Alþýðublaðið - 21.09.1950, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.09.1950, Blaðsíða 4
4 A!:t>VfHJRLAf>1F> Fimmtudagur 21. sept. 1950. Hvar er fornmirnavörður? Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal IÞingfréttir: Helgi Sæmundsson '■ Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. [ Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Þeir þurfa ekki að sýna þegnskapinn! ÞEGAR verkalýðsfélögin sögðu upp samningum í júlí og ágúst í sumar, var það gert til þess að mótmæla augsýni- legri fölsun júlívísitölunnar og knýja fram leiðréttingu henn- ar, svo að verkamenn og launa fólk yfirleitt fengi áfram þá kaupuppbót, sem því bar sam- kvæmt gengislækkunarlögun- um. Og þegar þessi leiðrétting júlívísitölunnar hafði fengizt, urðu öll verkalýðsfélögin við þeim tilmæium Alþýðusam- bandsstjórnar að framlengja samninga sír.a óbreytta fyrst um sinn, jafnvel þótt full á- stæða væri til þess, að nota tækifærið til að knýja fram kauphækkun og þar með fyllri bætur hinnar gífurlegu verðhækkunar af völdum geng xslækkunarinnar, en nú fást, með þeirri kaupuppbót, sem ákveðin var í gengislækkun- arlögunum. Réði þar miklu um, að verkalýðsfélögin vildu verða við almennri ósk um það, að vinnufriðurinn í land- inu yrði varðveittur, svo mik- ið sem á því veltur nú fyrir þjóðina, vegna gjaldeyrisskorts og margháttaðra annarra erf- iðleika, að framleiðslan stöðv- ist ekki; enda var því almennt íagnað, að verkföllum skyldi vera afstýrt, og þegnskapur verkalýðssamtakanna var við- urkenndur, jafnvel í andstæð- ingablöðum þeirra. En því meiri furðu vekur sú frétt, sem birt var hér í blað- inu í gær, að eitt atvinnurek- endafélagið í höfuðstað lands- ins, Félag löggiltra rafvirkja- meistara, skuli nú hafa neitað fyrir sitt leyti, að íramlengja hina gömlu samn- inga við rafvirkja óbreytta. Þessú^n atvSnnurekendum nægir það bersýnilega ekki, að rafvirkjar hafa orðið við til- mælum Alþýðusambandsstjórn ar og tjáð sig fúsa til að falla fyrst um sinn frá öllum kaup- hækkunarkröfum og fram- lengja samninga sína við raf- virkjameistara óbreytta, — þeir vilja fá kaup rafvirkja lækkað um hvorki meira né minna en 12,5 prósent og neita því fyrir sitt leyti, að fram- lengja hina gömlu samninga! Er nú ekki annað að sjá, en að til verkfalls dragi hjá raf- virkjum vegna þessarar fram- komu rafvii'kjameistara; að minnsta kosti hafa rafvirkjar boðað verkfaíl frá og með degin um á morgun, hafi rafvirkja- meistarar ekki séð að sér fyr- ir þann tíma og framlengt hina gömlu samninga. Það er furðuleg ósvífni, sem rkfvirkjameistarar sýna í þessu máli. Verkalýðssamtök- in, þar á meðal Félag íslenzkra rafvirkja, hafa sýnt mikinn þégnskap með því að falla frá Öllum kaunkröfum fyrst um sinn, þrátt fyrir takmarkaða uppbót hinnar sívaxandi dýr- tíðar, svo að vinnufriður og framleiðsla í landinu geti hald- izt. Og með þetta fyrir augum hafa þau tjáð sig reiðubúin til bess að framlengja samninga sína óbreytta. og flest þeiri'a þegai' framiengt ’þá. En raf- virkjameistarar eru bersýni- !ega þeirrar