Tíminn - 16.01.1964, Side 14
ÞRIÐJA RÍKIÐ
WILLIAM L. SHIRER
162
j þiár voru „fullir vantrausts“ bæði
j 'i garð beggja nazista-foringjanna
! og þar að auki hneigðust þeir til
þess að trúa því, að ekkert gæti
; nú komið í veg fyrir, að Hitler
j lýsti stríði á hendur Póllandi."
Þai að auki var sænska meðal-
I göngumanninum gert ljóst, að
: brezka stjórnin hefði ekki látið
blekkjast af svikum Hitlers varð-
andi kröfu hans um, að pólskur
fulltrúi kæmi til Berlínar innan
tuttugu og fjögurra klukkustunda.
En Dahlerus hélt áfram að
reyna, eins og Henderson gerði
í Berlín. Hann hringdi til Görings
í Berlín, og stakk upp á að pólskir
og þýzkir fulltrúar hittust „utan
Þýzkalands", og fékk aftur svar
þess efnis, að „Hitler væri í Ber-
lín“ og fundurinn yrði að fara
fram þar.
Þannig varð enginn árangur af
sáttaumleitunum Svíans. Um mið-
nætti var hann aftur kominn til
Berlínar, þar sem hann fékk annað
tækifæri til þess að verða að
minnsta kosti hjálplegur. Hann
kom til aðal'stöðva Görings hálfri
klukkustund eftir miðnætti og
hitti yfirntann Luftwaffe enn einu
sinni í æstu skapi. Ribbentrop,
sagði Göring, hafði verið að af-
her-ida Henderson, fyrir hönd for-
ingjans „lýðræðislegt, réttlátt og
framkvæmanlegt tilboð“ til Pól-
lands. Dahlerus, sem virtist hafa
náð sér nokkuð við funainn í
Downing Street, hringdi í Forbes
í brezka sendiráðinu til þess að
frétta af þessu og fékk að vita, að
Ribbentrop hefði „rutt úr sér“
skilmálunum og sendiherranum
hefði verið neitað um að fá afrit
af þeim. Dahl'erus segist hafa sagt
Göring, „að svona ætti ekki að
j fara með sendiherra frá stórveldi
; eins og Stóra-Bretlandi“ og stung-
ið upp á, að marskálkurinn, sem
hafði afrit af greinunum sextán,
1 leyfði honum að lesa textann upp í
síma fyrir þá í brezka sendiráð-
inu. Eftir nokkurt hik samþykkti
1 Göring það.
Þannig var það fyrir áeggjan ó-
þekkts sænsks kaupsýslumanns og
í samráði við yfirmann flughers-
ins, að farið var í kringum Hitler
og Ribbentrop og brezku stjórn-
inni skýrt frá þýzku „tillögunum“
til Póllands. Ef til vill sá mar-
skálkurinn nú fljótar en foringinn
og hinn smeðjulegi utanríkisráð-
herra hans kostina, sem því fylgdu
að láta Breta vita leyndarmálið,
enda var hann hvorki heimskur né
óreyndur í utanríkismálum.
Til þess að tryggja að Hender-
son fengi textann alveg réttan,
sendi Göring Dahl'erus til sendi-
ráðsins klukkan 10 á fimmtudags-
morgun, 31. ágúst, með vélritað
afrit af greinunum sextán. Hend-
erson var enn að reyna að fá
pólska sendiherrann til þess að
koma á „sambandinu, sem óskað
-var eftir“ við Þjóðverjana. Klukk-
an 8 um morguninn hafði hann
I enn einu sinni lagt að Lipski, í
i þetta sinn í gegnum símann, að
j gera þetta og varað hann við því,
að styrjöld myndi skella á nema
því aðeins að Pólland hafði gert
eitthvað á hádegi. Stuttu eftir að
Dahlerus kom með texta þýzku
tillagnanna, sendi HJnderson hann
og sömuleiðis Forbes til pólska
sendiráðsins. Lipski, sem aldrei
i hafði heyrt um Dahlerus, varð dá-
í lítið ruglaður, þegar hann hitti
Svíann — en hann eins og flestir
aðrir helztu diplómatarnir í Berlín,
var, þegar hér var komið, bæði
dauðþreyttur og spenntur — og
óþolinmóður, þegar Dahlerus
■ hvatti hann til þess að fara þegar
til Görings og ganga að boði for-
ingjans. Eftir að hafa beðið Svíann
að fara og lesa greinarnar sextán
fyrir ritara í næsta herbergi, sem
skrifaði þær niður, lét hann óá-
nægju sína í ljós við Forbes fyrir
að hafa komið með „ókunnugan
mann“ á jafn alvarlegri stundu
jafn alvarlegs máls. Þessi upp-
gefni, pólski sendiherra hlýtur
einnig að hafa verið miður sín
vegna þess, hve Henderson lagði
hart að honum og stjórn hans að
hefja viðræður á grundvelli til-
lagna, sem hann hafði verið að fá
í þessu, og þá óopinberlega og
sviksaml'ega, og brezki sendiherr-
ann hafði sjálfur kvöldið áður
sagt Lipski að væru ekki „alltof
óréttlátar." Hann vissi ekki að
skoðanir Hendersons voru ekki
skoðanir Downing Street. Það,
sem hann vissi, var, að hann hafði
ekki í hyggju að taka við ráðlegg-
ingum óþekkts Svía, jafnvel þótt
hann hefði verið sendur til hans
frá brezka sendiherranum, og
hann hafði heldur ekki í hyggju
að fara til Görings, til þess að
ganga að „boði“ Hitlers, jafnvel
þótt hann hefði haft vaid til þess
að gera það, sem hann nú ekki
hafði.
