Tíminn - 19.01.1964, Blaðsíða 8
— Ojá, það hefur teygzt úr
þræðinum, sagði séra Jakob
Jónsson, prestur Hallgrímssafn-
aðar í Roykjavík, þegar ég
hitti hann fyrir nokkrum dög-
um og spurði, hvort ekki væri
rétt hermt, að hann væri að ná
sextugu. — En mér hefur verið
sagt, að ekki hafi sá talizt lík-
legur til langlífis, sem fæddist
í baðstofunni á Hofi í Álfta-
firði þenna janúardag fyrir
sextíu árum, bætti séra Jakob
við. — Mér var víst dýft til
skiptis í heitt og kalt vatn, og
svo Skírði faðir minn mig
skemmri skírn, upp úr baðinu.
— Gæti þetta ekki orðið
sæmilegt upphaf að afmælis-
viðtali, ef við héldum svo á-
fram að rekja ævina?
— Nei, þá sting ég við fót-
um. Mér er heldur lítið gefið
um afmælisviðtöl, felli mig
ekki alls kostar við þau — og
um mig og mína ævi vil ég
ekkert segja — og hef ekkert
að segja.
— En ef við snerum talinu
þá fremur að öðru en þér sjálf-
um?
— Það er betra tilhugsunar
— og talið berst að Djúpavogi,
þessu merkilega menningar-
kauptúni eftir aldamótin síð-
ustu, og ég sé ekki betur en
séra Jakob lifni allur við, þar
skilyrði en þarna voru. Við
höfðum góðar bækur og.áttum
kost á að ræða við víðsýna
og vel mennta menn, sem höfðu
farið víða. Ég varð þessu kaup-
túni mjög fast tengdur og hlaut
þar mikinn kjarna í veganesti.
Foreldrar mínir beittu okkur
ekki hörðu. Ég man til dæmis
ekki eftir því, að mamma
skammaði mig nokkum tíma,
en hún kunni lag á því að
nefna mér dæmi og láta orð
falla á þá lund, að þau festust
í minni. Mér er það t.d. minnis-
stætt enn í dag, að ég, strák-
pattinn, kom inn með fyrir-
gangi og hljóp forugur yfir
blautan blettinn hjá vinnukon-
unni, sem var að skúra gólfið.
Mamma var ekki harðorð, en
hún kallaði mig fram og sagði
rólega: Það er ekki það versta,
að þú óhreinkaðir gólfið fyrir
stúlkunni og spilltir verki henn-
ar, heldur hitt, að þú óvirtir
hana, sem vinnur allan dag-
inn að velferð okkar og þinni
og verðskuldar heiður engu
síður en við foreldrar þínir.
Þetta gleymdist ekki. Það er
ekki aðeins, að þetta yrði í sfð-
asta sinn, sem ég hljóp yfir
blautan blett þegar verið var
að þvo gólf eða óhreinkaði það
T í hvert sinn, sem ég hef
séð konu við gólfþvott síðan,
hrekk ég við og þetta kemur í
hugann.
Einu sinni var staddur hjá
okkur aðkomumaður, sem gekk
ekki heill til skógar, en hann
var þó allra manna mildastur
og glaðastur. Mamma vakti at-
hygli mína á þessum manni:
Taktu eftir honum, sagði hún.
Hann gethr aldrei á heilujm
sér tekið, en hann leggur ekki
JAKOB JÓNSSON
manna væri í nokkrum tengsi-
um við stjórnmálasko'ðahir
þeirra, þó að ýmsir telji stjórn-
málastefnur meta guðstrú á
mismunandi hátt, og það er
heldur ekki munur á kyns'ióð-
unum í þessu efni, gömlum eða
ungum. En miðaldra fólk er
dulara og fálátara í trúmálum,
gamalt fólk og ungt opnara og
frjálsara.
