Alþýðublaðið - 20.07.1950, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 20.07.1950, Blaðsíða 1
yeðurhorfur: Austan gola eða kaldi. Rign- ing með köflum. Forustugrein: Saga, sem ekki verður B fölsuð. EI XXXI. árg. Fimmtudagur 20. júlí 1950 153. tbl. MALAFERLI kommún- istastjórnarinnar í Austur- Þýzkalandi gegn fjármála- ráðherra Túringen og öðr- um „efnaliagslegum skemd- arvörgum“ hafa tafizt um ó- fyrirsjáanlegan tíma. Stafar þetta af því,' að hinn opin- beri ákærandi í málinu hef- ur sjálfur flúið til Vestur- Berlínar c? hafðj með sér mikið af málsskjölunum! Furðulegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar: A vígstöðvimum í Kóreu lí ¥10S VAXANDI viðsjár eru nú með ríkjunum á Balkanskaga. Kefur Grikklandsnefnd samein uðu þjóðanna sent Trygve Lie skýrslu, þar sem talin er alvar- leg hætta á að nágrannaríki Grikkja geri á þá árás. Hafa rússnesku leppríkin ákært Grikki um vígbúnað og árásar- fyrirætlanir, en nefndin segir, nð Grikkir hafi einmitt verið að afvopna sig. Þá skiptast Júgóslavar enn á orðsendingum við nágranna- ríki sín, Búlgaríu og Albaníu, þar sem klögumálin ganga á víxl um árásarfyrirætlanir og landamærabrot. Mynd þessi sýnir ameríska og suður-kóreisks herrnenn á víg- stöðvunum í Kóreu. Tvö herfylk! gengu á Sand f gær. TVÖ amerísk herfylki hafa nú gengið á land í Kóreu og hefur herstyrkur sameinuðu þjóðanna þar með þrefaldazt. Gekk önnur deildin á land í Fusan, en hin allmiklu norðar ú austurströndinni, fyrir aftan framlínur kommúnista á þeim slóðum. Gekk landgangan mjög vel, og var gerð undir vernd herskipa. Fyrstu herflokkar þessara deilda voru þegar í gær komnar til vígstöðvanna. Eru þessar herdeildir sagðar búnar skriðdrekum og öðrum full- komnum vopnum. í gærkveldi var frá því skýrt í Tokio, að kommúnistar á austurströnd Kóreu létu undan síga fyrir amerískum hersveitum. Á aðalvígstöðvunum halad Bandaríkjamenn enn stöðvum sínum, en kommúnistar eru Framhald á 7. síðu. íoðskapur Trumans forseía fi! fingsins um naliðsynlegar aðgerðir TRUMAN FORSETI sendi í gær þjóðþinginu boðskap, þar sem hann fór fram á 10 milljarða fjárveitingu til hernaðarað- gerða í Kóreu, aukins vígbúnaðar og stuðnings við vinveittar þjóðir. Jafnframt fór forsetinn fram á leyfi til að kalla út varalið og auka her-og flota, hefja nauðsynlega framleiðslu til hernaðarþarfa. Þá fer hann og fram á heimild til ýmissa ráð- stafana innanlands, meðal annars til þess að hindra verð- bólgu, ef þörf reynist. Truman bendir á í boðskap sínum, að stuðningur samein- uðu þjóðanna við Suður-Kóreu hafi þegar hindrað það, að kommúnistar legðu landið und- ir sig. Hann minnti á, að kom- múnistar hefðu þarna stóran her, sem væri rækilega þjálf- aður og undir öruggri stjórn, og mundu sameinuðu þjóðirn- ar eiga fyrir höndum harða bar áttu þar. Truman taldi nú auð- sætt, svo að ekki verði um deilt, að kommúnisminn svífst einskis til að koma áætlunum sínum fram. eigu sfiaum! Forsetinn óskaði eftir 10 milljarða fjárveitingu til þess að standa straum af herkostn- aði í Kóreu, og gera nauðsyn- legar ráðstafanir innanlands, en einnig til þess að styrkja varnir vinsamlegra þjóða og gera þeim kleift að verjast gegn frekari árásum, ef gerðar verða. Skömmu eftir að Truman forseti sendi boðskap sinn til þingsins, voru lögð fram á þinginu frumvörp um