Alþýðublaðið - 19.12.1950, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.12.1950, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 19. desember 1950 ALÞÝBUBLAÐIÐ f DAG er þriðjudagurinn 19. desember. Fæödur Gustaf ann- a.r Adólf Svíakonungur árið 1594. Sólarupprás í Reykjavík er kl. 10,20. sól hæst á lofti kl. 12,25, sólarlag kl. 14,29, árdegis- háflæður kl. 1,25, síðdegishó- flæður kl-13,55. Næturvarzla: Ingólfs apótek sími 1330. Flugferðir FLUGFÉLAG ÍSLANDS: Innanlandsflug: Ráðgert að fljúga í dag frá Reykjavík tii Akureyrar, Vestmannaeyja, Blönduóss og Sauðárkróks, á morgun til Akuréyrar, Vest- mannaeyja, ísafjarðar, Hólma- víkur og Hellissands, frá Ak- ureyri til Reykjavíkur, Siglu- fjarðar í dag og á morgun. Utanlandsflug: Gullfaxi fsr til Kaupmannahafnar í dag, kemur. aftur á morgun, fer svo á’ fimmtudaginn kl. 8,30 til Prestvíkur. LOFTLEIÐIR: í dag er áætlað að fljúga til: Akureyrar kl. 10,00 og til Vest- mannaeyja kl. 14.00; á morgun til: Akunsyrar og Siglufjarðar kl. 10,00, til ísafjarðar og Pet- reksíjarðar kl. 10,30 og til Vest- mannaeyja kl. 14.00. PAA: í Keflavík á miðvikudögum kl. 6.50—7.35 frá New York, Boston og Gander til Óslóar, Stokkhólms og Helsingfors; á fimmtudögum kl. 20.25—21.10 frá ITelsingfors, Stokkhólmi og Ósló til Gander, Bóston og New York. SkiDafréttir Eimskipafélag Reykjavíkur: Katla lestar saltfisk fy.rir Norðurlandi. Ríkisskip. Hekla var væntanleg til Norð fjarðar í gærkveldi á norð.ur- leið. Esja fer frá Reykjavík í kvöld vestur um land til Akur- eyrar. Herðubreið er i Reykja- vík og fer væntanlega í kvöld til Breiðafjarðar og Vestfjarða. Skjaldbreið er á Húnaflóa á suðurleið. Þyrill er í Reykja- vík. Hafborg fór frá Reykjavík í gærkveldi til Hornafjarðar. Eimskip. Brúarfoss fór frá Reykjavík í gærkveldi til Grimsby, Warne- múnde og Kaupmannahafnar. Dettifoss kom til Reykjavíkur í gærkveldi frá New York. Fjall- foss fór frá-Siglufirði í gær til Húsavíkur. Goðafoss kom til Gautaborgar 14/12, fer' þaðan til Hull og Reykjavíkur. Lagar- foss kom til Akureyrar 16/12. Selfoss kom til Antwefpen 3 7/12 frá Rótterdam, fer það- an til Leíth og Re'ykjavílcu:.’. Tröllafoss kom til New York 10/12, fer þaðan væntanlega 29/12 til ReykjaVíkur. Laura frá Halifax. Vatnajökull kom Ðan kom tiTReykjavíkur 16/12 tíl Reykjavíkur 17/12 frá Kaup mannahöfn. Blöð og tímarit Jólablað „Fálkans“ 1950 er komið út; flytur Jólahugleið- ingu eftir síra Þorstein Björns- son, grein um Jón biskup Ara- son eftir prófessor Sigurbjörn Einarsson, greinina JólaTej'fi ís- lenzkra nemenda í Noregi eítir Kristin Einarsson, ..