Tíminn - 10.01.1964, Qupperneq 7

Tíminn - 10.01.1964, Qupperneq 7
Gtgeftndl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjórl: Tómas Arnason — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Augiýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskriístofur í Eddu húsinu, símar 18300—18305 Skrif stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323 Augl., sími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjaid kr. 80,00 á mán. innan- lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f — íhalds - fsland? Fræg ljóðahending eftir kommúnistiskt heittrúarskáld hér á landi hljóðar á þessa leið: „Sovét-ísland, hvenær kemur þú“. Það er íslendingum miki’ gæfa, að þessi heita ósk hefur ekki rætzt og fjarlægist það með hverju úri. En öfgarnar hinum megin hafa lika átt sínar óskir, Stór- kapítalisminn hefur líka átt sína áhangendur á íslandi, sem lengi hafa borið í brjósti óskina um íhalds-íslanö. Þegar eftir sjálfstæðistökuna 1918 létu þessi öfl töluvert að sér kveða og tókst að þoka nokkuð áleiðis hugsjóninni um íhalds-ísland á árunum 1924—1927. Þá náðu um- bótaöfl í þjóðfélaginu undirtökum Þá urðu þáttaskil, og langt næsta árabil mótuðu umbótaflokkarnir, Fram- sóknarflokkurinn og Alþýðuflokkur, þróunina, og gætti þó bolmagns og áhrifa Framsóknarfiokksins miklu meira til þess. Draumar sérgróðaaflanna um íhalds-ísiand þokuðust til hliðar, og hættunni af Sovét-íslandi var einnig bægt frá. Hér myndaðist íslenzkt þjóðfeiag með allt öðrum einkennum, mörgum sjálfstæðum einstaklingum í fram- leiðslu og einkalífi, þróttmikiúm samvinnufélögum þeirra, jöfnun lífskjara og töluvert almennri velmegun, hóflegum ríkisafskiptum og þröngum stakki auðfélaga stórkapítalista. Á þessu árabili unnu ísiendingar sína mestu framfarasigra og þjóðin komst yfir örðugasta hjalla landnáms í nýjum heimi og nýjum tíma Dyggur stuðning- við almannaframtakið, alla dugandi einstaklinga og fé- lög þeirra, var sterkasta lyftistöngin. sem ríkið beitti í þessari baráttu. Þessi þróun héit áfram óslitið að kalla til ársins 1958. Þá urðu aftur þáttaskil. Þá náðu þeir undirtökum aft- ur, sem dreymt hafði og dreymir enn um íhalds-íslanu, ríkiskerfi stórkapítalismans. Þá var bráðurinn tekinn upp aftur, um hina gömlu, góðu daga frá 1927. Skellt var á drögum að hákapítalisku ríkiskerfi !vft undir sérgróða mennina, rýmkað um starf auðrnanna og auðfélaga, þrengt að samvinnufélögum almennings og einstaklings- framtaki hinna mörgu. Einkum var brugðið fæti fyrir unga fólkið og þá, sem ekki voru lujnir að koma undir sig fótum til sjálfstæðrar smáframk iðslu eða byggja vfir sig, því að mikilvægast var talið aö st.öðva þannig þróun ina og marka framtíðarstefnuna Ungu hjónin, sem eru að byggja, vita ve' hvernig þetta var gert með því að láta hækknn byggingarkostnaðar gleypa allt opinbert lán og mikh, meira. Ungi bóndinn finnur, hvernig hann er bundinn i báða skó, og fækkun bænda gerð með skipulegum aðgerðum Ungi sjómaður- inn finnur hvernig hvert götuvirkið er reist af öðru í leið hans til þess að eignast bát. í þessu sérgróðakerfi eiga sem flestir að vera góðir leigjendur og vinna vel við framleiðslutæki peningamanna. Á árunum milli 1927 til 1958 var Tiörknð undansláttar- laus sjálfstæðisstefna þar sem ísiai di var ætlaður fullui s.jálfstæðishlutur, með góðri og sjálfstæðri samvinnu við aðrar þjóðir. Lýðveldisstofnunin og landhelgissigrarmr eu hæstu tindar þeirrar baráttu \rð 1958 urðu stefnu- hvörf í s.jálfstæðisgæzlunni og koma fram í afst.