Tíminn - 25.01.1964, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.01.1964, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR, 24. janúar. NTB-Brussel. — Talið er nijög líklegt, að verðbólgan, stm nú geisar innan flestra EBE-landanna, muni einnig snerta Þýzkaland á þessu ári. NTB-Washington. — Banda- ríska verzlunarráðuneytið hef- ur gefið útflutningsleyfi fyrir hveiti til A.-Þýzkalands fyrir allt að 1,9 milljónum dollara. NTB-London. — Rúmlega 300 stjórnmálamenn, biskupar, dómarar og vísindamenn um allan heim, hafa sent út áskor- un um, að öll lönd leggi fast að stjórn S.-Afríbu að láta lausa alla pólitíska fanga. NTB-London. — Ráðherra- nefnd V.-Evrópubandalagsins lauk í dag tveggja daga fundi sinum í London. f bandalaginu eru EBE-löndin og Bretland. NTB-Manila. — Norodom Sih anouk, prins, þjóðhöfðingi Kam dobsfju, sagði í dag, að hann styddi ákvörðun frönsku stjórn arinnar um að taka upp stjórn málasamband við Kínverska al- þýðulýðveldið. NTB-New Delhi. — Lal Baha dur Shastri hefur verið skipað- ur utanríkisráðherra Indlands. NTB-Stokkhólml. — SAS ög sænska flugfélagið ABA munu líklega taka við stóra sænska flugfélaginu Linjeflyg, sem, á- samt SAS, sér um svo að seaia allt innanlandsflug í Svíþjóð. NTB-Berlín. — Stærsta land- búnaðarsýning í Evrópu, Gru- < ræ Woche, var ODnuð í V.-Berl ín í dag. NTB-Stokkliólmi — 31 rót- tækur þingmaður sænska jafn- aðarmannaflokksins hefur brátt fyrir andstöðu meirihluta þing- flokksins, sctt fram tillögu um lækkun á útgjöldunum til varn áfinála. NTB-Helsingfors. — Finnska þjóðþingið samiþykkti í dag, með 99 atkvæðum gegn 98, til- lögu ríkisstjórnarinnar um aukaskatt, sem nemur 120 mill- jón finnskra marka. NTB-Oslo. — Brúttóhagnaður á rekstri SAS árið 1962—’63 var 754 milljónir norskra kr. Nettóhagnaðurinn var 29,3 mill- jónir. NTB-Alsír. — Alsírska stjðrn in hefur áformað að stofna eig- ið olíufélag, til þess að leita að, vinna úr og selja olíu, og losna þannig úr klóm erlendra olíu- félaga. NTB-Berlín. —-Fulltrúar V,- Berlfnar og A.-Þýzkalands áttu fund í dag og snerust viðræð- ur þeirra um hugsanlega samn- inga um heimsóknir V-Berlínar búa til A.-Berlínar. JÚLIO de Las Piedra, forseti efri deildar þjóðþingsins í Peru, lét það ekki á sig fá, þótt mannfjöldinn „púaði“ hækilega á hann, er hann kom út úr þinghúsinu. Hann stakk bara fingrunum upp í sig og flautaði hátt og lengi! MOTMÆLA URSKURÐINUM í FYRRAKVÖLD samdi mið- stjórn Aljþýð'usambands fslands mótmæli gegn úrskurðinum um fiskverðið. Blaðinu hafa einnig bor izt mótmæli frá Verkalýðsfélagi Akraness og verkalýðsfélaginu Jökli i Ólafsvík. Hér fara á eftir mótmæli miðstjórnar ASÍ. ,,Miðstjórn Alþýðusambands ís- lands mótmælir eindregið úrskurði oddamanns ýfirnefndar Verðlags- ráðs sjávarútvegsins um óbreytt fiskverð. Telur miðstjórnin, að úrskurður þessi sé hvorki byggður á viðhlít- andi rannsókn á söluverði og sann anleguni vinnslukostnaði iiskfram- leiðslunnar, né é neinu sanngjörnu mati á framlagi sjémanna til verð- mætis aflans. Það er raunar viðurkennt í for- sendum oddamanns, að engin full nægjandi rannsókn hefur farið BÓ-Reykjavík, 24. janúar. BIRTINGUR, þriðja og fjórða hefti síðasta árs, er nýkomið út og flytur mörg