Tíminn - 19.01.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 19.01.1964, Blaðsíða 14
ÞRIÐJA RIKID WILLIAM L. SHIRER ski og stjórn hans til þess að senda pólskan samningamann undir eins, eða að minnsta kosti tilkynna að ætlunin væri að gera það. Gat ekki Hassell, sem ekki hafði neinu starfi að gegna lengur, farið og hitt vin sinn Henderson nú þegar og sömuleiðis Göring vegna þessa? Hassell reyndi það. Hann hitti Henderson tvisvar og Göring einu sinni. En hann, sern var uppgjafa- stjómmálamaður og nú orðinn andnazisti, virtist samt ekki gera sér grein fyrir því, að undan- gengnir atburðir höfðu gert að engu svo fáfengilegar tilraunir. Hann virtist heldur ekki gera sér ljósa hina umfangsmiklu ringul'- reið sjálfs sín og Weizsackers og allra „góðu“ Þjóðverjanna, sem auðvitað vildu frið — með þýzk- um skilmálum. Því það hlýtur að hafa verið þeim augljóst 31. ágúst, að til styrjaldar kæmi, nema því aðeins að Hitler eða Pólverjar létu undan, og að ekki var allra minnsti möguleiki á að annar hvor þessi aðili léti í minni pokann fyrir hinuim. — Og samt, eins og orð Hassells í dagbók hans frá þessum degi sýna greinilega, bjóst hann við, að Pólverjar létu undan og héldu sömu leið eyðileggingarinn- ar, sem Austurríkismenn og Tékk- ar höfðu farið. Þegar Henderson reyndi að benda Hassell á, að „aðalvanda- málið“ væri aðferðir Þjóðverja, hvernig þeir væru að reyna að skipa Pólverjum fyrir verkum „eins og heimskum litlum drengj- um“, þá svaraði Hassell, ,að hin stöðuga þögn Pólverja væri einn- ig óverjandi". Hann sagði að „allt hvíldi nú á því að Lipski léti sjá sig — og ekki aðeins til þess að spyrja spurninga, heldur til þess að lýsa því yfir, að hann væri fús að semja“. Jafnvel Hassell fannst Pólverjar ekki eiga að spyrja spurninga, þótt yfir þeim vofði árás vegna útblásinna ásakana nazista. Og þegar hinn fyrrver- andi sendlherra gerði „lokaálykt- un“ sína varðandi upphaf styrjald arinnar, hlóð hann mikilli ábyrgð á Pólverja og jafnvel á Breta og Frakka, þótt hann ásakaði Hitler og Ribbentrop fyrir „að hafa vit- andi vits hætt á styrjöld við Vest- urveldin”. „Pólverjarnir fyrir sitt leyti höfðu misst öll þau tæki- færi, sem eftir voru, til þess að komast hjá styrjöld“, skrifaði hann, „vegna pólskra hugaróra og slavnesks stefnuleysis og af því að þeir treystu á stuðning Eng- lendinga og Frakka“. Maður getur aðeins spurt sjálfan sig að því, hvaða tækifæri þeir höfðu glatað, nema þá að láta undan öllum kröfum Hitlers. „Stjórnin í Lond- on“, bætti Hassel við, „ . . . hætti í kapphiaupinu á síðasta deginum og tók upp nokkurs konar fjand- inn-hafi-það afstöðu. Frakkland gekk í gegnum þetta sama, að- eins með meira hiki. Mussolini gerði allt, sem í hans valdi stóð, til þess að komast hjá styrjöld". Ef menntaður, reyndur diplómati gat haft svona lopalegar hugsanir, er þá nokkur furða, að Hitler skyldi takast svo auðveldlega að villa þýzku þjóðinni sýn? Það sem eftir var dagsins var eins og nokkurs konar millispil. Með tilliti til þess, sem vitað er um ákvarðanir dagsins, gæti manni dottið í hug, að yfirmaður Luft- waffe, sem átti að framkvæma svo yfirgripsmiklar aðgerðir gegn Póllandi í dagrenningu næsta dag, myndi vera önnum kafinn við und irbúninginn. Þvert á móti. Dahl- erus fór með hann út til hádegis- verðar á hótel Esplanade og tróð í hann dýrðlegum mat og drykk. Gæði koníaksins varu slík, að Gör- ing krafðist þess að mega taka með sér tvær flöskur, þegar hann fór. Þegar