Tíminn - 17.01.1964, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.01.1964, Blaðsíða 9
GULLFOSS — flaggskip íslenzka flotans. stofnunarinnar. Fyrsti formað- ur félagsstjórnarinnar var Sveinn Björnsson, síðar forseti íslands. Starfsemi félagsins byrjaði með stórátaki. Ákveðið var að eignast tvö skip þegar í upp- hafi, minna þótti ekki duga að byrja með, svo að um munaði. Fyrsta skipið, sem Eimskipafé- Jlagið eignaðist var e. s.. GULLFOSS og kom það til landsins hinn 15. apríl 1915. Jafnframt því að vera fyrsta skip félagsins var þetta fyrsta farþega- og vöruflutningaskip íslenzku þjóðarinnar. Skipið var 1414 brúttólestir og búið far þegarúmum fyrir 74 farþega. — Skipið kom fyrst til Vestmanna eyja og Reykjavíkur, en fór svo til Vestfjarða og síðan suður og austur um land til Austfj. Skötnmu síðar kom annað skip félagsins, e. s- GOÐAFOSS til landsins. Það tók land á Reyð- arfirði hinn 39. júní 1915 og fór norður um land til Rvíkur. E.s. Goðafoss var 1374 brúttó- lestir að stærð og hafði farþega rúm fyrir 56 farþega. Alls stað ar var báðum þessum skipum tekið með fögnuði og viðhöfn, þr þau voru hér við land í fyrstu ferðum sínum og skáld- to kváðu þeim ljóð. Brátt kom í ljós, að félagið ihafði fengið þessi skip sín á happastund, því skömmu eftir að félagið hafði eignazt þau, Wkuðust siglingaleiðir til Evr- ópu af völdum heimsófriðarins. Félagið hóf siglingar til Ame- r£ku, enda var ekki í annað hús að venda ucn vörukaup. — Þannig tókst að ná nauðsynja- vörum til landsins öll stríðsárin og er vandséð hvernig farið hefði fyrir íslenzku þjóðinni, ef hún hefði ekki þá borið gæfu til að vera búin að eignast skip. Strax eftir að heimsófriðin- um lauk árið .1918 og möguleik- ar voru á því að semja um smíði skipa, hófst félagið handa um útvegun nýrra skipa. Félag- ið átti nú aðeins tvö skjp e.s. GULLFOSS og e.s. LAGAR- FOSS, sem keyptur var árið 1917 í stað e.s. GOÐAFOSS, sem strandað hafði við Straum- nes norðan við Aðalvík 30. nóv. árið 1916. Fjölgaði nú skipum félagsins brátt, og á áratugn- um 1920 til 1930 lét félagið smíða þrjú skip, e.s. GOÐA- FOSS, e.s. BRÚARFOSS og e.s. DETTIFOSS, en keypti auk þess af ríkissjóði notað skip, sem fimíðað var árið 1914. Fékk þetta skip nafnið SELFOSS en hafði áður heitið Willemoes. — Árið 1930 átti félagið sex skip, samtals 8085 brúttólestir og var þá stöðvun á útvegun nýrra skipa. Stafaði það einkum af því, að á þessum árum átti þjóð in i allmiklum gjaldeyrisörðug- leikum og enda þótt félagið sjálft ætti nokkuð fé i sjóðum sínum til þess að kaupa skip fyrir eða láta smíða skip, þá voru þeir sjóðir í íslenzkum krónum, sem ekki var unnt að fá yfirfærðar í erlendan gjald- eyri til greiðslu á andvirði nýrra skipa- Leið svo fram til síðari heims styrjaldarinnar, að skipastóll félagsins stóð í stað. Undan- farandi ár hafði félagið haldið uppi reglubundnum siglingum milli íslands og Bretlands, Dan merkur, Þýzkalands, Belgíu og Hollands. Einnig sigldu skipin milli innlendra hafna, ýmist þegar þau komu erlendis