Tíminn - 17.01.1964, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.01.1964, Blaðsíða 3
HVAÐ SEGJA MEMM UM Líkan hins fyrirhugaða ráðhúss Reykjavíkur, sem margar myndir hafa birzt af í blöðum og sýnt hefur verið almenningi undanfarið; hefur vakið mikið umtal, og ekki allir jafn sammála um það og borgarstjórnin. Því hefur Tím- inn leitað’ álits nokkurra borgarbúa á ráðhúsbyggingunni og staðarvalinu, og fara svör þeirra hér á eftir. Váll Isólfsson tónskáld: Krían bæjarfulltrúarnir Mtr lízt ákat'ega vel á ráðhús- ið, eins og okkui hefur verið sýnt, að pað eigi að líta út. Byggingin er rrjög stílhrein og falleg í sín- um einfaldleik og setur svip á bæ- PÁLL ÍSÓLFSSON inn þegar hún iis í allri sinni dýrð. Nu, hvað staðinn snertir, þá tel ég liann vel valins, og húsið nýtur sín áreiðanlega \el, þegar búið er að ryðja burt þeim húsum, sem þ&r eiga ekki au vera í framtíð- inni. Það fer vel á því að láta Tjörnina snerta húsgrunninn, minrir mig á Staðshúsið í Stokk- hólmi, og ég ei einmitt svo hrif- inn af því að það er látið ná út í káhalinn. Við sjáum auðvitað eft ir p.ú. ef fekið er af Tjörninni, en hqn skerðist bara svo lítið við jieUa. Mér verður nú vitaskuld iiugsað til kríunnár minnar, því að bsua þykir mrr vænst um allra fiigja. Hana ma ekki með nokkru ir.éti fæla burt, hún er engu síð- pr nauðsynleg en bæjarfulltrúarn- ir, á engu minr..' rétt á sér inni í Reykjavík en þeir, og það verð- dr hver að syngja með sínu nefi. Þess vegna verður að hafa þetta í huga: Það veiður að búa til nýj- iin iiólma handa kríunni um leið ög farið verð’u að byggja yfir barjr-rfulltrúana. Hörður Ágústssön listmálari: Nútímahús á röngum staö Svo ég byrji nú heldur á lofi en lasti, verð ég að segja sem er, að ég varð ekki fyrir vonbrigðum, þegar ég sá fyrst líkanið af hús- inu, síður en svo, ég varð bara feginn. Ég bjóst nefnilega við því verra, þar sem hönd í bagga höfðu höfundar Háteigskirkju og Heilsu- verndarstöðvarinnar. Eiginlega kvíði ég ætíð fyrir því og verð hálfgert á nálum, þegar á að fara að teikna opinbera byggingu hér á landi, úr því maður á yfir höfði sér jafnmikið af heimsku í stein- steypu og Hallgrímskirkja er. En hér hefur betur farið, a.m.k. á yfir- borðinu, módernisminn hefur haft betur, þegar gengið var frá teikn- ingu ráðhússins. Ég þyki víst ófor- betranlegur og fanatískur módern- isti. En ég vil bara benda því fólki, sem setur út á húsið fyrir það, hve nýtízkulegt það sé, á, að fara og skoða amerísku bókasýn- inguna í Bogasalnum, sem fjallar einmitt mikið urn byggingarlist, þar geta menn séð, hvernig sið- aðar þjóðir fara að því að byggja hús nú á dögum. Svo kem ég að staðnum, og er skemmst af að segja, að honum hef ég alltaf verið mótfallinn. Þeir góðu menn, sem um þetta mál fjalla og velja hús- inu stað, ættu að vera þess minn- ugir, að þarna við Tjörnina eigurn við bæjarkjarna með gömlum og góðum húsum, sem ekki má henda burt eins og hráviði eða grafa í þrengslum, og á ég þar fyrst og fremst við Dómkirkjuna og Al- þingishúsið. Það gera allar menn- ingarþjóðir, að taka tillit til for- tíðarinnar, þegar endurskipulagn- ing fer fram eða bygging nýrra stórhýsa. Ég er ekki að halda því fram, að við eigum að halda í allt gamalt. En nú vill svo til, að þarna við Tjörnina standa tvö sambyggð hús eftir fyrsta íslenzka húsa- meistarann, Rögnvald Ólafsson, það eru Iðnskólinn gamli og Bún- aðarfélagshúsið. Það verður eftir- HÖRÐUR ÁGÚSTSSON sjá að þeim og þau verðskulda að fá að standa lengur sem falleg byggingarlist síns tíma, sem nýtur sín undurvel á þessum stað. Það er hægt að flytja gömul hús að Ár- bæ, en þangað er ekki hægt að flytja stemninguna, sem þeim fylg ir á þeim stað, er þeim var í byrj- un valinn Mér hefur alltaf fund- izt, að á þessu svæði eigi Alþingis- húsið eigi að vera ríkjandi bygg- ing, og ekkert megi byggja þar í grennd, sem skemmi áhrif hennar. GUNNAR SIGURÐSSON