Alþýðublaðið - 22.08.1950, Síða 4

Alþýðublaðið - 22.08.1950, Síða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Þriojudagui- 22. ágúst 1950 ÍJtgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson Ritstjcrnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. 1 Afgréiðslúsími: 490Ó. Aðseíúr: Al'pýðuhúsið. AlþýðuprenteKúðjan h.f. Hver er sparisjóður Þjéðvlljans ÞJÓÐVILJINN ræddi fyrir nokkrum dögum í hlökkunar- tón fjárhagserfiðleika Alþýðu blaðsins. Jafnframt dró hann þá ályktun af tíu daga utkomu stöðvun Álþýðublaðsins í sum ar, að Alþýðuflokkurinn myndi ætla í stjórn með afturhalds- ílokkunum í haust og láta hags bótabaráttu verkalýðssamtak- anna Iyfta sér þangað, þar eð málgagn hans hefði byrjaS, út- komu sína á ný! Alþýðublaðið fór nokkrum orðum um þessa fráleitu blekkingartilraun kom múnistablaðsins og benti á, að hún myndi fram komin að fyr- irmælum miðstjórnar komm- únistaflokksins í þeim tilgangi að gera Alþýðuflokkinn tor- Iryggilegan í baráttunni gegn gengislækkuninni og núver- andi ríkisstjórn með sérstöku tilliti til Alþýðusambands- þingsins í haust og kosningar fulltrúanna til þess. Þjóðvilj- inn á sunnudaginn reynir enn að halda blekkingunni til rtreitu og heimtar yfirlýsingu frá miðstjórn Alþýðuflokksins, því að ella sé Ivgin sannleikur! En mesti vindurinn er þó far- inn úr honum. Það hefur ber- sýnilega komizt gat á belginn! En í sambandi við þessar umræður leyfði Alþýðublaðið sér að spyrja þess, hvaðan Þjóðviljinn hefði rekstrarfé sitt. Það er staðreynd, að Al- þýðublaðið hefur mun stærra upplag en Þjóðviljinn og flyt- ur einnig fleiri auglýsingar en hann. Samt berst Alþýðublað- ið fjárhagslega í bökkum. En Þjóðviljinn virðist ekki eiga í neinum fjárhagslegum erfið- leikum. Hann berst þvert á rrióíi mikið á og hlakkar yfir fátækt Alþýðublaðsins. Hvað- an fá kommúnistar rekstrarfé Þjóðviljans? Það er von, að maður spyrji. ❖ Þessi hógværlega fyrirspurn hefur hitt í mark og komið for ráðamönnum kommúnista- blaðsins úr andlegu. jafnvægi. Þeir birta í blaði sínu á sunnu daginn rammagrein, sem er meira en helmingi lengri en fyrirspurn Alþýðublaðsins. En maður er jafn nær. Þeir fara með ósannindi og færast und- an því að svara fyrirspurn- inni afdráttarlaust. Það er alger blekking, að Þjóðviljinn hafi stærra upplag en Alþýðublaðið. Rammagrein- in staðhæfir, að upplag Þjóð- viljans sé meira en þriðjungi hærra en Alþýðublaðsins. En nærri lætur, að hér sé sannleik anum snúið við, því að Alþýðu- blaðið hefur því sem næst þriðjungi hærra upplag en kommúnistablaðið. Auk þess flytur Alþýðublaðið sýnu meira auglýsingamagn ár hvert en Þjóðviljinn. Það eru eirmig ó- | sánnindi, að Alþýðublaðinu sé ' dreift ókeypis í stórum stíl. Al- þýðublaðinu er aðeins dreift ó- keypis í smáum stíl í sambandi við kosningar, og þá er upplag þess aukið sem því nemur. En Þjóðviljanum er dreift ókeypis nokkuð mikið árið út og árið inn. Og staðhæfing Þjóðviljans um fórnfýsi alþýðunnar við að tryggj a rekstur hans, — að Þjóðviljinn sé eins