Tíminn - 19.01.1964, Blaðsíða 6
Sex ferðir á ári
Árið 1778 er að því leyti
merkisár í sögu íslands, að þá
hófust reglulegar áætlunar-
ferðlir til landsins í fyirsta
sinn. Dönsku stjórninni þótti
illt að fá póst frá íslandi með
kaupskipum, er höguðu ferð-
um sínum óreglulega, og á-
kvað hún því að hefja reglu-
legar póstferðir til íslands..
Ekki var þó markið sett hærra
en það, að fyrst um sinn var
ekki ákveðin nema ein ferð á
átri. Seinna fjölgaði þessum
ferðum, og voru þær orðnar
þrjár á ári þegar kom fram
á 19. öldina. Fram til 1857
voru eingöngu notuð segl-
skip til þessara ferða.
Árið 1858 er annað merkis-
ár í sögu íslenzkra samgöngu-
mála. Árið áður, hafði danska
stjórnin borið undir Alþingi,
tilboð frá dönskum skipaeig-
anda, C. P. A. Koch, um að
hann tæki að sér áætlunar-
ferðir til íslands með gufu-
skipum. Alþingi mælti með þvl
að þessu tilboði yrði tekið og
gerði stjórnin það. Ferðir urðu
nú sex í stað þriggja áður, og
var oftast viðkoma i Skot-
landi, en endahafnirnar voru
sem áður, Reykjavík og Kaup-
mannahöfn. Gufuskip voru
notuð til ferðanna og hét það,
sem fór fyrstu ferðina, „Arc-
turus“ og var 472 brúttósmál.
Koma þess til Reykjavíkur
þótti mikill atburður.
Þessí skipan helzt svo næstu
árin. Fyrir 100 árum voru því
ekki nema sex áætlunarferðir
á ári milli íslands og útlanda.
Það var annað en nú, þegar
sllkar ferðir eru daglega flug-
leiðis.
Strandsigling
Á næstu árum fór áætlun-
arferðunum aðeins fjölgandi,
þannig að þær voru orðnar
11 árið 1881, og j afnframt
höfðu verið teknar upp nokkr-
ar strandferðir. Alþingi hafði
fylgt því máli mjög eftir við
dönsku stjórnina. Danir önn-
uðust þessar siglingar alveg
og þóttu sýna mikinn herra-
þjóðarsvip á því sviði. Glöggt
vitni um það, er hið kunna
kvæði Einars Benediktssonar:
Strandsigling Þar segir m.a.:
— Þessa síðast ársins för
þeir fóru —
fólkið hana rækir bezt.
Drukknir menn og krankar
konur voru
kvíuð skrans í lest.
Allt var fullt af frónska
þarfagripnum.
Fyrirlitning skein af danska
svipnum.
Farþegn stóð við borð með
breiðum herðum,
bönd í rælni höndum lék;
yfirmaður fasmikill í ferð-
um
fram að honum vék,
ýtti úr vegi hart og hrakorð
lagði,
hinn fór undan, beygði sig
og þagði.
Beggja í öllu þekktust þjóð-
armerki'i,
þeirra ólík kjörin tvenn;
hroki á aðra hönd með orku
í verki,
á hina bljúgir menn,
þeir, er öðrum gjalda,
á leppum grasa,
gróðaferð í sína eigin vasa.
Inn á sömu stöðvar stefnið
horfði,
stýrði hönd af sömu þjóð,
sem þá fyrr hjá búðarherr-
ans borði
bamamaður stóð
og dauðableikur brauðskuld
ranga leysti,
blóðpeninginn síðsta í
höndum kreisti.
Samningar Björns
Jónssonar
Óánægja þjóðarinnar með
siglingarnar var sízt minni en
kvæði Einars vitnar um. Fá
mál voru rædd meira á Al-
þingi á þessum árum en sigl-
ingamálin, einkum þó strand-
ferðirnar. Árið 1895 réðst Al-
þingi í það að láta ríkissjóð
taka skip á leigu, Vestu, til
þess að reyna að bæta eitt-
hváð úr því vandræðaástandi,
sem þá var. Þessari útgerð var
haldið uppi í tvö ár, en þá
gafst þingið upp vegna rekstr-
arhalla, sem hafði orðið á þess
ari útgerð. Þó er augljóst, að
hún var mikill ávinningur
fyrir landið .Enn varð að
semja við Dani um sigling-
arnar, Sameinaða gufuskipa-
félagið og náðust nú samn-
ingar um 18 millilandaferðir á
ári, og reglulegar strandferð-
ir með tveimur skipum á tíma
bilinu 15. apríl—31. október.
