Alþýðublaðið - 20.07.1950, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 20.07.1950, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 20. júlí 1050 ALÞÝÐUBLAÐÍÐ_________________? Tvær orioísferðir og margar sfyttri ■ farnar frá ferðaskrifsfofunni Tveir hópar lögðu af sta'ð til Norðor- og Austuriands f gærdag, --------<p.------ FERÐASKKIFSTOFAN EFNIB TIL tveggja orlofsferða um nœstu helgi. Er önnur 9 daga ferð um Norður- og norð- austurland, en hin fjögurra daga fcrð um Skaptaféllssýslu. Ennfreínur verður ferð inn á Þórsmörk, en úr henni verður komið aftur á mánudaginn. Loks efnir ferðaskrifstofan til 3ja styttri ferða um heigina. Jarðarför mannsins míns, Guðmundar Ólafssonar bakarameistara, fer fram föstudaginn 21. þ. m. klukkan 3.30 frá Fossvogskirkju. Það eru vinsamleg tilmæli, að bióm séu ekki send. Aðalheiður Þorkelsdóttir. Fréttabréf til Alþýðubl. frá Stykkishóimi. HÉRAÐSSAMBAND SNÆ- FELLSNESS- og Hnappadals- sýslu hélt sitt árlega héraðs- mót að Breiðabliki í Mikla- holtshreppi sunnudaginn 9. júlí. Bjarni Andrésson, for- maður sambandsins, setti mót- ið og stjórnaði því. Séra Þor- grímur Sigurðsson frá Staðar- stáð flutti guðsþjónustu, Lúðra sveit Stykkishólms lék, stjórn andi hennar er Víkingur Jó- hannesson. Því næst flutti Sig- urbjörn Einarsson prófessor ræðu. Að henni lokinni var þjóðsöngurinn leikinn og sung inn. Síðan fór fram íþrótta- keppni. Keppendur voru frá 5 iélögum og er það með flesta móti. Úrslit urðu sem hér segir: 100 m. hlaup: 1. Höskuldur Magnúson, Umf. Víkingur, Ólafsv., 11,8 sek. 2. Gísli Árnason, Umf. Grund- . firðinga, 11,9 sek. 3. Erl. Halldórsson, íþróttafél. Miklaholtshr., 12, 2 sek. 400 m. lilaup: 1. Gísli Árnason, Umf. G., 58,5 sek. 2. Erlendur Halldórsson, í. M., 59,3 sek. 3. Einar Hallsson, Umf. Eld- borg, 59,4 sek. 1500 m. hlaup: 1. Einar Hallsson, Umf. Eldb., 4:53,6 mín. 2. Sigurgeir Bjarnason, Umf. Víkingur, 5:00,0 mín. 3. Bjarni Alexandersson, í. M., 5:00,6 mín. 80 m. hlaup: 1. Arndís Árnadóttir, Umf. G., 11,8 sek. 2. Ester Árnadóttir, Umf. G., 12,1 sek. 3. Dagfríður Finnsdóttir, Umf. G., 14,4 sek. 4X100 m- boðhlaup: 1. A-sveit í. M., 52,8 sek. 2. Sveit Umf. G., 52,8 sek. 3. B-sveit í. M. 54,Qf sek. Langstökk: 1. Gísli Árnason, Umf. G., 5,97 m. 2. Gunnar Jóhánnsson, Umf. Snæfell, 5,73 m. 3 Þorkell Gunnarsson, Umf. G., 5,56 m. Þrístökk: 1. Gísli Árnason, Umf. G., 12,69 m. 2 Erlendur Halldórsson, í. M., 12,57 m. 3 Kristján Jóhannsson, í. M., 12,06 m. Hástökk: 1. Gísli Árnason, Umf. G., 1,68 m. 2. Stéfán Ásgrímsson, í. M., 1,60 m. 3. Ágúst Ásgrímsson, í. M., 1,60 m. Kringlukast: 1. Hjörleifur Sigurðsson, í. M., 35,97 m. 2. Valdemar Sigurðsson, I. M 34,09 m. 3. Hörður Pálsson, Umf. G., 32,24 m. Kúluvarp: 1. Ágúst Ásgrímsson, í. M., 14,11 m. 2. Valdemar Sigurðsson, í. M., 12,00 m. 3. Hjörleifur Sigurðsson, í. M, 11,97 m. Spjótkast: 1. Höskuldur Magnússon, Umf. Víking, 39,31 m. í gær var lagt upp í tvær tíu daga hringferðir til Norður- og Austurlandsins. Annar hóp- urinn fór með bílum héðan, en komið verður með skipi til Reykjavíkur frá Austfjörðum. Hinn hópurinn fer mótsett við iiinn fyrri. Farið var héðan tneð skipi til Austfjarða, en komið verður til baka með bif- reiðum. Ferðirnar, sem hefjast nú um helgina, verða farnar sem hér Eegir: Laugardaginn 22. júlí verðut lagt upp í níu daga ferð með bílum til Norður- og N.