konar^spari- baúkun hundra^a og :þúsunda, — • ér' vísvitandi "ósannindi. Þeir, sem kosta útgáfu Þjóð- viljans eru mjög fáir. Sveinn Valfells og nokkrir aðrir ,,ör- eigar“ slíkrar tegundar láta að vísu eitthvað af hendi rakna við kommúnistablaðið. En þeirra framlag hrekkur þó ekki langt. Þjóðviljinn hefur ein- hvern dulinn tekjustofn, spari- sjóð, sem er mjög vel birgur. Og Alþýðublaðinu, sem er dá- vel kunnugt um fjármál kom- múnistaflokksins fyrr og síðar, er ekki grunlaust um, að þessi iparisjóður sé útibú frá erlend- um banka. Það er satt og rétt, að Þjóð- viljinn þykist efna til fjáröflun- ar á samskotagrundvelli. En árangur hennar er lítill sem enginn. Áski'ifendum Þjóðvilj- ans hefur ekki fjölgað að neinu ráði undanfarin ár. Þegar kom- múnistar efna til áskriftasöfn- unar fyrir Þjóðviljann, birta þeir aldrei tölur um kaupenda- fjölgunina. Þeir birta prósent- tölur. Vogadeild stendur sig helmingi betur en Barónsdeild! En kaupendaaukningin er kannski tveir eða fjórir í Voga- deild, en einn eða tveir í Bar- ónsdeild! Sama er að segja um happdrætti Þjóðviljans, Niður- ctöðutölur þess eru aldrei birt- ar. Ástæðan er sú, að þessar fjáröflunartilraunir skipta engu máli, þær bera lítinn sem eng- an árangur. En þetta er sett á svið til að reyna að leiða at- hyglina frá því, hvaðan rekstr- arfé Þjóðviljans kemur. Ráða- menn sparisjóðs Þjóðviljans rkipa svo fyrir, að þessar blekk- ingar séu við hafðar, svo að sem hefur minnst upplag og fæstar auglýsingar á Islandi, læmst ágætlega af fjárhags- lega! Þjóðviljinn skal ekki reyna að ljúga sig frá fyrirspurn Al- þýðublaðsins. Honum er mun eæmra að þegja. Alþjóð veit, að skýringar hans ná engri átt. Þjóðviljinn. er,.ekki kostaður af fórnfúsri íslenzkri alþýÖu. Hann er heldur efid kostaður af fórnfúsum nýríkum burgeis- um í kommúmstaflokknum. En hver er þá sparisjóður Þjóðvilj- ans? Málgagn jafnaðarmanna í Danmörku hefur fyrir skömmu birt athyglisverðar upplýsing- ar um tekjulindir kommúnista- blaða allra landa. Danska kom- múnistablaðið ,,Land og folk“ komst í mikil vandræði, en datt auðvitað ekki í hug að gangast við sannleikanum. Sama er að pegja um kommúnistablöð ann- arra landa. Þau hafa reynt að beita lyginni til gagnsóknar á hendur jafnaðarmönnum. Þjóð- viljinn sýndi það á sunnudag. Hann flutti þá frétt, að finnsk- ir jafnaðarmenn fái gjafir er- lendis frá, bandarískar sígar- ettur, spánskar apríkósur og ítalskar appelsínur! Og í þessu sambandi minnist maður hins fornkveðna, að margur heldur mig sig! Kommúnistablöð nágranna- landanna fá sem sé erlendar gjafir. Það eru raunar ekki sígarettur, apríkósur eða appel- cínur, heldur yfirfærðar rúss- neskar rúblur. Og væri ekki hugsanlegt, að Þjóðviljinn hér hjá okkur fái sinn skerf af þess- um gjöf.um? Er hann svo ólat- ari í þjónustunni við Rússland og Kominform en „Land og folk“, ,,Friheten“ og „Ny dag“, að hann eigi ekki einhverja umbun skilið? Er óskynsamleg tilgáta, að sparisjóður Þjóðvilj- ans sé einmitt þetta? Og sé svo, þá undrar