Alþýðublaðið - 21.09.1950, Síða 6

Alþýðublaðið - 21.09.1950, Síða 6
6 - ALfc»Vf>!IRI Af>rn Fimmtudagur 21. sept. 1950. p-------------------------------------------------—— -----------------------------------------------— F r cink Y er b y HEITAR ASTRIÐUR Vöðvan Sigurs: ÍÞRÓTTAÞÁTTUR Heilir íslendingar! Grein mín um reykvíska hús- göngumenn hefur vakið geysi- lega atWygli, bravó, bravó! Fjöldi íþróttagarpa hefur sett síg í samband við mig og óskað þess, að þegar verði hafinn undirbúningur að stofnun F.R.H. — Félags Reykvískra Húsgöngumanna, — og síðan að L.S.Í.H. — Landssambands ís- lenzkra Húsgöngumanna, er mundi samanstanda af félögum húsgöngumanna í öllum kaup- stöðum landsins. Sumir þessaar íþróttagarpa, sem náð hafa sambandi við mig, hafa þegar gengið allmörg hús í bænum, og sum há. Gallinn er þó yfirleitt sá, að þeir hafa gengið þau að innanverðu en ekki að utan, en slíkt er auðvit- að ekki hægt að tslja fullgilt afrek og ekki heldur hægt að staðfesta það sem met. Reyndar verður að játa, að það sé tölu- verð íþróttaþraut að ganga alla leið upp í skömmtunarskrifstof- una við Austurstræti, og það yrði ekki auðveldara en hvað annað, að heyja harðar kfeppn- ir á þeim vettvöngum en öðr- um, — en það er nú sama; að ganga hús að innanverðu verð- ur alltaf svipað því að heyja víðavangshlaup við sjálfan sig í kringum stofuborðið heima hjá sér! Það sér hver maður, að slíkt getur aldrei orðið keppn- isgrein, að minnsta kosti ekki á erlendum vettvöngum! Til þess að koma þessari í- þróttaiðkun sem fyrst í fast horf, þarf vitanlega fyrst og fremst skipulagningu og reglu- 1 gerð. Ég hef gert uppkast hérna að reglugerð, vegna þess að það er nú einu sinni til svona, að ef enginn tekur sig fram um að gera hlutina, þá eru þeir ekkí gerðir. Bravó, bravó, bravó fyr- ir þeim, sem gera hlutina! Uppkastið er til svona: 1. grein: íþróttin nefnist: hús- ganga. Þeir, sem iðka hana: húsgöngumenn. 2. grein: fþrótt þessa getur hver sá iðkað óhræddur, sem sannfært getur lögregl- um þeim tilgangi, sem varð- una um það, aðspurður, að hann geri það ekki i nein- ar við hegningarlögin, það, sem eftir fr af sið.Yrðis- kennd þjóðarinnar, stfórn- arskrána eða mannréttinda- skrá sameinuðu þjóðanna. 3. grein: Iðkendur skulu helzt vera ófullir eða því sem næst á rrieðan á keppni eða æfingu stendur, en haga sér að öðru leyti utan keppni eftir því, sem þroski þeirra segir þeim. 4- grein: Skylt skal því opin- bera að rsisa sérstök hús fyr ir almanhafé, bæði til þjálf- unar og keppni fyrir þá, er þessa íþrótt iðka, og skulu þau reist og notuð aðeins í þeim tilgangi; enda öll bygg ingin við það miðuð að auð- velda keppendum íþrótt.ina. Skulu vsggir þeirra til dæm is með þægilegum þrepura og hallá og stigar þar, sem við þykir þurfa. 5. grein: Varið skaf þegar ca. 150 þúsund krónum til smíða á verðlaunagripum, peningum, skjöldum og bik- urum, svo að gera megi ráð fyrir að einhverjir :/xist til þátttöku. Þá skal og keppt um titlana „Húsgöngumeist- ari Reykjavíkur" og „Hús- göngumeistari íslands", eins oft óg þurfa þykir. 