Á flakkí um Öræfi“ eftir Skúla Skúiason, ..Jólagestir“ eftir Guðlaugu Benediktsdóttur, auk þess fjölda þýddra greina og sraá- sagna. Forsíðumynd er af minn ismerki Jóns Arasonar og Hóla- kirkju. Söfo og sýningar Landsbókasafnið: O-pið kl. 10—12, 1—7 og 8— 10 alla virka daga nema laugar daga kl. 10—12 og 1—7. Þ jóðskjalasafnið: Opið kl. 10—12 og 2—7 alla virka daga. Þjóðminjasafnið: Lokað um óákveðinn tíma. N áttúrugripasaf nið: Opið kl. 13.30—15 þriðjuöag'a, fimmtudaga og sunnudaga. Safn Einars Jónssonar: Opið á sunnudögum kl. 13,30 til 15. Bókasafn Alliancé Francaise ér opið alla þriðjudaga og föstudaga kl. 2—4 síðd. á Ás- Sýningarsalur Ásmundar: Opinn kl. 2—10 síðd. Myndlistarsýning Aðalstr. 6 B: Opin kl. 1—10 síðd. Úr öllum áttum MUNIÐ MÆÐRASTYRKS- NEFND. Mæðrastyrksnefnd gengst fyr ir fjársöfnun til fátækra mæðra nú fyrir jólin.'eins og undanfar- in ár. Skrifstofa nefndarinnsr. Þingholtsstræti 18 er oþin alla virka daga frá kl. 2—6. ) Vetrarhjálpin: Reykvíkingar. Vinsamlegast sendið gjafir ykkar tímanlega til vetrarhjálparinnar. Skri- stofan er í Hótel Heklu, 2 hæð. (gengið inn frá Lækjartorgi). Sími 80785. Jólaglaðningur til blindra. Eins og undanfarin ár er jóla glaðningi til blindra veitt mót- taka í Körfugerðinni, Bankastr. 10, og í skrifstofu Blindravina- félags íslands, Ingólfsstr. 16. Nú þegar hafa þessar gjafir borizt: Frá N. N. kr. 30, N. N. 50, Guðr. Jónsd. 10, Stein. Bjarnas. 10, F. P. 50, N. N. 10 og félagsmanni kr. 100. Innileg- ar þakkir. Blindravinafélag ts- lands. Stjórnarkosning í Sjómanna- Télagi Reykjavíkur. Stjórnarkosning stendur yfir í Sjómannafélagi Reykjavíkur. Skrifstofan er oþin alla virka daga kl. 3—6. Ufbreiðið Alþýðublaðið lunið jafnframt því, að fá hjá oss utgasu oss allar Ævintýri úr fjórum SETBERG hefur gefið út bækurnar „Skipstjórinn á Girl Pat“ eftir Dod Osborne og „Margrét fagra“ eftir H. Rider Haggard. Er höfundur hinnár fyrri skozkur sjóliðsforingi, cn höfundur hinnar síðari enski skáldsagnahöfundui’inn Hag- srard, sem ritað hefur margar bækur, er hlotið hafa geysileg- ar vinsældir, þar á ineðal hcr á landi. „Skipstjórinn á Girl Pat“ fjallar um ævintýri úr fjóruna heimsálfum. Bókin er 334 blaó- síður að síærð, prentuð í AI- þýðuprentsmiðjunni. „Margrét fagra“ er 278 blaö- sfður að stærð, prentuð í tsa- ■ fo’darprentsmiðju. Þýðingni er gérð af Ólafi Þ. Kristiáns- ;sym kennara í Iiafnarfirði. i hefur flogið sem svarar 25 ferðum kringum jörðina ------4_----- Kom til Reykjavíkur í 200. sinn frá útlöndum á fimmtudaginn var. ÚTVARPID 39.25 Þingfréttir. Tóiileikar. 20.20 Upplestrar úr nýjum bók um — og tónleikar. (22.05 Endurvarp á Grænlands- Eveðjum Dana.) ÞEGAR „GULLFAXI“,1 millilandaflugvél Flugfélags ís- IandSj. kom frá-Prestvík s. I. fimmtudag, var þa(S í 200. skiptið, sem hann kemur tll Reykjavíkur beint frá útlöndum. Frá því að „Gull£axi“ kom fyrst hingað til lands fyrir liðlega hálfu þriðja ári, hefur hann flogið í 3100 klukkutíma og um 1 milljón km vegalengd, en það svarar tií 25 ferða umhverfis jörðina. í síðustu ferð sinni frá Prest- wick flutti, „Gullfaxi“ alls 5283 kg. af vörum, og'vár megin- hluti þeirra, eða rösklega 5 smálestir, „cellophane“-pappír til sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna. Verður pappír þessi notaður til pökkunar á hrað- frystum fiskflökum, sem send verða á Ameríkumarkað. Er þetta mesti flutningur, sem „Gullfaxi“ hefur flutt á milli landa í einni f-erð. Af •þeim 200 skiptum, sem ;,Gullfaxi“ hefur komið beint til Reykjavíkur frá útlöndum, hefur hann flogið' 75 sinnum frá Prestwick, 49 sinnum frá Kaupmannahöfn, 25 sinnum frá London, 24 sinnum frá Osló og sjaldnar frá 15 öðrum stöð- um. Auk' þessa hefur „Gull- faxi“ komið 5 sinnum beint til Keflavíkur frá útlöndum. Flugstjóri á „Gullfaxa“ inni undanfarin 2V2 ár auk Þorsteins, en það eru þe;r Jó- hannes R. Snorrason og Sig- urður Ólafsson. „Líf og list" — Jólahefti - JÓLAHEFTI tímaritsins „Líf og list“ er nýlega komið út og fjölbreytt mjög. Ritar annar ritstjóranna, Steingrím- ur Sigurðsson, þar langa grein um sýningu iþá, er að undan- föi*nu hefur staðið í þjóðminja- safninu nýja, á þeim verkum íslenzkra málara. er valin hafa verið á Evrópusýninguna. Þá á Halldór Kiljan Laxness grein í ritinu, og nefnir hana „Skáldskaparhugleiðingar um jólin 1950“; þýddar greinar um a „Guinaxa" í I Bernard Shaw flytur heftið 200. skiptið,, sem hann kom til J eftin H. G. Wells og Hesketh Reykjavíkur frá útlöndum, var | Pearson og jólasögu eftir Fran- Þorsteinn E. Jónsson. Tveir cois Mauriac. Ýmislegt fleira aðrir flugstjórar hjá Flugfélagi} er ög í hefti þessu. Forsíðu- íslahds hafa stjórnað flugvél- mynd er eftir Rouault. BOKAIJTGAFAN B.TORK hefur gefið út tvær fallegar barnabækur, „Ella Iitla“ eftir danska rithöfundinn A.1 Clu*. Westergaard og ..Se'uriim Snorri“ eftir norska höfundimi Frithjof Sælen. „Ella litla“ er þýdd af Sig- urði Gunnarssyni og prentuð í þrentsmiðju Hafnarfjarðar. — Nokkrar fleiri barnabækur eíí- ir sama höfund hafa verið þýddar á íslenzku og hlotið miklar vinsældir. - ,• Selurinn- Snorri“ er-þýdd af Vilbergi Júlíussyni og prentuð. í prentsmiðjunni Eddu. Er bók in prýdd mörgum fallegum myndum og hefur hun hloUð fádæma vinsældir í heimalandi höfundarins. ----------4--------- Togararnir Framhald af 1. síðu. Til Vestmannaeyja hafa báð ir bæjartogararnir komið einu sinni, síðan þeir höfu veiðar, Bjarnarey með 140 lestir af karfa og Elliðaey með 150 lest- ir. Þessi skip eru nú bæði farln á ísfiskveiðar. TVEIR TOGARAR SELJA. Þá hafa tveir togarar selt afla sinn í Englandi. RÖðull á laugardag, 3184 kit fyrir 9022 pund, og Karlsefni 2683 kit fyrir 8829 pund. FrálO. desember hafa þessir bátar selt afla sinn í Englantíi: 11: Hvanney í Aberdeen, 36 lestir fyrir 2089 pund, og Haf- dís, ísafirði, í Fleetwood, 40 lestir fyrir 2543 pund. 13. des- ember: Birkir frá Eskifirði 47 lestir fyrir 2583 pund. 14. des- ember: íslendingur frá Reykia vík í Fleetwoód 1583 vættir fyrir 4497 pund, og 15. des- ember Valþór frá Seýðisfirði í Aberdeen 589 vættir fyrir 1445 pund. -Mörk um jólin

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.