Alþýðublaðið - 22.12.1950, Side 6

Alþýðublaðið - 22.12.1950, Side 6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Föstudagur 22. des. 1950. I safoinu ery 600 bindi íslenzkr.a bóka, þar af 500 bindi gefin héðan að heisnan. í BÓKASAFNI íslendingafélagsins í Kaupmannaliöfn, sem opnað var 1. desember, eru um 600 bindi, þar af eru nálega 500 bindi gjafir frá fs'tandi. Safnið er til húsa í Turesensgade 3, og eru útlán alla virka daga frá kl. 13—16, og auk þess er safnið opið hvert fimmtudagskvöld frá kl. 20—21. Ríkir mikil ánægja meðal íslendinga í Kaupmannahöfn yfir því, að safnið skuli vera tekið til starfa. Sá, sem mest hefur beitt sér bækur, og má vænta þess, að F r ank Yerby HEITA fyrir stofnun þessa bókasafns í Kauprnannahöín, er Ólafur A1 bertsson, kaupmaður, gjaldkeri íslendingafélagsins og hefur hann skrifað blaðinu og beðið það að færa beztu þakkir frá ís lendingum búsettum í Dan- mörku til allra þeirra, sem stutt hafa að því að bókasafnið komst á fót. Hafa margir hér heima lagt máli þessu lið og má þar fyrsf- an nefna Kristján Þorgrímsson forstjóra í Reykjavík, sem hef ur útvegað safninu um 300 bindi. Ymsir aðrir einstakling- ar hafa sýnt mikinn áhuga á málinu, en síðast en ekki sízt ber að þakka bókaútgefendum, sem flestir hafa brugðizt mjög vel við því, að gefa safninu velvilji þeirra haldist í framtíð inni, og að þeir sendi bókasaín inu Jielztu bækurnar, sem þeir gefa út. „Ósk okkar er að í safninu verði sem fyrst 1000 bindi'V segir Ólafur Albertsson í bréfi sínu. „Getum við náð því marki megum við vera ánægðir. Og með endurnýjun á hverju ári er okkur borgið11. íslendingafélagið hefur sam vinnu við Dansk-íslenzka fé- lagið, og hafa meðlimir þess einnig aðgang að safninu. Á sama hátt geta meðlimir Is- lendingaf élagsins fengið að láni bækur Dansk-íslenzka félags- ins, en það á all míkinn bóka- kost, einkanlega eldri bækur. sett í verksmiðjuna á Kletti ------4------ Notaðar verða efnafræðiíegar aðferðir. í UNDIRBÚJÍINGI er að setja lyktareyðandi tæki í síldar- og fiskimjölsverksmiðjuna á Kletti við Kleppsvík, og mun lykt- inni frá verksmiðjunni verða eytt með efnafræðilegum aðfer'ð- um. Standa vonir tii þess að þessi tæki verði sett í verksmiðj- una nú í vetur. Eins og kunnugt -er hefur megnan óþef lagt frá þessari verksmiðju, þegár hún hefur verið í gangi, og fyrir tveimur árum bannaði heilbrigðisnefnd vinnslu x henni í vissum átt- um, það er þegar vindur stend ur á bæinn. Að undanförnú hefur sama og ekkert verið unnið í verksmiðjunni. í ráði mun vera að fá þýzk- ' ar vélar til verksmiðjunnar, ' sem eiga að eyða lyktinni, og vei-ður þag framkvæmt með efnafræðilegum aðferðum. Hef ur verið staddur hér þýzkur verkfræðingur á vegum verk- smiðjunnar, og um þessar mundir munu standa yfir samn ; ingar um vélarnar. ■ Aðferð sú, sem hugsáð er að xiota vig að eyða lyktinni frá ' þessari verksmiðju, er tiltölu- | iéga ný, en hefur þó verið i reynd með góðum árangri i Þýzkalandi og einnig á Brét- i landi. j, í fundargerð heilbrigðis- nefndar frá 5. desember er greint frá því, að Iagt hafi ver- ið