-Aust- urlands. Ekið verður þvert-yfir landið, um Kjöl og Auðkúlu- heiði. Helztu viðkomustaðir verða: Gullfoss, Hvítárvatn, Hveravellir, Akureyri, Vagla- rkógur, Mývatn, DettifosS, Ás- byrgi og fleiri fagrir og merkir r.taðir. Á heimleiðinni verður ekið um Borgarfjörð að Húsa- felli og um Uxahryggi og Þing- velli. Sama dag, 22. júlí, hefst fjög- urra daga ferð austur í Skafta- fellssýslu. Ekið verður fyrst í Fljótshlíðina, um Markarfljóts- aura og síðan sem leið liggur meðfram Eyjafjöllum að Skóg- um til Víkur. Þá verður haldið til Kirkjubæjarklausturs og merkir staðir skoðaðir þar og síðan farið austur í Fljótshverfi. Á heimleiðinni verður komið við í Dyrhólaey. Ennfremur verður farið í Þórsmörk uxn sömu helgi og komið til baka á mánudags- kvöld eða dvalizt inn frá til næstu helgar. Sunnudagsferðir næstu helgi eru þessar: í fyrsta lagi að Gull fossi og Geysi. í öðru lagi verð- Lir farið í Fljótshlíð. Ekið að Múlakoti, síðan um Markax:- fljótsaura meðfi'am Stíflunni. Þá farið í Möngugilshelli geng- ið á Þórólfsfell og síðan verða Þórólfsárgljúfur og Bleiksár- gljúfur skoðuð. Loks verða 2. Valdemar Sigurðsson, í. M, 33,73 m. 3. Þorkell Gunnarsson, Umf. G, 32.19 m. íþróttafélag Miklaholts- hrepps (í. M.) vann mótið með 33 stigum, næst að stigatölu var Umf. Grundfirðinga með 25 stig. Stighæsti maður mótsins var Gísli Árnason frá Umf. Grundfirðinga, hlaut 14 stig. Bezta afrek mótsins er kxilu- varp Ágústs Ásgrímssonar, 14,11 m, sem gefur um 900 stig samkvæmt finnsku stiga- töflunni. Að lokum glímdu félagar frá í. M. Ágúst Ásgrímsson vann glímuna. Dansað var í hinum rúmgóðu húsakynnum að Breiðabliki. Mótið sóttu um 400 manns. Fór það Vel fram, cnda sást varla ölvaður mað- ur. Bjariii Andrésson. skoðaðir mei'kir sögustaðir. Þriðja ferðir er hin afar vinsæla hringferð um Þingvelli og norð ur til Borgarfjarðar um Kalda- dal. Fjói’ða ferðin er í Þjórsár- dal. Komið að Stöng, Hjálpar- fossum og í Gjána. Framhald af 3. síðu. • líður, verðum við, sem snædd um í Grænu matstofunni þetta kvöld, að viðurkenna þetta: Evfaturinn var fyrsta flokks, allur ósóðinn, ljúffengur og góður, og við heyrðum vist- menn tala um augljósan og gleðilegan bata. Pétur Sigurðsson. --------■■■■»■--— Grikkir eru stöðugf Gríkkir Framh. af 5. síðu. söngs og íþrótta. Þessi helgasti ctaður Forn-Grikkja er um 240 mílómetra frá höfuðborginni í hlíðum fjallsins Parnassus. Yf- tr dyrum hofsins er ietrxxo hin heimsfræga setning: Þekktu sjálfan þig“. Grikkir myndu ekki vera þaÖ, sem þeir eru á,n Apollos, segja fræðimenn þeirra. Og við mynd um ekki vera það, sem við er- um án Grikkja. Það er því við- eigandi að ljúka ferðalagi um Grikkland méð því að koma á þennan helga stað, þar sem Grikkir reistu uppáhaldsguði sínum hið fræga hof fyrir nær 3000 árum. Og það er vert að hafa í huga, að þessi ævaforna og virðulega bygging er ekki tákn þess, sem heimurinn hef- ur misst. Hún vitnar fyrst og fremst um þjóð, sem ennþá er mjög merkileg, og enn heldur vörð um frelsi og mannréttindi. Bráðabirgðaiög Framhald af 1. síðu. 1. júlí til 31. desember þessa árs. Fyrir því eru hér með sett bráðabirgðalög samkvæmt 28. gr. stjórnarskrárinnar, á þessa leið: 1. gx’. Frá 1. júlí til 31. desember 1950 skal greidd uppbót á laun er miðast við vísitölu 112. 