skoðunar, að þeir þurfi engan þegnskap að sýna, og að við það sé ekkert að athuga, þótt þ e i r rjúfi vinnu- friðinn með því að neita að framlengja samninga við raf- virkja og krefjast stórkostlegr- ar kaup lækkunar! En það er alveg áreiðanlegt, að rafvirkjameisturum. skjátl- ast, ef þeir eru þessarar skoð unar. Framkoma þeirra felur raunverulega í sér ósvííið trún aðarbrot á verkalýðssamtökun um, sem enga ástaeðu höfðu til þess að ætla, að vegið yrði pannig aftan að þeim,. er þau fyrir sitt levti féllust1 á, að cramlengjá samninga sína ó- breytta til þess að tryggja vinnufriðinn og áframhaldandi framleiðslu. Og slík framkoma rafvirkjameistara mun því verða fordæmd af allri alþýðu manna, hvar á landinu, sem er. Komi til verkfalls hjá raf virkjum á morgun, þá er það ekki þeirra sök, heldur at- vinnurekendaklíkunnar, sem hér hefur skorið sig út úr, og neitað að virða það samkomu- lag, sem allir aðrir hafa, vegrxa þjóðarhags, talið sér skylt að hlíta. Ælti a3 hafa vit á því að þegja ÞJÓÐVILJINN birti í gær langa lofgrein Jóns Rafnssonar um „afrek“ „sameiningar,- manna“ af hans tagi í Alþýðu- sambandinu og í verkalýðssam- tökunum. Þakkar hann þar sér. og sínum líkum flest það, sem alþýðusamtökin hafa síðasta’ áatuginn knúið fram af kjara- BLÖÐIN eni jafnan öðru hvoru að skýra fvá því, að Reykjavíkurbær sé að auka skrifstofumennsku sína. Nýj- ar deildir eru stofnaðar og nýir deildaforstöðumenn ráðnir. Þetta krefst tilheyr- andi skrifstofuliðs og ann- arrar aðstöðu. En samræm- ing á rekstri bæjarfyrirtækj- anna er ekki eínu sinni at- huguð, hvað þá að hafizt sé handa um raunhæfar fram- kvæmdir í þá átt. Þó hefur þess verið krafizt árum sam- an og allir aðilar bæjar- stjórnai'innar raunar verið sammála um það í orði kveðnu að minnsta kosti, að þessa væri þörf. En ástæðan fyrir framtaksleysinu er sú, að smákóngarnir í hinum ýmsu ríkjum ReykjaVíkur- bæjar heimta að ha^a því, sem þeir hafa hremmt. Á SAMA TÍMA dettur bæjai’- stjórnaríhaldinu ekki í hug, að bæta aðstöðu tramalla og nauðsynlegra stofnana, sern hún hefur horft upp á að byggju við ósæmileg vinnu- skilyrði undxnfarin ár. og réttarbótum undir forustu Alþýðuflokksins. Skal rétt til dæmis um þetta hlægilega skrum hans minnt á orlof verkamanna, sem hann þakkar sér og kommúnistum, en óvart var nú’ Hins'X'égár khú- ið fram með lögum frá alþingi af Alþýðuflokknum, fyrir for- göngu Stefáns JÚJþ;': Stéíánssbn- ar, án þess að blað-Jóns Ratns- sonar, Þjóðviljinn, léti svo lítið að minnast á málið einu orði, hvað þá heldur að það veitti því stuðning sinn, fyrr en búið var að bera bað fram til sigurs! Jón Rafnsson ætti að hafa vit á því að þegja um „afrek“ sín í verkalýðssamtökunum, því að þau hafa engin önnur verið en að rægja og sundra. Og veru hans á skrifstofu Al- þýðusambandsins verður áreið- anlega ekki minnzt að mörgu öðru en því, að hann heimtaði 10 000 krónur sér útborgaðar á kostnað verkalýðsins. þegar skipt var um framkvæmda- stjóra, og kom með klækjum nokkru af eignum og fjármun- um sambandsins undir komm- únista rétt