Alþýðublaðið - 11.12.1951, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 11.12.1951, Blaðsíða 5
Ferðaskrifstofan úfvegar miða á • ólympíuleikana EINS og kunnugt er verða VI. Vetrar Olympíuleiki rn ir haldnir í Osló dagana 14. tii 25. febrúar næstkomandi. Norðmenn búast við mikilli þátttöku og aðsókn að leikjunum og hafa gart ráð stafanir til þess að taka á móti miklum straum erlendra ferða- manna. Sala aðgöngumiða að göngumiða að leikjunum, utan Noregs, lýkur í desember, en eftir þann tíma verða þeir seld ir Norðmönnum sjálfum og er þá búist við, að þeir seljist upp á svipstundu. Samkvæmt tilrnælum frá Olympíu-nefnd íslands hefur Ferðaskrifstofa Ríkissins tekið að sér að aðstoða þá íslendinga, sem kynnu að vilja nota þetta einstæða tækifæri, ér leikarnir eru haldnir svo nærri. Ferða- skrifstofan mun útvega bæði aðgöngumiða og gistingu í Osló og veita á annan hátt alla þá fyrirgreiðslu, sem nauðsyníeg er. Fjárhagsráð hefur sýnt vel- vild og skilning á þessu máli m*sð því að veita gjaldeyrisleyfi fyrir aðgöngumiðum og dvalar kostnaði í Osló. Gert er ráð fyr ir að flogið verði út, en komið heim með m.s. Gullfoss, sem fer frá Höfn 26. febrúar. Ferðaskrifstofan hefur þegar fengið allmikið af fyrirspurnurn varðandi leikina o > nokkrif hafa þegar pantað aogöngumr i. Þeim, sem hafa hugsað sér að fara til Osló, er ráðlagt að panta sem fyrst bæði aðgöngu mjða og gistingu, þar sem sölu lýkur hér á landi íyrir jólin. jlð gof! starf ÁG-ÆTT STARF, sem lítið lætur yfir sér, vinnur kirkju- nefnd kvenna dómkirkjusafnað arins. Allir, sem leið eiga að kirkjunni á sumrum, sjá fal- lega trjá- og blómgarðinn sunn anvert við dómkirkjuna, sem konurnar annast og hafa gert að fögrum reit, sem gleður auga vegfarandans. Og allir, Bern í dómkirkjuna kom, gleðj- ast yfir ilmandi blómum, sem prýða altarið allan ársins hring og minria á boðskap meistrans snesta: ,,G*efið gaum að lil]um vallarins, hversu þær vaxa . . .“ Enn rækja konurnar önnur störi af alúð fyiir kirkjuna sína. Eru þær nú að láta vmna forkunnarfagran altarisdúk, til að prýða þetta gamla guðshús, sem Reykvíkingum er kært. En allt kostar þetta mikið fé. í dag halda konurnar bazar í húsi K.F.U.M. og K. við Amt- mannsstíg, og hefst hann kl. 4. yerða þar á baðstó’.um hentug- ar og smekklegar jólágjafir og margir aðrir gagnlegir munir, seldir við mjög vægu verði. Ég vil hvetja alla til að styðja þetta góða starf. Styðjið bazarinn með gjöfum, sækið hann og kaupið góða hluii við lágu verði. Leggið skerf til guðshússjns í lifandi blómum og listrænni vinnu tii að prýða helgidóminn. Jón Auðuns. ----------4,--------- „Ævinlýrahðllin", ný unglingabék DRAUPNISÚTGÁFAN hef- ur gefið út uiiglingabókina „Ævintýrahöllin“ cftir Enid Blyton með myndum eftir Stu- art Tresilian. Segir bar frá sömu aðalsöguhetjum og í „Ævintýra eyjunni“, se msama forlag gaf út í fyrra og átti miklum vin- sældum að fagna. . ,,Ævintýrahöllin“ er 200 biað síður að stærð, prentuð í prent smiðjunni Eddu. ,Höfuðskáld og spámaður nýrrar kynslóðar í landi — segir skáldið TÓMAS GUÐMUNDSSON í formáls- orðum að Ijóðum Hannes Hafstein var ekki aðeins glæsilégur forvígis- maður þeirrar endurreisnar, sem ljóð hans boðuðu, held- ur einnig beinlínis eitt af höfuðskáldum íslands. Hannes Hafstein var mikið karlmenni og átti þá bjartsýni, sem einkennir fremur öðru mörg mikilmenni. Ljóð hans eiga því sannarlega erindi til þjóðar hans nú, ekki síður en þegar þau birtust fyrst. ' •' . ;;: 4 *' - . y - ' ' íslenzkt æskufólk ætti að Jeggja sér ljóð Hannesar á hjarta. — Ljóð Hannesar er sjötta ljóðabók forlagsins eftir klassiska meistara okkar. Áður eru komin ljóð Jón- asar Hallgrímssonar, Þorsteins Erlingssonar, Páls Ól- afssonar, Stefáns frá Hvítadal, Ólafar frá Hlöðum og Jakobs Thorarensen. Aðalútsöiustaðir LGÁFELL Veghúsastíg 7, Laugavegi 100, Laugavegi 38, Njálsgötu 64, Garðastræti 17, Bækur og ritföng, Austurstræti .1 og Laugavegi 39. 