2. gr Útreikningur vísitölu fi’am- færslukostnaðar í desember næstkomandi og þar á eftir samkvæmt ákvæðum laga nr. 22 1950 svo og launaBreyting- ai' í janúar 1951 og þar á eftir samkvæmt sömu lögum skulu fram fara hxeð sama .hætti og 3. gr. Lög þessi öðlast þega gildi. Gjört í Reykjavík 19. júlí 1950. verið hefði, ef 1. gr laga þess- ara hefði ekki verið í lög tek- in. Sveinn Björnsson Björn Ólafsson“- Helgi Hannesson Framhald af 1. síðu. ekki eitt einasta tilfelli, þar sem lxúsaleiga hefði lækkað vegna laganna. Var felld til- laga frá fulltrúa Alþýðusam- bandsins um að meta nú eins og áður meira raunveruleik- ann en þessi pappírslög, sem hvergi hefur verið fylgt, og hvergi hafa lækkað húsaleigu. Ef vísitalan væri reiknuð út með venjulegu móti, mundi hún nú vefa 117 stig, að því er nefndin hefur reiknað út. Ef ekki er reikn að með hækkun húsaleigu- vísitölunnar, yrði hún 114. En eftir fölsun ríkisstjórn- arinnar verður hún aðeins 109 stig. Miðstjórn Alþýðusambands- ins hefur, að því er Helgi Hannesson skýrði frá, staðið í stöðpgu sambandi við forsæt- isráðherra um mál þetta, en hann hefur komið sér hjá því að öll ríkisstjórnin veitti stjórn Alþýðusambandsins viðtal um málið. Helgi sagði, að þessi föls- un vísitölunnar og kjara- skerðingin, sem af henni Ieiðir, mundi verða til þess, að stjórn Alþýðusambands- ins mun leggja fyrir öll sam bandsfélög sín að segja upp samningum og hef ja nú þeg- ar kaupgjaldsbaráttu til að fá upp bætta þá kjaraskerð- ingu, sem orðið hefur vegna gengislækkunarinnar. En ríkisstjórnin er með aðgerð- um sínum í þessu máli bú- in að stofna vinnufriðinum í landinu í alvarlega lxættu. Augiýsið í AlþýðtÞ Skipshöfninni á „Sindra" þökkuð björgun AÐFARANÓTT 28. apríl s.l. strandaði þýzki togarinn ,,Sundsvall“ nálægt Skagavita. Áhöfn vélbátsins „Sindra“ SU 12 fi’á Eskifirði bjargaði öllum skifpvei'jum. Mál skipstjórans var tekið fyrir í sjórétti í Hamborg 29. maí, og féll dómur 28. júní s.l. I dómsfarsendunum er farið miklum viðurkenningarorðum um frammistöðu hinnar ís- lenzku skipshafnar, er tókst að forða manntjóni, þótt illa horfði. Framhald af 1. síðu. réttindi framleiðslu til land- varna í efniskaupum, og heirn- ild til að kalla út varalið og fjölga allmikið í her og flota. Fjár til þessara framkvæmda verður aflað með nýjum skött- um. Talið er, að ráðstafanir Tru- mans muni njóta mikils stuðn- ings í þinginu, sem hefur nú samþykkt frumvarp um stuðn- ing við önnur ríki, sem er hátt á annan milljarð. Ameríski herinn í Koreu þrefaldaður Framh. af 1. síðu. sagðir safna liði og undirbúa nýja sókn gegn Taiden. Brezkar og amerískar flug- vélar gerðu í gær miklar árás- Ir á stöðvar Norður-Kóreu- manna, eyðilögðu samtals 45 flugvélar þeirra og kveiktu meðal annars í olíuhreinsunar- stöðvum þeirra. BANDARÍKIN hafa nú svarað orðsendingu Nehrus og segja, að Kóreumálinu megi ekki blanda saman við fulltrúa Kína hjá sameinuðu þjóðunum, bað séu óskyld mál. Banadríkin muni standa við samþykkt ör- yggisráðsins. Frysl lambalifur er ein eftirsóknarverðasta fæðutegund, sem til er. — Fæst í heildsölu hjá: Samhandi ísl. samvinnufélaga, sími 2678.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.