Alþýðublaðið - 17.10.1951, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.10.1951, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Miðvíkudagiír 17. öktóber 1951 Útgefandi: AlþÝOuflokkurlnn. Ritstjóri: Stefén Pjetursson. Auglýsingastjóri: Emilía Möller Ritstjórnarsími: 4901 og 4902. Auglýsingasímt: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Skattamál hjóna. SJÁLFSAGT má ærið margt að íslenzku skattalögunum finna, en sá er galli þeirra einna augljósastur þeim, sem hlut eiga að máli, að langt of lítill munur er gerður á skatt- greiðslum fjölskyldufólks og einhleypra. Hjón greiða hlut- fallslega miklum mun hærri skatta en einhleypir. og þarf þó naumast á það að benda, að þjóðféla j:nu bæri fremur að efla hag heimilanna en hegna fólki fyrir að stofna þau. Að vísu hvíla aðrir skattar miklu þyngra á hjónum og öðr um skattgreiðendum en beinu skattarnir. Óbeinu skattai nir eru nú raunverulega að sliga almenning, og vissuleg_a er þörf samvizkusamlegrar hrein gerningar á því sviði. En sú staðreynd drrgur að hinu leyt- inu ekki hót úr nauðsyn þess að rétta hlut þeirra, sem rang- indum eru beittir við álagn- ingu beinna skatta. Þau rang- indi eru þeim mun leiðari sem betur er um það vitað, að bein- ir skattar eru í eðU sínu rétt- látari skattaálögur en óbeinir, og stuðla að auknum fjárhags- legum jöfnuði, séu þeir stig- hækkandi og sanr.gjarnlega lagðir á almenning. * Nú hefur Gylfi Þ. Gíslason borið fram á alþingi írumvarp um breytingar á skattalögun- um, og fela þær breyting/.r í sér leiðréttingu á misrétti þeirra [^gpvart hjónum. Tvennt er það einkum, sem breytist í réttlætis átt, ef frum varpið verður að íögum: Gift kona, sem stundar atvinnu ut- an heimilis síns, þarf ekki framar að horfa upp á það, að óeðlilega mikill hiuti launa hennar verði af henni tekinn í sköttum, og hjón, bm haga verkaslciptingu sinni þannig, að eiginmaðurinn stundar iaun aða atvinnu, en konan gætir bús og barna, komast hjá því, að tekjur búsins séu skattlagð- ar, eins og eigínmaðurinn einn vinni á heimilinu, en með því móti verðar'skattar hans hærri, en ef litið væri til þess, að kon- an vinnur líka ívrir kaupi, þótt óbeint sé, sparar heimil- inu mikil útgjöld með vinnu sinni og á því í rauninni að telj ast vinna fyrir hluta af kaupi manns síns. Þessari leiðréttingu verður næsta auðveldlega komið í kring með því fyrirkomulagi, sem frumvarpið mælir fyrir um, þ. e. í meginatriðum því, að hvort hjóna um sig skuli teljast sjálfstæður skattþegn og gréiða skatt af þeim tekjum, sem það aflar, hvort sem annað eða bæði stunda launaða atvinnu. Með þessari skipan skattlagningar- innar, ef að lögum verður, er fyrir það girt, að tekjur, sem húsmóðir vinnur, oft og tíðum í hjáverkum með heimilisstörf- unum, verði lagðar við tekjur manns hennar, og komist þau þannig í óeðlilega háan skatta- flokk, og eins er það viður- kennt í orði og verki, að kona, sem eingöngu vinnur heimili sínu, skuli teljast afla hluta af tekjum bónda síns og þau síðan greiða skatt sem tveir vinnandi einstaklingar. Þannig mundu skattar heimilisins lækka, þar eð tekjur