ljóð, sögur, greinar og ræður, erlendra og hérlendra höf- unda. Grein eftir ítalska rithöfundinn Giancarlo Vigorelli nefnist Ódyss- eifur frá Pireus, og fjallar um skáldið Seferis og griska ljóðlist. Greinarhöfundur er aðalritari sam bands evrópskra rithöfunda. Thor Vilhjálmsson þýddi greinina og tvö ljóð eftir Seferis. Þá er saga, Hrygningatími, eftir Ása í Bæ. — Thor Vilhjálmsson þýðir tvö ljóð eftir Beatrice Viggiani, unga ít- alska skáldkonu. Régis Boyer, áður sendikennari franskur við Háskóla íslands, ritar um kaþólikkann og vísindamanninn TeiLhard de Chard in, Sigríður Magnúsdóttir þýddi. Thor Vilhjálmsson þýðir Ijóð eft- ir ítölsku skáldin Pasolini og Vito Riviello, og ennfremur ritar Thor syrpu sína, en hún hefur verið íastur þáttur í Birtingi nokkur ár. Thor víkur þar nokkrum orðum að Kristmanni Guðmundssyni, en sem kunnugt er hefur Kristmann stefnt Thor fyrir ummæli í Birt- ingi, en Thor ver málið sjálfur fyrir Borgarþingi. Spjallið nefn- ist Um skáldskap og dónaskap, en þar segir Thor: „Finnst mörgum tími til kominn að hefta dreissug fram á réttum sölu- ag vinnslu- kostnaði. Að þessu sinni hefur verið brot ín niður sú venja, sem Verðlags- ráð hefur byggt starf sitt á, að taka jafnt tillit til áætlaðs kostnaðar við vinnsluna og við fiskveiðarn- ar, og brúa síðan bilið að jöfnu, ef söluverð hefur ekki nægt til að greiða allan þannig áætlaðan kostn að. Lagaskýring oddamanns í máli þessu teljum vér ekki hafa við rök að styðjast. Lögin gera ráð fyrir, að oddamaður ráði úrslitum í verðlagsmálum sjávarútvegsins með ncfndarhluta á annan hvort veginn á bak víÓ sÍg.”'Én her varð hann viðskila við báða nefndar- hluta, og er þannig þriðji og minnsti minnihluti yfirnefndar. — Verður ekki á það fallizt, að á- kvörðun í þessum grundvallar kjaVamálum sjómanna og útgerð- heitin í fyrrnefndum drjóla sem hefur vaðið uppi í Birtingi í níu ár (og reyndar víðar og lengur) og er vel til fallið að jafn gagn- vandaður maður (Kr. Guðm.) kalli löggæzluna út til að grípa del- ann flagrante delitto með blek- þvöruna”. Hörður Ágústsson rit- ar Af minnisblöðum málara, og fylgja greininni margar ljósmynd ir og teikningar af gömlum hús- um á Snæfellsnesi og Breiðafjarð areyjum. Þá eru tvö ljóð eftir FB-Reykjavík, 24. janúar Sjópróf út af Jóni Garðari, sem sökk út af Hjörleifshöfða í fyrra- dag er nú að mestu lokið. Stóðu þau í gær frá kl. 1 til kl. 9 og í dag frá eitt til rúmlega 6. Jón Finnsson fulltrúi í Hafnarfirði var dómari í málinu. Hann sagði í kvöld, að komið hefði fram í sjóprófunum, að skip ið hefði fyllzt af sjó frá hvalbak ar verði gefnar í vald einum manni til ákvörðunar, e. t. v. lítt eða ekki kunnugum sjávarútvegi. Telur miðstjórnin, að það geti orðið sjávarútveginum til mikils ógagns, ef því verður unað, að mál hans séu afgreidd á þennan hátt. Hagsmunir sjómanna og útgerð- ormanna hafa með úrskurði þess- um mjög verið fyrir borð bornir, því að ekki byggist það á neinu iéttlæti, að fiskverð skuli óbreytt standa frá árslokum 1962 a. m. k. í !.