Síðasti dagur friðarins
Eftir að brezka og franska
I stjórnin höfðu, að því er þær
j héldu, fengið Þjóðverja og Pól-
verja til þess að samþykkjd og
taka upp beinar viðræður, gerðu
þær allt til þess að reyna að koma
viðræðunum af stað, enda þótt
stjórnirnar vantreystu Hitler mjög.
Bretland tók forystuna í þessu
máli, og fékk til þess stuðning
Frakka í Berlín og þó sérstaklega
í Varsjá. Enda þótt Bretar ráð-
legðu Pólverjum ekki að ganga að
úrslitakostum Hitlers og senda
fulltrúa sinn til Berlínar 30. ágúst,
þar sem þeir litu á slíka kröfu sem
„fullkomlega ósanngjarna“ eins og
Halifax sagði í skeyti sínu til
Hendersons, þá lögðu þeir samt
að Beck oíursta að lýsa því yfir,
að hann væri reiðubúinn til þess
að taka upp viðræður við stjórnina
í Berlín „án tafar“. Þetta var að-
alinnihald orðsendingarinnar, sem
Halifax sendi af stað til sendiherra
síns í Varsjá seint um kvöld, 30.
águst. Kermaró átti að skýra
Beck frá orðsendingunni, sem Bret
ar höfðu sent til Þýzkalands, og
Henderson átti að afhenda Ribben
trop, fullvissa hann um, að Bret-
land myndi standa við skuldbind-
ingar sínar við Pólland, en leggja
áherzlu á mikilvægi þess fyrir Pól-
land, að það samþykkti að hefja
beinar samningaviðræður við
Þýzkaland þegar í stað.
— Við Títum á það sem mjög
svo mikilvægan hlut, (sagði Hali-
fax í skeytinu) með tilliti til á-
standsins í Þýzkalandi, og vegna
almenningsálitsins í heiminum, að
svo lengi sem þýzka stjórnin segir
sig tilbúna til viðræðna, skuli ekk-
ert gert, sem getur gefið henni
tækifæri til þess að skella skuld-
inni af átökunum á Pólland.
Kennard hitti Beck um miðnætti
og pólski utanríkisráðherrann lof-
aði að ræða málið við ráðuneyti
sitt og gefa honum „íhugað svar“
á miðnætti 31. ágúst. Skýrsla
Kennedvs um samtal þetta barst
brezka utanríkisráðuneytinu klukk
an 8 um morguninn, og Halifax
var ekki ful’lkomlega ánægður með
hana. Á hádegi — síðasta \lag
ágústmánaðar — sendi hann Kenn-
ard skeyti um, að hann skyldi
„hafa samráð við“ sinn franska
kollega í Varsjá (Léon Nöel,
franska sendiherrann) og stinga
upp á því við pólsku stjórnina.
— að hún skuli nú tilkynna
þýzku stjórninni, helzt milliliða-
laust, en ef ekki þannig, þá í gegn-
um okkur, að henni hafi verið
skýrt frá svari því, sem við gáf-
um þýzku stjórninni, og að hún
staðfesti, að hún hafi gengið að
uppástungunni um samningavið-
ræðurnar.
Franska stjórnin óttaðist, að
pýzka stjórnin gæti fært sér í nyt
þögn pólsku stjórnarinnar.
Halifax lávarður var enn þá óró-
legur vegna hinna pólsku banda-
manna sinna, og áður en tvær
stundir voru liðnar, klukkan 1:45
51
Page féll ekki inn í umhverfið
frekar en ég hafði spáð. Hún kom
kom til gleðskaparins köld og föl
í satínkjól, fögur — en ómöguleg
í þessu samkvæmi. Hún fékk sér
sæti á lítt áberandi stað og virtist
ætla að gefast upp í baráttunni,
án nokkurrar baráttu. Einnig hún
virtist álíta, að nú hefðu örlög
okkar aljra verið ráðin.