þess, bæði þær, sem konunni eru reiknaðar til skatts og eiginmanninum, lenda í lægri skattaflokkum en ella mundi. * Einhverjum, sem annars telja eð’ilegt. að bætt sé úr framan greindum göllum skattalag- anna, finnst ef til vill ful’langt gengíð í frumvarpi þessu. En ef vel er að gáð, mun þó trauðla finnast einhlítari leið til úrbóta, eins og nú er komið málum. Frumvarpið metur til fulls að- stöðu giftra kvenna í þjóðfélagi nútímans. ViSurkennt er, að þeim eigi að vera leyfiiegt að stunda launaða atvinnu utan heimilis, án þess að tekjur þeirra skuli teljast eins konar óhæfilegar viðbótartekjur mannsins, og tiltöiuléga miklu hærri skattar greiddir, af þeim en af tekjum ógiftra kynsystra þeirra. Heimilisstörfin eru einnig metin að verðleikum í frumvai’pinu og sá gífurlegi að- stöðumunur, að framfleyta annars vegar heil’i fjölskyldu á launum eins manns og hins vegar einungis þeim, sem bein- línis vinnur sjálfur fyrir tekj- unum. En sá munur verður aldrei jafnaður til fu’ls með persónufrádrætti einum. _ _ * Sú breyting á skattalögun- um, sem frumvarpið felur í sér, er því hvort tveggja í senn: sjálfsagt réttindamál kvenna og stórvægilegt réttlætis. og hags- munamál allra heimila þjóðfé- lagsins. Frumvarp Gylfa mun því ótvírætt hljóta vinsældir allrar alþýðu, sem mest á nú undir því, að skattar séu sann- gjarnlega lagðir á, en nú stynur undir ægiþunga óréttlátra skatta — skatta, sem ekki eru lagðir á eftir efnum og ástæð- um, heldur hvíla einna þyngst á þeim, er fyrir flestum eiga að sjá og minnst hafa fyrir sig og sína að leggja. Hefur Kvenrétt- indafélag íslands þegar lýst á- nægju sinni yfir frumvarpinu og falið stjórn sinni að stuðla að framgangi þess. Og hvernig sem alþingi þóknast að afgreiða það, getur þess ekki orðið langt að bíða, að slík sjálfsögð rétt- arbót sem sú, er það felur í sér, nái fram að ganga. Happdrætti Alþýðu- flokksíns__________ í HAPPDRÆTTI Alþýðu- flokksins eru margir glæsileg- ir vinningar eins og sjá má af eftirfarandi: 1. 10.009.00 kr. í peningum 2. 5.090.00 kr. í peningum. 3. 2,500.00 kr. í peningum. 4. Ferð fyrir tvo til Kaup- mannahalfuar með Gullfoss á I. farrými. 5. Ferð fyrir tvo til Glosgow með Heklu á I. farrými. 6. 2 ísskápar 7. 2 eldavélar. .8. 2 þvottapottar 9. 2 saumavélar. 10. 2 hrærivélar 11. 2 ryksugur. 12. 2 gólfíeppi. 13. Þvottavél. 14. 2 590.00 kr. vinningar. 15. 2 bindi Listamannaþiug. 16. 2 bindi Ijóða Jónasar Hall- grímsson. 17. Nýir pennar 18. Island þúsund ár. 19. Brennunjálssaea. 20. I.—II. bindi Vítt sé ég Irf'd og fagurt eftir G. K. Samtals 30 vinningar, að verðmæti 60 þúsund krónur. Verð miðans er þó aðeins 5 krónur. í happdrættinu verður dreg- ið 31. des. 1951 og verður drætti ekki frestað. Sjómaður talar um hvíldina og launakjörin. — Skjaldarmerki Reykjavíkur. — Hvers vegna í svaríasta skammdegmu. Seint koma sumir í ÞRJÚ ÁR hefur Alþvðu- flokkurinn barizt íyrir því á alþingi, að fá hið gagnmerka frumvarp til laga um örygg- isráðstafanir á virinustöðum gert að lögum, öllu vinnandi fólki til aukins öryggis og þjóðinni allri til tryggingar því, að vinnuafli og