Árlð 1903 voru þessir samn-
ingar endurnýaðir, og var þá
samið um 20 millilandaferðir
og 6 strandferðir. Árið 1905
fjölgaði Sameinaða millilanda
ferðum sínum upp í 30, en
Thorefélagið, sem Þórarinn E.
Tulinius stjórnaði, hafði boð
ið 36 ferðir.
Þetta stóð óbreytt til 1909,
en þá var Björn Jónsson orð-
inn ráðherra. Hann fékk heim
ild til að semja bæði við Thore
félagið og Sameinaða. Við
þetta fjölgaði ekki aðeins milli
landaferðunum, heldur ukust
og strandferðirnar verulega.
Samkeppni félaganna varð og
til þess að bæta þjónustuna.
Stjórnað frá
Kaupmannahöfn
Fjarri fór samt því, að lands
menn yrðu ánægðir með þessi
mál. Þau komu fyrir Alþingi
að nýju 1912, er Thorefélagið
gafst upp við samning sinn. í
þeim umræðum benti Bjarni
frá Vogi á það úrræði, að
stofna íslenzkt hlutafélag með
GULLFOSS
þátttöku ríkisins til að annast
siglingarnar. Ekkert varð þó
úr framkvæmdum annað en
að endurnýja samninginn við
Sameinaða, en þetta þýddi
afturför, þar sem Thorefélagið
var úr leik.
í hlutaútboði, sem bráða-
birgðastjórn Eimskipafélags-
ins sendi út á sínum tíma, kem
ur glöggt fram, hvað menn
töldu þá milIilandaferSunum
og strandferðunum helzt, á-
fátt: ’ Eiissli ásð j|
it M
1. Ferðimar óheppilegar.
2. Áhafnir skipanna útlendar.
3. Skipafélagið á varnarþing í
öðru landi og því erfitt að
sækja mál gegn því.
4. „Ferðunum stjórnað frá
Kaupmannahöfn, frá fjar-
lægu landi af mönnum.sem
ókunnir eru íslenzkum stað
háttum og íslenzku við-
skiptalífi, og eiga því erfitt
með að fullnægja viðskipta
kröfum vorum“.
Eimskipafélagið
Sá forustumaður íslend-
inga, sem hafði gert sér það
einna ljósast á þessum árum,
að íslendingar ættu að eignast
sinn eiginn skipastól, var
Björn Jónsson. í afmælisriti,
sem Eimskipafélagið gaf út
1939, segir svo: „Vegna af-
skipta sinna af samgöngumál
unum hafði Björn Jónsson
komizt á þá skoðun, að íslend-
ingum væri það hin mesta
nauðsyn að eignast skip sjálf-
ir, enda þótt honum auðnaðist
ekki að taka þar um forust-
una“. Þetta hlutverk færðist á
herðar Sveins sonar hans.
Hann gerðist aðalforustumað-
urinn að stofnun Eimskipafé-
lags fslands, en meðal þeirra,
sem einna djarflegast hvöttu
til stofnunar þess voru þeir
Benedikt Sveinsson og Bjarni
frá Vogi. En framkvæmd máls
ins hvíldi þó á Sveini Björns-
syni öllum öðrum mönnum
fremur.
Hér hefur lauslega verið
rakin saga isl siglingamála
seánustu öldina áðuir en
Eimskipafélag íslands var
stofnað. Þetta yfirlit gefur þó
raunar litla hugmynd um,
hvernig ástandið var í þessum
efnum. Óhætt, er að segja, að
með stofnun Eimskipafélags-
ins hefur hafizt nýr, merkur
jaáttiirí sjálfstæðissögu þjóð-
arirínár! Það, sem síðar hefur
g’erzt1' héfúr ótvírætt sýnt,
að íslendingar geta ekki að-
eins annazt þessi mál sjálfir,
heldur er þeim farsælast að
gera það.
Öfgamenn
Það er kappsmál Vísis að
halda hvergi óskeleggara á
málum en Mbl. Helzti ritdóm-
ari Mbl. hefur 1 tilefni af
skáldverki Kristjáns Alberts-
sonar um Hannes Hafstein,
gefið þeim mönnum, sem börð
ust gegn uppkastinu 1908, þær
einkunnir, að þeir hafi verið
loddarar, tækifærissinnar o.s.
frv., eins og frægt er orðiS.