frá eða þau fóru sérstakar strand- ferðir til Vestur- og Ndrður- landshafna. Þegar styrjöldin skall á þann 1. september 1939, olli það að sjálfsögðu miklum truflunum á siglingum félagsins og fækkaði ferðum skipanna milli landa. — Tvö af skipum félagsins, e.s, GOÐAFOSS og e.s. DETTI- FOSS hófu siglingar til New York strax eftir að ófriðurinn brauzt út, þar eð siglingar til Þýzkalands voru algjörlega úti lokaðar, þrjú skip: E.s. GULL- FOSS, e.s. LAGARFOSS og e.s. SELFOSS sigldu til Norður- landa, aðallega Danmerkur, en e,s. BRÚARFOSS hélt uppi ferð um til Englands. Eftir að Þjóð- verjar tóku Danmörku og Nor- eg hernámi árið 1940, lögðust siglingar til Norðurlanda alveg niður, í þessari síðari heimsstyrjöld missti félagið þrjú af skipum sínum vegna hernaðaraðgerða, skipin e.s. GULLFOSS, e.s. GOÐAFOSS og e.s. DETTI- FOSS. Það var mikið áfall og einkum vegna þeirra mörgu mannslífa, sem týndust með tveipaur síðarnefndu skipunum. Á þessu tímabili eignaðist fé- lagið eitt skin, e.s. FJALLFOSS og átti það því ekki nema 4 iskip í lok stríðsins, samtals um 5000 brúttólestir. Varð fé- lagið því að imestu að byggja starfsemi sína á þeim árum á erlendum leiguskipum, og fóru erlend leiguskip, sem sigldu á vegum félagsins 35 ferðir Þegar hér var komið sögu, var mikill hugur á því að auka og efla skipastól félagsins svó fjjótt og á nókkúrn hátt ýrði við komið. Félaginu hafði tek- ,izt að bæta hag sinn svo að því var ekki um megn að end- urnýja þau skip, se<m það hafði misst af styrjaldarástæðucn og þau, sem gömul voru orðin og úr sér gengin, sem þau voru raunar flest, en síðar að bæta við flotann, eftir því sem þörfin lendan gjaldeyri, svo ekki þurfti það að tefja framkvæmd ir. Á aðalfundi 1945 var sam- þykkt tillaga um heimild fyrir félagsstjórnina til þess að láta smíða eða kaupa allt að sex skip fyrir félagið. Félagsstjórn in samdi, þegar þetta sama ár við skipasmíðastöð Burcneister & Wain’s í Kaupmannahöfn, um smíði á þremur vöruflutn- ingaskipum, hverju um sig 2600 brúttótonn að burðarmagni og með farþegarými fyrir 12 far- þega, og ennfremur á einu skipi, sem væri fyrst og fremst farþegaskip, nokkru stærra en sk'ip það, sem samið hafði verið uim smíði á árið 1939, en hætt var við að smíða vegna stríðs- ins. Smíði þessara skipa var lokið og komu þau til landsins á árunum 1948—1950, m.s. GOÐAFOSS, m.s. DETTIFOSS, m.s. LAGARFOSS og m. s. GULLFOSS, Þau eru öll traust lega byggð, hraðskreið og vönd uð að öllum frágangi, með frystirúm fyrir samtals 297.990 teningsfet af frystivöru. Auk framan- greindra skipa, festi félagið kaup á tveimur nýlegum vöru- flutningaskipum, TRÖLLA- FOSSI, sem keyptur var í Bandaríkjunuim árið 1948 og er stærsta skipið í eigu félags- áns, smíðað árið 1945, og Reykjafoss, sem keyptur var árið 1951. Á árunum 1951—1960 lét fé- lagið enn smíða fjögur vöru- flutningskip: TUNGUFOSS, Hús Eimskipafélags íslands. Eimskipafélag íslands fimmtíu ára TlMINN, föstudaginn 17. janúar 1964 — 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.