í guðfræðideiidinni voru
kennarar hver öðrum ágætari
— Haraldur Níelsson, Magnús
Jónsson og Sigurður P. Sívert-
sen. Þarna ríkti mjög frjáls-
lyndur andi og frjálst viðhorf
til verkefnisins. Mér féll það
afar vel. Biblíugagnrýnin færði
mig aðeins nær kjarnanum en
sundraði ekki, og því meira
sem krufið var, því betur sá
maður Krist í hans eigin sam-
tíð. Þetta viðhorf gerir menn
frjálsa og veitir svigrúm. Þó
að aliir guðfræðingar séu ekki
sammála um túlkun og gildi,
veldur þetta viðhorf því, að
menn eiga ótrúlega mikla sam-
leið. En þessu sjónarmiði fylgir
raunar sú skylda að vera alltaf
að nema, og jafnan eru á ferð-
inni margvíslegar nýjungar,
sem eru mikils virði.
— Hvernig líkaði þér að
þjóna í Vesturheimi?
—Mjög vel að mörgu leyti.
Kirkjustarfið er mikið og mjög
jákvætt. Viðhorf fólksins var
mjög frjálslegt, og var byggt á
því, að menn geti ætíð grætt
mikið á því, að kynnast vel
skoðunum annarra, þó að menn
séu ekki sammála í öllu. Inn-
byrðis hjálpsemi fólksins var
sterkur þáttur í safnaðarstarfi,
og var það afleiðing af „land-
námsandanum". Menn leggja
HVER PRESTUR A TVEUH
SÖFNUDUM AÐ ÞJÓNA...
sem hann situr handan við
skrifborðið með bókavegginn
að baki sér. — Ég held, að
Djúpivogur hafi verið einstakt
þorp. Þar var svo margt vel
menntað og samvalið fólk.
Þarna mættist góð, dönsk kaup-
mannamenning og íslenzk
sveitamenning og gerðu með
sér gott félag. Sumir halda enn
í dag, að íslenzkt bændafólk
áður fyrr, hafi verið óhefluð
rustamenni, helzt í líkingu við
Jón Hreggviðsson, en sannleik-
urinn er sá, að gamla sveita-
fólkið var oftast svo háttvíst og
kurteist að af bar. Háttprýðin
bjó því í hug og hjarta. Og á
Djúpavogi ríkti mikil innbyrðis
hjálpsemi og persónuleg tillits-
semi.
Og félagslifið — það var fjöl-
skrúðugt, fjörugt og menning-
arlegt. Við stofnuðum ung-
mennafélag, og þarna mættist
eldri og yngri kynslóðin. Þar
komum við einmitt að merki-
legu atriði — hvernig kynslóð-
irnar sameinuðust, urðu eitt,
engin skil, engin togstreita
gamals og nýs, engin átök.
Kaupmannskonan beitti sér fyr-
ir leikstarfsemi, og á því lærð-
um við mikið Sveitin og kaup-
túnið urðu ein heild.
Við unglingarnir nutum mik-
ils frjálsræðis. Ég á erfitt með
að hugsa mér betri uppeldis-
þá byrði á aðra. Hann dreifir
alltaf glaðværð og góðvild um-
hverfis sig. Mér varð þetta
mikið umhugsunarefni.
— Barnaskólinn þarna eystra
var líka góð stofnun, skal ég
segja þér. Kennarinn hét
Bjarni Eiríksson. Hann hafði
auðvitað alla aldursflokka í ein-
um hópi, en kunni undravert
lag á því að, láta hvem og
einn vera að fást við verkefni
við sitt hæfi. Þrennt er mér
minnistæðast úr kennslu hans:
Nákvæmni hans og alúð við
framburð móðurmálsins og bar-
átta hans gegn málgöllum, til
dæmis flámæli, skemmtileg
reikningskennsla hans og hvað
hann var mikill félagi okkar 4
leik og starfi en hafði þó fast-
an aga. Slíkur barnaskóli skilur
ákaflega mikið eftir, og mér
hefur alltaf fundizt, að ég ætti
þessum skóla meira að þakka
en öðrum, og tel ég mig þó
víða í skólum hafa góðs notið
— Skaut hugmyndin um að
verða prestur, snemma upp
kolli?
