Alþýðublaðið - 20.07.1950, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.07.1950, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Finimtudagur 20. júlí 1950 Útgefandi: AIþýðuflo,Í£kurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Grönðal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson, Ritstjórnarsimar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Aiþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Sapr sem ekkS verður fölsuð ÞJÓÐVILJINN gerir sér það bersýnilega ekki nægilega ljóst, að þýðingarlaust er fyrir kommúnista, að ætla sér að falsa sögu alþýðuhreyfingar- innar í lýoræðislandi; því að þar er jafnharðan hægt að fletta ofan' af ósannindum þeirra. í einræðislöndum kom- múnismans er hins vegar allt öðru máli að gegna. Þar ráða kommúnistar yfir öllum blöð- um og bókum, og ekkert fær að koma á prent annað en á- róður þeirra. Þar þarf ekki ann. að en taka allar eldri heimild- ir í bókum og blöðum úr um- ferð og Ijúga síðan að almenn- ingi, hvað áður hafi gerzt. Þá er á tiltölulega stuttum tíma hægt að falsa söguna þannig í vitund fólksins, að það hafi ekki hugmynd um hið sanna og rétta. Þetta er það, sem þeir gera austur á Rússlandi. En hér þýð- ir kommúnistum ekkert, að reyna slíkt. Það er því ekki nema broslegt, þegar þeir segja Eögu alþýðuhreyfingarinnar hér á Iandi í Þjóðviljanum í gær þannig, að Kommúnista- flokkurinn hafi verið stofnaður „vegna svika Alþýðuflokksins við alþýðuna og sósíalismann.“ Þjóðviljinn reynir að vísu, að bregða einhverjum sanninda- þlæ yfir þessa lygi með því að viðurkenna, að Alþýðuflokkur- inn hafi unnið „marga sigra á fyrstu árum sínum“ eða áður en Kommúnistaflokkurinn var stofnaður. En í sannleika gerir kommúnistablaðið sig aðeins enn þá, hlægilegra með slíkri sýndarsanngirni; því aö allir vita, að alla stærstu sigra sína í baráttunni fyrir bættum kjör um og auknum réttindum al- þýðunnar hefur Alþýðuflokk- urinn unnið s í ð a n Komm- únistaflokkurin var stofnaður og þrátt fyrir klofnings- iðju hans og skemmdarverk í alþýðuhreyfingunni. * Stofnun Kommúnistaflokks- ins var heldur ekki fram köll- uð af neinni alþýðuhreyfingu hér á landi. Hún var f y r i r - s k i p u ð austur í Moskvu og framkvæmd af nokkrum stúd- entum, sem tekið höfðu hina nýju rússnesku trú, en höfðu utið eða ekkert samband við íslenzka alþýðuhreyfingu; enda hefur saga Kommúnista- flokksins verið öll eftir því. Því lengur, sem hefur liðið, þvj þrælbundnari hefur hann orðið rússneskum stórveldis- hagsmunum. Fyrir íslenzka alþýðu hefur hann ekkert gert nema .til bölvunar. Ekki ein einasta varanleg umbót á kjörum hennar er við nafn Kommúnistaflokksins bundin. Hann hefur með „baráttu“ sinni, sem eingöngu hefur ver- ið falin í því að kljúfa alþýðu- hreyfinguna og reyna að eitra hana með rússneskum kenni- setningum, aðeins verið drag- bítur á þau mörgu góðu mál, sem hún hefur barizt fyrir og hægt og hægt verið að bera fram til sigurs undir merki Alþýðuflokksins. * Menn gera sér það aldrei nægilega vel Ijóst, hvílíkan hnekki alþýðuhreyfingin hér á landi beið við það, að Al- þýðuflokkurinn var klofinn af kommúnistum meðan flokkur- inn var enn í bernsku og ó- harðnaður. Alþýðuflokkarnir annars staðar á Norðurlöndum voru orðnir gamlir og rót- gronir flokkar, þegar komm- únistar hófu klofningsiðju sína, og því miklu betur færir ur það, að standa hana af sér, svo .sem reynslan hefur líka síðan sýnt. En Alþýðuflokk- urinn hér varð alveg frá byrj- un að berjast við sundrungar- starf kommúnista og hafði ekki starfað nema í rúman áratug, þegar Kommúnistaflokkurinn var formlega stofnaður og tók upp hina skipulögðu rógsiðju um Alþýðuflokkinn með rúss- nesku gulli. Þegar þe.tta er aðgætt, ætti mörgum að verða ýmislegt skiljanlegra, sem ís- lenzk alþýðuhreyfing hefur síðan átt við að stríða. í hel baráttu Alþýðuflokksins fyrir árlegu orlofi alls vinn- andi fólks í landinu, með full- um launum. Þjóðviljinn minnt ist ekki einu einasta orði á það mál fyrr en það hafði náð fram y.