Tíminn - 19.01.1964, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.01.1964, Blaðsíða 1
SIMi 11400 EGGERT KRISTJANSSON *CO HF 15. tbl. — Sunnudagurr 19. janúar 1964 — MENN BREGÐAST hart og tftt ttJ vamar gegn nlkótfnl og tjðru þessa dagana. MYNDIN hér til hllðar er frá bænum Eastland I Texas, þar sem það kostar tíu þúsund dollara e3a þrlggja ára fangelsi að reykja, selja eða gefa sfgarettur. Maðurlnn brá sér út fyrir bæiarmðrkin tll að fá sér „smók". Og 200 þúsund Danlr hlustuðu á útvarplð sltt f fyrrakvöld og vonuðu að þelr yrðu dálelddlr frá reykingum. Selja færri vindlinga en fleiri pípur! ► HF-Reykjavík 18. janúar Sala á sígarettum hér í bænum hefur minnkað nokkuð síðan bandaríska skýrslan um samband rcykinga og krabbameins var birt. Niðurstöðumar hafa vakið mikla athygli úti um allan heim, í bæ einum i Texas voru reyking- ar bannaðar, og synd væri að segja, að Reykjavík færi varhluta af þessari hreyfingu. Tíminn hafði dag tal af verzl- unaistjórum nokkurra verzlana, sem selja tóbaksvörur, og spurðist ívrr um tóbakssöluna. Þeim ber sam&n um, að sala á vindlingum hefði minnkað nokkuð, en hins vegsr kæmi ekki í ljós, fyrr en eftir nokkum tíma, hvort þetta yrði til frambúðar. Með mmni vindlingakaupum hef ur sala í pípum aukizt stórlega. Einn verzlunarstjórinn sagði, að til sín kæmu 5—10 manns á hverj um degi, sem væru að skipta yfir í pípuna og keyptu eina eða fleiri ný’ar pípur. Mikið er líka keypt af vmdlum, en þeir eru of dýrir til þess að fólk almennt kaupi þá. í nokkrum verziunum tóku verzl- una'-stjórarnir sérstaklega eftir því, að kvenfólk fór að kaupa smá vindla. Mikið selzt auðvitað af pípu- FramhaM á 15. s(3u. SVAVAR Þdni BERAAF — Sjá 15. síðu. JK-Reykjavík, 18. janúar. NÚ ER SKAMMT stórra högga milli hjá Loftleiðum. Eftir lækkun ina á Luxemburgar-fargjöldunum í haust og 15% lækkunina á öll- um ieiðum, sem ákveðin var í byrjun þessa mánaðar, hafa þeir nú komið því á, að menn geti flog ið með þeim „núna. en borgað seinna“, eins og það er kallað. Og jafnframt eru samningar Loftleiða við framleiðendur skrúfuflugvélar innar Canadair komnir á lokastig. Er nú búizt við því á hverjum degi, að stjómendur Loftleiða fari vestur um haf að gera út um kaup- in á einni slíkri 124 farþega vél. Canadair eru geysistórar og vold ugar kanadískar flugvélar, sem þykja hafa reynzt mjög vel. Þess- ar flugvélar hafa verið í notkun síðan 1960. Þær þurfa mun lengri flugbrautir en fást á Reykjavíkur- flugvelli, og mun því vélin, sem Loftleiðir eru komnar langt með að kaupa, notast eingöngu við Keflavíkurvöll. Þessar flugvélar þykja ákaflega dýrar, markaðs- verð á þeim er um 200 milljónir króna. Til samanburðar má nefna, að nýi Sóifaxi Flugfélagsins, sem er DC-6B kostaði um 15 milljónir króna. Þetta verður því mikil fjár- festing hjá Loftleiðuen. Þegar nýja vélin verður keypt, sem ekki hefur enn verið endan- lega staðfest, mun nær allt flug Loftleiða færast til Keflavíkurflug vallar. Komið hefur til mála, að nýja vélin yrði aðeins notuð á leiðinni frá íslandi vestur um haf, en gömlu DC-6B vélarnar notaðar áfram austur um haf, og þá alltaf skipt um flugvél á Keflavíkurflug velli, sem bráðum verður tilbúin, Framhald á 15. sfSu. ER ÞETTA NÝJA JDNÓ" GB-Reykjavfk, 18. janúar. lelkhúsmálatímaritinu Plays and Players blrtist þessi mynd og f NÝÚTKOMNU heftl af brezka meSfylgjandi þessi orS: „íslenzka . . //J þjóSleikhúsiS ber á móti þvf, aS þaS hafi látið gera teiknlngu aS nýju þjóSleikhúsl. En þessl mynd er á jólakortlnu, sem leikhúsiS sendi frá sér um siSustu jól — hún er svo sannarlega ekki af núverandi leikhúsi". Hér er málum blandaS hjá hinu ágæta timaritl. Jólakortið er ekki frá ÞjóSleikhúsinu hér. enda hafa ráSamenn þar engin áform á prjónunum um aS sklpta um húsaskjól. Þetta er jólakort Lelkfélags Reykjavlkur. En hvort sem lesendum llkar þaS betur eSa ver, er þetta ekkl sam- þykkt teikning af fyrlrhuguSu lelkhúsl. Heldur hafa leiktjalda. málarar félagsins gert sér þaS tll gamans aS gera jólakort fyrif féiagiS meS hústeiknlngu á. — Þetta eru sem sagt hugmynda- skyssur. Sú fyrsta var eftir Magn ús Pálsson, en um tvenn siðustu jól hefur Steinþór SigurSsson rlssaS upp myndir af húsi, og er hann höfundur myndarinnar I Plays and Players.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.