frsm bréf frá síldar- og fiskimjölsverksmiðjunni á Kletti, þar sem tilkynnt er að ráðstafanir hafi verið gerðar til þess að koma fyrír iykteyð- ingartækjum í verksmiðjunni, og verða lögð á það áherzla að þetta verði framkvæmt í vet- ur. Á sama fundi var ]ögð fram umsókn frá Faxaverksmiðj- unni í Örfirisey um leyfi til síldar- og karfavinnslu þar. Var leyfið veitt með þeim skil- yrðum að tryggt verði að tíð og regluleg hreinsun fari fram á tækjum verksmiðjunn- ar, þróm, flutningatækjum og fleiru, og enn fremur að að- flutningur hráefnis til verk- smiðjunnar og geymslu þess sé hagag samkvæmt fyrirmæl um heilbrigðisamþykktarinn. ar. í Faxáverksmiðjunni eru fyrir hendi lykteyðingartæki, og er þegar komin góð reynsla á þau, bæði þegar verksmiðj- an var prufukeyrð í sumar og eins að undanförnu, en þá hef- ur lítilsháttar verið unnið í henni, og engin lykt borizt frá verksmiðjunni. Enn fremur samþykkti heil- brigðisnefndin á fundi sínum 5. desember leyfi til handa Hæringi, til að hefja síldar- og karfavinnslu, en raunar var vinnslan í honum þá byrj- uð fyrir um það bil þrem vik- tim, en hann hóf vinnslu um 20. nóvember. Kaupum fuskur Baldursgöfu 30. Denísa nakin í rekkjunni undir einni þunnri ábreiðu. Hún hafði verið að lesa, eða öllu heldur að reyna að lesa, en gat ekki fest athygli við neitt, sem á blaðsíðum bókarinnar stóð. Og þannig hafði það verið svo að segja á hverju kvöldi frá því, er Laii'd hvarf; langar, daprar vökunætur í heitri þrá. Hún bylti sér til, svo að á- breiðan féll ofan a'f henni og gullið skin lampans féll á nak- in brjóst hennar og bol. Hún hálfreis upp í rekkjunni til þess að breiða ábreiðuna ofan á sig, en í sama bili vakti ör- lágt þrusk fyrir utan gluggann athygli hennar. Henni varð litið út að glugganum, annar helmingur hans stóð opinn í hálfa gátt; hún gat ekki betur séð, en að hann hreyfðist lítið eitt. Hún bar höndina npp að háisinum og tók andköf af skelfingu. Hún opnaði munn- inn og ætlaði s.ð reka upp hljóð, en þraut mátt til þess, því að í sama mund gægðist maðurinn inn um opinn gluggann, og hún veitti því athygli, að hár hans var gulljarpt. „Giles!“ hvíslaði Denisa, svo lágt að varla heyrðist, en svo magnvana var hún, að hún gat hvorki hreyft legg né lið. Qg hann stóð þar á gólfinu, högg- dofa; starði á nakinn líkama hennar þyrstum augum, án þess að hann gæti mælt orð frá munni. Með því að beita vilja styrk sínum til hins ýtrasta, tókst Densia loks að rjúfa fjöt urinn og toga ábreiðuna upp yfir brjóstin. „Farðu!“ mælti hún lágt -og biðjandi og rödd hennar titr- aði. „Denísa!“ hvíslaði hann; róm ur hans var þeitur og ástríðu- þrunginn. „Denísa . . „Hvað villtu mér, Gíles?“ spurði hún, stutt í spuna. „Þú!“ hvíslaði hann. „Ó, Denisa, — fyrirgefðu mér. Ég ætlaði ekki að gera neitt illt aí mér. Ég gat ekki við þetta ráð- ið; þráin eftir þér varð mér ofurefli. Og þú hagaðir þanr- ig orðum þínum við mig í morg un, — eins og ég væri þér ekki neitt. Eins og dagurinn, sem við eyddum saman, dásamleg- asti dagurinn í lífi rnínu . . .‘ „Mér þykir mjög fyrir því Giles, — en ég sagði þér að- eins sannleikann!