ð ganga á alþingi eftir langa og þrautseiga baráttu Al- uýðuflokksins. * Og svo heldur Þjóðviljinn, að hann geti talið fólki trú um, að Alþýðuflokkurinn, sem öllu þessu og óteljandi öðrum hagsbótum hefur komið fram á kjörum alþýðunnar síðan Kommúnistaflokkurinn var stofnaður, hafi svikið hana og sósíalismann! Vill Þjóðviljinn þá ekki einu sinni að minnsta kosti sýna mönnum fram á, hvað eftir Kommúnista- f 1 o k k i n n liggur, sem til varanlegra hagsbóta og auk- innar menningar horfir fyrir alþýðu þessa lands? ðóð veiði hjá dragnÓfabáium í Ólafsvík í Sólrikf Engu að síður hafa sigrar hennar verið stórir undir for- ustu Alþýðuflokksins, og flest- ir unnizt eftir stofnun Komm- únistaflokksins og í berhöggi við lúalegt baknag hans. Þann ig rægðu kommúnistar verka- mannabústaðina sem „okur- Etofnanir“, þegar verið var að byrja að byggja þá fyrir frum- kvæði Alþýðuflokksins Þann- ig kölluðu þeir iðgjöldin til al- þýðutrygginganna „dráps- klyfjar" á alþýðuna og söfn- uðu undirskriftum til þess að mótmæla tryggingunum, — einhverri þeirri mestu framr för, sem hér á landi hefur orðið á kjörum og réttindum alþýðunnar; einnig fyrir frum kvæði Alþýðuflokksins. Og þannig reyndu þeir að þegja OLAFSVIK. SEX BÁTAR hafa stundað hér dragnótaveiði frá 1. júní í vor, og auk þess einn opinn bátur. Afli hefur verið fremur góður. Aflahæsti báturinn, Björn Jörundsson, hefur selt afla sinn á þessu tímabili fyrir G0 þúsund krónur. Bátarnir hafa allir lagt upp hjá frystihúsinu, og auk þess tveir bátar af Hellissandi öðru hvoru. Nú er svo komið að frysti- húsið er orðið fullt og hætti það að taka á móti 17. þessa mán- aðar. Bátarnir munu þó halda áfram dragnótaveiðum og leggja upp í frystihúsin í Grundarfirði og Stykkishólmi að minnsta kosti fyrst um sinn. Komið hefur til mála að leggja afla bátanna upp í salt, en engin endanleg ákvörðun hefur verið tekin um það enn- þá. OTTÓ. sem með litlum breytingum mætti starfrækja sem sjúkrahús, óskast til kaups. Mikil útborgun. Menn semji við undirritaðan í síðasta lagi 22. þ. m. á hádegi. EGGERT CLAESSEN hrl. Gjafir Norðmanna. — Framferði okkar gagnvarf eigin fornminjum. — Grátbroslegir þessa stundina. — Fyrirspurn um vogir í búðum. MUNIRNIR, sem Norðmenn rendu hingað á herskipi og voru afhentir okkur á þriðjudaginn eru okkur kærkomnir. í fyrsta algi eru munirnir sjálfir dýrmæt sr og sýna okkur þætti úr sögu þessarar frændþjóðar okkax, en um leið fögnum við því, að taka við gjöf frá Norðmönnum. Væri vel ef aðrar þjóðir, sem við eig- um muni hjá, sem eru dýrmæt- ari en flest annað, en geta ekki veriff þeim dýrmætir, sendu hingaff herskip meff þá. MEÐAL ÞESSARA MUNA frá Noregi eru sweðal annars myndir af byggingum frá síð- ustu tveimur öldum, en auk þess margir aðrir munir, sem lýsa menningu og þjóðlífi Norðmanna. Það er gott að geta nú farið í Þjóðminjasafnið og kynnst sögu þeirra á síðari öldum á þennan hátt. EN ÉG GET FKKI látið hjá Líða að benda á það, hvað það cr táknrænt fyrir okkur Islend- inga, að næstum því á sömu Norska forngripagjöfin. s s s s ENDA ÞÓTT íslendingar séu söguþjóð mikil og hafi fyr- ir 1000 árum lifað menning- arlífi og skapað menningar- leg verðmæti, sem þá áttu enga sína líka og enn eru víð fræg, eiga þeir fátt verald- legra muna eða mannvirkja til að minna á þessa tíð. — Frægð íslenzkrar menningar hvílir fyrst og fremst á and- legum verðmætum, sem varð veitt voru mann fram af manni og loks færð í letur. En menning þessa tíma vík- ingaaldarinnar átti ' engin stórkostleg mannvirki, hvorki hallir né pýramída. ÞÆR MINJAR, sem til eru frá þessum tímum, eru því hvorki miklar né mikilfeng- legar, miðað við það, sem mörg