Tíminn - 17.01.1964, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.01.1964, Blaðsíða 1
VORUR BRAGÐAST BEZT TVÖFALT EINANGRUNAR - 20ára reynsla hérlendis SÍM111400 EGGERT KRISTJANSSON «CO HF 13. tbl. — Föstudagur 17. janúar 1964 — 48. árg. 120-130stúlkur sóttu um fíugfreyjusturf! KH-Reykjavík, 16. jan. Flugfreyjustarfið virðist enn vera jafn eftirsótt meðal ís- lenzkra stúlkna, sem sést bezt á þvi, að þrjú flugfélög aug- lýstu samtímis eftir flugfreyj- um og fengu samtals 120—130 umsóknir. Þar af voiru þó ekki állar frá íslenzkum stúlkum, hjá Loftleiðum sóttu einar 10 stúlkur frá Ameríku, Sviss, Þýzkalandi og Finnlandi. Pan American auglýsti í ann að sinn hér á landi eftir íslenzk- um flugfreyjum nú eftir ára- mótin og fékk úrval 25—30 stúlkna til viðtals. Umsóknar- frestur hjá íslenzku flugfélög- unum rann hins vegar út í gær- kveldi, og nú eru þau byrjuð að vega og meta. Ráðningarstjóri Loftleiða mátti naumast vera að því að tala við blaðamenn í dag, eftir Framhald á 15. siðu. ADEINS 3 A 200 TONNA FISKIBÁT! HJÁ „RAKARANUM’" SÚ VAR TfÐIN aS menn höfSu ekkl meira viS, þegar raka þurftl af hrossum en þaS, að taka upp hníf sinn og rista pf faxinu. Nú er bók- staflega farið aS snyrta hesta, eins og bezt. gerizt á rakarastofum, not- aSar rafmagnsklippur, eins og mynd in ber meS sér, og nostraS vlS aS ná vetrarhárunum undan faxlnu, svo þaS liggi betur. MYNDIN er tekin í hesthúsi Fáks á SkeiSveliinum, en þaS er Kristján Vigfússon, löngum ræsir á kappreiSum Fáks, sem þarna mundar klippurnar. Honum til aSstoSar er Oddur Eysteinsson, hirSingarmaSur. Hesturinn „I rakara- stólnum" heltlr Gaukur, eign SlgurS- ar Ármanns. Honum virSlst líka þetta vel, og kannski fær hann „Old spiee" í hárlð á eftir. Hestaeign Reyk víkinga eykst stöSugt. Nú eru hér 227 hestar á fóSrum i vetur og hálf- gerS húsnæSisvandræði, en eins og sjá má af þessarl mynd skortlr ekk- ert á aSbúnaSinn. (Ljósm.: TíminnKJ). JK-Reykjavík, 16. janúar. FRAMFARIR í fiskiskipasmíð- um eru nú mjög örar. Skutbátar eru ekki lengur nýjhsta nýtt, nú er farið að sjósetja skip með að- eins þriggja til fimm manna á- höfn. Nýlega var lokið smíði á ame rískum 200 lesta skuttogbát, Narr- agansett, þar sem áhöfnin verður aðeins þrír menn, skipstjóri og tveir hásetar. Tíminn skýrði í nóvember frá nýjum skuttogbát, sem Ross-sam- steypan lét smíða í haust, Ross Dar ing. Hann er 180 tonn að stærð og hefur aðeins fjögurra manna áhöfn. Jakob Jakobsson fiskifræð- ingur sótti í vetur veiðarfæraþing FAO, landbúnaðarstofnunar Sam- 'einuðu þjóðanna, og er nú að skrifa greinaflokk í Ægi um ráð- stefnuna. Þar var en. a. mikið rætt um Ross Daring, sem þá hafði farið í fyrstu veiðiför sína. Jakob segir, að skipið hafi þótt reynast vel, toghæfnin hafi verið meiri en hjá venjulegum skipum sömu stærðar, útbúnaðurinn hafi reynzt vel í öllum aðalatriðum og byrjunarörðugleikarnir hafi aðeins verið smávægilegir. Þegar þingið var haldið, hafði Narragansett ekki enn verið reyndur, en talið var, að hann mundi ekki reynast síður en Ross Daring. Þessi skip eru gerð eins sjálf- virk og mögulegt er. Skipstjórinn annast sjálfur allt eftirlit vélar með því að fylgjast með mælum í brúnni á sama hátt og flugmaður Framhald á bls. 6. Legið í 12 vikur á skýrslu um tæringu hafnarþilja Á ÞESSARI MYND, sem tekin er af stálþili úr höfninni í Thyborön í Danmörku, sést glöggt, hvemig tæringin hefur leikið þilið. Mælingar í höfninni í Thyborön hafa sýnt, að tæringin nemur þar um 0,35 mm á ári. KH-Reykjavík, 16. janúar Tíminn skýrði frá því í ágúst s.l. að danskir sérfræðingar ynnu að inæiingum á stálþiljum í íslenzk- um höfnum vegna þess, að í ljós hafði komið, bæði hérlendis og er lendis, að stálþil, sem oftast eru notuð við hafnargerð, tærast mikl- um mun fyrr en búizt hafði verið við. Danirnir fóru héðan 2. sept., og SKýrsla þeirra barst til vita- og bafnarmálastjórnarinnar seint í okióber. en ekid hefur enn verið unnið úr henni þó að hér sé um mikið vandamál að raéða. Allmargar hafnir hérlendis ligrta undir hættu af völdum tær- ingar samkvæmt áliti hafnarverk fræ/inga og er pví brýn nauðsyn á að tá fregnir af niðurstöðum mæl- inganna sem fyrst, því að aðferðir eru til, sem stöðvað geta tæring- ura með öllu. Danir hafa um ára- bil iiamkvæmt víðtækar mælingar i dönskum höfmim, og hafa þær sýnt, að stálþil lærast þar um allt að 0.45 millimetra á ári. Er það álit margra isienzkra hafnarverk fræðinga, að ástandið sé mjög svip Framhald á bls. 6. KVENNA- SÍDAN! í DAG birtum við efni á heilli síðu, sem sérstaklega er tileinkað kvenfólkinu. — Kvennasíðan á að koma á föstudögum í framtíðinni, — enda hefur hún fengið heit- ið: ,,Föstudagurinn hennar“, þ. e. a. s. konunnar. Tím- inn hefur fengið Olgu Ág- ústsdóttur til að ritstýra þessari ágætu síðu, sem birt ist í dag á bls. 4, en Olga er þekkt fyrir störf sín í þágu húsmæðra, en hún ferðað- ist um landið í mörg ár sem sérlegur húsmæðraráðunaut- ur Fræðsludeildar SÍS. Tím- inn væntir hins bezta af sam starfinu við hana og veit að konur fagna þessu nýmæli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.