mar.ns- lífum verði ekki sóað að ó- þörfu fyrir vöntun á nauð- synlegum öryggisráðstöíun- um gegn slysahættu. En á hverju þinginu eftir \nnað hafa borgaraflokkarnir, Sjálf stæðisflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn, núverandi stjórnarflokka.r, hindrað það, að þessi nauðsynlega löggjöf næði fram að ganga. Á tveim ur þingum, 1948 og 1949, hindruðu þeir, að frxrmvarpið yrði útrætt, og í fyrravetur, er það hafði 'oksins verið samþykkt í neðri deild, vís- uðu þeir því frá í efri deild á síðustu stundu, með svo- kallaðri rökstuddri dag.skVe sem raunar var ekkert annað en tylliástæða td þess að drepa málinu enn einu sinni á dreif. EN SÍÐAN hefur það gerzt, að hingað kom í sumar amer- ískur sérfræðingur í iðnaðar- málum, frá Efnahagssam- vinnustofnun Marshallland- anna í París, til þess að kynna sér ástand og?$tarfsað- ferðir íslenzks iðnaðar og gera tillögur um bætt vínnu- skilyrðj og bagkvæmari vinnubrögð. Og hað kemur í Ijós, að honum lízt ekki á ör- yggið á íslenzkum vinn'l'töð um. Því er svo ábótavant, að han áliti, slysin svo mörg og sóunin á vinnuaFii og manns lífum svo ábyrgðarlaus, að hann fær ekki orða bundizt; og í fyrirlestri, sem hann flytur á fundi í félagi ís- lénzkra iðnrekenda, gerir hann meðal annars þetta að umtalsefni. ,YKKAR EIGIN SKÝRSL- UR,“ segir hinn ameríski iðn- aðarsérfræðingur við þstta tækifæri, „sýna, að á áiun- um 1944 45 og 1946 töpuð- ust 104 231 vinnudagur og 22 mannslíf vegna slysa á vinnustöðum. Þar við bætt- ust 37 starfymenn, sem urðu með öllu óverkfærir af sömu orsökum. Þetta samsvarar vinnu 417 starfsma.nna í heilt ár, án þess að tillit sé tekið til þeirrar evmdar og þjáninga, sem þetta fólk og SJÓMAÐUK skriíar: „Nú höfum við sjómennirnir sam- þykt að segja upp samningum við tegaraeigenduv — og strax er farið að þjóta í íálknum í- íialdsblaðanna. Tíminn reið á vaðið með tortryggni og fjand- skap í okkar garð. Aðalkrafa okkar' er 12 stunda hvíld á tog urunum, auk lagfæringar á Iaunakjörum. Nokkur reynsla er nú fengin á 12 stunda hvíld- inni og hygg ég að hvorki sjó- mer.n eða skipstjórar teiji að það fyrirkomulág sé neitt óhag stæðara fvrir útgerðina, en í raun og veru. þýffir það mjög rnikla breytingu á öllu lífi okk- ar sjómanna. MÉR DETTUR EKKI í HUG að fara að skattyrðast við Tím- ann út úr þessu máli. Ég veit að það var enginn sjómaður, sem ritaði þau orð, er þar birtust, og ömerk eru ómagaorðin. Það, sem við höfum fengið fram í umbótum á Iiðnum áratugum, höfum við unnið fyrir atbeina stéttarsamtaka okkar og Al- þýðuflokksins. Og svo mun enn verða. É.g veit ekki hvort íhalds öflunum á alþingi tekst að hefta framgar/ málsins, en þó að það takist um stund, þá er það aðeins til skammar þeim, sem að því standa, eins og and- staða við okkar réttarmál hefur alltaf orðið þeim hinum sömu til skammar og verið fordæmd af eftirtimanum. LAUNAKJÖR SJÓMANNA eru léleg, sérstalílega þeirra, aðstandendur þess hafa orðið fyrir. Getið þið talað um aukna verknýtingu í iðnaði og þessa reynslu í söipu and- ránni, þegar tillit er tekið til þess, hve hörmulega skortir á nauðsynlegar varúðarráð- stafanir gegn slysahættu í verksmiðjum ykkar og vinnu stofum? Fyrsta vörn ykkar er ef til vill þessi: „Ég hef ekki efni á því.