Alþýðublaðið - 19.12.1950, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 19.12.1950, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 19. desember 1950 . ALÞÝÐUBLAÐIÐ 11 Skrípampd a! léni hiskupi áraspi Framh. af 5. síðu. villunni, lokið og komið út í hreina sögulega dellu. Það þýð- ir ekkert að vitna í það, eins og þjóðminjavörður gerir, hvað erlendir menn kunna að hafa gert, því erlend vitleysa skap- ar auðvitað ekki lög hér á landi. Én. auk þess er þessi á- burður á erlenda höfunda rang- ur. feeir fara með menn, sem ekkert er þekkt um nema þjóð- sögur einar, eins og þeim býð- ur við að horfa, en ef þeir ann- ars þurfa að bylta sér, þá skreppa þeir í fjarlæg eða skálduð umhverfi. Svo fór t. d. Bernard Shaw, er svo stóð á, með leikrit suður á Balkan eða Marokko eoa til einhverra staða, sem voru eins fjarri Englandi eins og Hornstrandir eru Reykjavík, og bjargáði sér á þann veg. Annars er það ó- skiljanlegt, að höfundur þess leikrits, sem bér um ræðir, skuli ekki hafa haft hug- kvæmni til þess að velja per- sónum sínum einhver nöfn út í loftið. úr því að hann hafði hugkvæmni til að lá.ía þær hegða sér út í bláinn, en þó a\]+ öðruvísi en þær gátu. Ég hef ekki séð þetta leik- rit, og ætla ekki að gera það, en ég hef sem sagt 3'esið það — því miður. Ég var harla glaður, er ég frétti að þjóðleikhúsið ætl aði að heiðra minningu herra Jóns á 400 ára ártíð hans, en þegar ég frétti að það ætti að gera með því að leika þennan sögulega óskapnað, þá varaði ég' stjórn þjóðleikhússins við og benti henni á, að það væri allt annað en heiður fyrir herra Jón að vera. sýndur lýðnum á andlegum nærbrókum Tryggva Sveinbjarnarsonar, og er þetta síður en svo sagt af andúð á honúfn eða skapgerð hans. Ég benti og á að sjálftsagt v.æri að leika þetta leikrit, en að ekki mætti gera það á sjálfan ár- tíðardaginn, og lofaði því jafn- framt að það yrði ekki látið ó- átalið. Við þessu var skellt ' skolleyrum. Það var ásetning- j ur minn að láta líða um dal og hól, unz leikurinn væri búinn Iað ganga af sér sokka og skó hér, svo að leikhúsið gæti ekki j hlotið f járhagslegt tjón af völd- j um mínum; fjárhagsörðugleik- ! ar þess munu verða nógir áður * en lýkur. En nú er leilcritið far- ; ið á höfuðið, og þá vil ég efna orð mín, og biðja þjóðleikhúsið að hafa skarpa skömm fyrir að hafa, þó í góðri meiningu væri, j vansæmt minningu herra Jóns með því að sýna aðra eins j skrípamynd af honum og þarna er gert. Til þess að stjórna þjóðleikhúsi verða menn að vera þeirri háttvísi gæddir, að slíkt g'eti ekki hent þá. Guðbr. Jónsson. Skammdegisgestir Framhald af 7. síðu. sammerkt í því, að frásögnin er góð, því höfundur er hörku- vel ritfær. Hefur hann fullt vald á hinum þjóðlega sagna- stíl, þar sem uppistaðan er hreint og kjarngott alþýðumál, en ívafið að nokkru Jeyti sótt til málfars íslenzkra fornrita, án þess að of mikið sé að því gert að fyrna stílinn. Mannlýs- ingar láta Magnúsi vel, eins og Ijóst kemur fram í þætti af Jó- hannesi Sveinssyni. Mikill fengur er að þeim frásögnum, sem lýsa af glöggskyggni og kunnugleik atvinnu-, við- skipta- og menningarháttum liðins tíma, eins og t a. m. þættirnir „Hafís, hungur og heyþrot“ og „Fyrsta vertíð mín á Suðurnesjum“. Er það sannmæli, sem J;ónas Jónsson segir í formála, að í bók þess- ari sé brugðið upp merkilegum þjóðlífsmyndum úr lífi samtíð- armanna og forfeðra frá síð- ustu mannsöldrum. Er á riti þessu manndóms- og myndar- bragur. Gils Guðmundsson. Einn af þegnum þagnarinnar Framhald af 7. síðu. kennari á Eyrarbalcka næði kosningu ásamt Hannesi Þor- steinssyni, þrátt fyrir ofríki og kúgun búðarvaldsins í mynd Níelsens verzlunarstjóra. Þar átti hlut