áður en hann hvarf þaðan. Sérstök úfgáfa af „Heilsuvernd" í TILEFNI AF áttræðisaf- mæli Jónasar læknis Kristjáns- sonar hefur stjóm Náttúru- lækningafélags íslands látið binda inn 100 eintök af 4 fyrstu árgöngum Heilsuvemdar, í smekklegt og vandað band, á- samt efnisyfirliti, heilsíðumynd af Jónasi Kristjánssyni áttræð- um og eiginhandar áletrun og undirskrift hans. Eintökin eru tölusett frá 1 til 100. Hvert bindi verður selt á 200 krónur, og rennur alliur ágóðinn af sölunni beint í heilsuhælis- sjóð. Ástæðan til þess að upp- lagið er ekki stærra, er sú, að meira var ekki til af súmum heftum ritsins. Bókin verður aðeins seld í skrifstofu félagsins Laugavegi 22. Gleggsta dæmið um þetta er aðbúð bæjarbókasafnsins. Það er látið kúldast í alger- lega óhæfu leiguhúsnæði við fáheyrð þrengsli og aðbúð, sem engin menningarstofnun getur unað til bráðabirgða hvað þá ár eftir ár og kjör- tímabil eftir kjörtímabil. Forráðamenn Reykjavíkur- bæjar hefa þó löngu viður- kennt, að bæjarbókasafnið búi við óhæfileg starfsskil- yrði og lofað úrbótum fyrir kosningar, en auðvitað svik- ið öll þau heit eftir kosning- ar. BÆJARBÓKASAFNIÐ býr við húsakynni, er helzt minna á óvandaða gevmslu. En hinum megin við sömu götu hefur Reykjavíkurbær tekið á leigu mikið og vandáð leigu- húsnæði fyrir eina af i inum nýju deildum bæjarreksturs- ins. Bæjarbókasafnið hefur verið lokað í surnar vegna viðgerðar, samkvæmt því, sem upp er gefið, en ekki mun vitað, hverjir annasí og kosta þá viðgerð. Þeir, sem nota þurfa bæjarbókasafnið, hafa þó lítil vandkvæði af EF TIL VILL heyrum við aldrei í fréttum sagnir af hörmulegustu afleiðingum stríðs og styrjalda. Okkur er sagt frá Ioftárásum, framsókn eða flótta herja, skemmdum á borgum og svo framvegis. Við eigum ef til vill erfitt með að gera okkur grein fyrir afleið- ;ngunum af þessu öllu, þó að við vitum að þær eru eyðilögð heimili, flótti og hörmungar. EF TIL VILL höfum við aldrei skilið afleiðingarnar af styrjöldunum eins vel og eftir að við höfum séð kvikmyndina, sem nú er sýnd í Gamla Bíó, en hún fjallar um börnin, sem komust á vonarvöl á stríðsár- unum. Við sjáum þau hundruð- um saman í yfirfullum járn- brautarlestum á leið til upp- tökuheimila, sem UNNRA hef- ur sett á stofn víðs vegar á meg inlandi Evrópu. ÞESSAR MYNDIR eru ekki tilbúnar, þær hafa verið teknar meðan börnunum var safnað saman og fluttar til bækistöðv- ar UNNRA. En einmitt þetta gefur kvikmyndinni enn meira gildi. Á andlitum þessara barna getur að líta hörmungarúnir styrjaldartímanna, á tötrum þeirra bg í augum sér maður armæðu þeirra, skort, flótta og friðlyesi. SAGA MYNDARINNAR snýst að mestu um einn lítinn tékkneskan dreng. Foreldrar nans lifðu hamingjusömu lífi með tveimur börnum sínum þegar ráðizt var á land þeirra. Þau voru öll handtekin og því, þótt það sé lokað, því að þangað er naumast komandi og furðulegt, að nokkrar manneskjur skuli fást til þess að sinna þar störfum. Reykvíkingar, sem nota þurfa bókasafn, verðrj að leita á náðir landsbókasafnsins, sem þó, eins og allir vita, er fvrst