Tíminn - 25.01.1964, Blaðsíða 14
ÞRIÐJA RÍKIÐ
WILLIAM L. SHIRER
D U C E:
Ég 'þakka yður hjartanlega fyrir
'þann diplómatiska og stjórnmála-
lega stuðning, sem þér hafið að
undanfömu veitt Þýzkalandi í hinu
réttmæta máli þess. Ég er þess
fúll viss, að við getum framkvæmt
verkefnið, sem fyrir okkur liggur
með þeim herstyrk sem Þýzka-
land hefur yfir að ráða. Því býst
ég ekki við að þörf sé á hernaðar-
aðstoð frá Ítalíu eins og á stendur.
Ég þakka yður einnig, Duce, fyrir
allt, sem þér munið gera í fram-
tíðinni fyrir sameiginlegt málefni
Fasismans og Þjóðernissósíalism-
ans.
ADOLF HITLER
Klu'kkan 12:45 varð Hitler að
senda Mussolini annað skeyti, það
var eftir að hann hafði lökið við
að flytja ræðuna í Reichstag, og
að því er virtist einnig jafnað sig
eftir reiðikastið, sem bitnaði á
Dahlerus. í þessu skeyti lýsti hann
því yfir, að hann hefði verið reiðu
búinn að leysa pólska vandamálið
„með samningaviðræðum-1 og í
„tvo heila daga hef ég beðið ár-
angurslaust eftir pólskum samn-
ingamanni“ og að „síðast í gær-
kveldi urðu skærur á fjórtán stöðv
um í viðbót við landamærin“ og
þar af leiðandi hafði hann „nú
ákveðið að mæta ofbeldi með of-
beldi“. Þá lét hann einnig í ljós
þakklæti sitt við þennan svikula
félaga sinn.
— Eg þakka yður, Duce, fyrir
allt, sem þér hafið gert. Sérstak-
lega þakka ég fyrir það, sem þér
hafið gert til þess að koma á sam
komulagi. En ég var frá upphafi
vantrúaður á þessar tilraunir, þar
sem pólska stjórnin hefði getað
gert hið sama hvenær sem var, ef
hún hefði haft allra minnstu löng-
un til' þess að leysa vandann á
friðsamlegan hátt. En hún neitaði
að gera það . . .
Af þeim orsökum, Duce, vildi
ég ekki leggja yður í þá hættu,
sem því fylgir, að vera milligöngu
maður, sem að öllum líkindum
hefði líka orðið árangurslaust, með
með tilliti til ósveigjanleika
pól'sku stjórnarinnar ....
ADOLF HITLER-
En fyrir áeggjan Cianos gerði
Mussolini enn eina tilraun til þess
að leggja sig í þá hættu, sem því
fylgdi að vera milligöngumaður.
Þegar daginn áður, skömmu eftir
hádegi, hafði Ciano stungið upp á
því við brezku og frönsku sendi-
herrana í Róm, að væru stjórnir
þeirra því samþykkar, myndi
Mussolini bjóða Þýzkalandi að
taka þátt í ráðstefnu 5. september
í þeim tilgangi að „rannsaka grein
ar Versalasáttmálans, sem eru
ástæðan fyrir þessu vandamáli".
Maður gæti ímyndað sér, að
fréttirnar um innrás Þjóðverja í
Pólland næsta morgun hefðu get-
að gert tiílögur Mussolinis að
engu. En ítalanum til mikillar
undrunar hringdi Georges Bonnet,
franski utanríkisráðherrann, í
Francois-Poncet, sem var nú sendi
herra Frakklands í ■ Rómaborg, kl.
11:45 að morgni 1. september og
bað hann að segja Ciano, að
franska stjórnin fagnaði slíkri ráð
stefnu, svo framarlega, sem henni
væri ekki ætlað að fjalla um mál
landa, sem ekki hefðu fulltrúa á
henni, og hún myndi ekki tak-
marka sig við það eitt að finna
,.hál'fa lausn og bráðabirgðalausn
á takmörkuðum vandamálum, sem
nú væru efst á baugi“. Bonnet
minntist ekkert á, að skilyrði fyrir
ráðstefnunni væri að þýzku her-
irnir skyldu snúa við né heldur
nema staðar þar sem þeir væru
komnir.
En Bretarnir héldu fast við
þetta skilyrði, og þeim tókst að
fá hina illilega klofnu frönsku
stjórn á sitt band, svo að hægt
yrði að afhenda samhljóða viðvör-
unarorðsendingar í Berlín að
kvöldi 1. september. Það er at-
hyglisvert, »að Mussolini hél't
áfram næsta morgun með frekari
áskorun á Hitler, alveg eins og
hann tæki ekki ensk-frönsku að-
vörunina alvarlega, en texti orð-
sendinga Bretlands og Frakklands
um að löndin rhyndu hefja bar-
daga, nema því aðeins að þýzku
hersveitirnar hörfuðu út úr Pól-
landi, hafði verið birtur opinber-
lega sama kvöldið, en Mussolini
hél't sér dauðahaldi í hve'rt hálm-
strá — eða jafnvel strá, sem ekki
voru til.
