Tíminn - 17.01.1964, Blaðsíða 15

Tíminn - 17.01.1964, Blaðsíða 15
EIMSKIP Framhaid af 9. síðu EINAR B. GUÐMUNDSSON — núverandi stjórnarformaSur. FJALLFOSS, SELFQSS og BRÚABFOSS. Jafnframt seldi félagið eldri skip sín, sem öll voru gufuskip, og má því segja, að á þeim árum hafi tímabil gufuskipanna endað í sögu fé- lagsins, og að félagið hafi þá lokið við að endurnýja skipa- stól sinn, þar sem elzta skip- ið í eigu félagsins var smíðað árið 1945. Upp frá þessu hafa öll skip félagsins verið mót- orskip, sem eru miklum mun hagkvæmari en gufuskipin, sem kynt eru með kolum eða olíu. Þau eru líka hraðskreiðari og á allan hátt afkastameiri en hin eldri skip. Þrátt fyrir það að skipastóll félagsins var orðinn 10 skip ár ið 1960, samtals um 30 þúsund tonn að burðarmagni, fullnaegði hann ekki þörf landsmanna fyr ir vöruflutninga að og frá land- inu. Talið var rétt á s. 1. ári að auka skipastólinn um 2—3 vöru flutningaskip, en af minni gerð en áður höfðu verið keypt, og ódýrari í rekstri en hin stærri skip félagsins sem auðveldlega gætu athafnað sig á hvaða höfn sem er á landinu, en hafnar- skilyrði eru ekki alls staðar þannig að slikt sé mögulegt fyrir hin stærri skip. Á s. 1- ári keypti félagið tvö slík skip, MÁNAFOSS og BAKKAFOSS, sem smíðuð eru árin 1959 og 1958 og eru því svo til ný. Hafa skip þessi ýmist verið í sigl- jingum á milli landa eða í strandferðum, og er hlutverk þeirra einkum að bæta þjón- ustu félagsins við hafnir úti á landi. Er þegar fengin góð reynsla af þessum skipum. Eftir að Eimskipafélagið hef- ur leitað tilboða víða um lönd, bæði í Þýzkal., Noregi, Svíþjóð, Danmörku og fleiri löndum, til þess að kanna hvar hagstæðast væri að láta smíða skip, sam- þykkti stjórn félagsins á fundi sínum hinn 18. júlí s. 1. áð fela Óttari Möller, forstjóra, að leita til Álborg Værft, um smíði 2ja vöruflutningaskipa. Hinn 30. ágúst s. 1. vor und- irritaður samningur við Álborg Værft um smíði tveggja vöru- flutningaskipa, 2650 DW tonn að stærð, eða lítið eitt stærri en m s. Fjallfoss“. Verða skip- ín smíðuð sem opin hlífðarþil- farsskip, en með styrkleika til þess að sigla lokuð. Aðalvél verður 3000 hestöfl og gang- hraði 13,9 sjóm. Við smíði þessara skipa verð ur í engu vikið frá þeirri venju, sem Eimskipafélagið hef ur fylgt við smíði skipa sinna, að hafa þau sem vönduðust að utbúnaði og frágangi og að TÍMINN, föstudaginn 17. janú styrkleika samkvæmt ströng- ustu smíðareglum Lloyds og auk þess styrkt til siglinga í ís. Gert er ráð fyrir að fyrra skip ið verði afhent félaginu í jan- úar 1965, en hið síðara í febrú- ar 1966. Viggó E. Maack, skipaverk- fræðingur, hefur samið smíða- lýsingar, sem lagðar voru til grundvallar útboðslýsingu. Eimskipafélagið hefur áður átt viðskipti við Álborg Værft, sem smíðaði tvö af nýjusfu skip um félagsins m.s. Selfoss og m.s. Brúarfoss og hafa þau við skipti reynzt hin ánægjnleg- ustu, smíði skipanna vönduð og frágangur allur hinn bezti. f stuttum þætti verður ekki rakin sagan um starfsemi Eim- skipafélagsins, sem nú á hálfr- ar aldar afmæli. Mörgu fróð- legu verður að sleppa og að- eins fátt eitt sagt um starfsem ina, sem er svo víðfeðm og hef- ur verið svo mikilsverður þátt- ur í