Tíminn - 17.01.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.01.1964, Blaðsíða 7
Otgefendl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjórl: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsion (áb)s Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þoí-jtttu—nn. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Frétta. stjóri: Jónas Kristjífflsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjómarskrifstofur í Eddu húsinu, símar 18300—18305. Skrif stofur Bankastr. 7. Afgr.simi 12323. Augl., sími 19523. Aðrar skrifstofur, simi 18300. Áskriftargjald kr. 80,00 á mán. innan. lands. í Iausasölu kr. 4.00 eint — Prentsmiðjan EDDA h.f. — Hálfrar aldar sigling Siglingar eru nauðsyn, það er gömui staðreynd, sem enn er í fullu gildi, og íslendingum eru þær lífsnauðsyn og hafa verið allt frá landnámstíð. Að stofna eimskipafé- lag og eignast kaupskip var eyþjóðinni, sem var að öðlast sjálfstæði, hið sama og einstaklingum hennar þak yfir höfuðið. Stofnun Eimskipafélags íslands fyrir hálfri öld á vor- dögum íslenzks sjálfstæðis var því eitthvert mikilvægasta sporið, sem stigið var til þess að renna stoðum undir full- veldi landsins. Það er ekki síður ánægjíilegt að minnast þess, með hve táknrænum hætti það gerðist. Stór hluti þjóðarinnar lagði þar fram skerf sinn. Oft var sá skerf- ur fáar krónur, en stærð hans tíðum í öfugu hlutfalli með hliðsjón af getunni og harðri lífsbaráttu þeirra tíma, Félagið var á bernskuárum kaliað „óskabarn íslands“. Það var réttnefni, þegar litið var á, með hverjum hætti og á hvaða úrslitastund það var stofnað. Þetta óskabarn dafnaði vel fyrir góða forsjá mikuhæfra manna og átti gildan þátt 1 framfarasókn þjóðarinnar á næstu áratug- um. Fossunum var hvarvetna fagnað með hreykni í ís- lenzkum höfnum, og ferðir þeirra um heimshöfin greidd- ust oftast vel. Stríð og stormar hjuggu að vísu stundum skörð í skipastólinn, en þau voru oftas,- fyllt með meiri stórhug en áður. Eimskipafélagið og þjóðin stækkuðu og efldust saman. Síðar hafa fleiri skipafélög verið stofnuð og eflzt vel. Það er mikið fagnaðarefni og varpar engri rýrð á forystu Eimskipafélagsins árum saman. Þjóðin mun í framtíðinni eiga nokkra bræður á þessum starfsvagni, og enginn veit enn um hlut þeirra hvers um sig, en hvernig sem mál skipast, verður hlutur elzta bróðursins til frumkvæð- is aldrei vanmetinn. Eimskipafélag íslands á nú fríðan og mikinn skipastól og stærsta og glæsilegasta farþegaskip landsins. Enn er hugað til aukningar og stækkunar Þó að ekki séu þeir nú eins margir að hundraðshluta. ísiendingarnir, vestan hafs og austan, sem eiga fjárhlut í bessu félagi, og þegar það var stofnað, þá er þess að óska, að félagið verði með svipuðum hættí sameign þjóðarinaa’ ailrar næstu hálfa öldina og verið hefur Þáttur Vestur-íslendinga í Eim- skipafélaginu er meðal ánægjulegustu bræðrabanda, sem • tengt hafa bjóðararmana saman yfir hafið Sigling íslendinga f hálfa öld hefur tekizt giftusam lega. Við væntum hins bezta af næsta áfanga í siglinga- sögunni, og það því fremur, sem f'ein leggja nú hönd á plóginn en áður og geta lagt saman mörg fríð'skip í íslenzkan kaupskipaflota. Á fimmtugsafmælinu beinast hiýjar óskir og þakkir tii Eimskipafélags íslands Alþingi hafið aflur Alþingi er komið saman á ný eft.r jólaieyfi þingmanna Eitt stjórnarblaðanna hafði það pftir forseta sameinaðs bings í gær, að fyrsta verkefni omgsins nú muni verð? að gera ráðstafanir \regna afleiðuiga kauphækkananna í því sambandi er rétt að leggja enn einu sinni áherzlu á það, að þjóðin væntir þess. að b’np og stoórn beitf ekk’ vanhugsuðum hefndarráðstöfunuT! ein> og 1981 ráð stöfunum sem verSr aðeins olía ■ eld dýrtíðarinnar op magna hana en leysa engan vanda .