önnur menningartíma- bil hafa getað skilið eftir. Samt hefur fundizt í jörðu eða varðveitzt á annan hátt allmargt muna frá víkinga- tímunum og hefur fræði- mönnum tekizt að draga upp allskýrar myndir af lifnað- arháttum manna, með því að nota þæði fornminjarnar og frásagnir, sem til eru. Þessar fornminjar hafa því mikla þýðingu í menningarsögu þjóðarinnar. HÉR Á LANDI hefur forn- minjasafnið órum saman bú- ið við erfiðar aðstæður. Það var því eðlilegt, að hugur manna beindist að því; irm það bil sem lýðveldi var end- urreist hér á landi, að hafizt væri handa um að reisa veg- lega byggingu fyrir safnið. Þessi bygging er nú komin upp, þótt enn sé margt ógert innan húss, og er þess að vænta, að hægt verði að Ijúka ,við hana, þrátt fyrir alla erf- iðleika. ÞAÐ VARÐ ÓVÆNT fyrir alla alþýðu manna, að fyrstu stofurnar, sem teknar eru í notkun í hinni nýju safn- byggingu, skyldu hafa að geyma gripi, sem gefnir hafa verið hingað frá Noregi. Þessi bygging ætlar að því leyti að verða eins og lánd- ið sjálft: Norskir koma þar fyrstir og nema iandið, en síðar mun ur verða íslenzkt safn, eftir því sem meira af gripum frá söguöldinni og j síðari árum verður flutt í safnið, unz alíslenzk stofnun | verður eftir, er safnið verð- ur fullbúið. ÞESSI SAMANBURÐUR hlýt- ur að falla öllum íslending- um í geð. Það er óneitanlega drengskapur mikill og glögg merki hreinnar vináttu, er Norðmenn taka gripi frá fornöld úr sínum eigin söfn- um og gefa hingað til lands. Og íslendingum verður það vissulega menningarlegur fengur, að geta af gripum þessum fengið einhverja hug- mynd um það land og þá lifnaðarhæiti, sem landnáms menn yfirgáfu, og geta borið bessa hluti saman við sams i konar gripi íslenzka frá næstu árum eftir landnámið. HAFI NORÐMENN þakkir fyr- ir gjöf þessa, ekki sízt sendi- herra þeirra hér, Andersen- Rysst, sem mikinn þátt hef- ur átt í gjöfinni, og Per Fett magister, sem hingað hefur komið til að setja gripina upp og skýra þá. dögunum, sem verið er að koma hinni norsku gjöf fyrir í Þjóð- minjasafni okkar, erum við að eyðileggja fornminjar af líkum aldri og líkri gerð. Það eru ekki nema fáar vikur síðan mörg hundruð ára görnul hús austur á Eyrarbakka voru tætt í sund- ur og timbrið í tætlum flutt á burt úr plássinu. SVO VEL var frá öllu gengið, r.ð ekki voru einu sinni skildar rftir tröppuranr og ekki lieldur liestasteinarnir, heldur var jarð ýtunni beitt á rústirnar og allt jafnað við jörðu. Norðmenn hefðu ekki leyft slíkan vandal- isma, en við höfum ráð á því, við eigum svo mikið af sögu- legum minjum, eða hitt þó held ur. Og ég get ekki annað en Ekammast mín fyrir hönd þjóð- ar minnar þessa dagaria, þegar við erum að taka við forn mun- um úr vinarhönd bræðraþjóð- arinnar með annarri hendinni en erum um leið önnum kafnir með hinni að rífa sundur okkar eigin fornminjar heima ' fyrir. Við erum grátbroslegir þessa stundina. í HÚSMÓÐIR SKRIFAR, úr Kleppsholtinu. Hún spyr ao því hvort það sé ekki skylda kaup- manna að hafa vogir á búðar- borðinu til að vega vörurnar að kaupendum ásjáandi. Hún seg- ist spyrja að gsfnu tilefni, því að í verzluninni Rangá í Skipa- rundi sé engin vog á búðar- imrðinu, en hins vegar sé farið með vörurnar inn í kompu bak við og þær vegnar þar. EG VEIT EKKI BETUR en að kaupmenn séu skyldugir að hafa vogir á búðarborðinu og vega vörurnar fyrir augum kaupenda. Vogirnar eru ékki að eins fyrir kaupmanninn, heldur einnig fyrir viðskiptamann hans. Mekla fór í gærkveldi HEKLA lagði af stað frá Reykjavík í gærkveldi í fjórðu Skotlandsferð sína fullskipuð farþegum. Um helmingur far- þeganna, eða um 70 manns, eru útlendingar. KOSNINGAR eiga nú að fara fram á þeim svæðum Suð- ur-Kóreu, sem kommúnistar hafa á sínu valdi, og verða greidd atkvæði með því að rétta upp hendurnar!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.