Gunnar Sigurðsson flug- vallarstjóri: Brýtur ekki flugvallarreglurnar Ég hef ekki enn komið því í kring að fara að skoða líkanið, og hef því ekki myndað mér fulln- aðarskoðun á byggingunnl frá öll- um hl'iðum og öllu umhverfi. En eftir myndum að dæma, held ég að þetta verði reglulega fallegt hús, létt og bjart yfir því, og það hljóti að verða mikil bæjarprýði. Sumir eru að kvarta undan því að það minni of mikið á verzlunar byggingu, eins konar „súper- market“, en ekki get ég fallizt á það sjónarmið, því sjálfsagt er að byggja húsið í nútímastíl. Mér finnst fara einkar vel á því að láta það standa þarna við Tjörn- ina, hún og ráðhúsið fara vel saman. Náttúrlega höfum við hér á flugvellinum það í huga, hvort byggingin brjóti í bága við flug- tak og lendingu á vellinum; ég veit ekki betur en fylgt hafi verið þeim reglum, sem settar hafa ver- ið af flugvallarins hálfu. Ef til vill má finna það að staðarvalinu, að heppilegra hefði verið að hafa rúmbetra kringum húsið, að því er snertir umferð og bifreiðastæði, það fer eftir því, hvað rifið verður mikið af húsum þarna í kring, það hef ég ekki athugað. En, sem sagt, mér lízt vel á húsið og staðinn, í fljótu bragði skoðað. Kjaitan Ólafss'io brunavörður: Tförnln bíöur fjén af fjví Eg tel vel til fallið, að ráðhúsi Rey1 iavftmr verði valinn staður í náp ;nni við bæ Ingólfs, er. samt tel ég fráleitt, að það skuli reist þariá við norðurenda Tjarnarinn- at-. Þegar ég frétti, að hið hátt- virta borgarráð hefði loks orðið innilega sammá.a, furðaði ég mig á a'ð það skyldi vera um að stað- setja ráðhúsið þarna. Fyrir löngu hef eg skrifað i blöðin um skoðun míua á staðsetningu ráðhússins og tr enn þeirrar skoðunar, að á eða hjá Arnarholi myndi það sóma sér vel. Ef það verður reist þarna við Tjörnina, fer Alþingishúsið okkar í skuggann og byrgist þaðan útsýni, sem þai- þurfti að koma, en hvað verður um það, þegar átta hæða hús er komið fyrir sunnan? Enginn ávinningur verð- ur þessi ráðstötun fyrir Tjörnina, bæja-prýði okkar, því hún hlýtur að skerðast og þá þrengist um fuglalífið. Eg get ekki betur séð en tií standi að fylla upp í víkina mnli Iðnó og Bárulóðarinnar, en þar voru fuglarnir búnir að fá góða fjöru til að lenda með unga sína. Mikil bót var að því að rýma ísbjarnaríóðina sunnan við Tjörn ina, hvað snertir fuglalífið, og vel heluí Hafliði vinur minn Jónasson gert við fuglana með því, sem hann hefur látið gera vestan með Tjörninni. Hvað snertir útlit ráð- hiíscins, þá heí ég ekki skoðað teikninguna eða líkanið, en eftir myndum í blöðunum að dæma, sé ég ekki mikinn útlitsmun á því ug c. d byggingu Sameinuðu þjóð- anna í New York og mörgum hús- um erlendis. Þetta er eins og ný- tízku hagkvæm skrifstofubygging, en ég vil fá sér-íslenzkt ráðhús og get ekki hrif'zt af þessari mynd af pví sem slílu, sé ekkert list- j ajr.t við hana. En fyrst og fremst um staðinn, þá er ég handviss um þáð, að ef færi fram atkvæða- gieiðsla meða, borgarbúa, þá murdi porri þeirra vera mótfall- inn þessari hugmynd, sem borgar- stjóvnin samþykktí einróma. KJARTAN OLAFSSON Vertíðarfólk rililHiiUaOBlJK UIT8IIÍ U HUíl1 I., VertíSarfólk óskast, konut ng kariar á komandi vetrarvertíð — feeði, tiúsitæSi og vinna á sama stað. Upplýsingar gefur Stefán rttinólfsson. símar 2042 ög 204?. Vestmannaeyjum FiskiSjan h f.. Vesfmannaeyjum Iðnaðarhúsnæði fyrir þungaiðnað óskast tii kaups eða leigu. Æskileg stærð: 300—400 ferm. Tilboð skilist á afgreiðslu Tímans, merkt: „Iðnaðarhúsnæði—100“. Ráðskona óskast að Laugarvatni Upplýsingar hjá brytanum, simi 9 Laugarvatm Frí merk jasa f narar Sendið mér 100 ógölluð ís lenzk frímerkj og ég sendi yður 200 erlend í staðinn Ólafur GuSmundsson Öldugötu 17. Reykjavík ■ERRA ATTAR frANDHREINSA&fR efnalaiigin rjörg Sólvollagölu 74. Simi 13237 Ro>mahli3 6 Simi 23337 TÍMINN, föstudaginn 17. ianúar 1964 — 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.