— Maður hugði til margs i
þá daga. Ég var ekkert í gagn-
fræðaskóla og mentaskólafög-
in las ég utan skóla og var að-
eins einn vetur í skóla fyrir
stúdentsprófið. Þar varð ég
aldrei rótfastur skólasveinn, en
tók stúdentsprófið tvítugur að
aldri. En það hefur einmitt að
líkindum ráðið úrslitum. Hefði
ég tekið stúdentsprófið svo sem
tveimur árum fyrr, býst ég við,
að ég hefði lagt á aðrar brautir,
til dæmis í stærðfræði. Ég hef
alltaf verið mjög hneigður fyrir
stærðfræði, og Bjarni mun hafa
glætt þann áhuga. Ég hef
meira að segja gaman af því
enn í dag að leika mér að stærð
fræði. En á þessum tveim árum
mótaðist trúarviðhorf mitt
mjög, og við stúdentsprófið var
svo komið, að mér fannst ein-
boðið að læra til prests. Dvölin
í Háskólanum varð mér afar
mikils virði, og mér urðu það
engin vandræði, sem ungir
menn kvarta stundum um, að
Biblíuskýringarnar og gagn-
rýni raski trúartilfinningunni
Ég var kominn yfir umbrota
tímabil mitt í þeim efnum, og
mér fannst Biblíuskýringarnar
auðga og dýpka mjög skilning
minn en ekki hreyfa við guðs
hugmynd minni enda var guð
mér þá þegar veruleiki, sem ég
taldi mig skynja með þeim
hætti, að ekki kæmist þar neinn
efi að.
Það mætti ef til vill telja mér
trú um, að það væri missýning,
að þú værir til, — en það eina,
sem ég veit, að er til, er Guð.
Og hvað sem segja skal um
prestsstarf mitt, þá hefur mér
ætíð fundizt síðan, að ég væri
að fást við hið rétta viðfangs-
efni mitt í lífinu, hvert sem
gagnið af því er. En ég held ég
mundi ekki skipta um, þótt ég
ætti að byrja aftur.
— Finnst þér trúarþörf og
trúarhneigð fólks minni nú á
dögum en í ungdæmi þínu.
_ — Nei, það er síður en svo
Ég held jafnvel að trúarþörfin
og trúarhugðin sé sterkari.
enda finnst mér reynslan hafa
sannað mér það með árunum.
að trúarhugðin sé miklu gild-
ari þáttur í lífi fólks og gerð
en margir telja Og þessi þörf
sækir alltaf á, þó að hún breyti
um form og leiðir til fullnæg-
ingar. Ég hef heldur aldrei
getað fundið, að trúarhugð
þar mikið á sig fyrir kirkju-
starfið og greiða há gjöld. Ég
kynokaði mér við að segja þeim,
hve lítið við íslendingar heima
gyldum til kirkju, þegar þeir
voru að spyrja. Hélt að það yrði
hlegið að því. En heimþráin
togaði, og við ákváðum að fara
heim. Ég er þó elfki viss um, að
við hefðum horfið að því ráði
að fara aftur til íslands, ef við
hefðum vitað hvað kveðjustund-
in reyndi á okkur. Það hrærði
mann meira en lítið, þegar svo
að segja hvert einasta safnaðar-
barn kom á járnbrautarstöðina
til þess að kveðja, þegar við
fórum.
—En preststarfið hér heima?
— Nóg er starfið. Mönnum
finnst ef til vill, að presturinn
eigi náðuga daga, þegar aðeins
er litið á kirkjulegu þjónust-
una, sem við almenningi blasir,
en ef menn vissu um alla þá,
sem koma til að ræða við
prestinn einslega, vissu um
þá, sem ef til vill bíða þess
að ná tali af prestinum, þá
breytist myndin. Sálgæzlan er
Rætt við séra Jakob Jónsson, prest Hallgrimssafn^r
í Reykjavík, sem verður sextugur á morgir
8
TÍMINN, sunnudagl: i 19. janúar 1964