Alþýðublaðið - 11.12.1951, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 11.12.1951, Qupperneq 4
AB-Aiþýðublaðið II. des. 1951. Forsœtisráðherraskiptin í Noregi Symfóníuhljómsveitin í ÞESSUM MÁNUÐI eru tvö ár liðin síðan symfóníu hljómsveitin var stofnuð. En auðvitað þurfti hún nokkurn tíma til æfinga áður en hún gæti byrjað að leika opinber- lega; það mun ekki hafa ver- ið fyrr en tveimur eða þrem- ur mánuðum eftir stofnun hennar. En síðan hefur hún haldið opinbera tónleika á hálfs mánaðar fresti, nema yfir sumarmánuðina, við vax andi aðsókn og viðurkenn- ingu. Þegar litið er á þennan stutta starfstíma symfóníu- hljómsveitarinnar, er það stórfurða, hvern sess hún hef ur þegar unnið sér í menn- ingarlífi höfuðstaðarins og raunar þjóðarinnar allrar. En það sýnir hvort tveggja í senn, að vel hefur verið starfað að því að gera hana hlutverki sínu vaxna, og að hún hefyr fullnægt mikilli þörf á sviði þeirra listar, sem allt of lengi hefur verið van- rækt á meðal okkar. Það hef ur verið sannarlega ánægju- legt að sjá, hve stór og vax- andi hópur hefur sótt hina opinberu tónleika symfóníu- hljómsveitarinnar; því að það er augljós vottur þess, að þrátt fyrir tíma margs kon- ar ómenningar, sem margir hafa nú áhyggjur af, er þörf in mikil fyrir sanna list og menningu. Symfóníuhljóm- sveitin er því ein af þeim ménningarstofnunum okkar, sem miklar vonir eru við bundnar, ef hún nýtur þess stuðnings, sem nauðsynlegur er til þess að hún geti haldið áfram að starfa. En því miður hefur sá stuðn ingur ekki verið eins mikill og vænta mátti; og enn er framtíð symfóníuhljómsveit arinnar í hættu vegna örð- ugs fjárhags. Þegar hún var stofnuð hafði hún ekki fjár- hagslegan stuðning neinnar opinberrar stofnunar nema ríkisútvarpsins, sem af eðlileg um ástæðum skildi þörf slíkr ar hljómsveitar bæði fyrr og betur en aðrir opinberir að- ilar; en .þess var þá þegar vænzt, að bæði ríkið og höf- uðstaðurinn hlypu undir bagga og styddu slíka menn- ingarstofnun með fjárfram- lögum, svo sem gert er í öll- um menningarlöndum. Sú von brást heldur ekki, að því er höfuðstaðinn snerti; bæj- arstjórn hans veitti í fyrra nokkra fjárupphæð til sym- fóníuhljómsveitarinnar á þessu ári, og vonir munu standa til þess, að þeim stuðn ingi verði haldið áfram. En alþingi hefur, þótt ótrúlegt sé, látið á sér standa fram á þennan dag. Það felldi fjár- veitingu til symfóníuhljóm- sveitarinnar um þetta leyt; í fyrra, að vísu með mjög litl um atkvæða mun, og á fjár- lögin fyrir næsta ár, sem nú á að fara að afgreiða, hefur enn ekki verið tekin nein fjárveiting til hennar. Víst er þó, að enn mun verða leitað til alþingis um nauðsynlegan stuðning við symfóníuhljómsveitina, því að undir honum er framtíð hennar komin. Slíkar menn- ingarstofnanir bera sig ekki fjárhagslega hér! frekar en annars staðar. Symfóníu- hljómsveitin er í því efni eng in undantekning. Háskólar og listasöfn bera sig ekki held- ur; og mun þó hvergi á byggðu bóli talið, að ríkið geti skor- azt undan því að leggja fram fé til slíkra stofnana. Því verður þess vegna ekki trúað að óreyndu, að alþingi