atvinnulífi og athafnalífi þjóðarinnar. að nærri hvert mannsbarn í landinu hefur sína sögu að segja af viðskiptum við fyrirtækið. Þeir, sem ferð- azt hafa með skipum félagsins, kunna frá því að segja, hvernig þeim hafi geðjazt vistin um borð, framkoma skipverja, um- gengni og viðurgerningur all- ur, þeir, sem flutt hafa varnin.g sinn með skipum þess, geta sagt frá því, hvernig þeim hafi reynzt afgreiðsla og meðferð vöru sinnar, hversu mikla lip- urð félagið hafi sýnt um fyr- irgreiðslu þeirra og svo mætti lengi telja. Þetta er sá þátt- ur sögunnar, sem þjóðin þekkir bezt, það er sjálf reynsla henn ar af félaginu. Eins og áður er sagt, var Em- il Nielsen með í ráðum um stofnun Eimskipafélagsins allt frá byrjun og var ráðinn fyrsti framkvísmdastjóri þess; Tlækti- hann starf sitt með hinni mestu prýði og gat Sér almennt lof fyrir lipurð við viðskiptamenn félagsins og traust allra fyrir ráðdeild og hyggindi í stjórn. Hinn 1. júní 1930 tók Guðmund ur Vilhjálmsson við fram- kvæmdastjórastarfinu og stýrði málum félagsins til 1. iúní 1962 — eða í 32 ár. Er mönnum í fersku minni af hvílíkri alúð og samvizkusemi Guðmundur Vil- hjálmsson rækti starf sitt og naut hann mikils trausts og vinsælda í viðskiptum sínum við alla. Hinn 1. júni 1962 tók núverandi forstjóri Óttarr Möll er við starfinu. Hann hafði starfað hjá Eimskipafélaginu um alllangt árabil, bæði hér heima og í New York og áunn- ið sér traust og viðurkenningu. FLUGFREYJUR Framhaid af 1 síðu. honum beið fullur salur ungra stúlkna, sem sótt höfðu um starfið, eða um 50 stúlkur. Auk þess hefur hann úr að moða tíu umsóknum erlendis frá, Ameríku, Sviss, Þýzkalandi og Finnlandi. Það er þó ekki í fyrsta skipti, sem útlenzkar sútlkur sækja um starf hjá Loft leiðum, enda vinna þar nú þeg ar sjö útlendar, þýzkar, lúxem- búrgskar og finnskar. Og í vor verða ráðnar 10 þýzkar í við- bót, enda eykst stöðugt þörf félagsins á þý.zkumælandi flug freyjum vegna hins aukna flugs til þýzkumælandi landa. Loftleibir eru annars nýbún- ar að halda eitt námskeið í haust, og var það 3. námskeið- ið 'árið 1963. Fengu þær fleiri umsóknir núna en þá. Að þessu sinni voru í fyrsta skipti sett skilyrði f.vrir umsókninni í auglýsinguna, t d um hæð, þyngd, málakunnáttu o. fl., og má búast við, að það hafi tak- markað umsóknafjöldann. Sagði ráðningarstjórinn, að þegar á allt þetta væri litið, væri hann hæstánægður með útkomuna. í byrjun febrúar hefst svo námskeið stúlknanna, verða þær útlendu allan dag- inn, en íslenzku stúlkurnar á kvöldin, og verða að því loknu ráðnar 10—15 stúlkur, sem hefja starfið í aprílbyrjun. Hjá Flugfélagi íslands sóttu að þessu sinni um 40 stúlkur, og er það heldur færra en und anfarin ár, en þó sagðist starfs- mannastjórinn vera mjög ánægður með þann fjölda, þar sem þetta væri í fyrsta skipti, sem bæði félögin auglýstu í einu, auk þess sem nú hefði Pan American bætzt í hópinn og að sjálfsögðu eitthvað tek- ið frá íslenzku félögunum. Eft ir rúma viku gangast umsækj- endur undir eins konar iitn- tökupróf, sem er skriflegt, og falla þá einhverjar úr. Að því búnu eru þær boðaðar til' við- tals, og þá verða valdar nokkr- ar á námskeið, sem tekur 3—4 vikur. Síðan verða 15 ráðnar