrar breidd ar óg 19. gráðu vestlægrar lengdar, en þangað er áður komið danskt skip, og hafa flugvélarnar samband við það um það, hvenær þær eiga að leggja af stað héðan. FJOLDI REYKVXKINGA hefur sótt baðstaðinn í Naut- hólsvíkinni undanfarna sól- skinsdaga, og notið þar sjáv- ar og sólskins, en á baðstaðn- um hafa verið gerðar ýmsar endurbætur frá því í fyrra. Næstu daga, þegar sólskin verðu, mun ferðaskrifstofan balda uppi ferðum að bað- staðnum og fara bifreiðarnar frá ferðaskrifstofunni á hálf- tíma fresti — á hálfum og heilum tímum. Nokkrum vandkvæðum er þó bundið fyrir ferðaskrifstof- una að fá bifreiðar til þessara ferða, og væri að sjálfsögðu eðlilegast að strætisvagnar „JEteykjavíkur tækju .upp ferðir til baðstaðarins, að minnsta þá daga, sem sólskin er og borgararnir fylkkjast suður að Nauthólsvíkinni. Veitingar eru framreiddar í flugvallarhótelinu fy-rir bað- gesti. an. I Tokia sjást japanskar dansmeyjar, keisarahöllin, ekrúðganga presta með heil- aga gripi, hin heilaga borg Nikko, fjallið Fuji og að lokum hersýning bandaríska hersms með MacArthur. Næst fer mr. Linker til eyjarinnar Marao, sem er einkum fræg fyrir Lmygl. Þetta er portúgölsk ný- íenda, stofnuð um 1557. Hér sjást myndir, sem voru tekn- ar af einhverjum mesta hvirf- ilvindi, sem komið hefur á þessum slóðum árum saman. Skemmdirnar, sem hvirfil- vindur þessi olli, námu um það bil einni milljón dollara. Link- I er tók þessar myndir um það bil, sem þessi ægilegu hvirfil- vindur náði hámarki sínu. Frá Macao er farið til Kanton í Kína og tók Linker myndir EÍnar þar aðeins tveimur vik- um áður en hersveitir komm- únista hertóku borgina. Næst fer hann til Indó-Kína og sýn- ir borgina Saigon og konungs- ríkið Cambodia. Einnig sjást mjög vel hinar frægu rústir er Khmer þjóðflokkurinn skildi eftir sig, en hann leið undir lok mjög skjótlega um það bil árið 1250. í rústum þessum, sem franskur forn- Ieifafræðingur fann ái’ið 1861, eru einhverjar fegurstu og merkilegustu listminj-ar, sem fundizt hafa meðal Asíuþjóða. Þá eru myndir frá borginni Phnom Penh, sem er höfuð- borg Cambodia ríkisins og að lókum sýnir myndin dans- flokk kvenna er sýnir hina fögru og litskrúðugu dansa austurlanda. Er þetta í fyrsta skipti, sem konungur Cam- bodia hefur leyft að láta taka kvikmyndir af dansflokkum sínum. Á HAFI UTI HÆRINGUR er farinn. Hann stóð ekki fastur, valt ekki á hliðina og sökk ekki. All ar hrakspárnar reyndust rang- ar. Hins vegar mjakaði hann fiér úr stað með akkerum og aðstoð Magna, hægt en sígandi. Svo færði hann sig af eigin mætti aftur á bak oj loks sigldi hann tígulega út úr Reykjavík- urhöfn. Hæringúr siglir nú með 57 manna áhöfn og 3—4000 lesta ballest, vestur fyrir land, á ríldarmiðin við Langanes. Þar tekur hann síld, en fer svo til Beyðisfjarðar. Mikill mannfjöldi var við höfnina eftir miðnætti er skip- ið fór. Var enn sem fyrr mikið cpaugast að skipinu, en þó minna eftir því sem Hæringur hreyfði sig af meiri lipurð. Og margur Reykvíkingur leit yfir vesturhöfnina og hugsaði: En hvað það er tómlegt í höfninni! Og hverju eiga Reykvíkingar nú að glettast að? iarðskjálfti í fyrrlnó! ALLSNARPIR jarðskjálfta- kippir, fundúst á ýmsum stöð- um hér sunnanlands í fyrrinótt á tímabi.linu frá kl. 5.30 til kl. 6.45. Meðal annars fannst jarð- Búið að landa 10 000 máí á Raufarhöfo í gærkvöldi og salta uin 1000 tunnur8 Ferðamannahópurinn írá ánægður með dvölina í Noregi ------------------«------- Ferðafólki er nú komið til Sviþjgðar. ~———<%-... SIGURÐUR MAGNÚSSON, fararstjóri íslenzka ferða- mannahópsins, sem um þessar mundir ferðast um Norðurlönd á vegurn ferðaskrifstofu ríkisins, hefur skrifað forstjóra ferða- skrifstofunnar bréf um dvölina í Noregi, og lætur hann mjög vel af móttökunum þar, og telur alla þátttakendur vera mjög ánægða með ferðalagið, en í förinni eru 58 manns. Loks biður hann fyrir kveðjur frá ferðafólkinu og segir að öllum líði vel. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. SIGLUFIRÐI í gærkvöldi. Bréfið er skrifað 13. júlí í járnbrautarlestinni á leiðinni til Stokkhólms, en þá hefur hópurinn dvalizt fjóra daga í Noregi; aðallega skoðað sig um í Oslo og umhverfi hennar og ferðast með skipi um Oslofjörð. Það var norsk ferðaskrifstofa ,,Norsk Folkeferie“, sem ann- aðist móttökur ferðamanna- hópsins í Noregi og undirbjó komuna, og voru tveir fulltrú- ar frá stofnuninni með hópnum allan tímann sem dvalið var. Einn daginn, sem dvalið var í Osló, skoðaði fólkið m. a. Vige- landsgarðinn og ráðhúsið og borðað var uppi í Frognesæt- eren. Enn fremur var málverka safn ríkisins skoðað, en daginn eftir var ferðast með bátum um Osjóarfjörð, en það dró nokkuð úr ánægjunni, að þennan dag var þunkbúið veður og loks tók að hellirigna. Síðasta daginn, sem dvalið var í Osló var á- kveðið að hver gæti varið tím- SIÐAST LIÐINN SOLARHRING mun íslenzki síldveiði- flotinn hafa aflað samtals milli 25.000 og 30.000 mái, og var veiðin öll á austursvæðinu — við Langanes. Hins vegar hafai ekki borizt á land í Raufarhöfn nema umJLO þúsund mál á þess- um tíma, en frétzt heíur um mörg ski;i á miðum úti með ail- góiian afla, sem ekki voru komin að Iandi í gærkvöldi. Síðastl sólarhringur er því bezti aflatími sumarsins. * Veður var allgott á austur- miðunum í gærdag og þokunní hafði létt, og fengu margir bátar góð köst. Þeir aflahæstu komu með allt frá 8Ö0 og 900' til 1350 mál. Á miðsvæðinu og; vestursvæðinu er hins vegar ennþá dimmviðri og slæmt veiðiveður og hefur engin síM komið til Siglufjarðar síðustu: dægur. Vegna dimmviðris hafa síldarleitarflugvélarnar ekkert. getað flogið síðustu tíu sólar- hringana. Skipin, sem komið hafa tif. Raufarhafnar síðustu daga, eru þessi: í fyrradag kom Hilmir með 800 mál til Raufarhafnar og’ Illugi úr Hafnarfirði' með 500; máli> en í fyrrinótt og í gær- morgun komu þessir bátar inn: Fanney með 950 mál, Einar Þveræingur með 540 mál, KeiL ir 450, Einar ‘ Hálfdán 300,. Helga 1350, Goðaborg 700, Reynir 550, Páll Pálsson 300, Hannes Hafstein 400, Sæfari 500, - Gylfi 350, Skaftfellingur 650, Stella 30, Kári Sölmund- arson 650, Hagbarður 160 og Ásbjörn 200. Þá höfðu borizt fréttir af all- mörgum l^átum, sem enn voru á miðunum og voru með dágóð- nn afla, eða allt frá 100 til 500! mál. Þrátt fyrir það þótt nú hafi, glaðnað yfir síldveiðunum við Langanes, hefur jyigin síld: veiðzt á vestursvæðinu ennþá,, og hefur enginn bátur komið til Siglufjarðar. Söltun er nú hafin á Raufar- höfn, og var í gær búið að salta þar um 1000 tunnur. Söltun hefur verið leyfð á takmörkuðu magni fyrir Finn- lands- og Póllandsmarkað. Leyft var að byrja að salta fyr- ir Finnlandsmarkaðinn 14.. þessa mánaðar, en fyrir Pól- landsmarkaðinn var byrjað að salta í gær. kMm 12 félög eiga efflr að fá bækkað kaup VERKALÝÐSFÉLAG Grýtu bakkahrepps, Grenivík, hefur nýlega gert samning við at- vinnurekendur. Samkvæmt samningnum hækkar kaup verkamanna í almennri vinnu úr kr. 8,25 í krónur 9 á klukku stund og aðrir liðir kauptaxt- ans samkvæmt því. Þetta er 21. félagið, sem sam- ræmir kaup sitt, og eru þá að- eins 12 eftir. skjálftinn í Vestmannaeyjum, Mýrdal og víðar. anum eftir sínu eigin höfði. Sumir skoðuðu þá söfn og aðra merka staði, m. a. sjóminja- cafnið, skólasýningu og hina fornu dómkirkju. Enn fremur voru á kvöldin samsæti og ckemmtanir, og var ferðafólkið yfirleitt mjög ánægt með allan beina og fyrirgreiðslu, sem það hlaut í Noregi. Ferðamannahópurinn hefur vakið töluverða athygli í Osló, enda munu sjaldan jafr;nargir íslendingar hafa komið þangað í einum hóp. Meðal annars átti ctarfsmaður útvarpsins viðtal. við nokkra í hópnum, og var það tekið upp á stálþráð eða plötu og útvarpað að kvöldi 13. júlí. Þeir, sem komu fram í út- varpinu voru: Sigurður Magn- ússon, Egill Vilhjálmsson, Æv- ar R. Kvaran og Helga Einars- dóttir. Enn fremur átti Arbei- derbladet viðtal við Sigurð, Ævar, Egil, Jónu Kristjáns- dóttur og Óla blaðasala. Sex í bíl sýna í Ólafsvík Frá fréttaritara AlþýSubl. ÓLAFSVÍK. LEIKFLOKKURINN „Sex í bíl“ sýndi sjónleikinn „Can- didu“ í Ólafsvík síðastliðinn Bunnudag. Húsfyllir var á- sýn- íngunni og var leikurunum mjög vel tekið, enda var flutn- ingur þeirra á leiknum mjög rómaður. OTTÓ.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.