margs konar ráðstafanir, svo sem for Framhald á 7. síðu. Alþýðusambandssfjórn mun hvetja verka- r JPj* S r S ri n g s RÍKISSTJÓRNIN hefur nú látið falsa vísitöluna, svo að hún er aðeins 109 stig 1. júlí, en hefði með venjulegum út- reikningum orðið 117 stig. Jafnframt hefur stjórnin gefið út bráðabirgðalög þess efnis, að kaup skuli til áramóta ekki greitt eftir hinni fölsuðu vísitölu, heldur eftir vísitölunni 112 stig! Stjórnin hefur nú látið taka tillit til húsaleigulaganna, sem samþykkt voru á síðasta alþingi, í reikningi vísitölunnar. Samkvæmt lögum þessum ætti liúsaleiga að LÆKKA; og er gert ráð fyrir slíkri HÚSALEIGULÆKKUN í vísitolunni, þótt rannsókn hafi leitt í ljós, að húsaleiga hefur hvergi lækkað vegna laga bessara. Vegna þessara aðgerða ríkisstjórnarinnar mun miðstjórn Alþýðusambands íslands leggja fyrir sambandsfélögin að segja upp samningum og hefja kaupgjaldsbaráttu til a'ð fá bætta þá kjaraskerðingu, sem orðið hefur vegna gengislækkunarinnar. Bráðabirgðaiög gefin úf í gær .Opinber tilkynning var gef- in út um þetta í gær og er hún á þessa leið: „Forseti íslands gerir kunn- ugt: Viðskiptamálaráðherra hef- ur tjáð mér, að nauðsynlegt sé að setja bráðabirgðalög um greiðslu launauppbótar. Með lögum nr. 56 1950 um breyt- ingu á lögum nr. 37 1943 um húsaleigu, er sett hámark húsaleigu, að viðbættri vísi- töluuppbót, sem ákveða má fyrir íbúðarhúsnæði. Hámarks ákvæði laganna hafa áhrif til lækkunar yfirleitt á húsaleigu íbúðarhúsnæðis og varð því ekki h^á því komizt fyrir kaup lagsnefnd að taka fullt tillit til nefndra laga og þeirrar lækkunar á framfærslukostn- aði, sem af þeim leiðir. Vísitalan fyrir júlí hefur með tilliti til þessa verið á- kveðin 109 stig og mundi þá að óbreyttum lögum aðeins 5% launahækkun verða grei’dd til ársloka. En þar sem áður greind lög um lækkun húsa- leigu eru nýlega set't og því ekki komin til framkvæmda nema að litlu leyti, þykir ekki sanngjarnt að sú vísitölulækk- un, sem af þeim stafar, komi til framkvæmda nú nema að litlu leyti. Þess vegna þykir rétt að ákveða, að 12% upp- bót skuli greiða á öll laun frá Framhald á 7. síðu. Viðtal vlð Helga Hannesson Alþýðublaðið sneri sér í gær kvöldi til Helga Hannessonar, forseta Alþýðusambands ís- lands, og spurði hann um mál þetta. Hann skýrði svo frá, að evo óvenjulega hefði brugðið við, að ríkisstjórnin hefði kall- að kaupgjaldsnefnd á sinn fund til að ræða við hana út- reikning vísitölunnar. Áður virtist samkomulag um það í nefndinni að reikna vísitöluna á sama hátt og fyrr, en eftir afskipti ríkisstjórnarinnar vildi meirihlutinn taka upp nýjar aðferðir við útreikning- inn. Gegn tillögum fulltrúa Alþýðusambandsins í nefnd inni, Torfa Ásgeirssonar hagfræðings, var brugðið út af 11 ára venju um að taka tillit til húsaleiguvísitölunn ar í framfærsluvísitölunni. Nú var þetta ekki gert, en húsaleiguvísitalan hefur ný- lega hækka'ð um 18 stig og mundi þetta eitt liækka vísi töluna um rösklega 2 stig. Þá ákvað meirihluti nefnd- arinnar nú, að því er virðist samkvæmt fyrirskipunum rík- isstjórnarinnar, að taka tillit til húsaleigulaganna, sem al- þingi samþykkti í þinglok í vor. Ef þessi lög væru fram- kvæmd, myndu þau lækka húsaleiguna í landinu, en rann sókn, sem nefndin gerði, sýndi Framhald á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.