Mikil spenna lá í loftinu 2. sept.
eins og Henderson minntist á í
I lokaskýrslunni. Hann og Coulondre
biðu óþreyjufullir eftir svari
Hitlers við orðsendingum þeirra,
en ekkert svar kom. Stuttu eftir
miðjan dag kom Attolico móður
og másandi til brezka sendiráðs-
ins og sagði Henderson, að hann
yrði að fá að vita eitt þegar í stað:
Var orðsendingu Breta frá kvöld-
inu áður ætlað að vera úrslitakost-
ir eða ekki?
„Eg sagði honum“, skrifaði Hend
erson síðar, „að mér hefði verið
falið að segja utanríkisráðherran-
um ef hann spyrði, en það hefði
hann ekki gert, að þetta væru ekki
úrslitakostir, heldur aðvörun".
Eftir að hafa fengið þetta svar,
flýtti ítalski sendiherrann sér nið
ur eftir Wilhelmstrasse. til þýzka
utanríkisráðuneytisins.
Attolico hafði komið kl. 10 um
morguninn í Wilhelmstrasse og
verið með orðsendingu frá Musso-
lini og þar hafði honum verið sagt,
að Ribbentrop væri ekki vel frísk
ur, og því afhenti hann Weiz-
sacker orðsendinguna.
2. september 1939.
Ítalía óskar að látá þess getið
í upplýsingaskyni, en að sjálfsögðu
tekur foringinn sjálfur allar
ákvarðanir, að hún getur enn feng
ið Frakkland, Bretland og Pólland
til þess að samþykkja ráðstefnu
með þessum skilyrðum:
1. Vopnahlé, og herirnir verði
ÞAR SEM þeir nú eru komnir
(áherzla var lögð á þar sem).
2. Að ráðstefnan hefjist innan
tveggja eða þriggja daga.
3. Samkomulag gert í deilu Pól
verja og Þjóðverja, sem eins og
sakir standa. yrði vissulega Þýzka
landi í hag.
Hugmyndin, sem ítalski foring-
inn kom fyrst fram með, nýtur nú
stuðnlngs sérstaklega Frakklands.
Danzig er þegar þýzk, og Þýzka
land hefur nú'í höndunum loforð,
sem tryggja því mestan hluta þess,
sem krafizt er. Þar að auki hefur
Þýzkaland nú fengið sína ,,sið-
ferðilegu íullnægingu“. Ef það
samþykkti nú, að ráðstefnan færi
fram, myndi það fá framgengt
vilja sínum öllum og um leið kom
ast hjá styrjöld, sem jafnvel nú
lítur út fyrir að ætla að verða al-
menn og mjög langvarandi.
ítalski foringinn vill ekki krefj-
ast þess, en aftur ó móti er hon-
um mjög umhugað um, að framan
greind atriði verði lögð fyrir Herr
von Ribbentrop og foringjann.
Það er ekki að undra, að Ribben
trop, sem skyndilega hafði batn-
að og hitti Attolico klukkan 12:30,
skyl'di benda honum á, að ekki
væri hægt að „heimfæra“ tillögur
Mussolinis við ensk-frönsku orð-
sendingarnar frá því kvöldið áður,
því að þær væru „líkastar úrslita-
kostum“.
ítalski sendiherrann, sem var
jafn ákafur og foringi hans að
komast hjá heimsstyrjöld og vissu
lega einlægari, greip fram í fyrir
Ribbentrop og sagði, að brezku
og frönsku yfirlýsingarnar „hefðu
gengið úr gildi við tilkomu síðustu
orðsendingar Duce“. Auðvitað
hafði Attolico ekkert vald til' þess
að gefa slíka og þvílíka yfirlýs-
ingu, sem þar að auki var ekki
sönn, en hann hélt ef til vill á
þes^ari stundu, að engu væri að
tapa, þótt hann væri skeytingar-
laus. Þegar utanríkisráðherrann
59
segja sögu sína á áhrifaríkan hátt.