1 NÝKOMNAR f BÓKABÚÐIR: Harðsporar Safn af fróðlegum ritgerðum eftir hinn kunna rit höfund og útvarpsfyrirlesara, Ólaf Þorvaldsson. eftir Joshna Slocum. —• Bráðskemmtileg og klassisk saga af hinni mestu svaðilför. Prentsmiðja Austurlands hJ, Vrlja Norðfjarðar- eða Iðju-'Felldu lánveitingar fil fiskiðjuvera Sjómannafélaginu! Isafirði Siglufirði og Hornafirði VIÐ STJORNAKKJÖRIÐ í í Sjómannafélaginu bjóða kommúnistar fram pólitískan flokkslista, einvörðugu skipað- an þægum flokksm'jnnum sin- um. Allir, sem þekk.r-i flokksaga kommúnista vita, *5 hinn af- dankaði lögpsglubjónn, sem hefur brotið allar brýr að baki sér, á ekki afturkvæmt úr gapastokk lcommúnista- flokksins og verður að hiýða þeim í einu og öliu. Ef hann settist í formannssætið í sjó- mannafélaginu, bið . hans siimu örlög og piltsins, sem Lúðvýk Jósefsson gerði að formanni í verkalýðsfélaginu á Norðfirði. Sjómenn á Norðfjarðartogurun um segja ýmsar sögur af því, hvernig Lúðvík útgerðarmaður notar þennan sveinstaula til þess að framkvæma togarasamn ingana á þann hátt, sem Lúðvík þykir bezt henta fyrir útgerð- ina. Sömu örlög mundu bíða lög ! regluþjónsins afdankaða, kæm ist hann í sömu aðstæður og austfirzki pilturinn. í Reykjavík eru nokkur verka lýðsfélög, sem hafa lotið yfir- ráðum kommúnista um langt sfceið. Eitt þeirra er Iðja, félag verksmiðjiífólks. Við skulum athuga, hvernig kjaramálum þess félags er komið: 16 ára karlmaður fær í laun kr. 720,00 í grunn fyrsta mán- uðinn, sem hann vinnur í verk- smiðju. Eftir 12 mánaða yinnu í sömu verksmiðju fær hann kr. 1200,00 í grunnlaun. Fullorð- inn karlmaður fær í byrjunar- iaun kr. 1185,00 á mánuði, en eftir 12 mánaða vinnu í sömu verksmiðju fær hann kr. 1830, 00 í grunnlaun. .Skipti þessir menn um vinnustað og-byrji að vinna í nýrri iðngrein,. verða þeir að byrja aftur á byrjunar laununum. Þessir menn njóta engra fríðinda við starfið um- fram það, sem landslög og dóm ar ákveða. Þeir fá ekki greiðslu Framhald á 7. síðu. ALÞÝÐUFLOKKTJRINN lagði til við aðra umræðu fjár- laganna að 9 milljónnm króna af tekjuafgangi ríkisjóðs yrði varið til lánveitinga til fisk- iðjuvera á ísafirði, Siglufirði og Hornafirði. Þessa tillögu felldi stjórnarliðið með 39 atkvæð- nm gegn 13. Þeir, sem greiddu tillögunni atkvæði, voru: Alþýðuflokks- mennirnir Emil J.ónsson, Gylfi Þ. Gíslason, Hannibal Valdi- marsson, Haraldur Guðmunds- son og Guðmundur í. Guð- mundsson; enn fremur þing- menn kommúnista, þeir As- mundur Sigurðsson, Brynjólfúr Bjarnason, Einar Olgeirsson, Finnbogi R. Valdimarsson, Jón as Árnason, Lúðvík Jósefsson, Sigurður Guðnason og Stein- grímur Aðalstsinsson. Gegn tillögunni greiddu at- kvæði: Jón Pálmason, Andrés Eyjólfsson, Ásgeir Bjarnason, Bernharð Stefánsson, Eysteinn Jónsson, Gísli Guðmundsson, Gísli Jónsson, Gunnar Thorodd sen, Halldór Ásgrímsson, Melg'í Jónsson, Jóhann Hafstein, JóJ hann Þ. Jósefsson, Jón Gísla-Í son, Jón Sigurðsson, .TónaS' Rafnar, JÖrundur Brynjólfsson, Karl Kristjánsson, Kristín Sig- urðardóttir, Lárus Jóhannesson Ólafur Thors, Páll Zóphónías- son, Pétur Ottesgn, Rannveig Þorsteinsdóttir, Sigurður Ág- ústsson, Sigurður ó. Ólafsson, Skúli Guðmundsson, Magnús Jónsson, Vilhjálmur Hjálmars-' son og Þorsteinn Þorsteinsson. Áki Jakobsson og Páll Þoi’- steinsson greiddu ekki atkvæði, þótt um væri að ræða má'lefni, er mjög snertu kjördæmi þeirra, en aðrir voru fjarve'r- andi, m. a. Sigurður Bjarnason, sem hefði þó átt að muna cftir atvinnuleysinu á Ísaíirði. AB 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.