til starfa, sem þær byrja allt frá aprílbyrjun og fram í júní. Flugfreyjustarfið virðist sem sagt enn þá eiga hylli íslenzkra stúlkna sennilega hvað mesta þeirra starfa, sem stúlkum bjóð ast hér. SEÐLABANKINN Framhald af 16. síðu. mrn svo innheimta þá fyrir hönd inniausnarstofnunar með fullum inniieimtulaunum. Er vonast til, að slík samræmd innheimta í bendi hlutlauss aðila, muni hafa veruleg áhrif til að sporna við misnotkun tékka. Fins og menn muna fór fram allsberjartékkauppgjör milli banka og sparlsjóða í Reykjavík -'og nágrenni, hínn 9,- nóv. s.l.— Léiddi það í ljos, að í umferð voru þennan eina dag 210 tékkar, sem ekki reyndist innstæða fyrir, og voru þeir að fjárhæð samtals 5,8 milljón króna. Innheimtulaun af þessum innstæoulausu tékkum námu 402.000 króna og voru þær láfnar ganga til Rauða Krossins. Jafnframt áðurnefndum inn- hei: jtuaðgerðum mun allsherjar- íékkauppgjör verða látið fara fram við og við. Með þessu er auðvitað sptonað við misnotkun tékka um leið ug traust manna er aukið á þe:.m, svo að þeir geti gengt því mik'ivæga hlutverki. sem þeim er ætlað í viðskiptalífinu. Notkun tékka hefur aukizt gífurlega und- anfarin ár. Má nefna sem dæmi, að samaniögð upphæð þeirra tékka, sem bankar og sparisjóðir skiptust á í ávísnaskiptum við Seð’abankann, námu árið 1958 um 7.6 milljörðum króna, en á síð- asta ári 19,4 milljörðum króna. 'fERKFALL Framhald af 16. sí3u. Verkfallið var boðað í síðustu viku. Samningaumleitanir hafa ckki borið árangur, en sáttasemj- ari boðaði furd kl. 9 í kvöld. Bergsteinn Gucjónsson, formaður Frama tjáði blaðinu, að félags- menn krefðust sömu launa og vagnstjórum SJR og vagnstjórum á Kópavogsleið voru úrskurðuð í sumar. Atvinnuveitendur hafa boð ið' 15% kauphækku. Bergsteinn kvaðst hafa heyrt, að Landleiðir miii'du æita hofana við eigendur fóll '.flutningabíla utan af landi uni að caka að sér fólksflutninga á íejðinni Hafnarfjörður—Reykja vík. Audar í Fran.a hafa tjáð blað- inu, að eigenlur fólksflutninga- bila megi ekki taka fargjöld af oin^taklingum í slíku tilfelli, nema í þeirri mynd að einn aðili greiði í •’vir alla farþegana, og kallast j það pá hópferð. | RÁÐHÚSIÐ Framhald af 16. siðu. yrði að ljúka meginbyggingu og taka skrifstofuhúsnæðið í notkun eftir 3—4 ár, en þá væri eftir frá- gangur sala og skreytingar. Kvaðst borgarstjóri vona, að samhugur sá sem náðst hefði, mætti einnig ríkja um afgreiðslu málsins í borg arstjórn og meðal borgarbúa. Alfreð Gíslason mælti fyrir til- lögu sinni um skoðanakönnun og frestun og kvað töluverða andúð vera meðal borgarbúa gegn þessu staðarvali og enginn gæti sagt um, hvort meirihlutavilji væri fyrir hendi um það í borginni og kvað ekki hafa ríkt svo mikla einingu um staðarvalið 1955, að rétt væri 5 gera mikið úr henni. Björn Guðmundsson kvaðst ekki ræða staðarvalið, enda liti hann svo á, að lýðræðisleg samþykkt hefði áður verið gerð um það í borgarstjórn og því yrði að hlíta. Hins vegar gagnrýndi hann nokk- uð teikningarnar og kvaðst efast um, að þar vaéri nógu vel séð fyr- ir þörfum borgarinnar til nota af húsinu og kvaðst vilja, að betra tækifæir gæfist til breytingatil- lagna. Hann gagnrýndi og ýmis- legt í meðferð málsins undanfar- ið