— Hún fjallar um Lois, hóf hún
máls. En er þó frábrugðin þeirri,
sem ég sagði áðan. Þú veizt, að við
erum nú að undirbúa stórkostlega
útileiksýningu á „As You Like It“,
og við kvenfólkið í hópnum höf-
um verið önnum kafnar að sauma
búninga og annað slíkt. Page er
aðallega í útréttingum, útvegar
efni og saumadót. Það er óþarfi
að hrukka ennið, hún gerir mikfu
minna nú en áður. Þess vegna
hafði hún líka tíma til að setjast
niður og heyra slúðrið í kvenfólk-
inu um Fern Lowe.
phil hrökk við, svo að bjórinn
skvettist út úr glasinu.
■— Þær meira að segja teygðu
slúðrið allt aftur. til dauða Joan
Norber. Nei, þegiðu nú á meðan
ég segi sögu mína. Svo geturðu
bölvað og ragnað og öskrað eins
og þú hefur orku til. Eg veit, á
hverju má eiga von, því að ég hef
þegar sagt Whit alla söguna.
— En í guðanna bænum, Min,
ég þoli blátt áfram ekki, að þið
séuð að slúðra um sjúkrahúsið og
það, sem þar gerist. Þú veizt það.
Ef þið getið ekki hætt því, þá . . •
^erðum við Page að hætta að um-
gangast þessar kvensur. Já, ég
sagði þér, að ég vissi, hvað þú
mundir segja. Svo að nú skaltu
bara þegja og hl'usta á mig til
enda.
Phil settist á dyraþrepið og
greip svp fast um dyrastafinn, að
hnúar hans hvítnuðu. — Þið reitið
mig til reiði, tautaði hann.
— í fyrstunni sögðum við Page
ekki orð, — því máttu «trúa. Við
hlustuðum aðeins og litum við og
við aðvarandi hvor á aðra, en við
létum þessar konur um slúðrið.
Að lokum vék Lois talinu að Fern
Lowe ...
— Hún byrjaði nú á að tala
um sulfa, leiðrétti Page í lágum
— Alveg rétt. Hún hélt alllang-
an fyrirlestur um alls kyns nýupp-
götvuð lyf. Þau væru vissulega
dásamleg, sagði hún, og enn dá-
samlegri lyf myndu koma fram í
dagsljósið á næstunni. En —
Min horfði andartak alvarlegum
augum á Phil, sem horfði á móti
með þvílíkum svip, að ætla mátti,
að hún væri hans versti óvinur.
— En, hélt hún áfram, þessi dá-
samlegu lyf væru alveg ný af nál-
inni. Mörg þeirra væri enn þá ver-
ið að rannsaka og gera tilfaunir
með og reyna að endurbæta. Og
læknar, sem ekki væru í sambandi
Ivið þessar stóru læknisfræðirann-
I sóknarstofnanir, læknar í afskekkt
í um héruðum . . .
| — Sveitalæknar! skaut Phil inn
|í-
! — Já, einmitt! Hún sagði, að
i þið telduð ef til vill, að þið væruð
yfir slíka lækna hafnir, af því að
þið hefðuð lítið sjúkrahús í lítilli
borg, en þú værir sannarlega of
fær maður og skynsamur til að
bíta þig fastan í þá staðreynd og
gera glappaskot í skjóli þessa. Það
væri óafsakanlegt að nota þessi
nýju lyf, án þess að vita upp á
hár, hver áhrif þau hefðu og hvað
þau gætu leitt mikið illt af sér,
ef þau væru ekki notuð í réttum
tilfellum.
— Hvers vegna 1 ósköpunum
segir hún okkur ekki þetta sjálf?
— Hún þóttist viss um, að þið
hefðuð neyrt um álit hennar á
þessu máli, sagði Min og hermdi
um leið eftir Lois, og þáð hnuss-
aði í Phil.
I — Næsta skrefið var að lýsa
því yfir, að auðvitað vildi hún ekki
særa neinn með þessu tali. En stað
[ reyndirnar töluðu sínu máli, sagði
hún.
— Þú sagðir, að hún hefði tal-
að um Fern Lowe.
— Ó, er hægt að hugsa sér nokk
íuð erfiðara en reyna að byggja
ÁSTIR UEKNISINS
ELIZABETH SEIFERT
upp spennu í frásögn, þegar þú
ert nálægt, mótmælti Min.
— Hún sagði, hélt Page áfram
sögunni, að þú hefðir gefið frú
Lowe svo mikið demarol við höf-
uðverkjunum, að hún gæti nú ekki
ón þess verið., Sem sagt — hún
væri orðin eiturlyfjaneytandi.
Phil stirðnaði, og andlit hans
var grænt af reiði.
— Hún gat heldur ekki stillt
sig um að geta þess, sagði Min, að
samband þitt við Lowe-fjölskyld-
! una væri eðlilega háð óþægilegum
' minningum.
— Ó, drottinn minn, stundi Phil.
| Fern veit þó . . .
— Auðvitað Phil, auðvitað.