að máli séra Ólafur Ólafsson, þáverandi klerkur í Arnarbæli og síðar fríkirkju- prestur í Reykjavík, en hann sneri á sögulegan hátt falli í sigur með því að þeysa austur í Skaftafellssýslur og krækja sér í þingmennsku þar, eins og frá segir í alþingisrímunum. Annars lýsir frásögnin af þess um eftirminnilega kovsninga- fundi við Ölfusá vel fátæka bóndanum í Kringiu. Hann fór sínu fram í stað þess að fela klerki sínum umboð skoðana sinni. En dirfska og frjálslyndi Kringlubóndans hrökk ekki til. Bókaútgáfan Norðri hefur búið ,,í faðmi sveitanna“ snotr an og viðfelldinn búning. Myndirnar í bókinni eru með mikium ágætum, en þeirra mun höíundurinn hafa aflað sér og útgáfunnar hjá Páli Sæmunds- syni, bróður hinna kunnu Hraungerðisbræðra, Geirs vígslubiskups og séra Ólafs. sem köma hér ailmikið við sögu og mjög til góðs, svo sem vænta mátti. „í faðmi sveitanna“ er bók, sem á vinsældir vísar, vegna efnis síns og höfundar. En aðalsmerki hennar er sú viðleitni Elínborgar Lárusdótt ur að bjarga undan tímans hrönn fróðleik, sem flestir aðr- ir láta liggja milli hluta. Hún hefur hér í þriðja s:nn gefið einum af þegnum þagnarinn- ar orðið í bókmenntum okkar Helgd Sæmundsson. HANNES Á HORNINU. (Frh. af 6. síðu.) henni þykir vænt um haun. Sum ir kunna kannske að segja, að saga hennar sé um of lang- dreginn. Hvorugt særði mig — Mundi það gerast með nokkurri annarri þjóð en íslendingum, að óbreytt alþýðulcona ferðist svo mjög isiii síns Aiðs — og skrifaði síðan jafn merka bók og Anna frá Moldnúpi hefur nú gert? MNGMENN ERU BÚNIií að rífast um skeið, ganga frá fjár- lögum, leggja á nýjar álögur með vaxandi dýrtíð og auknu atvinnuleysi, og halda sína miklu veizlu. Og nú eru þeir að fara í jólafríið sitt eftir vel nnu in dagsverk,. miklar uppistöður og vökur. — En víðar or pott- ur brotinn. en á íslandi. Einn af kunnustu blaðamönnum Dana orti þamiig um sína stjcrn fyrir nokkrum dögum. Forsjónin er eins-og faðir og móðir, sem flestu gæðin ljá oss. En stjórnin er okkar stóri bróðir, sem stelur þéim öllum frá pss. OG SEÍKT og hið sama munu margir segja hér um þessar mundir. Haimes á hominu. Fræðslu og raál- ill. AÐALFUNDUR Fræðslu- og málfundafélagsins Kvndils, sem er félag ' bifreiðarstjóra,- var haldinn 8. des. s. 1. Félagið stsrfar í tveim deildum; taf.- deild og málfundadeild. Fráfarandi formaður, Ingvar Sigurðsson, baðst undan end- urkosningu. í stjórn. félagsins voru kosnir: Þorvaldur Jó- hannesson formaður, Hörður Gestsson ritari, Þorgrímur Kristinsson gjaldkeri. Hörður og Þorgrímur voru báðir end- urkosnir. Félagið er nú í þann veg- inn að hefja vetrarstarfsemi sína. „Armann" til Vestmannaeyja á morgun. Tekið á móti flutningi í dag og á morgun. h1' 's'M ú ‘ i i! j a! ‘ t -, n hki h 1« i«i i ’Ill * * * - * . A A V A A A A A A A Landið þitt er fullt af fögrum fjöllum, skógi skrýddum dölum, niðandi vötnum, víðum, grónum sléttum, og, yfir því öllu er jj 'sólarheiðbirta, sem lætur augu þín glóa ,og enni þitt lyftast. Á fóiksins forlagaslóð - Bóndinn og fræðimaðurinn Bencdikt Gíslason frá Hofteigi hefur skrsy fcól þessa, en Hal'dór Pétursson iistir.álari myndskreytt hana. Saga íslei'.zka bóndans gegnum aldir er rituð af mikilli snilld. Hér blasir skýrt við hin ísler.zka þjóðErsál. Bóndinn hefur gengið í skóla reynsiunnar — hinn dýrmætasta af öTum skólum. Hér er bað sagan, sem er systir lífs- baráttunnar, minningin, sem er mócir vonanna, fegUrðin í gestbeina lífsgleð- innar. —• Og, saga íslenzka bóndans bindur traustum böndum líf og land, dánar, lifandi og komandi kynslóðir. e s r r E r bók niðja þeirra, merkisbók allra íslend inga. -

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.