en þakkaði borgarstjóra fyrir að hafa orðið við tilmælum um að sýna borgarbúum teikningar og líkan hússins. Bar hann fram eft irfarandi tillögu, sem var felld eins og áður segir: „Legg til að hafðar verði tvær umræður um ráðhúsmálið, og að lokinni fyrri umræðu verði því vísað til annarrar umræðu á næsta reglulegum fundi í borgarstjórn". Ýmsir fleiri tóku til máls og urðu umræður allmiklar. Einar Ágústsson gat þess, að í umræðum á Alþingi í dag hefði Bjarni Benediktsson, forsætisráð- herra, látið það álit í ljós, að lög- um samkvæmt hefði ráðherra vald til fullnaðarsamþykktar eða synj- unar um byggingu ráðhússins þarna, og því væri það ekki end- anleg ákvörðun, þótt borgarstjórn samþykkti það. Hins vegar hefði Gunnar Thoroddsen borið brigður á þetta. Bar hann fram fyrirspurn til borgarstjóra um álit hans á þessu. Borgarstjóri vildi ekki skera úr þessu og viðurkenndi, að samþykki ráðherra mundi þurfa að koma til. Við atkvæðagreiðsluna gerði Bjöm Guðmundsson grein fyrir atkvæði sínu með eftirfarandi bók- un: „Tillaga mín um að hafa tvær umræður um málið og nota tím- ann til næsta fundar til að upp- lýsa það og skýra og gefa mönn- um tækifæri, að koma fram með tillögur til endurbóta á teikning- um og fyrirkomulagi ráðhússins, er þáttur í þeirri viðleitni, að láta einskis ófreystað til að gera ráð- húsið virðulegt, einfalt og vandað. Þar sem þessi tillaga var ekki tekin til greina, sé ég mér ekki fært að samþykkja aðaltillöguna, en vil ekki bregða fæti fyrir mál- ið með mótatkvæði. Ég greiði því ekki atkvæði". SKIPAÚTGCRD RIKISINS Ms. Esja M.s. Esja fer vestur um land-í hringferð 21. þ.m. Vörumóttaka í dag og árdegis á morgun til Patreksfjarðar, Sveinseyrar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyri, buðureyri, ísafjarðar, Siglu- fjarðar, Akureyrar, Húsavíkur, og Raufarhafnar. — Farseðlar seldir á mánudag. Höfum kaupendur að 3ja, 4ra og 5 herb. íbúðum. Austurstrætl 10, 5. hæð. Símar 24850 og 1342$. Hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu, sem sýnt hafa okkur vináttu og samúð vegna fráfalls elskulegu konunnar minnar, mömmu okk- ar, dóttur, systur og tengdadótfur, Soffíu Sch. Thorsteinsson Sérstaklega viijum við þakka þanrt sóma, sem bekkjasystklnin úr Menntaskólanum í Reykjavík sýndu minningu hennar. Davið Sch. Thorsteinsson. Laura, Hrund og Jón Sch Thorsteinssp. Jakobína og Jón Mathiesen. Guðfinna M. Bevans. Sigríður og Magnús Sch Thorsteinsson. Innilegar þakkir fyrir samúð og vináttu við andlát og jarðarför eiginmanns míns, Kristins Á. Sigurðssonar Hringbraut 74, Reykjavík. Sérsfakar þakkir færi ég forstöðumönnum og starfsfólki Múlalund- ar og Teppi h.f. Fyrir mína hönd, barna og tengdabarna og annarra vandamanna. Júliana Kristjánsdóttir. Faðri okkar, Helgi Steinberg Þórðarson lézt 14. janúar í Borgarspitalanum. Jarðarförin ákveðin miðviku- daginn 22. janúar kl. 1,30 frá Fossvogskirkju. Börnin. Hjartans þakkir flytjum við öllum, er veittu okkur samúð og hlut- tekningu með kveðjum og minningargjöfum, við fráfall hiartkærrar móður og eiginkonu okkar Elsu Pétursdóttur Árþakka, Mosfellssveit. Rósa Árnadóttir, Árni Kristjánsson. ar 1964 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.