Með öll þessi vitni tiltæk —
tug hlustandi kvenna — ætti ég
að geta höfðað stórkostlegt meið-
lyrðamál á hendur þessari Thorn-
; hill!
— Hún var tekin til bæna þarna
á staðnum, get ^g fullvissað þig
! um, sagði Min. Mundu, að ég fór
| að segja þessa sögu til þess að
sýna þér fram á, hversu dásam-
lega eiginkonu þú ættir.
Phil horfði óttablöndnu augna-
ráði á Page. — Elskan . . . ?
Page rykkti til ljósa höfðinu.
— Auðvitað tók ég hana til bæna.
Eg lét hana heyra sitt af hverju
um sveitalæknisstarfið, sem hún
nefndi svo, og ég lét hana líka
heyra ýmislegt um eiturlyfin, sem
hún taldi sig slíkan sérfræðing í.
I-Iendur Phils skulfu, og svitinn
spratt fram á andliti hans.
— Stilltu þig, rauðhaus, stilltu
þig, sagði Min. Jafnvel Whit er
viss um, að hún gerði það eina
rétta.
Phil gekk fáein skref frá þeim
og hallaði sér upp að girðingunni.
— Segið mér ...
Og þær sögðu honum frá því,
hvernig Page hefði risið upp með-
al þessara saumandi slúðurkvenna
og patað með skærum orðum sín-
um til áherzlu.
— Eg sagði þeim, hvað þú ynn
ir dásamlegt starf hér og að þú
hefðir valið þér þetta starf vegna
mikilvægi þess. Eg sagði þeim, að
þú hefðir yfirgefið mikilvægt rann
sóknarstarf í St. Louis til þess að
gegna störfum hér.
Phil hóstaði.
— En þú gerðir það, Phil, árétt-
aði Min.
— Gerði ég það? spurði hannj
einkennilegum rómi. Hann sneri|
sér við og horfði beint á stúlkurnj
ar. Hann leit út, eins og hann
hefði orðið fyrir eldingu
— Eg skýrði þeim frá öllu því
starfi, sem þú innir af höndum í
þessu stóra héraði sagði Page,
sýndi þeim fram á, að allar konur
í þessu stóra héraði leituðu til þín.
Ilún hafði verið að dunda við^
að reyta illgresi í beðinu við hlið-
ina á sér og nú sveiflaði hún mold-
ugri hendinni og benti á allan
fjallahringinn Augu Phils glömp-,
uðu. — Eg benti þeirri á, að menn j
irnir hérna kæmust ekki af ánj
kvennanna, að bændurnir, skógar-j
höggsmennirnir og námumennirn- f
ir færu þangað, sem þeir gætu haft <
konur sínar og ílengdust aðeins:
þar, sem þeir væru öruggir um, að
heilsu kvennanna og barna þeirra
væri ekki hætt. Starf þitt væri því
grundvallaratriði í mannlífinu í
öllu þessu héraði.
— Eg sagði henni, að þú værir
enginn sveitalæknir, og að sjúkra
húsið ykkar væri ekki l'ítið í neinu
tilliti. Eg sagði henni, að hundr-
uð kvenna leituðu þangað til
þín daglega til þess að hlýða ráð-
um þínum. Og ég sagði henni frá
öllum ferðum, sem þú færir upp
í fjöllin, frá heilsuverndarstöðvun
um með hjúkrunarkonunum, sem
þú hefðir komið á fót og allt það.
Eg hafði séð þetta all't saman með
mínum eigin augum, ég vissi, hvað
þú gerðir, og ég gæti sagt henni
það. Og ég lagði til, að ef einhvern
tíma yrði nokkuð að henni . . .
— Guð varðveiti mig frá því,
stundi Pliil.
— Hafðu engar áhyggjur, sagði
Min. Hún yrði að kalla á trésmið.
Þetta er trédrumbur, ekki kona.
Phil tókst að halda aftur af
hlátrinum — Og hvað sagði hún
við öllum þessum lestri? Hún hef
ur varla setið þegjandi.
— Nei, biddu fyrir þér. Hún
vék að nýju að Fern Lowe og eit-
urlyfjunum. Hún staðhæfði, að
staðreyndirnar þar töluðu sínu
máll, sagði Page.
Og Min hélt áfram: — Page
spurði hana, hvort hún gæti sann-
að mál sitt, svo að það yrði ekki
hrakið, og Lois sagði, að það gæti
hún auðvitað ekki, en . . . Og þá
sagði Page, að hún gæti sannað,
að þessi söguburður væri ósann-
ur!
— Eg reyndi demarol Við Fern,
sagði Phil hljóðlega.
14
TÍMINN, laugardaginn 25. janúar 1964 —