Ritdómari og fréttastjóri
Vísis vill ekki vera neinn eftir-
bátur l þessum efnum. Honum
farast svo orð í ritdómi í Vísi
síðastl. föstudag:
„Það voru einmitt öfgamenn
irnir, er felldu Uppkastið, sem
áttu eftir að erfa landið og síð
an hafa æ róttækari öfl tekið
við af þeim eins og alda eftir
öldu og keppzt um að lofa
framgöngu þessara garpa, svo
að tilhneigingin hefur orðið
sú að líta á öfgamar og æsing-
inn sem eins konar þjóðernis-
legan helgidóm. Lengst nær
þetta í Endurminningum Ara
Arnalds, sem eðlilegt er, en á
unga aldri var hann fremstur
i flokki öfgaseggjanna, sem
drápu Uppkastið/ ‘
Hverjar voru öfgar þessara
manna? Þeir trúðu því og
unnu samkvæmt því, að fs-
UM MENN OG MALEFNI
lendingar gætu verið sjálf-
stæðir, án nokkurs stuðnings
frá Dönum. Þeir trúðu því
einnig að þetta væri þjóðinni
bezt og farsælast — þetta
væri lika heppilegast góðri
sambúð Dana og íslendinga.
Trú þessara manna hefur nú
um nokkurt árabil fengið að
sýna sig í verki. Hefur hún
reynzt öfgar? Hefur íslend-
ingum nokkurn tíma vegnað
betur? Nei, andstæðingar
uppkastsins frá 1908, voru
sannarlega ekki öfgamenn.
Reynslan sýnir, að þeir voru
raunsæismenn — menn, sem
létu ekki síður skynsemi en
tilfinningar ráða gerðum sín-
um.
Hinir, sem vildu halda á-
fram sambúðinni við Dani,
hafa vafalaust ekki síður vilj -
að þjóð sinni vel. En þeir voru
ekki eins raunsæir. Þeir héldu,
að íslendingar þyrftu að styðj
ast við Dani.
En hvers er að vænta af
þeim blöðum, sem nú kalla
andstæðinga uppkastsins frá
1908 öfgamenn og sjálfstæðis-
stefnu þeirra öfgastefnu?
Hvers er að vænta af sliku
fólki í sjálfstæðisbaráttunni í
dag?
Kjör bænda
Alþýðublaðið hefur nýlega
birt yfirlit, sem Hagstofan er
í þann veginn að gefa út um
skattafnamtölin árið 1962.
Samkvæmt þes^u yfirliti, kem
ur það í ljós, að bændur hafa
verið tekjulægsta stéttin á því
ári.
Þetta svarar betur en nokk-
uð annað þeim ásökunum
Gylfa Þ. Gíslasonar, að
landvöruverðið sé óhæfilega
hátt og bændur beri þvl of
mikið úr býtum. Þetta vitnar
líka vel um kjör bænda undir
„viðreisnarstj órninni".
Vissulega mætti þetta líka
verða aukin hvatning til þess,
að Alþingi féllist á frumvarp
Framsóknarflokksins um auk-
inn stuðning við stækkun
þeirra búa, sem ekki hafa náð
vissri lágmarksstærð, því að
stækkun búanna er vitanlega
eitt frumskilyrði þess, að kjör
bænda geti batnað.
Afneitanir
Mbl. hefur séð ástæðu til
þess að lýsa yfir því, að það
hafi hér á árum fyrr verið
miklu glöggskyggnara en Hall
dór Laxness. Laxness hafi þá
hælt ástandinu í Sovétríkjun-
um, en tekið það svo allt aftur
1 seinustu bók sinni. Mbl. hafi
hins vegar aldrei misséð sig á
Stalin og stj órnarháttum
hans.
Vafalaust er þetta rétt hjá
Mbl. Það missá sig ekki á
Stalin. En það var uppi annar
frægur einveldisherra sam-
tímis Stalin, Adolf Hitler hét
hann. Sú var tíðin. að Mbl.
dáði hann engu minna en Lax
ness dáði Stalin. Nazistar
hétu þá menn með „hreinar
hugsanir“ á máli Mbl. Ráða-
menn Sjálfrtæðisflokksins töl
Framhald á 13. sí8u.
6
TÍMINN, sunnudaainn 19. ianúar 1964