mann ekki, þó að Þjóðviljinn sé ófús að gefa skýr svör við hinni stuttu, en hittnu minna beri á bví, að blaðið, fyrirspurn Alþýðublaðsins. Skofíéíag R Félagsfundur verður í kvöld (22. ágúst) kl. 20 í Tjarnarcafé. Dagskrá: Stjórnarstörf skýrð. Að loknum fundi verður æfingasvæðið skoðað. Stjórnin. Krafizt nýrrar fegurðarsamkeppni, og þá „meðal reykvískra síúlkna‘!. — Gorgeir þeirra, sem þykj- ast eiga berjaland. — Ummæli gamla bóndans. UNGUR Reykvíkingur sendir mér þetta bréf af tilefni fegurð- arsamkeppninnar, sem allir hafa verið að tala um. „Ég er ekkert á móti fegurðarsam- keppni meðal reykvískra stúlkna. Það er skemmtilegur viðburður í bæjarlífinu og ekki veitir af aff gera þaff svolííið Iíflegra. Það var Iíka auðséð á föstudagskvöldið, að Revkvík- ingum þótti gaman að þessu, því að sagt er að í Tivoli hafi kom- ið um sjö þúsundir manna, en þó urðu margir frá að hverfa vegna erfiðleika með aðgöngu- miðasöluna. EN ÞEGAR auglýst er feg- urðarsamkeppni „meðal reyk- vískra stúlkna“, þá á það að vera fegurðarsamkeppni „meðal reykvískra stúlkna“. Það er víst ekki efamál, að sigurvegarinn í samkeppninni hjá Thorolf Smith hafi verið fegursta konan, Kjör rússneskra sjómanna STRAND rússneska síldar- skipsins fyrir norðan og fram koma rússnesku sjómannanna hefur vakið mikla athygli og umtal hér á landi. Hafa menn velt því fju’ir sér, hvernig líf hinna rússnesku sjómanna sé og hvað þeim sé kennt um ísland og íslendinga, ef slík- ar hugmyndir hafa ráðið fram komu þeirra. Um þetta er ó- gerningur að segja neitt með vissu. Hins vegar hafa nýlega birzt opinberlega upplýsing- ar um kjör rússneskra s.ió- manna almennt, og er fróð- legt að kynnast þeim. SÆNSKA blaðið „Sjömannen“ birti fyrir skömmu frásögn eistneska sjómannsins Enno Kustin, sem flmð hafði af rússnesku skipi, og segir hann frá kjörum hinna rúss- nesku sjómanna. Hann segír fyrst frá því, að erfiít sé að komast á skip í Rússlandi Verða menn fyrst að ganga á sjómannaskóla, en-til að kom- ast á skólann þarf meðmæi'i þriggja meðlima kommúnista flokksins, meðmæli atvinnu- rekanda, meðmæli lögregl- unnar og sex myndir. Menn, sem eiga ættingja í öðrum löndum, fá mjög sialdan inn- göngu, og hver umsækjandi verður að mæta hjá stjórn- málanefnd, sem úrskurðar, hvort umsækjandinn sé póli- tískt tryggur. KUSTIN stóðst þetta próf og fékk stöðu á skipinu „Tosno“ eftir að hann hafði verið lengi í strandferðum. Kaup hans sem háseta var sem svar- ar 700 krónum íslenzkum, en fjórðungur þess var tekinn í skyldugjöld, tekjuskatt, barn- leysisskatt, ríkislán og fram- lag til verkalýðsfélaga. Sjó- mennirnir fá mjög lítið af er- lendum gjaldeyri, nema helzt í kommúnistískum löndum. í ERLENDUM höfnum verða sjómennirnir að fá sérstakt leyfi til að fara í land. og fá- ist það, lúta þeir mjög ströng- um reglum. Þeir mega ekki bragða áfengi, ekki fara í veitingahús og ekki skrifa bréf í hafnarborgunum. Hver sjómaður hefur með sér sér- staka bók, og í hana verður hann að færa allt, sem hann kaupir sér. Eru