Phil hafði einhvers staðar grafið
upp fornfálegan pípuhatt og gráa
herðaslá, og hann var svo höfðing-
legur á að líta, að kvenfólkið gat
varla haft af honum augun. Hann
skemmti sér konunglega, og virt-
ist vera sá eini í öllu samkvæm-
inu, sem ekki tók eftir, hvað var
að gerast.
En Min skildi það. Eitt augna-
kast í áttina til Page í gegnum
þessi stórkostlegu gleraugu kom
henni í skilning um, hverju hún
var að koma til leiðar. Og henni til
ævarandi heiðurs ákvað hún, að
hún skyldi rífa sjálf niður það, sem
hún hafði verið að byggja upp —
ef til vill óafvitandi.
Hún tók það ráð að drekka sig
fulla. Og þvílík sena! Hún gekk
um reikandi með gráu hárkolluna
í hendinni, hafði týnt öðrum skón-
um sínum og hellt úr heilu vín-
glasi yfir litauðuga mussuna, svo
að hún var lítið hrífandi lengur.
Hún reifst andstyggilega við Lois
Thornhill og hellti svívirðingum
yfir Walt Maddox og Gene Lowe
og var sér þess vel meðvitandi all-
an tímann, að Phil gaf henni gætur
með vaxandi áhyggjusvip. Að lok-
um kom hann til mín og vildi, að
ég gerði eitthvað í málinu.
— Hún er drukkin, sagði ég.
— Veit ég það, bjálfinn þinn.
En það er alls ekki líkt Min. Hvað
hefur eiginlega komizt inn í hana?
— Of mikið af þessum ágæta
vökva, mundi ég álíta, sagði ég
og lyfti glasi við honum.
— Heyrðu nú, Whit---------hanni
virtist ekki í skapi til þess að ta%a
gamni.
Ég virti hann fyrir mér. — Ef
allir færu heim, þá væri veizlunni
lokið, sagði ég.
— Við getum ekki yfjrgefið
hana svona.
— Ég skal líta eftir henni, ef
það er það, sem þú átt við.
— Finnst þér, að ég ætti að
láta Page bjálpt henni í rúmið?
— Mér finnst, að þú ættir að
fara heim og hjálpa Page í rúmið.
— Hvað í fjandanum . . .
— Ég meina nákvæmlega það,
sem þú heldur. Og farðu nú, rauð-
haus, farðu nú!
Og að lokum voru allir farnir,
og ég hjálpaði Min að losa sig við
allt þetta vínglundur úr maganum
— hún var alls ekki vön að drekka
svona mikið. Ég dundaði við að
laga til í garðinum, þangað til ég
sá, að Min var reiðubúin að leggj-
ast til svefns. Þá fór ég heim og
kom aftur daginn eftir til að
hjálpa henni yfir versta samvizku-
bitið og timburmennina.
— Hvað í ósköpunum kom yfir
mig, Whit?, kveinaði hún.
— Engin ráðgáta. Þú drakkst
einfaldlega of mikið.
— Ég á ekki við það.
— Nú?
ASTIR LÆKNISINS
ELIZABETH SEIFERT
— Ekkert — fyrr en ég hef losn
að við þennan höfuðverk.
Hún lá í garðstól og barði hæl-
unum í stólfæturna.
— Þú losnar við hann.
Hún opnaði annað augað. — Vilt
þú ábyrgjast það?
— Ég ábyrgist það. Og hvað
tekur svo við?
— Ég verð að hjálpa þessari
| undarlegu, dauðhreinsuðu Page til
að halda í eiginmann sinn.
Hún settist upp og hélt dauða-
haldi um höfuðið. — Og þú verður
að hjálpa mér.
— Mín er ánægjan, fullvissaði
ég hana um. Segðu mér aðeins,
hvað ég á að gera.
Min lagðist aftur niður og tal-
aði í tvær klukkustundir. Hún
sagði mér margt af högum Page,
og hvernig hún hafði verið í St.