Dahlerus hafði komið marskálkinum í rétta stemmningu stakk hann upp á að hanh byði Henderson yfir til viðræðna. Og eftir að hafa fengið leyfi Hitlers gerði hann það, og bauð bæði sendiherranum og Forbes til te- drykkju heima hjá sér klukkan 5. Dahlerus (Henderson minnist ekki á það í lokaskýrslu sinni né í bók sinni, að hann hafi verið viðstaddur) segist hafa stungið upp á, að Göring, fyrir hönd Þýzka ands, hitti pólskan sendimann í Holl'andi og Henderson hafi lofað að leggja þessa uppástungu fyrir ; stjórnina í London. Útgáfa brezka ! sendiherrans á tedrykkjunni, sem er í lokaskýrslu hans, er sú, að j Göring „hafi talað í tvær klukku- stundir um illsku Pólverja og um þrá Herr Hitlers og hans sjálfs I eftir vináttu við England. Þetta j var samtal, sem bar engan árang- ur . . . Skoðun mín var sú, að það byggðist á síðustu — en um leið ár angurslausum tilraunum af hans hálfu til þess að skilja Bretland frá Pólverjum . . . ég bjóst við hinu versta, þar sem hann hafði á þessu augnabliki svona mikinn tíma aflögu handa mér . Á slíku augnabliki hefði hann varla haft nokkra stund aflögu til við- ræðna, ef ekki væri allt tilbúið til aðgerðanna". Forbes kom með þriðju og áhrifamestu lýsinguna á þessu furðulega teboði, en hún var gef- in sem svar við spurningum frá lögfræðingi Görings í Nurnberg. — Andrúmsloftið var neikvætt og tilgangslaust, þótt það væri vingjarnlegt . . . Það sem Göring sagði við brezka sendiherrann var: Ef Pólverjar skyldu nú ekki l'áta undan, mun Þýzkaland kremja þá sundur eins og lýs, og skyldi nú Bretland ákveða að lýsa yfir styrj- öld, harmaði hann það stórlega, en það væri mjög svo óhyggilegt af Bretlandi. Seinna um kvöldið gerði Hend- erson, að eigin sögn, uppkast að skýrslu til Lundúna, þar sem sagt var, ,að það myndi vera algerlega gagnslaust fyrir mig að koma með nokkrar nýjar uppástungur þar sem þær yrðu að engu gerðar með eftirkomandi atburðum, og það eina, sem fyrir okkur liggur nú, 165 er að við erum ósveigjanlegir og munum mæta valdi með valdi“. Vonbrigði Nevile Iíenderson lá- varðar virtust nú alger. Þrátt fyr- ir allar tilraunir hans öll þessi ár til þess að fara að vilja nazista- einræðisherrans, sem aldrei var hægt að fullnægja, hafði lífsstarf hans í Þýzkalandi farið út um þúfur. Þegar rökkva tók þennan ágústdag, reyndi þessi góðlyndi Englendingur að horfast í augu við það, að vonir hans og áætlan- ir væru að hrynja eins og spila- borg, en sjálfur hafði hann verið svo átakanlega blindur í starfi sínu í Berlín. Og enda þótt hon- um ættu eftir að verða á enn ein ótrúleg mistök næsta dag, fyrsta dag styrjaldarinnar, þá hafði alda gamall sannleikur runnið upp fyr ir honum: að til voru þeir tímar, þegar og þær kringumstæður, þeg ar ofbeldi varð að koma á móti ofbeldi, eins og hann sagði síðar. Þegar myrkrið lagðist yfir Evr- ópu að kvöldi 31. ágúst 1939 og ein og hálf milljón þýzkra her- manna lögðu af stað í átt að loka- marki þeirra á pólsku landamær- unum, sem þeir áttu að gera árás frá næsta dag, var ekki annað eftir fyrir Hitler en dreifa út einhverri áróðursblekkingu tii þess að undirbúa þýzku þjóðina fyrir áfallið vegna árásarstyrjald- arinnar. Fólkið þarfnaðist þeirrar með- ferðar, sem Hitler, studdur af þeim Göbbels og Himmler, var orðinn svo mikill snill'ingur í að veita því. Eg hafði ,verið á ferli úti á götum Berlínar, þar sem ég talaði við alls konar fólk, og þenn an morgun skrifaði ég í dagbók mína: „Allir eru á móti styrjöld- inni. Fólk