Tíminn - 25.01.1964, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.01.1964, Blaðsíða 1
20. tbl. — Laugardagur 25- janúar 1964 — 48. érg Vegir færir um allt land - MEIRA AÐ SEGJA TIL AUSTFJARÐA FB-Reykjavík, 24. janúar. VEGIR eru færir um allt land. Á einstaka stað hafa nokkur ó- þægindi orðið af þvL að vegir hafa blotnað vegna leysinga, og >ó aðallega hér rétt utan við Rvik Sjálfvirka kerfið breiöist út um land AKRANES I DAG OG AKUREYRI AÐ VORI KH-Reykjavík, 24. jan. Á MORGUN verður sjálf- virk símstöð opnuð á Akra- nesi, og bætast þá um 800 númer inn á sjálfvirka kerf- ið, sem teygir nú anga sína æ víðar um landið. Hafa rúm 4 þúsund númer bætzt inn í kerfið síðustu þrjá mánuðina. 3. nóvember bættust um 1900 númer inn í kerfið í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði. Um miðjan des- ember var sjúlfvirk símstöð með svæðisnúmerið 98 opn- uð í Vestmannaeyjum með um 1400 númerum. Og á morgun bætist við sjálfvirka stöðin á Akranesi með svæð isnúmerið 93. Hún er gerð fyrir 1400 númer, en fyrst i stað verða tengdir við hana um 800 innanbæjarnotendur á Akranesi og síðar rúmlega 100 utanbæjarnoterrdur i nágrenninu og svo nýir not- endur eftir því sem umsókn- ir berast. Eftir u. þ. b. mánuð munu svo enn bætast við um 200 og sömuleiðis utan við Abureyri, þar sem umferðin er hvað mest. Við hringdum í Ásgeir Ásgeirs- son skrifstofustjóra á Vegamála- jskrifstofunni og spurðum hann frétta af vegum landsins. — Færð er yfirleitt góð um allt land. Á stöku stað hefur helzt borið á því að vegir hafi blotnað til nokkurra óþæginda, en annars er færð tiltölulega hagstæð. •— Meira að segja er nokkurn vegin fært til Austfjarðanna, en við vilj- um samt ekki örfa menn til ör- æfaferða á þessum tíma árs. — Það er það einkennilega við þennan hluta árs, að hann er alls ekki versti tíminn hvað við kem- ur samgöngunum. Fyrri hlutinn og seinni hlutinn eru oft miklu verri, þá koma hret sem fara illa með vegina. Mikið hefur verið kvartað um aur og leðju i veginum hér rétt utan við Reykjavík. Rauðamöl hefur verið borin ofan í nokkurn hluta vegarins, en að sögn þeirra, sem um hann fóru í dag er'hann mjög slæmur undir Hamrahlíð, — því þar er hann enn ein eðja. ÞESSI MYND er táknræn fyrlr ástandlð I ný|u löndunum I Austur-Afrfku, Uganda, Kenya, Ruanda, Burundl, Zanzibar, Tanganyika og Rhodesiu. Þessl mynd var tekin á þrlSjudaglnn var I Norður-Rhodesiu, þegar kosnlng- arnar fóru fram þar. Rysklngar urðu þar vlða I sambandi vlð kosningarnar, lögreglan skarst oft I lelklnn og þá voru engln grlð gefin. í þessum kosningum fékk flokkur Kenneth Kaunda 45 þlngssti af 75. Hvfttr menn hafa 10 þlngseeti, og hln 20 þingsaetin skiptast mlltl tveggja þióðernlsflokka. ROSTUSAMT ER UM ALLA AUSTUR-AFRÍKU EJ-Reykjavík, 24. janúar. Mjög rostursamt hefur verið í ýmsum ríkjum Austur-Afríku síð- ustu dagana, og hver uppreisnin fylgt annarri. Fyrst var gerð stjórn arbylting á eyjunni Zanzibar, þá kom uppreisnin í Tanganyika og nú síðast í Uganda. Fréttir herma, að rúmlega 12.000 manns hafi ver ið myrt