öðu stjórnarinnar til Efnahagsbandaiagsins og afsalssamn- mgnum í landhelgismálinu. Þar <-r þiónað því markmiði stórkapítalista að láta ekki sjalfstæðistakmörk þjóða hefta hin stórtæku sérgróðasjónarnnð. \ Þjóðin hefur þegar afþakkað Sovét-ísland, en vill hún þá fremur íhalds-ísland? • 7, '/■/'/ \i' r / / r ' ’’ ’’ / '/ bfmmim n$rarins$on: Góötemplarareglan 80 ára Hreyfing Góðtemplara á íslandi á upptök sín á Norð- urlandi, eins og svo margar félagshreyfingar aðrar. Fyrsta Góðtemplarastúkan, ísafold, var stofnuð á Akur- eyri 10. janúar 1884, að for- göngu norsks manns, Ole Lieman. Stofnendur voru tólf. Frá Akureyri breiddist þessi hreyfing fljótt um landið. Þegar Stórstúkan var stofnuð rúmum tveimur árum síðar, voru stúkurnar orðnar 14. Það hjálpaði stúkunum mjög, að allmikið hafði verið unnið hér að bindindismálum áður en þær komu til sögunnar. Víða höfðu verið stofnuð bindindisfélög. Þannig hafði séra Magnús Jóns- son, faðir Jóns Magnússonar for- sætisráðherra, unnið að stofnun bindindisfélaga í Múlasýslum, er töldu nær 400 manns árið 1882. Tryggvi Gunnarsson flutti árið 1879 á Alþingi frumvarp um lög „til styrks og útbreiðslu bindindis“. í Þingeyjarsýslum voru fjölmenn bindindisfélög og flutti einn forvígismaður þeirra, Einar Ásmundsson í Nesi, frum- varp á Alþingi 1885 um takmörk- un á sölu áfengis. Þeir Einar og séra Arnljótur Ólafsson voru þá þingmenn Eyfirðinga. Frv. var samþykkt í efri deild, en í neðri deild var það fellt og átti séra Arnljótur Ólafsson þátt í því. Hann reyndi að gera frumvarpið hlægilegt. Þá reis upp Jón Sig- urðsson á Gautlöndum, sem ekki var bindindismaður, og sagði, að þremur árum áður hefðu útlend- ingar sent íslendingum samskota fé vegna harðinda og hefði það numið á fjórða hundrað þús. kr. Sama ár hefðu íslendingar hins vegar flutt , inn áfengi fyrir á fimmta hundrað þús. kr. Hvað vill Reglan? Ýmsir halda, að markmið Góð- templarareglunnar. sem á rætur sínar í Bandaríkjunum, sé aðeins að vinna að áfengisbindindi. Þetta er mikill misskilningur. Reglan hefur þetta fyrir eitt að- almarkmið sitt, en jafnframt er hún bræðralags- og friðarhreyf- ing. í grundvallarreglum hennar segir svo: „Starfsemi Gðtemplarareglunn ar er reist á hugsjóninni um bræðralag allra manna. Allir eiga að hafa jafnan rétt til per- sónulegs þroska, frelsis og ham- ingju. Hver og einn á að gæta náunga síns og sérhver er kall- aður til starfs fyrir vaxandi mannheill og lífshamingju ann- arra“. Seinustu iiðirnir í stefnuskrá Góðtemplarareglunnar hljóða þannig: „Styrkja þá félagslegu starf- semi og menningu, sem elur fé- laga sína upp til að vera góðir þegnar og kemur þeim til and- legs og líkamiegs þroska. Efla andlegt frelsi, umburðar- lyndi og bróðurlegt samstarf á öllum sviðum mannlegs lífs. Vinna að því, að andi réttlætis og bræðralags nái að gegnsýra allt þjóðlífið. Vinna að varanlegum friði meðal allra þjóða“. Merkur félagsmálaskóli. Bræðralags- og réttlætishug- sjón Góðtemplarareglunnai ÓLAFUR Þ. KRISTJANSSON stórtemplarl studdi vafalaust mjög að því, að hún safnaði félagslyndum hug- sjónamönnum mjög undir merki sitt á fyrstu árum sínum hér á landi, eins og reyndar víðar. Um skeið má segja, að hún hafi verið einn helzti félagsmálaskóli ís- lenzku þjóðarinnar. Stúkurnar byggðu hús í flestum kauptúnum og kaupstöðum landsins, er um langt skeið voru helztu fundar- húsin þar. Þetta eitt hafði mikla þýðingu. En jafnframt létu góð- templarar sig mörg mál varða. Góðtemplarar áttu t. d. frum- kvæði að stofnun Leikfélags Reykjavíkur og voru allir stofn- endur þess félags, tólf að tölu, templarar. Félagssamtök og stofn anir, eins og Sjúkrasamlag Reykjavíkur, Glímufélagið Ár- mann, Elliheimilið Grund, Al- þýðubókasafnið og Dýraverndun- arfélag íslands, rekja rætur sín- ar til forgöngu Góðtemplara. Síð ast en ekki sízt, ber svo að geta þess, að margir helztu forvígis- menn verkalýðssamtákanna á fyrstu árum þeirra voru Góð- templarar og höfðu innan regl- unnar fer.gið þá félagsmálaþjálf un, sem auðveldaði þeim starfið innan verkalýðsfélaganna. í þessu sambandi má geta þess, að margir fyrstu leiðtogar verka- lýðsfélaganna annars staðar á Norðurlöndum, höfðu á sama hátt fengið félagsmálamenntun sína innan Reglunnar. Dagsverkin