bregðist enn þeimvonum, sem allir unnendur tónlistar og æðri menningar í landinu binda nú við f járframlag af þess hálfu til symfóníuliljóm sveitarinnar. Tónlistin verður að vísu ekki látin í askana frekar en bókvitið forðum. En vel mættu alþingismenn vera þess minnugir, þegar til þeirra kasta kemur um fram tíð symfóníuhljómsveitarinn- ar, að það eru þó, þegar á allt er litið, fyrst og fremst menningarleg og listræn af- rek íslenzku þjóðarinnar, sem hafa skipað henni virðingar- sess á meðal þj.óðanna, en ekki baráttan fyrir munni og maga, svo nauðsynleg, sem hún er. Skipsffóra- og stýrimannafélagið Áldan filkynnlr: Umsóknir um styrk úr styrktarsjóði félagsins, sendist Guðbjarti Ólafssyni, Framnesvegi 17, fyrir 16. þ. m. Félagsstjórnin. Speglar Speglar, allar stærðir og gerðir. Aðeins fyrsta flokks framleiðsla. Ludvig Sforr & (o. Sími 3333. Laugavegi 15. AB — Alþý3ublaðl3. Útgefandi: AlþýSuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Auglýsingastjóri: Emma Möller. — Riístjórnarsímar: 4901 og 4902. — Auglýsinga- eimi: 4906. — Afgreiðslusími: 4900. — Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu S—10. Þaö vakti mikla athygii, þegar límar Gernaru&en oaost iausnar 1 Osio i nóvember eftir að vera búinn að gegna embætti forsætisráðherra í Noregi síðan í stríðslok. En forsætisráðberra- skiptin hafa ekki haft í för með sér neina stefnubreytingu. Stjórn Alþýðuflokksins hélt á- fram tiltölulega lítið breytt, enda er hinn nýi forsætisráðherra, Oscar Torp, einn af traust- ustu forustumönnum flokksins og hefur sem formaður þingsflokks hans undanfarin ár verið náinn- samstarfsmaður Gerhardsens. Sjálíur lýsti og Gerhardsen því yfir að það væri þreyta og persónulegar ástæður einar, sem hefðu ráðið því, að hann baðst lausnar. Á myndinni sjást þeir hlið við hlið, Gerhardsen (til vinstri) og Torp, hinn nýi forsætisráðherra Hœkur og höfundar: Benedikt Svcuibjarnarson Gröndal: Ritsaí'u II. Gils GuSmundsson sá um útgáf- una. ísafoldarprentsmið'ja h.f. Reykjavík 1951. ANNAi) BINDIÐ í ritsafni Benedikts -Sveinbjarnarsonar Gröndals, sem þó er hið þriðja í útkomuröðinni, fiyíur fjórðu útgáfu „Heljarslóðarorustu". Svo vill til, að um þessar mund ir vantar áratug upp á, að öld sé liðin frá því að j.;. rsta útgáfa hennar var prentuð úti í kóngsins Kaupinhafn. En „Helj arslóðarorusta“ er meistara- verk, sem yngisl upp með hvei-ri nýrri kynslóð á íslandi. Maður hrífst og hlær — hlær og hrífst, unz lestrinum er lokið. „Heljarslóðarorusta" er skop saga í riddarasögustíl. Gröndal ritaði hana í tilhugalífi sínu við kaþólskuna í Löwen í Belg- íu sumarið 1859 dagana, þegar sigurljómi orustunnar við Sol- ferno lék bjartastur um Napó- leon þriðja. En „Heljarslóðar- orusta“ er í senn veraldarsaga og íslendingaþáttur. Þetta er þverskurður og skopmynd af Samtíð höfundarins heima og erlendis, allt í senn ádeila og siguróður, spott og prédikun. Og þessi blanda varð í höndum Gröndals slíkt kjörvín Tyndni, andagiftar og hugkvæmni, að það hefur ekki dofnað hætishót í bráðum öld. ,,H'eljarslóðarorustu“ ber að nefna næst „Pilti og stúlku" og „Manni og