lætur skoðanir sínar fúslega í l’jós. Hvernig getur land- 54 tækifæri til þess að draga að sér athygli. — Ég er ekki viss um, að ég kæri mig um, að konan mín dragi að sér athygli, sagði Phil sneglu- lega. — Það gæti verið þín athygli, sem hún drægi að sér, benti Min hógværlega á. Phil lét undan. — Já, það gæti verið, tautaði hann. Konurnar sneru sér nú að næsta vandamáli, make-up og púðri. Eg hét því með sjálfum mér að ergja mig aldrei framar yfir því að þurfa að raka mig á hverjum degi., Ef það tók allan þennan tíma og fyrirhöfn að vera kona . . . ! — Þetta er sviksamlegt, lagðij Phil til málanna. Engin furða, þó að menn séu stundum vonsviknir, j þegar þeir kynnast eiginkonum sínum í hjónabandinu. — 0, það mætti nú alveg snúa þessu við, sagði Min vígreif. — Jæja, Min? — Eg þori nú til dæmis að full yrða, að Page sá þig aldrei með skeggbrodda og hárið í óreiðu, fyrr en eftir að þið voruð gift. — Jú, satt að segja gerði ég það, sagði Page. í rauninni varð ég ástfangin af honum og hét að giftast honum einmitt undir slík- um kringumstæðum. — Þarna sérðu, sagði Phil sigri hrósandi. Hún varð ekki ástfarfg- in af rakspíranum mínum, heldur mér sjálfum — með skeggbrodda! Og ég get full'vissað ykkur um, að ég elska suna eiginkonu án hjálpar make-up. Page horfð: rannsakandi á and- lit sitt í handspegli. Þær Min sátu á ábreiðunni fyrir framan arininn. Andlit Page var smurt dökkbrúnu make-up vinstra megin og ljós- brúnu hinum megin. — Þetta minnir mig á eitt sum ar, skömmu áður en ég lauk námi, sagði hún hugsandi. Eg var í fjár- þröng og fékk mér starf til að bæta úr því. Hún renndi augunum til mín. — Ekki þannig, að ég þyrfti stöð- ugt að vinna til að brjótast í gegn um námið. Eg lifði að mestu á styrkjum, útskýrði hún í óörugg- um tón. — Hvað ætlaðirðu að segja okk ur um þetta sumar? hjálpaði ég henni. Hún kinkaði kolli. — Ó, já. Það var um . . . Hún byrjaði að smyrja köldu kremi um andlitið á sér, þangað til báðir litirnir voru komnir í eina hræru, og hún leit út eins og trúður í fjölleikahúsi. Síðan þurrk aði hún allt saman vandlega fram an úr sér með bréfþurrkum. En meðan á öllu þessu stóð var at- hygli hennar eingöngu bundin við það, sem hún var að segja okkur um starfið, sem hún vann að, eitt sumar skömmu áður en hún lauk námi. Við hin hlustuðum hljóð. Eg horfði stöðugt á Page, Min horfði á Phil. Á eftir sagði hún við mig, að nú skildi hún, hvers vegna Phil hefði kvænzt þessari konu. Page var sannarlega eftirtektarverð. Það var engin smáræðis sigur, sem Page vann þetta kvöld fyrir framan arininn. Á sinn varfærnis lega, hrífandi hátt, örvuð af hinu nýfengna sjálfstrausti og vinsemd okkar hinna, sagði Page Arning Scoles okkur frá sumarstarfinu sínu, tilraunum með ýmis efni til notkunar við húðaðgerðir. Það var svo margt fólk, sem kom með eyði lagt andlit eftir bruna eða sjúk- dóma og — drottinn minn — hvað fólk var í rauninni mislitt á hör- und, engin eins efnablanda hæfði tveimur andlitum. Og þetta starf hafði verið töfrandi, óþrotlegt, af því að sjúklingarnir áttu allt sitt undir því að vel tækist til með að- gerðina. Page sagði jafnvel tvær ÁSTIR LÆKNISINS ELIZABETH SEIFERT j eða þrjár gamansögur af sjúkling ; unum og við hlógum öll hjartan- j lega. Eg l'eit Page nýjum augum virð : ingar og skilnings eftir þetta kvöld. — Þú gætir hjálpað okkur á sjúkrahúsinu, sagði ég við hana. Skógarhöggsmennirnir koma oft til okkar með slæfl ör, og þú gæt- ir sannarlega orðið okkur