íákvæðar ráðstafani' er styðji atvinnuvegina til bess að standa undir kaup greiðslunum er vel unnt að gera ár nfrra eða aukinrv álaga, og á þau ráð hefur hvað eft.r annað veri« u- i blaðinu. BENT MANSEN: Fátæktin í landi allsnægtanna Bók Myrdals um efnahagsmál Bandaríkjanna vekur vaxandr athygli Tíminn hefur áður birt stutta grein um hina nýju bók hins heimsfræga, sænska hagfræðings Gunnars Myr- dals, er fjallar um efnahags- mál Bandaríkjanna. f með- fylgjandi grein er sagt ýtar- Iegar frá henni, og þykir rétt að birta hana með tilliti til þess m.a., að Johnson forseti hefur gert baráttuna gegn fá- tæktinni að helzta stefnumáli sínu, eins og nýlega var rakið hér í blaðinu á þessum stað. SVÍINN Gunnar Myrdal hefir gefið út bók með gagnrýni á bandarísku efnahagslífi. Og hér er raunar um annað og meira en gagnrýni að ræða. Þetta er aðvörun um, að illa fari fyrir Bandaríkjunum, þau verði fyrir efnahagslegri stöðnun og að lokum ágangi kreppunnar, þess draugs, sem Bandaríkjamenn óttast mest, næst stríði, nema því aðeins að þau láti af andúð sinni gegn ýmsum fyrirbrigð- um, einkum þó áætlunarbúskap og afskiptum ríkisvaldsins. Hin nýja bók Myrdals heitir: Challenge to Affluence“, sem ef til vill mætti þýða með orð- unum: „Atlaga gegn gnægta- kenningunni“. Myrdal hefur árás sína með skothríð frá beltisstað, eða án þess að miða, svo að talað sé í líkingum: „Efnahagsþróun Bandaríkj- anna er ófullnægjandi", segir . hann. ,Þegar allt er athugað hefur hagvöxturinn verið að meðaltali neðan við 3% á ári síðasta áratug fyrir 1962“. En einkennum efnahagslífs Banda- ríkjanna lýsir hann á þenna hátt: „Efnahagslíf Bandaríkjanna einkennist af röð hnignana, skammvinnra, ófullnægjandi framfaraskeiða milli stöðnunar- tímabila." Hann heldur því enn fremur fram, að sé um nokkur ákveðin einkenni að ræða á þróun efnahagslífs Bandaríkj- anna eftir stríðið, þá sé það helzt, að framfarirnar eftir afturfarartímana verði dræmari og atvinnuleysið verði æ meira í hlutfalli við aukningu fram- leiðslunnar. SATT að segja eykst gróska efnahagslífs Bandaríkjanna á- lika hægt og á Indlandi, ef höfð er hliðsjón af fólksfjölg- uninni Þegar þjóðarframleiðsla þróunarlandanna er mæld, er ávallt tekið tillit til fólksfjölg- unarinnar. Sé þessari aðferð einnig beitt gagnvart Banda- ríkjunum, verður að hafa hlið- sjón af því, að fólksfjölgun er þar mjög mikil. Hún er 1,7% á ári, en það telst mjög mikið hjá iðnaðarþjóð. Sé reiknað með fólksfjölgun inni. komumst við að þeirri niðurstöðu, að þjóðarframleiðsl an í Bandaríkjunum hefur að eins aukizt um 1% á ári ára tuginn fyrir 1962. Og hver er svo skýringin á þessum hægagangi i Bandaríkj unum? Myrdal bendir fyrst og fremst á, að mikill hluti þjóðarinnai búi við sára fátækt, enda þótt annar hluti hennar lifi við alls nægtir og meira að segja í svo ríkum mæli, að allt snúist um að fullnægja eftirspurn, setr GUNNAR MYRDAL auglýsingaflóð hefur áorkað. Mikill hluti þjóðarinnar búi hvorki við félagslegt öryggi né þolanleg lífskjör. Það er kenning Myrdals, að efnahagslífi Bandaríkjanna verði ekki breytt til hraðari og stöðugri vaxtar og fullrar nýt- ingar vinnuafls nema því að- eins að bandaríska þjóðin geri mikið pólitískt átaka til þess að tryggja meiri jöfnuð og bætt JAFNVEL þó að Bandaríkja- mönnum tækist að seðja hung- ur hinna fátæku eftir efnisleg- um gæðum, þá sé enn eftir að uppfylla margar þarfir og knýj- andi. Meðal þessa er skipulag bæjarfélaganna og fjölskyldu- tryggingar, sem eru langt að baki því, sem víða annars stað- ar gerist. Enn má nefna aðstoð við: öryrkja, sjúka, börn og gamalmenni, svo og aukna menntun allrar þjóðarinnar. Myrdal er mjög gagnrýninn á kenningar