konu“ í upptalningu öndvegisrita íslenzlcs sagna- skáldskapar. Hún er sams kon- ar listrænt fyirbæri og „Gam- anbréf“ Jónasar Hallgrímsson- ar, en miklu meira stórræði og sýnu betur heppnað tilraun. Vafalaust væri Gröndal löngu heimsfrægur fyrir „Heljarslóð- arorustu11, ef hún hefði verið samin á máli og út irá sjónar- miði stórþjóðar. En íslendir.gar þökkuðu hana með sömu að- ferðinni og ljóð Breiðfjörðs og myndir Sigurðar rnálara. Þar var aðeins sá munur á, að þeim tókst ekki að drepa Gröndal! Af öðru efni þessa annars bindis í ritsafni Gröndals er fyrirlesturinn. „Reykjavík um I Benedikt Gröndal. aldamótin“ mestur kcstagripur. Gröndal lætur þar hvert vand- arhöggið öðru þyngra ríða á brqddborgara og andlega let- ingja samtíðar sinnar. Og því miður er þetta að íiestu ieyti tímabær hugvekja enn í dag. Manni verður hugs ið til félag- anna og fyrirtækjanna, sem þykjast eiga sér cinhvern til- gang, er sé hræsnirni og hé- gómaskapnum æðri, en eru í raun og sannleika eins og spari föt utan yfir lúsugum og skít- ugum hversdagsklæöum. Grön- dal heggur í sama knérunn og Gestur Pálsson hafði gert með fyrirlestrum sínum. Og ennþá dafna í Reykjavík sömu læpu- skaps ódyggðirnar og / þeir reiddust svo rækilega og mak- lega. En hvar eru nú mennirn- ir, sem feti í fótsnor Gests og Gröndals og valdi vopnum þeirra? Rit Grö.idals eru enn sami lúðurhljómurinn og þau voru, þegar boðskapur þeirra kom fyrst íyrir augu og eyru þjóð- arinnar. Gnýrinn í þeim mi.i i- ir á aðdynjanda sterkviðris. En stormurinn, sem hreinsi and- rúmsloftið, og regnið, er skoli landið, lætur sorglega á sér standa. Helgi Sæmimdsson. n tt st >«.» II í Bakkagerðishéraði Á FUNDI ríkisráðs 7. des- ember var Inga Björnsdóttir skipuð héraðslæknir í Bakka- gerðishéraði og Stefán Haralds son < skipaður héarðslæknir í Þórshafnarhéraði. DRAUPNISÚTGÁFAN hefur gftfið’ út bókina „BrúSkaupsferð til Paradisar“, eftir Thor líey- erdahl, höíund ,Kon-Tikis“, sem kom úí í íslenzkrý þýðingu í fyrra og seldist upp á nokkr- um dögum. „Brúðkaupsferð til Paradísar“ er þýdd af Jóni Eyþjórssyni veð urfræðingi eins og ,.Kon-Tiki“. Greinir húri frá brúðkaupsferð Heyerhahls og Liv kony. hans, -en þau ákáðu að liverfa frá menn ingunni, kostum heanar og göll um, um eins árs skeið. lifa frum stæðu lífi og njóta kyrrðar og hvíldar. Þau völdu Suöurhafseyj ar og settust að á fámennri, af- skekktri ey, sem hafði ekkert reglulegt samband við umheim- inn. Þau reistu sér skýli og .hög uðu lífi sínu í hvívetna. að hætti innborinna manna. Árad'Iil þeirra á þessum slóðum varð við burðarík og eftirminnileg. Þar skiptust á ljós og skuggar, skin og skúrir, rétt eins og í heimi ,,memiingarinnar“. Bókin er 199 blaðsíður að stærð, prentuð í prentsmiðj- unni Odda. Samúðarkort | Slysavarnafélags íslancls: kaupa flestir. Fást hja; slysavarnadeildum um ■ land allt. í Rvík í hann-: yrðaverzluninni, Banka-; stræti 6, Verzl. Gunnþór-: unnar Halldórsd. og skrif-: stofu félagsins, Grófin 1.; Afgreidd í síma 4897. —■ Heitið á slysavarnafélagið.: Það bregst ekki. ; AB 4

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.