“ Leyfið mér að minna ykkur á. að sam- kvæmt ykkar eigin tölum hafið þið s.l. 7 ár greitt kr. 12 920 000,00 vegna þsssara slysa og auk þess hafi/ þið misst þessa menn og fram- leiðslu þeirra. Það, er engin nauðsyn að benda á, hvaoa ráð er hægt að finna við þessu. Þið þekkið þau eins vel og ég.“ ÞANNIG FÓRUST hinum am- eríska iðnaðarsérfræðingi orð. Og þegar Emd Jónsson flutti fyrir nokkrum dögum frumvarpið öryggisráð- stafanir á vinnustöðum í fjórða sinn á alþingi, leyfði hann sér að vitna í þessi um- mæli á móti þeira íhaldsöfl- um, sem á þremur undanförn um þingum hafa hindrað það Framh. á 7.- síðu. sem eru á saltfisksveiðum, og launakjörin þarf að bæta. Að mínu áliti er ekki hægt íyrir fjögurra til fimm manna fjöl- skylclu að lifa á launum tog- arasjómanna eins og allt er nu orðið. Launin eru að meðaltali líkast til tæpar þrjór þúsundir króna á mánuði, en frá því dregst svo kostnaður við útbún að og mun láta nærri að háseti þurfi aldr| i minna en 500 krón ur í galla og útbúnað fvrir hvern mánaðartúr. ÉG VIL FULLVRÐA, að engir vinni eins erfiðá vinnu og að minnsía kosti að vissu leyti eins leiðinlega og togarahóset- ar. Þess vegna er það ófært að þeir skuli vera eins illa launað- ir og raun er á. Það rná vel vera að togaraútgerðin berjisi í bökkum, en ef svo er, þá verð ég að segja það, að sízt má láta erfiðleikana á herðar okkar sjó mannanna, sem vinnum á skip- unum.“ BJARGMUNDUR skrifar: — „Fresturinn til aðskila tillögum (myndum) af skjaldarmerki fyrir Reykjavík rann út síðdeg- is fyrra mánudag og er nú dóm nefndin væntanlega sezt á rök- stóla um málið. Mörgum myndi þykja gaman að fá að vita hverjir eru í nefndinni og væri æskilegt að nöfn neindarmanna væru birt í blöðunum. Vonandi fer samkeppni þessi vel og rétt látlega fram, — ekki sízt hvað dómnefndina áhrærir. •—• Æski legt væri að heyrs. nu eittiivað frá neíndinni; er hún farin að halda fundi, hefur hún kveðið upp úrskurð sinn? Og hver er hann þá?“ SK. SIG. skrjfar: „Fregnin um það að hingað muni koma erlend dýr til sýningar, svo- nefndur Cirkus Zoo, hefur vak íð mikla athygli. En um leið hefur það vakið furðu að komið skuli með dýrin hingað í svaxt- asta skammdeginu þegar allra veðra er von. Enn fremurer. nokkuð rætt um það meðal fólks, hvort útbúnaður verði ör uggur og stjórn handföst og trygg á þessum cirkus. Getur þú, Hannes. minn, frætt mig á því, hvérs vegna er komið með þessi dýr hingað einmitt nú svo síðla hausts?" NEI, ÞAÐ GET ÉG í raún'og veru ekki, en ég hygg að ásæíð an’ sé sú, að ekki hafi verið hægt að fá cirkusinn hingað á öðrum órstíma. Venjulega eru cirkusar önnum kafnir á sumr- in, en minna að gera á haustin. Öllum er okkui- annt um Reykjalund og þá starfsemi, sem þar fer fram. Við vonum því að þetta mikla fyrirtæk.i takist sem allra bezí, enda bend ir alit til þess að fólk hafi hug á að sækja cirkusinn. Hannes á horninu. Úlbreiðið Alþýðublaðið!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.