John Kenneth Gal- braith’s hagfræðings, en bók hans, „Þjóðfélag gnægtanna", vakti mikla athygli er hún kom út fyrir fáum árum. Magin- kennig Galbraith’s var að bandaríska þjóðfélagið væri orðið svo auðugt, að því væri ekki lengur áríðandi að auka framleiðsluna. „Kenningin um, að banda- ríska þjóðfélagið sé gnægta þjóðfélag og hafi náð svo langt í framleiðslu og neyzlu, að það geti leyft sér að hægja á hag- vextinum, er augljóst þvaður" segir Myrdal. MYRDAL bendir einnig á mikilvægi hervæðingarinnar fyrir bandarískt efnahagslíf Fjárfesting í varnaraðgerðum hefur verið feikilega mikil, og þrátt fyrir það, hefur ekki tek izt að veita öllum atvinnu Her- varnirnar gleypa um helming tekna samkvæmt fjárlögum Það er um tíundi hluti þjóðar framleiðslunnar Þetta er meira en nemur ailri fjárfestingu í athafnalífinu, og iafngildir um tveimur þriðju hlutum allrar fjárfestinga- Mnkaaðila í landinu Hverjar eru svo staðreynd irnar um hið „kyrrstæða efna hagsiif' í Bandaríkjunum? Sé sleppt þcirn fjórum hundr aðshlutum vinnufærra manna sem eru í herþjónustu. þá nem ur tais atvinnulausra um f hundraðshlutum allra vinnu- færra. Við þetta ber í raun og veru að bæta nokkru vegna ým- issa hópa manna, sem ekki er reiknað með í tölum um at- vinnulausa. Meðal þessa eru til dæmis þeir, sem ekki vinna fullan vinnudag, svo og þeir, sem væru á vinnumarkaðinum ef um fulla atvinnu væri að ræða, en eru nú hættir að leita eftir vinnu. Sé reiknað með því vinnu- afli, sem þarna er látið ónytj- að, hækkar það tölu atvinnu- lausra upp í um það bil 9% alls vinnuafls, eða um 6 millj- ónir manna. HIÐ ALVARLEGASTA er þó, að hneigð til aukningar at- vinnuleysis er áberandi. At- vinnuleysi er nú nálega 30 hundraðshlutum meira en það var á árunum milli 1940 og 1950 og í upphafi sjötta tugs- ins. Margir eru þeir ungu menn, sem ekki fá vinnu, og þó fleiri rosknir, sem hætta að reyna að útvega sér vinnu. Hin öra tækniþróun í Bandaríkjunum er ein af skýringunum á þessu fyrirbæri. Þessi þróun hefur til dæmis komið fram í vinnuað- ferðum, sem spara vinnuafl í landbúnaði, en vinnuafl í þeirri atvinnugrein hefur minnkað úr 12,6% niður í 8,5% allra vinnu- færra manna nú á sjötta tug , aldarinnar. Við þetta bætist, pvo sjálf- virknin, einkennisorð nútimans, sem menn dást að en óttast um leið. Sjálfvirkni er mjög vel á veg komin, bæði í iðnaði og verzlun. Sumar stærstu iðngreinarnar í Bandaríkjunum eru í þann veginn að fækka starfsfólki, samtímis því, sem framleiðslan eykst. Og skrifstofufólk er held ur ekki óhult fyrir þessari þró- un. Aukin notkun rafeindaheila leysir marga starfsmeun af hólmi og meðal þeirra eru sum- ir stjórnendur vinnu, sem lægra eru settir. Yfirleitt hefur tækniþróunin það í för með sér, að eftir- spurn minnkar eftir óbreyttu vinnufólki en eftirspurn eftir sérlærðum eykst Og tækni- þróunin kemur ekki einvörð- itngu niður á þeim, sem ekki eru sérhæfoir Margir sérhæfð- ir menn verða fyrir barðinu á atvinnuleysinu vegna þess, að sérhæfing þeirra er orðin úr- elt vegna tækniþróunarinnar. HÉR ER komið að kjarna éins af þeim vandamálum, sem bandaríska efnahagslífið þarf að glíma við á næstu árum. Sér- hæft vinnuafl vantar vegna hinnar nýju tækni. en ónotað er annað vinnuafl, sem ekki hæfir Skortur á sér'næfðu vinnuafli myndar hindrun, sem veldur stöðvun á eflingu efna hagslífsins, en efling þess er nauðsynleg til þess að leysa fátæktarvandamáliff í Banda- -íkjunum Menntun, menntun og aft.ur menntun, er því ein af aðal- ábendingum Myrdals um, hvern ig Bandaríkin eigi að leysa vanda sinn „Nútíma þjóðfélag þarf minna og minna vinnuafl til Framhaltl á bls. 6. TÍMINN, föstudaglnn 17. janúar 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.