6. grein: Til þess að efla og auka útbreiðslu íþróttarinn- ar skulu met skráð í sem mestu úrvali, svo sem veggjamet, götumet, dags- met, vikumet, mánaðarmet, ársmet, psrsónuleg met, ó- persónuleg met, hálfpersónu leg met, kvartpersónuleg met og svo frav. Þá skal og öll áherzla lögð á að kynna landslýð menningarlegt gildi íþróttarinnar og heil- brigðisþýðingu, — einkum ef svo fer, að keppendum hættir til að hálsbrjóta sig í miðri keppni. 7. grein: Kvennamet skulu viðurkennd og staðfest, fari svo, að einhverjir kven- menn komizt hina ákveðnu leið, — án tillits til þess hvort þær ljúka þrautinni á sómasamlegum tíma eða ekki. 33 gerðir vetfglampa / höfum við. Verð frá kr. 63.50. Uéla- og raftækjavcrzlunin. Sími 81279. Tryggvagötu 23. Auglýsið í Alþýðublaðinti! með Norðurríkjahersveitir sín- ar, og því hætta á, að liann gerði innrás í. borgina og setti þar á fót herstjórn, ef gefið væri tilefni til þess með óeirð- um og uppþotum. Þeir frændurnir báðu um vínblöndu, Philip um absinth, en Laird kaus sér óblandað whisky. „Ég er hræddur um að við höfum leitt þjg þangað, sem þú átt ekki heima,“ sagði Hugh Dunca nvið Laird. ..Hér yirð- ist herráð Suðurrík.Yíhaldsins saman komið.“ Laird brosti. „Mér var kunn ugt um staðinn,“ svaraði hann. ,,En það getu rlíka verið r.kemmtilegt að hlusta á tal beirra manna, sem vaða billu og reyk og sjást þá hvergi fyr- ir.“ Philip saup á glasinu og r.vipaðist um í salnum. Skeggj- aður náungi stóð við hlið Lairds og talaði hátt. Hann var auðsjáanlega við skál. „Ég á þrjú börn, herra Wil- kins,“ mælti hann. „Tvo sonu til þess að taka við af mér, þeg ar þa rað kemur og eina dótt- ur. Kynborna Suðurríkjarós. Og hvers krefjast þeir svo af mér, þessir fantar, sem kúga okkur mqþ byssustingjum sín- um? Að ég feli þessa litlu, sak- lausu drengi umsjá lyginna og r.iðspilltra kennara úr Norður- ríkjunum, sem setja þá á skóla bekk með svertingjakrógum. Og ekki nóg með það, heldur er líka til þess ætlazt af ’mér, að ég þoli það möglunarlaust, að þessum svörtu apaköctum ré leyft að horfa á rósina mína fögru. Er hægt að krefjast slíks af mér? Ég sþyr ...“ Hugh sneri sér að Laird og yppti brúnum. Laird glotti illkvittnislega. ..Þetta er Etienne Fox,“ mælti hann lágt. ..Faðir hans var valdamkiill framkvæmdamað- ur á þessum slóðum, — en son- urinn . . .“ Og Laird smellti angrurn. ,,Aldrei,“ hélt Etienne Fox áfram, „hefur neitt þessu líkt átt ésr stað áður. Glæpir, fanta 'ivski, kúgun og svívirðing." Hann þagnaði sem snöggvast tíl þess að súpa á glasi sínu, en mestur hluti vínsins, sem hann hugðist gæða sér á, skettist í svart skeggið. „Hvernig getur staðið á því, að Norðurríkin "óstra aðeins ótínda þorpara og þrjóta?‘“ spurði hann. Maður sá, er hann ávarpaði, setti glas sitt á borðið. „Það 'kemur til af því, að bar þekkist ekki drenglyndi,“ svaraði hann með alvöru drukkins manns. „Þeir eru ekki prúðmenni, herra Fpx, það er flísin, sem við rís.“ Laird setti glasið frá sér með hægð. Þegar hann tók til máls, var rödd han svo björt og róleg, að mönnum brá við, eftir allt þrefið og reiðihrópin, og hlustuðu með athygli. „Þú ættir að tala gætilega um prúðmennsku og dreng- skao, Wilkes!