% ár, eða allt að tveimur árum, mitt í flaumi óstöðvandi dýrtíðar og verðbólgu, en svo hefur nú ver- iö gert með eins manns ákvöröun, gegn rökstuddri afstöðu útgerðar- imanna og sjómanna. Telur mið- stjórnin mjög koma til álita, að kanna fyrir dómstólum, hvort hér hefur verið farið að lögum. Reykjavík, 24. jan. 1964“. Jón frá Pálmholti. Thor þýðir ræðu eftir Neruda og þrjú gömul spönsk ljóð, og ljóð eftir spænska skáldið Jesus Lopez Pacheco. — Grein eftir Ingvar Högman nefn ist Hvers vegna yrkja ljóðskáld- in, Einar Bragi þýddi, og þá er grein eftir H. M. Enzensberger um beat-kynslóðina í þýðingu Þor varðar Helgasonar. Bryjar Víborg skrifar: Fimm grjón í einum vettl- ingi og Steinar Sigurjónsson: — Sprittsósað ósyndi. og aftur að brú, þegar það fór á hliðina, og ekki rétt sig við aftur, og svo sokkið smám sapsan dýpra og dýpra. Aðspurður um fyrirkomulag farms í lest, sagði hann, að það væri eitt aðalatriðið, hvernig farmi væri komið fyrir. Taldi hann fyr- irkomulagið hafa verið svipað í þessari sjóferð og öðrum hjá öðr- um skipum, en þetta gæti þó verið nokkuð breytilegt eftir skipum. West Side Story í Sigtúni Karlakór Reykjavíkur syngur lög úr hinum þekkta söngleik West side story í Sigtúni (Sjálf- stæðishúsinu) í síðdegiskaffitím- anum á sunnudaginn. Kórinn söng lög úr söngleikn- um á konsertum fyrir styrktar- meðlimi sína í fyrra við góðar undirtektir. Nú gefst fólki kostur á að heyra þessi lög í Sigtúni á sunnudaginn um leið og það drekk ur síðdegiskaffið þar. Einsöngvar- ar með kórnum eru þau Eygló Viktorsdóttir og Guðmundur Jóns- son, combo Eyþórs Þorlákssonar annast undirleik og söngstjóri er Jón S. Jónsson er tók við söng- stjórn kórsins í fyrravetur. Kvikmyndin West side story hef ur verið sýnd i Tónabíói við mjög góða aðsókn frá því á jólum. Er ekki að efa að þeim sem séð hafa myndina og öðrum leiki forvitni á að heyra lögin úr henni í með- ferð Karlakórs Reykjavíkur. — Söngleikurinn West side story er sá frægasti og vinsælasti sem sam in hefur verið á seinni árum, og til dæmis um vinsældirnar má geta þess að búið er að sýna hann í tvö ár samfleytt á Brodway. Húsið verður opnað kl. 3 og er öllum heimill aðgangur. Þfófnaður og stys EJ-Reykjavík, 24. jan. STOLIÐ hefur vcrið 25 rúllum af sisal teinatogi úr geymsluskúr nokkrum í Keflavík, sem Kaupfé- lag Suðurnesja átti. Verðmæti jiýfsins er um 30.000 krónur. RúIIunum var stolið einhvern tíma á tímabilinu frá 17.—21. jan. Málið er í rannsókn. 7 ÁRA gamall drengur í Kefla- vík, Sigurður Friðjónsson, brennd ist töluvert í andliti er hann var að leik ásamt nokkrum félögum sínum um kl. 18 í kvöld. Léku drengirnir sér að því að blása kveikjaralög á logandi eldspýtu. UM KLUKKAN 18,45 í kvöld stöðvaði lögreglan í Keflavík leigu bíl og gerði í honum leit að á- íengi. Fann hún töluvert magn. í bílnum voru tveir leigubílstjórar, og viðurkenndu þeir að eiga á- fengið. Skipstjóri hafði haft nótina á bátapalli og ekki talið bátnum hættara fyrir það. Jón Finnsson sagði, að eitt væri athyglisvert, en það væri, að enginn af áhöfn- inni hefði verið með björgunar- belti. Björgunarbelti eru í hverri koju og auk þess eru -björgunar- belti í kistu aftur á bátadekki. Helzt mun vera hallazt að því, að uppstillingin í skipinu hafi or- sakað slysið. Nýr Kristmannsþáttur í Birtingi OLLIUPPSTILLINGIN / JÓN! GARÐARISL YSINU? 2 TÍMINN, laugardaglnn 25. ianúar 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.