til hjálp ar með þína reynslu. Hún leit áköf upp. — Auðvitað, sagði hún. — Því ekki það? Eg kom ekki auga á neitt, sem mælti gegn því, en Min var á öðru máli, þegar við ræddum málið á heimleiðinni. — All't í lagi, sagði ég. — Það er kannske kominn j tími til að hún eignist barn, en þangað til . . . — Eg hef heyrt Phil lýsa yfir áliti sínu á því, þegar eiginkonurj lækna eru að blanda sér í störf þeirra. — Þá var það Marynelle, var það ekki? — Jú. — Og það er dálítið annar hand leggur. Page hefur reynslu í þess um störfum. Hún getur hjálpað til á mörgum sviðum. í rauninni getur hún orðið okkur til mikillar hjálpar. Eg hugsa, að Phil hefði stungið upp á því við hana, nema af því að hann hefur ekki viljað láta hana halda — Min skildi strax. — Já! — að honum fyndist hún ekki nógu góð, bara sem húsmóðir. En, núna, Whit. — Einmitt! Svo að næst þegar við hittumst, hreyfðum við þessu máli á nýjan lei'k. Phil var að heiman í vitjun uppi í fjöllunum, hafði farið fljúg andi um morguninn. Það var sunnudagur. Eg ók stúlkunum til og frá kirkju, og Page bauð okk- ur til hádegisverðar. •— Hvers vegna fórstu ekki með Phil? spurði ég. — Hvers vegna? Hún leit á mtg, síðan á salatið, sem hún var að þvo. — Eg fer aldrei með honum. — Langar þig ekki til þess? spurði ég aftur. Phil er mjög oft í slíkum ferðum. — Já, hann er nokkuð oft að heiman, sagði hún. — Ertu hrædd við að fljúga? spurði Min. Page horfði á hana íhugandi. — Nei, sagði hún hægt. ég er ekki hrædd við það, Min. — Hamingjan góða, hvort ég mundi fara í þínum sporum, Page, sagði Min hvatskeytlega. Ef þú hefur nokkurn minnsta áhuga á starfi hans. — Auðvitað hef ég áhuga á því, sagði Page reiðilega. Hún setti salatið í sigti, lét vatnið renna yf- ir það og hristi það svo harkalega, að vatnið ýrðist í allar áttir. — Eg veit bara ekki, hélt hún áfram, hvernig ég á að sýna starfi hans áhuga, án þess að það ergi hann. — Eg hef aldrei þekkt nokkurn, lagði ég til málanna, sem ekki hefur ánægju af að ræða urn starf sitt. Þú gætir hlustað, ef þú þekkt ir ekkert til starfsins. En þú þekkj ir það, Page, og þess vegna ætti j að vera enn auðveldara og sjálf-j sagðara fyrir ykkur að ræða um það. Hún sneri sér snöggt að mér, og kinnar hennar glóðu. — Hvern- ig get ég orðið honum til aðstoð- ar, Whit? Svaraðu mér hreinskiln islega. Eg hef þúsund sinnum velt þessu fyrir mér fram og aftur. En ég kem alltaf að sömu spurning- unni aftur og aftur. Hvar á ég að byrja? Þegar við komum fyrst hingað, stakk ég upp á því, að ég fengi mér starf á rannsóknarstof- unni, en hann sagði að ég mundi þá hrekja einhverja aðra úr starfi. — Það var heimskulegt af hon um. Við höfum alltaf þörf fyrir starfskrafta á rannsóknarstofunni. — Það hélt ég líka, svo að ég hugsaði mér, að . . . hún sneri sér aftur að salatgerðinni, og ég horfði á fallega ljösa hárið hennar, sem bar í koparpönnuna, sem hékk á veggnum. Min tók kjötsnúðana út úr ofn- inum. — Hefurðu spurt Phil ný- lega, hvort þú gætir hjálpað til á sjúkrahúsinu? Eg á við, að núna, þegar þú hefur minna hús að hugsa um, þá virðist mér . . . — Eg veit, samsinnti Page. En það er ekki það, að ég hafi ekki nóg að gera hér heima. En þegar við vorum í St. Louis, þar sem við þekktum sama fólkið og gát- um spjallað um það, jafnvel rifizt um starf okkar — hún brosti lítið eitt við tilhugsunina — þá höfð- um við um svo miklu meira að tala. 14 TÍMINN, sunnudaqinn 19. janúar 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.