mörgu. Meginstarf Góðtemplararegl- unnar hefur að sjálfsögðu verið það að vinna að auknu bindindi Stærsti sigur hennar á því sviði. voru bannlögin 1909, en þau höfðu verið samþykkt í þjóðar atkvæðagreiðslu árið áður með rúmlega 3/5 meirihluta atkvæða Þennan sigur sinn átti Reglan þvi að þakka, að margir helztu leið- togar þjóðarinnar, jafnt í hópi skilnaðarmanna og sambands- manna, sem þá tókust á um „upp kastið“ svonefnda, voru Góð- templarar, eins og Björn Jóns son, Jón Ólafsson, Skúli Thor- oddsen, Þórhallur Björnsson, Indriði Einarsson, svo að nokkr- ir séu nefndir. Reynslan varð hins vegar sú, að þjóðin undi ekki bannlögum, og ósigur þeirra mun að ýmsu leyti hafa orðið Reglunni óbeint til hnekkis, auk þess, sem breyttur aldarandi hef- ur skapað henni akari jarðveg en áður Óhætt er þó að segja. að starf -hennar síðar sem bind indishreyfingar, hefur á margan hátt borið mikinn og góðan ár- angur. Indriði Indriðason lýsir vel þessum árangri af starfi Regl- unnar, er honum farast svo orð í afmælisriti hennar, er gefið var út fyrir fimm árum: „Þau dagsverk, sem segja má, að hún hafi lagt þjóðarbúinu til, beint og óbeint, með hjálpsemi og viðreisn fjölda einstaklinga og viðhaldandi reglusemi þús- unda manna, verða aldrei talin né reiknuð.“ Reglan og æskan. Þótt minna beri á GóðtempL- arareglunni en fyrir 50—60 ár- um, þegar margir helztu leiðtog- ar þjóðarinnar skipuðu sér undir merki hennar, vinnur hún eigi að síður mikið og gagnlegt starf. Þar ber kannske alveg sérstak- lega að minna á barnastúkurnar og hin nýju samtök, er starfa í sambandi við Regluna, íslenzkir ungtemplarar, en þeim veitir nú séra Árelíus Níelsson forustu. Starfsemi þeirra, sem nær nú til um 1000 unglinga, er í þrem aðalgreinum: funda- og skemmti- starfsemi, útilíf og ferðalög, tóm- stundastarf. Góðtemplararegl- an þarf í vaxandi mæli að snúa sér að æskunni, þótt að sjálf- sögðu þurfi einnig að vinna fyrir þá, sem áfengisnautnin hefur orðið til falls. í Reykjavík er það Reglunni mikill fjötur um fót, að hana' skortir viðunandi húsnæði til þess að unnt sé að halda uppi jafn víðtækri starfsemi og breytt- ir tímar krefjast, einkum fyrir ungt fólk, Það er mikilvægt, að Reglan njóti skilnings og fyrir- greiðslu hins opinbera á þessu sviði. Framtíðin. I riti Indriða Indriðasonar, sem áður er vísað til, segir, að það sé misskilningur, að Reglan sé búin að leggja bannbarátt- una á hilluna. Síðan segir: „Meðan svo er ástatt. að ríkis- stjórn, Alþingi og almenningur í landinu er andsnúinn hugmynd- um um bann hlýtur starf Regl- unnar og starfsaðferðir að mót- ast af því. Það hefur aldrei verið tilgangur reglunnar að koma á banni með valdboði minnihlut- ans, jafnvel þótt slíkar aðstæður kynnu að skapast. Starf regl- unnar hefur að undanförnu, svo sem frá upphafi mótazt af því tvennu, að veita félagslega aðstoð þeim, er losna vilja úr fjötrum áfengistízkunnar, og með marg- háttuðu félagsstarfi vinna að já- kvæðara viðhorfi einstaklingsins til málanna". Um bræðralagsþáttinn í stefnu Góðtemplaia, segir Indriði: „Góðtempiarareglan lítur svo á, að bræðralagshugsjónin byggi að meginþætti á sjálfsþroska ein- staklingsins, hófsemi og réttsýni. Góðtemplarar trúa því, að bind- indissemi grundvalli þann veg, er liggui til aukinnar samhjálpar og velmegunar Það er skoðun Góðtemplara, að leið bindindis- ins sé örugg leið og farsæl, til þess að byggja upp heilbrigt þjóðfélag. Góðtemplarareglan vill vinna að því að skapa sam- búðarhæfari einstaklinga, er vilja tileinkii sér bræðralagshug- sjónina og lifa eftir henni“. Það er bezi afmælisósk ís- lezku Góðtemplarareglunni til handa, að henni megi takast að vinna vel á þessum grundvelli og verða þjóðinni á ný slíkur upp- eldis- og félagsmálaskóli og á fyrstu áratugum starfs síns. Þ.Þ. ÍÍMINN, föstudaginn 10. janúar 1964 — / V

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.