“ mælti hann. „Og illa ferst þér, er þú hall- mælir Norðurríkjamönnum. Þú hefur að minnsta kosti hækkað að mannvirðíngum fyrir atbeina þeirra. Fyrir styrjöldina drukku heiðvirðir menn ekki með fjárhúgurum, þrælasölum og þrælaþjófum. Og ef mig misminnir ekki, hef- ur þú fengizt við allar þessar greinar glæpastarfseminnar!“ Hann sneri sér að veitinga- borðinu. „Þjónn!“ kallaði anp. „Meira whisky!" „Nei, heyrðu mig nú um hálft orð, Fournois!“ mælti Et- ienne Fox. „Ég á ekki í neinu orðakasti við þig, Fox!“ svaraði Laird. ,,Og ég vil helzt komast hjá því. Ég mat föður þinn mikils. Hann var mikill maður. .Og þú ert heiðvirður maður, hvað r,em öðru líður. En hvað mann- hrak þetta snertir . . .“ „Bölvaður landráðafanturinn þinn!“ hvæsti Wilkes. „Þig skortir ekki óskammfeilnina." „Landráð?“ mælti Laird of- boð rólega, og það var okki laust við, að það* vottaði fyrir glettni í köldum, gráum augum hans. „Ég barðist fyrir þeim málstað, sem ég trúði á, Wilkes. En hvernig fórst þér? Viltu gera svo vel að segja mér í hvaða herdeild þú barðist, hver var tign þín og liðssveit- artala? Nei, hvað er ég að þvaðra. Þeir, sem svíkjast undan herskyldu, eru ekki tölusettir, eða hvað? Þorparar, sem svívirða minningu hinna föllnu og hæða kvalir þeirra sæðru, láta víst sjaldnast skrá sig í herdeildir. Þeir gætu sjálfir orðið fyrir skoti, ekki satt?“ Wilkes brá hendinni undir vfirhöfn sína. Laird virti hann fyrir sér og hló hæðnislega. „Vertu ekki.að þukla skamrn byssuna," sagði hann eins og ekkert væri um að vera. „Þú veizt ósköp vel, að þú getixr ekki hæft belju á hálfum faðmi, ódrukkinn, hvað þá fullur eins og þú ert nú. Og ég hef enga löngun til þess að drepa þig, Wilkes, enda þótt þú sért úrhrak og skepna!“ Að svo mæltu sneri Laird baki við honum, rétt eins og hann vissi ekki, að hann væri vopnaður. P’nilip stakk hendinni í / I > ann og þreif til skammbyss- unnar. Hann beindi henni að Wilkes, enda þótt hann tæki hana ekki upp úr vasanum, og veitti hverri hreyfingu hans nána athygli. Góða stund kreppti hann fingur að skamm bvssu sinni undir yfirhöfninni, síðan sleppti hann takinu með hægð. Philip létti. Hann sleppti litlu skammbvssunni og dró hendina upp úr vasanum. McHugh hershöfðingi bLis.tr- aði lágt. „Yður skortir ekki dirfsk- una,“ mælti hann við Laird. Laird rétti úr mögrum, sina- berum hálsinum. „Ég þekki á þorparann. Hann átti nokkur skipti við föður minn, áður fyrr meir.“ Hugh Duncan brosti og lyfti glasi sínu rnögrum, hvítum fingrum. Etienne Fox ruddist að þeim. Hann var rauður í fram- an af reiði. „Hvað sem þessu líður, Four nois,“ sagði hann, „hlýtur þú, þrátt fyrir allt þitt dálæti á Norðurríkjamönnum, að verða að játa, að hann hefur á réttu að standa. Aldrei hefur Lousi- anafylki verið stjórnað með öðrum eins endemum og nú. Fylkisþingið er samkunda þjófa og ræningja, stjórnin glæpamannaklíka og fylkis- stjórinn . . .“ „Er röggsamur og heiðvirð- ur maður, herrr, Fox“ Laird Sláfur. seljuin við nú daglega meðan sláturtíðin stendxxr yfir, í sláturhúsi voru við Skúiagötu. Ennfremux svið, lifur og hjörtu og mör. Heiðraðir viðskiptavinir eru beðnir að hafa með sér ílát. Sléturléleg Suðurlands. Simar 1249 (5 línur). GOL■ ÍAT /í v,'3t % » ST\

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.