í kynþáttadeilum í Ruanda og nú síðast hefur Jomo Kenyatta forsætisráðherra Kenya óskað eft- ir hemaðarlegrar aðstoðar Breta. Loks voru kosningar í Norður- Rhódesíu, og kom þar til minni háttar ryskinga. Uppreisnin á Zansibar, sem hófst sunnudaginn 12 janúar, var stjórnað af æðstu mönnum Afro- Shirazi-flokksins, þeim Abeid Karume og Okello marsk. Flokka skærur hafa verið miklar á Zanzi bar allt frá fyrstu þingkosningun- um árið 1957, og hafa Afríkumenn þar barist harkalega gegn Aröb- um, sem verið hafa eins konar aðalsstétt í landinu, og haft öll völd í hendi sér, þótt þeir séu að eins um 20% af íbúum eyjarinn- ar. Soldáninn á Zanzibar, Bin- Abdullah, flúði, og er nú kominn til Bretlands, en hinir nýju valda menn hafa stofnað alþýðulýðveldi á Zanzibar, og telja margir, að sumir forystumanna byltingarinn- ar hafi verið þjálfaðir á Kúbu. Farskipum fjölgar og ný skipafélög fara af stað S.l. mánudag gerði 1. fótgöngu- liðsherfylkið í Dar-Es-Salaam, höfuðborg Tanganyika, uppreisn gegn brezkum liðsforingjum sín- um. Kröfðust þeir hærri launa og betri aðbúnaðar. Fréttir voru um tíma óljósar frá Tanganyika, eink um þó hvað snerti forseta lands- ins, Júlíus Nyerere, og töldu sum ir að hann væri fangi uppreisnar- manna. Tveim dögum seinna hélt hann útvarpsræðu í Dar-Es-Sala- am, og hvað hann uppreisnina vera til skammar fyrir alla þjóð- ina. Ríkisstjórnin lofaði að at- huga launakröfur hermannanna og allt virðist nú með kyrrum kjörum í Tanganyika. Varla var Tanganyika-uppreisn in yfirstaðin, þegar 150—250 her- Framhalú á 15. sí3u. KJ-Reykjavík, 24. janúar. Mikil aukning hefur orðið á und anförnum árum í millilandaskipa- stóli landsmanna. Nú um þessar mundir er t. d. verið að taka í notkun tvö ný flutningaskip. Á árinu 1964 verða að minnsta kosti tekin í notkun tvö ný milli- landaskip, það eru Hvítanes sem kemur til landsins um helgina, ís- borg sem breytt var úr togara í flutningaskip og Mælifeli sem væntanlega kemur til landsins fyrri hluta sumars. Á móti þess- um nýju skipum, verður eitt selt úr landinu, það er Hvassafell, sem selt verður til Portúgal. Á s.l. ári bættust þrjú flutninga skip í flota landsmanna. Það voru Bakkafoss og Mánafoss, sem keypt ir voru notaðir og Selá er kom hingað í byrjun desember. Var Selá þriðja skipið sem skipafélag- ið Hafskip eignast. Ekkert þess- ara nýju skipa er frystiskip, síðast kom nýtt frystiskip til landsins 1961 og var það Drangajökull sem þá bættist í flotann. Á árinu 1962 bættist olíuflutn- ingaskipið Stapafell og flutninga- skipið Rangá í flotann. Skipafélag ið Hafskip, sem á Árnar þrjár er aðeins fárra ára gamalt og Kaup- skip, sem á Hvítanes, og félagið um ísborgina, eru alveg ný af nál- inni. Svo virðist sem frystiskipin séu orðin of mörg því „kjúklingaflutn ingar“ Eimskips séu neyðarúrræði og aðeins stundaðir vegna þess að engin verkefni eru fyrir skipin hér á landi. Skip Jökla hafa yfir- tekið svo að segja alveg fiskflutn- Framhald á 15. slSu. Hneyksli í Peking- háskóla U'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.