“ svaraði Denisa vingjarnlega. „Já!“ tuldraði hann. „Þú sagð ir þáð. Samt sem áður er mér með öllu ómögulegt að gefa upp alla von. Ég get ekki með neinu móti sætt mig við þá tilhugsun, að þetta viðhorf kunni ekki að breytast ..." En Denisa gerði aðeins að hrista höfuðið. „Nei Giles! mælti' hún með festu og þó blíðlega. „Þáð breyt ist ekki. Og ég hygg, að okkur væri það báðum fyrir beztu, að þú hyrfir þegar á brott.“ „Já!“ mælti hann dapurlega. „Ég skal fara. Og ég heiti þér því, að ég skal ekki framar valda þér ónæði. Ég ætla að sækja um lausn frá herþjón- ustu, eða fara þess á leit, að ég verði fluttur í aðra deild, sem gegnir störfum einhversstaðar langt í burtu héðan!" Um leið og hann sleppti orð- inu breyttist svipur hans skyndi lega. Hann starði ekki lengur á Denisu, heldur á dyrnar og augnatillit hans var þrungið ofsakenndri hræðslu. Denísa leit þangað, það fyrsta, sem hún greindi var skammbyssuhlaup, er beint var að hjarta Giles, síðan sá hún bróður sinn, Victor; það var hönd hans, sem krepptist um skammbyssuskeftið og and- litsdrættir hans voru stirðnaðir af grimmdarbræði. Að baki hans stóð. Hugh Duncan og hann hallaðist upp að dyrastat'n um og virtist miður sín. Eða ef til vill hefur það orkað svo mikið á hann, er hann leit Denisu, hið myrka lokkaflóð, sem féll niður naktar axlir hennar, gullið hörundið, sem jók á fegurð forms og mýkt línanna á barmi og brjóstum, líkama hennar, sem virtist enn naktari vegna hinnar þunnu á- breiðu, er skýldi honum. Og síðan varð honum litið á manninn, er andspænis beim stóð á miðju herbergisgólfinu. Fjandinn hafi það, hugsaði hann, hví í ósköpunum þurfti þetta endilega að misíakast svona? Hvaða öfl ráku þennan fljótfæra strákgepil fram á barm þeirrar grafar, er ég gróf manninum, sem ég hef liatað mest og lengst? „Komdu þér í einhverja fata leppa, Denisa“, þrumaði Vict- or. „Og komdu þér út úr her- berginu á meðan hún klæðist'1, urraði hann til Giles. ,.En þú skalt ekki freista þess að ílýja. Mér mundi þykja fyrir þvi, ef ég neyddist til að skjóta þig, — í bakið“. Hugh Duncan gekk aft.ur á bak út úr herbsrginu og hafði ekki augun af Denisu. Victor leit til hans. „Komdu fram á ganginn með okkur, meðan hún klæðist11, hreytti hann út úr sér. „Þú hefur ekkert hér að gera“. Skammri stundu síðar kom Denisa fram á ganginn, al- klædd. Victor miðaði skamm- byssu sinni enn á Giles. „Bindið hendur hans á bak aftur“, hrópaði hann. Hugh brá skjótt við til að framkvæma skipunina, en Jean-Paul haíð- ist ekkert að og ekki hafði hann enrí dregið upp skammbyssu sína. „Láttu hann lausan, Victor11, mælti Denisa. „Hann hefur aldrei gert svo mikið sem að snerta við mér. Hann hefur að eins verið mér góður vinui', annað ekki ... 11 Án þess að hreyfa skamm- byssuna úr miðinu eða líta af Giles, lyfti Victor vinstri hendinni og sló Denisu með handarbakinu, heint í andlit- ið, svo að hún féll aftur yfir sig á gólfið. Þar lá hún, titr- andi af ekka. Giles leit fast á»Vitor og blá augun hans skutu gneistum. „Væru hendur mínar laus- ar“, mælti hann. „Þá geri ég ráð fyrir, að bú mundir reyna að drepa mig11, tuldraði Victor. „En nú vill svo til, að hendur þínar eru ekki lausar. Og að það ert þú, sem átt að deyja. Hvar er hestur- inn þinn?