og fremst ætlað fræði- mennum. ;BÁRAN, sem höfð er í f~ rnmi, þegar ástand bæjar- v<-.kasafnsins er gagnrýnt, er mfnan sú, að Reykjavíkur- h ’i* hafi annaðhvort ekki ráð r'-'a aðstöðu til þess að búa 1 í viðunandi starfsskilyrði. u vissulega er öðru nær en 7 "kjavíkurbær sé í fjár- bg, þegar bor/ arstjórinn r að gefa sjálfum sér dýrð- i * fyrir kosningan Og því T • ður ekki neitað, að Revkja ’ ' urbæ ber skylda til þess ! S sjá borgurunum fyrir r -nilegu bókasafni. Hann 'Vr.'ii að láta þá sjálfsögðu og ’ vðsynlegu ráðstöfun ganga f ■""ir því að fjölga sérdeild- : um í rándýru leiguhús- r ði von úr viti. varpað í fangabúðir, enda voru þau Gyðingar. Faðirinn og dótt irin hurfu, en móðirin og son- urinn lifðu af, en voru aðskilin. Sonurinn lenti á flækingi og í hóp flóttabarna. Móðirin hóf leit að dyni sínum eftir að hún losnaði úr prísundinni. LÝSINGIN á viðbrögðum barnanna er átakanleg. Hvern- ig þau óttast alla einkennis- klædda menn. Hvernig þau hlýða tafarlaust hastri skipun — og hvernig þau verða stóreyg af ótta þegar þau sjá girðingar. Ég hygg að fáir, sem sjá þessa kvikmynd, muni gleyrna and- liti litla drengsins. — Það getur verið að einhverjum finnist sem nokkuð kenni áróðurs í mynd- inni. En er hægt að lýsa hörm- ungum flóttabarnanna án þess að einhverjum finnist sem á- róður sé í sögunni. ÞAÐ HEFUR VERIÐ upplýst að safnþró hafi verið byggð síðastliðið sumar í klausturrúst- unum að Helgafelli. Hirðuleysi okkar ríður ekki við einteyhx- ing. Ég sé á blaði að það furðar sig á því að fornminjaverði skuli ekki hafa verið tilkynnt um þetta áður en það var gert. Ég furða mig ekki svo mikið á því, því að óskammfeilið kæru- leysi almennings gagnvart forn- minjum okkar er svo gömul og ný saga. Ég furða mig miklu meira á því, að fornminjavörð- ur skuli ekki fyrirfranx tryggja að þannig sé ekki hægt að fara með fornminjar. Þetta hefur þegar vakið furðu manna út af öðrum málum, og enn mun svo verða hvað þetta svívirðilega hneyksli snertir. ÞAÐ ERU TIL LÖG um verndun fornminja. Hefur ekki fornminjavörður gert neitt í því 'að ákveða hvað skuli teljast til fornminja? Og ef svo er ekki, hver á þá að ákveða slíkt? Honnes á horninu. -----------»---------- Kosningar í Færeyj- um 14. október og 8 névember SAMKVÆMT tilkynningu frá ríkisumboðsmanninum á Færevium hefur verið ákveð- ið að láta fram fara kosningar á Færeyjum til þjóðþingsins danska 14. október. Færeyjing ar, sem dvelia á íslandi, geta greitt atkvæði samkvæmt þeim reglum, sem gilda við kosning- ar til'þióðbingsins í Danmörku. Þá hafa verið ákveðið að láta fram fara kosningar til færeyska lagþingsins 8. nóvem ber. Siómönnum og öðrum er hafa vinnu utan Færeyja er heimilt að greiða atkvæði sam kvæmt reglunum í, lögum 28. apr. 1916, kr. 44—54 með breyt ingum í lögum nr. 538, 22. des ember 1947. Iieimilt er að nóta atkvæðaseðla lögilta yið kosn- ingar til þjóðþingsins. Með fyrsta skipi verða sendir sér- stakir lagþings atkvæðaseðlar. f ” . . Bœjarbókasafnið í Reykjavík.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.