Louis, og þegar ég bætti því við
þá vitneskju, sem ég hafði öðlazt
af frásögnuip Phil, þóttist ég hafa
fengið nokkuð skýra mynd af per
, . , -J sónu Page. Síðan sagði Min mér
s ar í a mig. — Nei. ÉS frd sarntali þeirra Page í bókaher-
v«r að hugsa um vaizluna m,na.| Scoles hión.nna fyrir u.þ.b.
lengí OgTetS viku. Fráshgn hennar dro ehki upp
íengi. ug petta var storkostieg, alltof fallega mynd j huga mlnum
hugmynd - en hun misheppnað-1 og Min glotti afsakandi við svip;
ls ' j brigðum mínum. — Þú hefur nú í
Hún misheppnaðist ekki,! þekkf mig svo lengi, Whit, sagði [
sagði ég hughreystandi. Þú aðeins j hun j,dr gefur varla komið á óvart
skiptir um skoðun á því, hverju ■ lengurj þ0 að eg hagí mer heimsku
þessi ágæta veizla skyldi koma til lega
leiðar | — Enga vitleysu, sagði ég. Haltu
Hún andvarpaði þreytulega og áfram. Allar þessar játningar
kinkaði kolli. — Eg og mín sam-| hljóta að bofia eithvað Stórkostlegt. j
vizka, tautaði hún. I — Aðeins það, sem ég hef þegar
— Hvað liggur nú fyrir? spurðijsagt. Við verðum að hjálpa Page.
ég. — Við? i
— Við öll. Þú og ég og rauð-
hausinn — og klíkan. Þau hin
þurfa ekki að vita, að þau hjálpa
til, en þau skulu svo sannarlega
gera það samt.
— Ef það er önnur álíka veizla . ..
Hún stundi hátt og hvarflaði
augunum til himinsins, sem glitti
í milli trjátoppanna. — Nei, Whit,
ég er ekki með neitt slíkt í huga.
En ég er nú orðin sannfærð um,
að við eigum öll sök á óhamingju
Page. Þú hlýtur að sjá það sjálfur,
að það var hreinasta grimmd af
rauðhaus — og okkur hinum — að
taka það eins óg sjálfsagðan hlut,
að hún yfirgæfi sinn bakteríudrep-
andi heim og félli inn í okkar heim
án minnstu fyrirhafnar og átaka,
— þennan heim.sem er gegnsýrður
af slúðursýklum, þar sem hún þarf
að berjast við veirur húsmóður-
starfsins
Hún glotti til mín sigri hrósandi.
— Þetta er vel sagt, finnst þér
ekki? En ég er nú samt sem áðurj
grafalvarleg. Það var enginn leikur
fyrir Page að koma inn í þennan
heim, þar sem hún þekkti naumast
nokkra manneskju, og verða auk
alls að leika hlutverk eiginkonu
kvennalæknis Og við horfðum
staurblind á allt saman og fannst
sjálfsagt, að hún lifði þessar hörm-
ungar af. Hún hafð' ekki nokkurn
einasta möguleika á því. Whit! ,
— Ég skil, hvað þú átt við, sam-
sinnti ég Þetta er eins og með
hermennina. sem xoma frá af-
skekktustu sveitahéruðunum. Þeir
tína upp hvern einasta sjúkdóm,
sem nefndur er í læknisfræðibók-
um, nema þeim sé gefið móteitur í
lítratali.
— Já, einmitt. Það er það, sem
Page þarfnast, móteitur í lítratali.
Og hjúkrunar, þegar hjún er sjúk.
— Og hún er sjúk nú
— Vissulega!
— Og hún verður að læra að
byggja upp vörn gegn öllum þeim
sjúkdómum, sem hún gæti orðið að
bráð, sagði ég hugsandi.
— O, Whit, þú ert dásamlegur!,
hrópaði Min.
— Auðvitað. Vissirðu það ekki
fyrr?
Hún horfði á mig, alvarleg í
bragði. — Jú, sagði hún, ég vissi
það
— Jæja, eigum við ekki að gera
áætlun um þetta stórkostlega verk
efni, sem þú hefur nú útmálað svo
fagurlega fyrir mér? sagði ég í
vandræðum mínum yfir stefnu
samræðnanna — Á hverju eigum
við að byrja'
— Ó, það er svo margt, sem
þarf að gera. Ef til vill væri það
góð byrjun að kenna henni mat-
reiðslu og önnur húsmóðurstörf.
Ætlar þú að hjálpa mér?
Já, ég vildi hjálpa henni. Og ég
hefði ekki viljað missa af þessari
ágætu skemmtun, sem við fengum
að upplifa næstu vikurnar. Því að
það var gaman
Við biðum ekki lengi með að
hrinda áformi okkar í framkvæmd.
Við fórum í heimsókn til Scoles-
hjónanna. síðdegis þennan sama
dag Phil var á sjúkrahúsinu, og
það var einmitt upplagt. Min
teymdi mig á eftir sér um allt hús-
ið, og Page kom í humátt á eftir,
14
TÍMINN, fimmtudaginn 16. janúar 1964 —