strangar reglur um það, hvað sjómenn- irnir mega kaupa fyrir þanp litla gjaldeyri, sem þeir fá, og kaupi þeir eitthvað, sem ekki er leyft, eða gleymi að færa það í bókina, gera 'toll- verðirnir í Rússlandi slíka vöru upptæka. PÓLITÍSKUR eftirlitsmaður er á hverju skipi, og er hann kallaður aðstoðarmaður skip- stjóra, þótt hann sé í raun- inni yfirmaður skipstjóra í cem kom þarna fram, — og víst er um það, að frú Kolbrún er fögur kona, sérstæður persónu- leiki og dulúðug á að líta. Hefði farið fram samkeppni um feg- urstu eiginkonuna í Revkjavík, þá má vel vera að hún hefði sigrað einnig þar. En hér var ekki farið eftir reglunum. Virðuleg og elskuleg frú var valin fegurðardrottning meðal „eykvískr astúlkna“ — og aldr- ei hef ég heyrt það fyrr að eig- inkan væri kölluð ung stúlka. ÞESS VEGNA heimtum við strákarnir nú aðra fegurðar- samkeppni, sem eingöngu fari fram meðal stúlknanna okkar. Og þar verði eiginkonum og mönnum liarðlega bannaður að- gangur. Ég heimta af fegrunar- félaginu, að það gangist fyrir slíkri samkeppni, og ég vænti þess, að það sjái sóma sinn í bví að verða við þeirri réttlætis- kröfu okkar strákanna, sem er- um nú á hnotskóg eftir konu- efnum.“ ÞEIR ERU stórir karlar núna um þessar mundir, sem eiga brekku eða einhvers konar landsspildu þar sem gera mætti ráð fyrir að væri einhver strjál- ingur af berjum. Þeir auglýsa eins og enskir lordar, sem eiga nllt landið, eða áttu til skamms tíma. ,.Allt bannað.“ „Allt lok- að.“ „Lokað og læst.“ „Bannað- ur aðgangur að viðlagðri aðför að lögum.“ ÞAÐ ER eins og maður heyri gorgeirinn í kverkunum á þeim mörgum efnum. Hann fylgist i þegar þeir reka upp þessi org í með sjómöhnunum, ef þeir fara í land í erlendum. höfn- um og sér um að þeir lesi áróðursrit kommúnistaflokks- ins um borð. SJÓMANNAFÉLÖG eru að sjálfsögðu til, en á fundum þeirra er aldrei minnzt á kaup eða kjör, og engin tilráun gero til að bæta kjörin. Þvert 3 gjalds fyrir smábörn, á móti mundi það vera stór- | s9m kannske týna ekki nema hættulegt fyrir sjómenn að : svo sem 20 ber yfir daginn, en hefja umræður um l.aup °S | foreldrarnir verða að hafa með Framhald á 7. síðu. blöðunum. Þetta getur ekki verið fjárhagsatriði fyrir þá. Heldur aðeins fordild. Einhverj- ir, sem eru þefvísir á peninga, hafa tekið land á leigu, slegið tjöldum í landinu og auglýsa r.vo leyfi til að fara á berjamó. En það kostar 10 krónur fyrir manninn og sumsstaðar er jafn- vel gengið svo langt að krefjast kjör. Það, sem gerist á fund- um félaganna, er að hinn pólitíski eftirlitsmaður hlust- ar á skýrslur um að bessu eða öðru vinnutakmarki hafi ver- ið náð 100%. Þá ætlast hann til að sjómennirnir kqmi með tillögur um bætt og aukin af- köst og hvernig hraða megi verkum. FRÁ ÞESSU flýði Enno Kus- tin. Þegar skip hans kom í höfn í Vesterás í Svíþjóð, fékk hann landgönguleyfi og fór ekki aftur um borð,' og hinum pólitíska eftirlits- manni tókst ekki að finna hann, svo að „Tosno“ sigldi án hans.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.