“ Og unglingurinn lagði af stað niður stigann, náfölur og titr- andi. Victor spyrnti með tánni á í-eiðstígvéli sínu, og ekki með sérlegri varúð, í Denísu, þar sem hún lá á gólfinu. „Stattu upp“, urraði hann. „Hvað hefurðu leikið þetta og annað eins oft, síðan ég hætti að geta haft nógu stranga gát á þér? Hefurðu kannski sofið hjá þeim öllum í Norðurríkja- hernum, eða hvað?“ Denisá spratt á fætur og reíð in brann úr augum hennar. „Hafðu taumhald á þér“, mælti Victor. „Elia skýt ég hann eins cg hund þegar í stað“. Þau gengu öll niður stigann. Victor þrýsti skammbyssuhlaup inu að baki hermannsins. Jean- Paul beið fyrir utan húsig með hestana. Victor neyddi Giles til að klöngrast á bak og að því búnu reið þessi fámenni hóp- ur um mannlaust sti’ætið. Hugh Duncan hélt fast í taumana á hesti sínum svo að hann drógst lítið eitt aftur úr. Hann varð að hugsa málið. Hann mundi hvorki hafa skort hug né vilja til .þess að fram- kvæma hina hörðustu refsingu, hefði sökudólgurinn verið Laird Þá mundi hann hafa riðið við hlið bræði'anna, óður af hefnd- arhug og víggleði. Og svo varð ekki fram h.já því gengið, að þessi ungi glanni bar einkenn- isbúningi foringja úr Norður- ríkjahernum. Að vísu vakti sá búningur hvorki hatur né sam- úð með Hugh Duncan, en hon- um var það Ijóst, að það var harla ólíklegt, að lengi yrði ó- refsað þeim glæp að taka af lífi mann, sem þann búning bar. Morð voru daglegir við- burðir í Lousiana. Hinn merki ræðismaður, Charles Nordhoff, getur þess, að þrem árum síðar en þessi atburður gerðist, haíi á einu ári verið framin fcundr- að og níu morð í norðurhluta fylkisins, fyrir utan öll þau morð og mannvíg, er póli- tísk gátu talizt, og þó ekki með talin önnur en þau, sem engin refsing kom fyrir. Hugh vissi það ósköp vel, að þetta morð var þess eðlis, að fyllsta ástæða var til að óttast eftirmálin. Það var því bezt að draga sig í hlé áður en slíkt var um seinan. Og hann stöðvaði hest sinn skyndilega. „Ég þykist sjá það“. mælti hann til bræðranna, ósköp ró- lega, „að þið munuð vera ein- færir um þetta drengir. Og ég vil ekki láta hjá líða, — ög ég tek ykkur öll til vitnis um þau orð mín, —- að ég legg eindreg- íð til, að þið sýnið manni þess- um vægð“. Að svo mæltu sneri hann hesti sínum og hleypti á brott, áður en Victor gafst sírni til að svara honum. „Victor11, mælti Denisa í bæn arrómi. „Victor, ég sver það við nafn guðs, að Giles er með ö'lu saklaus af að hafa gert mér minnstu vansæmd. Þú mátt ekki drepa hann.“ „Ég efast ekki um það, að honum hafi verið með öllu ó- gerlegt að gera þér nokkra van sæmd, eftir það, sem á undan er farið. Laird Fournois hef- ur dyggilega séð um það, og hamingjan má vita hversu marg ir hafa orðið til þess að veita honum aðstoð til að rýja þig öllum sóma. Nei, — það er víst engum auðgert verk að flekka þann skjöld, sem þegar er sanri

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.